Morgunblaðið - 12.09.1942, Qupperneq 6
6
MORGIJN BLAÐIÐ
Laugardagur 12. sept. 1942,
■
Ræða Bjarna Benediktssonar
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
hefi sagt, er ekki fundið upp nú
af þjónkun við flokk minn, held-
ur mælt af sannfæringu uniy að
rjett mál sje flutt.
I hinni tilvitnuðu ræðu drap jeg
á herverndarsamningana og segi
síðan, með leyfi hæstvirts forseta:
„Skal það ekki frekar rakið
hjer, en einungis rifjað upp, að í
þeim samningum, sem um þetta
urðu, skuldbundust þessi tvö
ríki, sem vegna hnattstöðu sinnar
gætu öllu ráðið um örlpg íslands,
til að viðurkenna al’gert frelsi og
fiillvéldi landsins og beita öllum
áhrifum sínum við þau ríki, sem
standa að friðarsamningum til þess
að einnig þá verði viðurkent al-
gert frelsi og fullveldi Islands.
Ef íslendingum hefði fyrirfram
verið sagt, að um þær mundir er
þeir hefðu öðlast rjett til að taká
öll sín mál í eigin hendur, hlytu
þeir jafn skýlausa viðurkenningu
þessara tveggja stórvelda sem þá,
er þeir nú hafa fengið, mundi
engum hafa blandast hugur um,
að þann rjett ætti að nota“.
Skömmu síðar segi jeg:
„Ulýtur því óðnm að því að
líða, að Islendingar noti rjett sinn
og komi stjórnarskipun sinni í
fast horf, svo að þeir megi við
hana una um fvrirsjáanlega fram
tíð“.
Þessari skoðun var þannig hald-
ið fram á áberandi stað á hátíðis-
degi þjóðarinnar. Jeg hefi eigi
orðið þess var, að þessari skoðun
minni hafi verið mótmælt. Þvert á
móti fullyrði jeg, að þetta hafi
ekki verið einkaskbðun mín held-
ur ráðandi skoðun fslendinga á
þessum tíma, og jeg vitna einung-
is í mín eigin ummæli, af því að
þau eru mjer tiltækust. í betra
tómi mætti sjálfsagt finna miklu
fleiri tilvitnanir þessu til stað-
festingar.
★
Rjettmæti þeirra fullyrðinga, að
á síðastl. vori og sumri hafi skoð-
un íslendinga í þessuin efnum ver-
ið sú, sem jeg nú hefi lýst, og þar
með, að það sje alrangt, að Fram-
sóknarinenn haf'i þá haft nokkra
sjerstöðu í þeim, sjest og glögg-
lega, þegar athugað er með hverj-
um atvikum sjálfstæðismálið var
tekið upp á síðastliðnu vori.
Þá kemur einmitt í ljós, að sjálf
stæðismálið var á síðasta þingi
tekið upp af Framsóknarflokknum
í tillögu til þingsályktunar, sem
nokkrir þingmenn hans fluttu í
sambandi við kjördæmamálið. —
Tillagan var um kosning stjórnar-
skrárnefndar og hljóðar svo (með
leyfi hæstv. forseta):
„Alþingi álvktar að kjósa 5
manna milljþingapýfp'íl á þessu
þingi. Hlutverk hennar er að end-
ursköða rækilega stjórnarskrá rík-
isins, og skal hún sjerstaklega
miða starf sitt við það, áð ísland
sje fullvalda lýðveldi, á traustum
lýðræðis- og þjngræðisgrundvelli.
Vanda skal nefndin svo til tillagna
sinna, að vænta inegi, að stjórnar-
skráin geti verið til framtíðar.
Nefndin kýs sjer formann. Kostn-
aður við nefndarstörfin greiðist
úr ríkissjóði“.
í greinargerð till. segir m. a.:
„Nú er svo háttað. að þörf er
gagngerðra breytinga á stjórnar-
skránni vegna breyttrar rjettar-
stöðu landsins gagnvart öðrum
löndum. Breyta þarf ákvæðum
stjórnarskrárinnar um æðsta vald
í málefnum ríkisins og ákveða,
hvernig því skuli fyrir komið, ®g
yfirleitt breyta þannig stjórnar-
skipunarlögunum, að þau verði í
fullu samræmi við þingsályktanir
Alþingis frá 17. maí 1941“. Þ. e.,
að sambandssáttmálanum verði
formlega slitið og lýðveldi stofnað.
