Morgunblaðið - 12.09.1942, Page 5
Laugardagur 12. sept. 1942.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.).
Aug-lýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 5,00 á mánubi
innanlands, kr. 6,00 utanlands.
í lausasölu: 30 aura eintakiö.
40 aura með Lesbók.
Kapphlaupið
KapphlaupiS milli kauplags
og verðlags er á ný komið
í algleyming og verðbólgan
eykst hröðum skrefum. Þannig
hlaut þetta að fara, fyrst
stjórnmálaflokkarnir gátu ekki
borið gæfu til að standa sam-
einaðir um einhverja lausn á
þessu flókna og erfiða viðfangs
efni. Þar hefir hver hendin ver-
ið á móti annari. I
En hvað segja flokkarnir utn
það, að hætta rifrildinu um
þessi mál og reyna að finna ein
hvern sameiginlegan grundvöll
til að standa á? Og þó að þær
sjeu orðnar margar opinberu
nefndirnar og ekki allar jafn-
nauðsynlegar, myndi áreiðan-
lega enginn hafa neitt við það
að athuga, að flokkarnir settu
nefnd í dýrtíðarmálin, með
þeim einlæga ásetningi að finna
leið út úr þeim ógöngum, sem
við erum komnir í. — Þjóðin
myndi áreiðanlega fagna því,
ef þetta skref yrði stigið.
Verkamenn og launastjettir
hafa nýlega fengið verulegar
kjarabætur. En gagnið af þeim
hjarabótum verður að engu, ef
sú verður raunin, sem nú er að
stefnt, að lífsnauðsynjar allar
hækki meir í verði en kaup-
uppbótin nam. Og nákvæmlega
verður sama niðurstaðan hjá
iramleiðendum. Þótt þeir fái í
bili stórlega hækkað verð á
framleiðsluvöru sinni, vex all-
ar tiikostnaður við ,framleiðsl-
una að sama skapi, þegar frá
líður og þá verða frámleiðend-
sir enn ver staddir, er verðfall-
ið og hrunið skellur yfir. Báðir
'þessir aðiljar munu áreiðanlega
komast að raun um þann gamla
sannleika, að hóf er best á
hverjum hlut.
En eitt er víst, þjóðin í heild
bíður tjón af kapphlaupi því,
sem nú er í algleymingi milli
verðlags og kauplags. Það get-
«r ekki leitt til annars en hruns.
Og því lengur sem það dregst,
að fundin verði einhver úrræði
til þess að stífla dýrtíðarflóðið,
Jpví stærra verður hrunið.
Sennilega er ekki til neins að
vera að ræða þessi mál nú, þar
•sem kosningar standa fyrir
dyrum og allir flokkar þurfa
íið taka -tillit til sinna kjósenda.
En skyldi ekki mælirinn vera
orðinn svo fullur, að augu kjós
enda hafi opnast, bæði þeirra,
sem eru í hóp framleiðenda og
launþega? Ekki sakaði. að rík-
isstj órnin færi fram á það við
llokkana, að þeir tilnefndu
menn til þess að vinna að þess-
um málum fram til næsta þings.
Skærist einhver flokkur úr leik,
neitaði að taka þátt i þessu við-
reisnarstarfi. er ekki aiveg víst
að hann hefði af því hag í kosn
'i n gabar áttu n ri i.
Sjálfstœðismálið
Viðurkenning stórþjóðanna
á tullveldi landsins
¥ umræðunum um sjálfstæðis-
málið nú er talað um formleg
sambandsslit við Danmörku og hve*
nær þau skuli verða. Er því svo
látið sem þetta mál varði sameig-
inlega bæði löndin, Island og Dan-
mörku.
Þetta er villandi. Sambandinu
við Danmörku er þegar raunveru-
lega slitið. Yfir því hefir sagan
sjálf kveðið upp sinn dóm. Það er
dautt og vaknar áreiðanlega aldrei
framar upp frá dauðum. Enginn
ábyrgur íslendingur mun nokkru
sinni veita atbeina sinn til slíkrar
uppvakningar.
