Morgunblaðið - 12.09.1942, Side 7
Laugardagur 12. sept. 1942.
MORGuNBLAÐIt)
i
7
Þriðja fiokks móíið
I þriðja flokki vann K. R. I.
K. R .II. með 6 :0, og Hafnfirðing-
ar unnu Fram með 1:0. Stendur
nú baráttan um bikarinn milli
K. R. I. og Hafnfirðinga, og Verð-
ur næst leikið á sunnudagsmorg-
uninn kemur.
Á mánudagskvöld keptu Yalur
og Yíkingur í III. flokki, og fóru
leikar svo, að Víkingur vann með
einu marki gegn engu.
Walterskepnin.
Walterskepnin, útsláttarképni
meistaraflokka um Waltersbikar-
inn befst á morgun. Blaðið hefir
frjett, að Valur og Fram muni þá
leiða sarnan hesta sína einu sinni
enn.
Frá Noregi:
Fimm norskir
prestar
í fangelsi
Meðal þeirra presta í Há-
logalands- og Niðaróss-
biskupsdæmi, sem hafa verið
eru enn í fangelsi eru þeir sókn
arprestarnir Petersen, Vardö,
Johannes Halten, Kistrand, Sig
vard Strömmo, Snaasa, Gunnar
Hauge, Levanger og Gunnar
Trana, prófestur í Kolvereid.
I norðurhluta Þrændalaga
hafa svo að segja allir prestar
lagt niður embætti sín.
SJÓ3ÞURÐ HJÁ
S. S.-FORINGJA
1 Holmestrand hefir Storm-
sveitarforingi verið handtekinn
vegna stórkostlegrar sjóðþurð-
ar. Hann situr nú í fangelsi í
Akershuskastala.
í þessu fangelsi eru nú sem
stendur rúmlega 600 fangar. —
Helmingur þeirra eru Þjóðverj-
ar og tveir Norðmenn, sem eru
fylgjandi Quisling.
HÓTANABRJEF
Fyrir skömmu síðan fjekk
lögreglan í Hönefoss einkenni-
legt mál til meðferðar.
Bóndi nokkur fekk nafnlaust
brjef, þar sem sagt var frá því
að brjefritaranum væri kunn-
ugt um, að bóndinn seldi mjólk
á óleyfilegan hátt. Brjefritar-
inn kvaðst ekki mundu kæra
hann, ef hann vildi leggja all-
mikla peningaupphæð á vissan
stað, sem hann tiltók.
Bóndinn gerði þetta, en sagði
lögreglunni líka frá öllu saman
og þegar brjefritarinn kom til
þess að sækja peningana, var
hann tekinn fastur.
En brjefritarinn var enginn
annar en ákafur meðlimur N. S.
í Norderhov, frú Eleonor Bure.
70 ára er í dag Davíð Jónsson
hreppstjóri og sýslunefndarmaður
á Kroppi í Evjafirði.
Hjónaband. í dag verða gefin
saman á Seyðisfirði ungfrú Hulda
Meiron Eyjólfsdóttir frá Sevðis-
firði og Halldór B. Ólafsson, Ein-
holt II, Rvík.
Hjúskapur. í dag verða gefin
saman í hjónaband Zanný, dóttir
Axels Clausen kaupm. og Magn-
ús, sonur Steingríms Magnússonar,
Fiskhöllinnj, Heimili þeirra er Ný-
lendugötu 19 B.
Nokkrar samþvktir
fulitrúapinos S. I. B.
1 frjettum frá fulltrúaþingi
* S. í. B., sem birtust hjer í
blaðinu í fyrradag, var ekki
hægt að geta um nokkur atriði,
af því að ekki var búið að
ganga endanlega frá öllum
ályktunum.
Hjer verður skýrt frá þessum
atriðum.
1. Til viðbótar um launmál: a)
7. fulltrúaþing S. f. B. lýsir
ánægju sinni yfir ákvörðun Al-
þingis um endurskoðun launamála
opinberra starfsmanna. b) Skorað
á ríkisstjórnina að láta fara fram
endurskoðun á grundvelli þeirn, er
útreikningar verðla gsvísitölunnar
byggist á. R-eisa hana á víðtækari
grundvelli eftirleiðis.