í tillögunni sjálfri og þessum
ummælum greinagerðarinnar, kem-
ur alveg tvímælalaust fram, að
Framsókn þá telur rjett að taka
stjórnarskrármálið og sjálfstæðis-
málið þar með til meðferðar. Ber-
um orðum er talað um breytta
rjettarstöðu landsins. Jeg vek at-
hygli á, að ótvírætt kemur fram,
að það sje einungis undir íslend-
ingum sjálfum komið, hvenær þeir
taki þessar ákvarðanir, þótt á hitt
sje lögð áhersla, að vel skuli vanda
það, sem lengi á ,að standa. Hvergi
er með einum stafkrók að því vik-
ið, að af öðrum ástæðum en þess-
um sje varhugavert að afgreiða
stjórnarskrármálið þá þegar. Slíkt
hefði þó vissulega verið gert, ef
flutningsmenn hefðu talið, að enn
væri fyrir hendi þeir annmarkar,
sem flokksbróðir þeirra, fyrver-
andi forsætisráðherra Hermann
Jónasson, hafði árið áður lagt
megin áherslu á.
★
Aðrir flokkar þingsins álitu, að
þessi aðferð Framsóknar væri ekki
hin heppilegasta.
Astæðan til þess var sú, að það
kom fram bæði í tillögunni sjálfri,
greinargerð hennar og umræðum á
vorþinginu, að Framsókn vildi
tengja saman fullnaðarafgreiðslu
sjálfstæðismálsins annarsvegar og
kjördæmamálsins hinsvegar. Hún
vildi láta afgreiða hvort tveggja
samtímis.
Allir aðrir flokkar þingsins
voru um þetta á annari skoðun.
Þeir töldu mesta óráð að blanda
þessu saman. Þeir töldu, að kjör-
dæmamálið væri slíkt deilu- og
hitamál, að ef það yrði ekki af-
greitt á undan sjálfstæðismálinu,
þá mundi það um ófyrirsjáanlegA
langan tíma þvælast fyrir sjálf-
stæðismálinu og hafa þau áhrif,
að ekkert væri í því gert og að
þjóðin stæði ekki sameinuð uni
frelsisstjórnarskrá sína, þegar
tímabært þætti að afgreiða hana.
Og mig furðar satt að segja á
málflutningi Framsóknarmanna,
að þeir skuli enn leyfa sjer að
halda því fram, að heppilegt hefði
verið að tengja þessi tvö mál sam
an. eftir að reynslan er búin að
saniia og þeir með eigi n fram-
ferði að gera kjördæmamálið að
einu hina mesta hatursmáli, sem
í þingsögunni greinir. Þar sem
Framsóknarmenn láta þetta mál
staúda í vegi færir þjóðhollri sam
. vinnm um öll stórmál, sem fyrir
þinginu liggja, jafnvel eftir að
þjóðin hefir ótvírætt svo fyrit*
mælt, að k j ördæmabreytin gun a
skuli samþykkja og búið er að af-
greiða hana og staðfesta á stjórn-
skipulegan hátt. Þegar þeir bregð-
ast svo við kjördæmamálinu eftir
að búið er að afgreiða það til fulls,
hvernig halda menn þá, að það
hefði verkað á samlyndið um sjálf
stæðismálið, ef bæði málin hefði
átt að afgreiða samtímis? Og hve-
nær hefði sjálfstæðismálið verið
afgreitt, ef bíða hefði átt með af-
greiðslu þess, þar til Framsókn
fjellist á að sjerrjettindi hennar í
kjördæmaskipuninni væri afnum-’
in ? Framh.