Yiðfangsefnið nú er því ekki við
skifti Dana og íslendinga, heldur
annarsvegar, hvenær íslendingum
sjálfum líst að staðfesta það í eig-
in stjórnskipulögum, sem sagan
sjálf hefir óafturkallanlega sagt,
og hinsvegar hvenær tekst að fá
viðurkenningu stórveldanna á þess
um aðgerðum íslendinga.
★
Jeg skal játa, að ekki er gott
að átta sig á, hver er afstaða
þeirra Framsóknarmanna, sem
mest hafa nii rætt um sjálfstæðis-
málið og lausn þess.
Að svo miklu leyti sem nokkurn
botn er að finna í kviksyndi hinna
gagnstæðu fullyrðinga Framsókn-
armanna, þá skilst mjer þó, að
hann felist í þeirri fullyrðingu
Hermanns Jónassonar, að Sjálf-
stæðismenn og aðrir andstöðu-
flokkar Framsóknar hafi stefnt
sjálfstæði, frelsi og áliti íslensku
þjóðarinnar í hættu, með því, án
atbeina Framsóknar og án þess að
atvik liafi á nokkurn veg breyst,
Ræða Bjarna Benediktssonar borg-
arstjóra við 1. umræðu um stjórnar-
skrárbrevtinguna í efri deild
(Fyrri iiluti)
þyki að svo stöddu tímabært,
vegna ríkjandi ástands að ganga
frá formlegum sambandsslitum og
endanlegri stjórnarskipun ríkis-
ins“.
Það ástand, sem í þessari álykt-
un er til vitnað, var, að þá hafði
ísland verið hernumið af erlendu
stórveldi, án samþykkis og þrátt
fyrir mótmæli íslensku þ.jóðarinn-
ar og íslenskra stjórnarvalda. —
Stórveldi' það, sem landið hafði
hertekið, hafði ráðið íslensku rík-
iss;tjórninni frá því að ráða sjálf-
stæðismálinu til lykta að svo
stöddu. Skildu menn það svo, að
það væri vegna þess, að hið erlenda
ríki teldi sig að vissu leyti bera
ábvrgð á því, sem hjer gerðist á
nieðan landið væri hernumið, og
teldi því ekki heppilegt, að form-
legri rjettarstöðu Islands væri
breytt á meðan svo stæði. Her-
mann Jónasson, þáverandi forsæt-
isráðherra, hjelt þessari erlendu
vísbendingu mjög á lofti og lagði
á hana ríka áherslu í harðri deilu,
sem liann þá átti í blaðinu Tíman-
að „svíkja“ þá stefnu í þessum nm, við formann Framsóknar, Jón
málum sem upp bafi verið tekin as Jónsson. Síðan hefir Hermann
með þingsályktununum 17. maí Jónasson einnig skýrt frá því, að
1941. I sendimaður Bretlands, sem þessa
Því fer að vísu fjarri, að enn aðvörun bar fram, hafi talið að
hafi nokkuð óheillaspor verið hún væri gefin með vitund Banda-
stigið í þessu máli. Enn hefir ríkjanna. En þá, snemma árs 1941,
sóknin látlaust verið fram á við og höfðu Bandaríkin, gagnstætt því,
alt, sem ríkisstjórn og Alþingi sern alment hafði verið álitið hjer
hafa í málinu gert, hefir horft. á landi, enn eigi viðurkent algert
til góðs fyrir þjóðina. Þess vegna frelsi og fullveldi íslands og bein-
er ekkert tilefni til þess og mjög1 línis hliðrað sjer lijá að senda
miður farið, að Hermann Jónasson; hingað erindreka með diplomatisku
skuli láta, sem þjóðin hafi nú' umboði, sendiherra, heldur látið
ratað í niðurlægingu og ógæfu1 sjer nægja að hafa hjer ræðis-
vegna þess, að án atbeina Fram
sóknar háfi, að tilefnislausu, ver
ið horfið af fyrri braut.