2. Þingið telur brýna nauðsyn á
góðu upptökuheimili og athugun-
arstöð í Reykjavík fyrir vand-
ræðaunglinga og dvalarheimili í
sveit fvrir vandræðadrengi. Skor-
ar á ríkisstjórn að hefjast handa
nú þegar um að koma upp þess-
um stofnunum samkv. heimild í
lögum um eftirlit með ungling-
um.
3. Stjórn S. í. B. falið að beita
sjer fvrir því að ríkið' styrki
nokkra keúnara til þess að ferðast
milli skóla innanlands og kvnnast
því í' kennslustarfi annara skóla,
sem best er.
4. Samþýkkt mótmæli gegn
þeirri ráðstöfun að ýmsir barna-
skólar hafa verið látnir hætta
störfum löngu áður en starfstíma
átti að vera lokið og tafðir frá
að hefja störf á rjettum tíma,
án þess að brýn nauðsyn hafi verið
sýnileg.
5. Fulltrúarþingið telur æskilegt
að stofna íþróttafjelög í fjölmenn-
ustu barnaskólum landsins, er sjái
nemendum fyrir þeirri íþrótta-
kennslu er þeir óska, til viðbóta'’
fastri íþróttakennslu skólanna. —
Ennfremur að stofnað sje sam-
band slíkra fjelaga er sjái meðal
annar um skólaíþróttamál.
6. Þingið lætur ánægju í ljós
yfir því að byrjað hefir verið á
skólaeftirliti. Beinir þeirri ósk til
Alþingis og ríkisstjórnar, að í
næstu fjárlögum verði veitt fje til
fullrar framkvæmdar þess starfs,
eins og núgildandi fræðslulög gera
ráð fyrir, að 6 mönnum sje ætlað
þetta sem aðalstarf.
T.Skólabyggingar. Skorað á Al-
þingi og ríkisstjórn: a) að sam-
þykkja að framlag til barnaskóla-
bygginga verði framvegis veitt úr
ríkissjóði að % híutum til heima-
vistarskóla og að V> til heima-
gönguskóla utan kaupstaða. b) að
þegar á þessu hausti verði ákveðið
að byggja svo fljótt, sem bygg'-
ingarefni fæst öll skólahús, sem
reisa ber samkvæmt 7. gr. gildandi
fræðslidaga og verði í þessu skyni
lagðar í sjóð um 7 milj. króna.
Willkie í Jerúsalem
Wendell Willkie, persónuleg-
ur sendiboði Roosevelts,
kom í gær til Palestínu. Wiilkie
ferðaðist loftleiðis. Hann fór þeg-
ar í stað til Jerusalem og tók
landsstjórinn á móti honum.
REUTER.
QuisliDgabiskup
visiterar
K egar quislingabiskupinn
Fröyland í Oslo kom í
prestaköll nokkur, til þess að
visitera, vildu prestarnir ekk-
ert við hann tala, og neituðu
algerlega að sýna honum kirkju
bækurnar. Hann hótaði þá að
kalla á lögregluna, en prest-
arnir ljetu það ekki á sig fá.
Fröyland kallaði þá á ríkis-
lögregluna, sem kom og hafði
á burt með sjer kirkjubækurn-
ar, þrátt fyrir mótmæli prest-
anna.
Dagbóh
Næturlæknir er í nótt Pjetur
Jakobsson, Rauðarárstíg 37. Sími
2735.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki.
Messað í dómkirkjunni á morg-
un kl. 11, sr. Bjarni Jónsson.
Hallgrímsprestakall. Messað í
Austurbæjarskóla kl. 2, sr. Ing-
ólfur Ástmarsson.
Laugarnesprestakall. Messað í
Laugarnesskóla á morgun kl. 2,
sr. Garðar Svavarsson.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kl. 5,
sr, Árni Sigurðsson.
f kaþólsku kirkjunni í Reykja-
vík hámessa kl. 10 og í Hafnar-
firði kl. 9.
Messa í Hafnarfjarðarkirkju á
morgun kl. 2, sr. Garðar Þorsteins-
son.
Lágafellskirkja. Barnaguðsþjón
usta á morgun kl. 12.30, sr. Hálf-
dán Helgason.