Sjöfugur:
Sigmundur Jónsson
Haroraendum
O igmundur er einn hinna
^ glæsilegu afreksmanna í
íslenskri bændastjett. — Hann
fluttist ungur að Hamraendum,
snauður að fje en ríkur af bjart
sýni og trú á frjósemi íslenskr-
ar moldar. Hinn ungi bóndi hóf
ótrauður baráttu landnemans,
bygði, bylti og ræktaði meðan
dagur var á lofti og ósjaldan
nótt með degi. Um kaup og
kjör var aldrei deiit. Þannig
liðu árin í samfeldri sókn uns
marki hins framgjarna land-
nema var náð.
í dag eru Hamraendar á Snæ
fellsnesi í fremstu röð íslenskra
stórbýla. Túnið er mikið, egg-
sljett og prýðilega hirt, en hús
öll hin vönduðustu. Er íbúð-
arhúsið glæsileg bygging með
öllum nútíma þægindum, hitað
og lýst með rafmagni. Utan
túns eru stórar landspildur sam
feldir matjurtagarðar, að miklu
leyti tómstundavinna hins önn-
um hlaðna bónda. Þannig er
bæjarbragur allur að Hamra-
endum, jafnt innan húss sem
utan og þáttur Margrjetar hús-
freyju eigi síður glæsilegur en
bónda hennar.
Sigmundur hefir gegnt fjölda
trúnaðarstarfa fyrir sveit sína
og verið brautryðjandi á fjöl-
mörgum sviðum. Hann er enn í
miðju starfi, ungur í anda og
óþreyttur að sjá og glínjir við
hin mörgu viðfangsefni morg-
undagsins. Og vafalaust verða
þeir margir, sem hann fær tæki
færi til að ræða áhugamál sín
við á morgun. er Snæfellingar
minnast hins sjötuga sæmdar-
manns. Á. Á.
®F LOFTUR GETUR f>AT)
EKKI-----ÞA
Golfið:
Jakob og Gfsli
keppa tll úrslita
En Ragnheiður og
Ólafia í kvenna-
flokkinum
Næst síðustu keppnum (semi
final) í meistarakeppnunum
er nú lokið.
Keppni karla fór þannig, að
Gísli Ólafsson vann Ólaf Gíslason
með 10 : 9 og Jakob Hafstein vann
Benedikt Bjarklind ,með 3:1. —
Fjórar umferðir á golfvellinum
voru leiknar eða 36 liolur.
llrslitakeppni (final) milli Gísla
og Jakobs fer fram í dag og
má búast við mjög spennandi leik.
Þessir sömu kepptu til úrslita í
landskeppninni.
-Keppni kvenna fór þannig að
Ragnheiður Guðmundsdóttir vann
Önnu Kristjánsdóttur með 1 :0
og Ólafía Sigurbjörnsdóttir vann
Ilerdísi Guðmundsdóttur með 4 : 3.
Urslitakeppni milli Ólafíu og
Ragnheiðar fer fram í dag,
samtímis rirslitakeppni karla, og
er talið mjög óvíst um úrslitin.
Meistarabikar kvenna er gefinn
af hr. Magnúsi Kjaran og er nú-
verandi handhafi hans Ólafía Sig-
urbjörnsdóttir.
I báðum þessum úrslitakeppnum
verða leiknar fjórar umferðir á
golfvellinum eða 36 holur og taka
keppnirnar 5—6 klukkutíma og
meir ef úrslit eru þá ekki fengin.
í ágústmánuði fór fram golf-
keppni um Afmælisbikar kvenna,
sem er forgjafabikar og keppa
nm baim konur einar. Sá bikar er
gefinn af bjónunum* Jóhönnu
Pjetursdóttur og Helga H. Eiríks-
svui. Bikarinn er til sýnis í versl-
unarglugga Tlaraldar Árnasonar.
I þetta sinn vann frú Ragnheiður
Gúð m un d sdóttir bik arinn.
_Mjólkurlítið
í Hafnarfirði
Frá frjettaritara vorum í
Hafnarfirði.
C* ólk hjer í bæ kvartar nú mik-
■* ið undan því, hve erfitt sje
að fá mjólk. Horfir til vandræða
í. þessu efpi, sjerstaklega vegna
ungbarna og sjúklinga.