En
Hermauns Jónasgonar verður að
mann.
★
Er það nú rjett, að enn sje
vegna þessara fullyrðinga hið sama ástand í þessum efnum
og var vorið 1941? Jeg fullyrði,
rifja upp tvent. I fyrsta lagi, að það hafi gerbreyst.
hvort það sje að tilefnislausu. að ^ Landið er ekki lengur hernum
talið hefir verið að atvik í sjálf- ið í sama skilningi og þá var.
stæðismálinu hafi breyst verulega Yfirstjórn þeirra herja, sem hjer
frá því alþingi gerði ályktunina dvelja nú, er í höndum ríkis, sem
17. maí 1941 og þar til málið var íslendingar sjálfir hafa falið her-
tekið upp á s. 1. vori. í öðru lagi, vernd landsins. Hlýtur það vissu-
hvort það hafi veri£ andstæðingar ]ega mjög að breyta aðstöðu allri
Framsóknar einir, sem litu svo á,l 0g viðhorfi, hvort landið er her-
að veruleg breyting hafi átt sjer! numið gegn mótmælum þjóðar-
stað, eða hvort Framsóknarmenn
hafi alt til þessa verið sömu skoð-
unar og aðrir landsmenn mn, að
svo hafi verið.
★
innar eða verndað af her, sem hjer
dvelur með samþykki þar til
bærra íslenskra stjórnarvalda. —
Akvarðanir, sem við höfðum ekki
geð í okkur til eða hirtum eigi
um að gera á meðan h.jer á landi
Þá er fvrst á það að líta, að
17. maí 1941 segir Alþingi: ,,að af var her í okkar forboði, getum við
íslands hálfu verði ekki um að j haft fulla ástæðu til að gera, þeg-
ræða endurnýjun á sambandssátt-
málanum við Danmörku, þótt ekki
ar hjer situr her með okkar sam-
þykki. Og þótt ríki láti sig ekki
einu gilda, hvað gert er í landi,
sem það hefir hertekið, þá má ekki
þar af álykta,'að það haldi áfram
afskiftum sínum eftir a-ð hertök-
unni er lokið og við hefir tekið
hervernd annars ríkis. Þvert á
móti verður að ætla að þá sje
lokið þeim afskiftum, sem vegna
hertökunnar voru gerð.
★
Þá vil jeg ennfremur vekja at-
hygli á því, sem að vísu hefir áð-
ur verið gert í umr. um þetta
mál, að í því samkomulagi sem,
gert var í júní—júlí 1941 við
Bandaríkin um herverncl þeirra á
íslandi, þá er berum orðum tekið
fram, að Bandaríkin skuldbinda
sig til að viðurkenna algert frelsi
og fullveldi íslands og að beita
öllum áhrifum sínum við þau ríki,
er standa að friðarsamningunum
eftir yfirstandandi ófrið til þess
að friðarsamningarnir viðurkenni
einnig algert frelsi og fullveldi
íslands. Ennfremur er tekið fram,
að talið sje sjálfsagt, að Banda-
ríkin viðurkenni þegar frá upphafi
þessa rjettarstöðu íslands, enda
skiftist bæði ríkin strax á diplo-
matiskum sendimönnum. Loks er
þess að geta, að Bretland gerði af
sinni hálfu alveg samskonar skuld-
bindingar og Bandaríkin um rjett-
arstöðu Islands..
Með þessari sapmingagerð var
rjettarstaða landsins því, a .m. k.
formlega, miklu betur trvgð en
nokkru sinni áður. Bandaríkin
ákváðu þá fyrst að senda. diplo
matiskan sendimann til landsins
og viðurkendu þá fvrst algert
frelsi og fullveldi þess. — í samn-
ingagerðinni felst, að Islendingar
eigi sjálfir að ráða stjórnarhátt-
um sínum, án íhlutunar þeirra
ríkja, sem undir skuldbindingarn-
ar gengust, Bretlands og Banda-
rikjanna.
