Morgunblaðið - 12.09.1942, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. sept. 1942.
Tilkynning
frá dómsmálaráðuneytinu
Athygli almennings er hjer með vakin á eftir-
farandi:
SfáífstæðísmáíSð
SJERSTAÐA PJET
URS OTTESEN
1) Það varðar sektum eða varðhaldi eða hvoru
tveggja að eiga kaup eða skifti um vörur, sem
hermenn, sem tilheyra herflokkum eða her-
skipum, sem hjer eru, bjóða fram eða þeir hafa
undir höndum, og að taka við slíkum vörum að
gjöf frá þeim, svo og að taka að sjer að selja
slíkar vörur fyrir þá, enda liggi ekki fyrir, er
viðskiftin fara fram eða gjöfin þegin, fullar
sannanir fyrir því, að aðflutningsgjöld hafi víer-
ið greidd af vörunum og fullnægt hafi verið
öðrum almennum innflutningsskilyrðum, sbr. 1.
gr. laga nr. 13, 5. maí 1941. Auk þess mega þeir,
er taka við slíkum vörum, búast við að þurfa
að afhenda þær aftur endurgjaldslaust.
2) Samkvæmt yfirlýsingu herstjórnarinnar er
setuliðsmönnum ófrjálst að láta af hendi eða
selja varning tilheyrandi birgðum eða búnaði
hersins, og getur það því, auk þess, sem að
framan greinir, varðað við hin almennu hegn-
ingarlög að kaupa eða taka við slíkum varningi.
Nokkrir refsidómar hafa þegar verið feldir í
slíkum málum.
Dómsmálaráðuneytið, 11. sept. 1942.
Auglýsins um kenslu og einkaskóla
Berklavarnarlögin mæla þannig fyrir samkvæmt 9. gr. þeirra:
„Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást vi5 kenslu í
•skólum, heimiliskenslu nje einkakenslu.
Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til
kenslu á heimili eða til einkakenslu.
Engan nemanda má taka til kenslu á heimili, þar sem sjúklingur
með smitandi berklaveiki dvelur“.
Allir þeir, sem stunda ætla kenslu á komandi hausti og vetri
•eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur
sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri
•en mánaðargömuh
Þá er ennfremur svo fyrir mælt í ofangreindum lögum:
„Enginn má halda einkaskóla, nema hann liafi til þess skriílegt
leyfi lögreglustjóra og skal það leyfi eigi veitt, nema hjeraðslæknir
telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyr-
ir tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu
nje neinn nemendanna sjeu haldnir smitandi berklaveiki“.
Þeir sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru því ámintir um
-að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið allra
fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum.
Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla,
.smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum.
Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarumdæmis Reykja-
■víkur, en innan takmarka læknishjeraðsins, má senda á skrifstofu mína
Hjeraðslæknirinn í Reykjavík, 11. sept. 1942
MAGNIJS PJETURSSON. *
Okkur vantar
eldri mann eða ungling til aðstoðar við afgreiðslu
á bensínstöð.
Bifreiðastöð Steindórs
rA ins og kunnugt er hefir Pjet-
ur Ottesen verið talsmaður
þeirrar stefnu á Alþingi í sjálf-
stæðismálinu að í samþykktum
þeim um þetta mál sem gjörðar
voru 10. apríl 1940 og 17. maí
1941 væri of skamt gengið. Yildi
hann að í samþykktum þessum
væri skýrt og skorinort og af-
dráttarlaust lýst yfir að sambands
lagasáttmálinn væri þá þegar úr
gildi fallinn og konungssambandið
á milli landanna að fullu rofið og
sem afleiðing af því væri gengið
frá endanlegri stjórnskipun ríkis-
ins á lýðveldisgrundvelli.
Við 1. umr. um breytingu þá á
stjórnarskránni, varðandi æðstu
stjórn landsins, sem samþykt var
á Alþingi á þriðjudagskvöld gerði
Pjetur Ottesen grein fyrir afstöðu
sinni til afgreiðslu málsins og fer
hjer á eftir útdráttur úr ræðu
hans.
Pjetur hóf mál sitt á því að Al-
þingi það er nú sæti, hefði verið
kvatt til fundar til að ganga frá
breytingu á stjórnarskránni.
Kosningar til Alþingis, sem
fram fóru 5. jíilí s. 1. þefðu leitt
það í Ijós að breytingar þær á
stjórnarskránni sem gjörðar voru
á síðasta þingi höfðu að baki sjer
meirihluta kjósenda og hefði sú
stjórnarskrárbreyting nú hlotið
fullnaðarafgreiðslu á þessu þingi.
Um hinn þáttinn, sem lýtur að
skipun æðstu stjórnar ríkisins
kvað Pjetur nægja að vísa til
þingsályktunar um stjórnarskrár-
nefnd sem samþykt var á síðasta
þingi. Efni þeirrar tillögu var að
kjósa 5 manna milliþinganefnd til
þess að gera tillögur um breyting-
ar á stjórnskipunarlögum ríkisins
í samræmi við yfirlýstan vilja Al-
þingis um, að lýðveldi verði stofn-
að á íslandi og að nefndin skili á-
liti nógu snemma til þess að málið
geti fengið afgreiðslu á næsta Al-
þingi, það er á þingi því er nú
situr.
Það hefðu því verið ærin von-
brigði, sagði Pjetur, -fyrir alþing-
ismenn, sem koma til þings í þeirri
trú að mál þetta væri undirbúið.
til afgreiðslu, þegar þeir voru
strax eftir að þing kom saman boð
aðir á þingfund sem haldinn var
fyrir luktum dvrum, þar sem þeim
var tilkynt, að komið væri fram
nýtt viðhorf í þessu máli sem
hefði orðið þess valdandi að málið
hefði ekki verið lagt fram eins og
ráð hefði verið fyrir gert.