Jeg hefi því snúið mjer til
mjólkurbúsfjelagsins hjer í Hafn-
arfirði og spurt hann að því hverju
þetta sætti.
Sagði hann, að lítil mjólk kæmi
nú sem endranær frá framleiðend-
um hjer í kring um bæinu, en af-
ar erfiðlega *gengi, að fá mjólk
frá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík.
Ennfremur háir bifreiðaskortur
flutningu og dreifingu. mjólkurinn
ar, sagði injólkurbússtjórinn.
Hvað svo sem öllu þessu'líður,
þá er það ástand, sem nú ríkir
í mjólkurmáli bæjarins algjörlega
óviðunandi og vei*ður að krefjast
þess, að þessu verði kippt í lag
hið fyrsta.
: A varðbergi |
■
!■■■■■■■! «■■■■■■■
TILLAGAN „VIÐVÍKJ-
ANDI“ OG HIN „FÖSTU
TÖK“.
Tillaga Framsóknar „viðvíkj-
andi núverandi“ vekur almennt
umtal og gamanyrði. Engin botnar
í henni og ekki Tíminn sjálfur.
Það er sagt, 1) að stjórnin hafi
ekki meiri hluta —■ en því hefir
hún lýst yfir sjálf,1 2) að ekki sje
sjáanlegt að meirihluta stjórn
verði nú mynduð — og er gott að
vita* það. 3) Að kosningar fari í
hönd —— en því hefir löngu verið
yfir lýst, enda skylda samkvspmt
hinni nýju stjórnarskrá. Og svo
kemur 4) rúsínan sjálf: Að þá
verði að svo stöddu að líta á rík-
isstjórnina sem starfandi til bráða
birgða!
Mikil var spekin. Hvenær er
hægt að segja um nokkra stjórn
að hún sje starfandí lengur en
þar til kosningar hafa skórið úr
um fylgi hennar. Ef í því liggur,
að hún sje „svipt pólitísku valdi“,
þá ætti hver ríkisstjórn að vera
það. Og að minnsta kosti hefir
ekki verið venja að spyrja helstu
andstöðuflokkana, hvort stjórn
hafi „pólitískt vald“.
Svo báglega hafa nú öll mál
gengið fyrir Framsókn og gæsa-
garði hennar, að hún hefði ekki
átt að vera að bæta þessu aðhlát-
ursefni ofan á aðra frammistöðu
sína.
En svona framkvæmir Franisókn
þau „föstu tök“, sem hún er sí og
æ að prjedika, Hún framkvæmir
þau þannig, að hún skilur sig ekki
sjálf.
Madagaskar
FR.AMH AF ANNARI SÍÐU.
sem hann hefði komið á fram-
færi við Pinckney Tuck sendi-
fulltrúa Bí^ndaríkjastjórnar í
Vichy, viðvíkjandi því, að
Bandaríkjaflugvjelar vörpuðu
sprengjum á Rouen.
YFIRLÝSING
LANDSSTJÓRANS
Landsstjóri Vichystjórnar-
innar á Madagaskar birti í dag
yfirlýsingu, þar sem hann neit-=
ar algerlega, að stjórnarvöldin
á eynni hafi veitt Möndulveld-
unum nokkra aðstoð. í ávarpi
til íbúanna á eynni segir, ,,að
japanskir kafbátar hafi aldrei
beðist neinnar aðstoðar, nje
heldur hafi japanskar flugvjel
ar nokkru sinni flogið yfir
eyna“. — Reuter.
, —-—- - ---- ■"*“"■? ■ ~ ’i
SÍÐUSTU FREGNIR
j Vichy í gær.
Breskar hersveitir, er sækja
fram til Tananarivo, höfuðborg
arinnar á Madagaskar, nálguð-
ust Matavan um náttmál í fyrra
kvöld, samkvæmt síðustu
frjettum frá Vichy. Var þar all
mikið barist.
Bretar hafa tekið Majunga.
— Reuter.
Trúlofun. S.l. laugardág opiu-
beruðu trúlofun sína Jóbanna
Gnðjónsdóttir, Grettisgötu 31 og
Þorkell Þorkelsson bifreiðarstjóri.