★
Því að það er frumrjettur þeirr-
ar þjóðar, sem fengið liefir viður-
kenningu fullveldis síns, að hún
ráði sjálf að öllu leyti stjórnar-
*
skipun sinni.
Enda er það sjerstaklega vítað
um Bandaríkin, að þau vegna
uppruna síns og allrar sögu, —
þar sem þau eru til orðin eftir
frelsisstríð við móðurland sitt, Bret
land, hafa ætíð talið það leiða af
sjálfsákvörðunarrjetti hverrar full
valda þjóðar, að hún ráði sjálf
stjórnarskipun sinni. Hafá þau og
ætíð staðið gegn því, að slík í-
blöndun annara ríkja ætti sjer
stað. Má benda á mörg dæmi úr
sögunni þessu til sönnunar. Jeg
skal þó aðeins nefna byltinguna í
Rússlandi 1917, þegar Englending-
ar, Frakkar og ýmsir aðrir banda-
menn þeirra vildu hafa íhlutun
um, hverja stjórnarskipun rúss-
neska þjóðin veldí sjer. Bandarík-
in beittu sjer þá á móti þessum
afskiftum og sögðu, að Rússar
ættu að ráða þessum málum sjálfir.
Loks ber á það að minna, að
sjálfir samningarnir um hervernd-
ina bera það með sjer, að bæfll
Bretland og Bandaríkin viður-
kendu, að sambandssáttmálin við
Danmörku væri í raun og veru
úr sögunni. -Það er vitað, að
Band.aríkin vildu ekki senda her
sinn hingað nema samþykki rjettra
stjórnarvalda kæmi til. En ef sam-
bandslögin voru enn í gildi, er
ljóst, að stjórnarvöldin hjer á
landi gátu ekki ein gefið lögform-
legt samþykki til þessara aðgerða.
Þá hefði til þeirra þurft milli-
göngu og atbeina utanríkisráð
herra Dana í Kaupmannahöfn.
Hervernd Bandaríkjanna hvílir
því beinlínis á þeirri forsendu, að
sambandslögin sjeu í raun og veru
úr sögunni og Islendingar hafi
heimild til þess að skipa málum
sínum, án þess á nokkurn liátt að
vera af þeim bundnir. En erfitt er
jafnvel þótt öllum lögfræðilegum
hugleiðingum sje slept, að telja
mönnum trú um, *að þau bönd
fái bundið þjóðina á hættulausuia
tímum, er byrja verður með að
leysa í hvert sinn, sem verulegur
vandi er á höndum.
★
Það er því ljósj og óumdeilan-
legt, að mjög verulegar breyting-
ar höfðu orðið á aðstöðu allri og
ástandi í þessum efnum, frá 17.
maí 1941 og þar til stjórnarskrár-
málið var tekið upp á síðastliðna
vori. Hinar breyttu aðstæður rjett
lættu fyllilega þá skoðun, að ls-
lendingar þyrftu eigi framar að
hlýta afskiftum annara um það,
hvenær þeir vildu stíga síðasta
sporið í sjálfstæðismáli sínu, nje
kvíða því, að viðurkenning á þess-
um aðgerðum fengist eigi hjá þeiin
stórveldum, sem öllu geta ráðið
um okkar hagi.
Og jeg læt mjer ekki nægja að
fullyrða, að þessi skoðun hafi ver-
ið rjettmæt, heldur fullyrði jeg
einnig, að þessi hafi verið hin
almenna skoðun íslendinga eftir
samningana um herverndina.
Þessu til sönnunar vil jeg vitna
í ummæli mín í ræðu, er jeg hjelt
hjeðan af svölum Alþingishússins
1. des. síðastl. Jeg geri það’ ekki
vegna þess, að jeg telji þau orð
sjerstaklega merkileg, heldur til
þess að sýna, að það, er jeg nú
FRAMH. A SJÖTTU SlÐD