Porsætisráðherra hefir nú, sagði
Pjetur ennfr., rakið gang þessa
máls og reifað þetta nýja frum-
varp sem er mótað af hinu nýja
viðhorfi. Eins og frv. þetta ber
með sjer er afgreiðsla þessa máls
með þeim hætti, sem stofnað var
til og verða átti, lögð á hilluna
á þessu þingi. Hinsvegar greiðir
frv. götu þess að flýtt verði fyr-
ir afgreiðslu málsins síðar, þar
sem samþykt eins þings nægir til
þess að það öðlist gildi sem stjórn-
arlög.
í greinargerð frv. og ræðu for-
sætisráðherra er alveg gengið fram
hjá að g.jöra grein fyrir því hvað
felist í hinu nýja viðhorfi sein
valdið hefir 'straumhvörfum í af-
greiðslu þessa máls.
Eins og það er skoðun mín að
hið nýja viðhorf sje engan veginn
þess eðlis að við eigum að hopa
frá settu marki um ákvarðaða af-
greiðslu þessa máls nú, þá álít jeg.
það óviðurkvæmilegt og ekki verj
andi gagnvart þjóðinni að halda
því leyndu .hvert hið nýja viðhorf
er. Því fyr sem þetta er upplýst,
því betra. Bæði af þessum sökum
ur gjalda þess. Slíkar getsakir í
garð Bandaríkjastjórnar geta
ekki haft við nein rök að styðjast.
Bandaríkin hafa nú tekið í sín-
ar hendur forustuna í baráttunni
fyrir rjetti smáþjóðanna, einstakl-
ingsfrelsi og lýðræði. Auk þess
gerði stjórn Bandaríkjanna samn-
ing við ríkisstjórn íslands á síðast
liðnu ári.
I því sambandi las Pjet-
ur upp nokkrar greinar úr
þessum samningi, þar sem Banda-
ríkjastjórn lýsir yfir, að samn-
ingurinn sje gerður með fullri
viðurkenningu á fullveldi og sjálf-
stæði Islands og til enn fyllri stað-
festingar á rjettarstöðu fslands,
og því að jeg tel mjer það nauð-
synlegt til þess að rökstyðja af-
stöðu mína til afgreiðslu þessa frv.
þá segi jeg það hjer hiklaust að
þessi straumhvörf í afgreiðslu
málsins stafa af íhlutun erlends
valds. Stjórn þess ríkis sem tekið
hefir að sjer hervernd hjer í landi
hefir farið fram á að endanlegri af
greiðslu málsins verði frestað nú.
Það er og athyglisvert, að ým-
islegt bendir til að íhlutun hins
erlenda valds geti verið fram kom-
in fyrir danskan áróður og meira
að segja liggur nærri að álykta
að hafin hafi verið eftirgrenslan
eða njósnir lijer á landi um af-
stöðu einstakra manna til þessa
máls og því sem upp úr því krafsi
hefir hafst svo komið á framfæri
við stjórn Bandaríkjanna, bersýni-
lega í þeim tilgangi að gjöra tor-
tryggilegan áður yfirlýstan ein-
huga vilja og álit Alþingis í mál-
inu.
Það er mín skoðun, sagði Pjet-
ur, að við eigum að afgreiða
málið eins og ráð var fyrir
gjört á síðasta þingi og gengið
var út frá við síðustu kosningar.
Undanhald í málinu getur ekki
stafað af öðru en ótta við að af-
greiðsla þess geti haft hættulegar
afleiðingar fyrir okkur. Að stjórn
Bandaríkjanna kunni að láta okk-
gengur Bandaríkjastjórn inn á að
bæði ríkin skiftist strax á dipló-
matiskum sendimönnum. Ennfrem
ur skuldbinda, Bandaríkin sig til
að beita öllum áhrifum sínum við
þau ríki er standa að friðarsamn-
i-ngunum að loknum núver. ófriði
til þess að friðarsamningarnir við-
urkenni einnig algert frelsi og full
veldi íslands. Og loks að Banda-
ríkin lofa að hlutast ekki til um
stjórn Islands, hvorki meðan her-
afli þeirra er í landinu, nje síðar
og að Bandaríkin skuldbinda sig
til að styðja hagsmuni Islands á
allan hátt, sjá landinu fyrir næg-
um nauðsynjavörum, tryggja nauð
synlegar siglingar og svo framv.
Hjer væri því ekkert að ótt-
ast, sagði Pjetur, því auk
þess 'sem slíkar refsiaðgerð-
ir brjóta í bága við þær hugsjónír
í alþjóðamálum sem Bandaríkin
berjast fyrir, þá væri engin ástæða
til að ætla að stjórn Bandaríkj-
anna færi þegar til alvörunnar
kæmi að ganga á gefin loforð og
gerða samninga.
Að lokum lýsti Pjetur vfir að
hann mótmælti öllu undanhaldí í
málinu og að hann tæki engan
þátt í afgreiðslu málsins á þessu
þingi á öðrum grundvelli en þeim
sem lagður hefði verið á síðasta
Alþingi.
Alhugið!
Mikið úrval af Ijósakrónum, veggljósum, J
borðlömpum, skrifborðslömpum, perga- ' •
ment-skermum, kúlum á stöng og í bað, J
ofnar margar teg., vindlakveikjarar, raf- I
magns-rakvjelar og vekjaraklukkur. •
RAFVIRKINN S/F, Skólavörðust. 22. •
AOstoðsrrððskonur vantar
á Landspítalann, Vífilsstaðahælið og Kleppsspítal-
ann. Upplýsingar á skrifstofu ríkisspítalanna
Arnarhváli. Sími 1765.
i