73 ára verður í dag merkis-|
konan Guðrún Sigurðardóttir,
Ránargötu 33.
Hjónaband. í dag verða. gefin
saman í hjónaband af síra Árna
Sigurðssyni Steinunn Snorradótt-
ir frá Akureyri og stud. oecon.
Bragi Kristjánsson, Hringbraut
159. Heimili ungu hjónanna verð-
ur á Hringbraut 159.
Hjónaband. í dag verða gefin
saman í hjónaband í háskólakap-
ellunni, af síra Sigurbirni Á.
Gíslasvni, ungfrú Kristjana Sig-
urz og Lárus Pjetursson stud. jur.
Heimili þeirra verður að Hofi við
Sólvallagötu.
Hjónaefni. I gær opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Sveina Vig-
fúsdóttir hárgreiðsludama og Vil-
hjálmur Schröder veitingaþjónn.
Gjöf til stúdentagarðsins. Her-
bergi Theódórs Jakobssonar. —
Nokkrir vinir Theódórs Jakobsson-
ar skipamiðlara, sem mýlega er lát
inn, hafa ákveðið að gefa eitt her-
bergi — tíu þvisund krónur — til
minningar um hann. Theódór
Jakobsson var mjög vinsæll maður
og upni háskólanum og stúdenta-
lífinu af heilum hug. Vinum hans
hefir þótt fara vel á því að varð-
veita nafn hans meðal stúdenta
með því að eitt herbergi í nýja
stúdentagarðinum beri nafn hans.
Verður mvnd hins látna heiðurs-
manns hengd upp í herbergi því,
er ber nafn hans, og munu ungir
stúdentar, er fá dvöl í þessu her-
bergi á ókomiT^^tímum, minnast
hins sviphr^fna og lífsglaða dreng-
skaparmanns, er hnje í valinn í
miðju lífsstarfi sínu. Minning
Theódórs Jakobssonar mun á
þenna Iiátt lifa meðal íslenskra
stúdenta á ókomnum öldum. Jeg
flyt hinum veglvndu gefendum,
er vilja ekki láta nafna sinna get-
ið, alúðarfvlstu þakkir.
10. sept. 1942
Alexander Jóhannesson.
>000000000000000000000000000000000000
ó 1 DAG OPNUM VIÐ 2
| Úrsmíðavinnustofu ogverslunl
0 á Hverfisgötu 64. <>
x Magnús Ásmundsson. Jón Kr. Jónsson. ð
0 Eggert Hannah. o
>000000000000000000000000000000000000
Austurbæjarskólinn
Öll börn á aldrinum 7—10 ára, sem sækja eiga skólann n.k.
skólaár, mæti í skólanum þriðjudaginn 15. sept. n.k. sem
hjer segir:
10 ára börn (fædd 1932) kl, '8
9 ára böm (fædd 1933) kl. 9
8 ára börn (fædd 1934) kl. 10
7 ára börn (fædd 1935) kl. 14
Geti börnin ekki mætt sjálf, verða vandamenn þeirra að
láta mæta fyrir þau.
SKÓLASTJÓRINN.
Saumur í heildsölu
Mjólkurffelag Reykjavíkur
I Unglinga vanlar
til þess að bera Morgunblaðið til kaupenda
í Austurbænum.
Jíllo rBttnMaöið
Lokafl í dag.
lakk-OB mðlningarve ksmiðjan Harpa h.f.
Konan mín
SIGRÚN SíMONARDÓTTIR
andaðist að VífiIsstöSum aðfaranótt 11. þ. m.
Þórðnr Eiríksson og börn.
Hjartkær dóttir okkar
BRYNDÍS
andaðist 11. þ. mán.
Sesselja Guðmundsdóttir. Bjöm Gnnnlangsson.
Maðurinn minn, faðir og bróðir
KARL MATTHÍASSON
andaðist á Vífilsstöðum 10. þ. m.
Lúllý Matthíasson. Sverrir Karlsson.
Ásgeir Matthíasson.
Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við andlát og
jarðarför sonar okkar og bróðnr.
BJARNA HALLDÓRSSONAR.
Margrjet Þórðardóttir, Halldór Auðunsson og hörn.