Morgunblaðið - 11.10.1942, Blaðsíða 5
íSunnudagur 11. okt. 1942
$¥torgtmMato$
Útgef.: H.f. Árvakur, Heykjavlk.
: Framkv.stj.: Sigfös Jónsson.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 5,00 á rnánubi
innanlands, kr. 6,00 utanlands.
; 1 lausasölu: 30 aura eintakiö.
40 aura með Lesbók.
Síldarniiölsáróðdíinn
O íkisstjórnin sá um að síld-
armjölið er selt bændunum
■fyrir 32 kr. sekkurinn, í stað 43
i'kr. í tíð Herm. Jónassonar. —
Jón Árnason ætlaðist til, að
mjölþörfin yrði 6000 smálestir.
Steingrímur búnaðarmálastjóri
áætlar þörfina 6500 smál. Af
ástæðum, sem hjer skal ekki
fjölyrt um, pantar Sambandið
5200 smálestir, auk þess sem
•sambr-ndsfjelögin hafa pantað
beint hjá verksmiðjunum fyrir
■sig. Síðan er spurt í Tímanum
hvernig á því standi, að ekki
sje nægilegt fóðurmjöl í land-
inu.
Þá upplýsist, að í landinu er
4000 smálestum meira til af
•fóðurmjöli en þeir Jón Árna-
son og Steingr. búnaðarmála-
stjóri sögðu að þyrfti.
Þá breytir Tíminn um áróð-
ursaðferð, segir, að mjölið hafi
ekki verið afgreitt nægilega ört
frá verksmiðjunum. Flytur
blaðið alósannar fregnir um
stöðvun á afgreiðslu o. s. frv.,
- og lætur menn gefa út alls kon-
ar blekkingarvottorð í því sam-
^bandi. Menn gæti þess, að hjer
var um helstu haldreipi Tíma-
manna að ræða í kosningabar-
•áttunni. Úr því nóg mjöl er til
í landinu, urðu þeir að halda
;því fram, að mjölið hefði aldrei
fengist afgreitt eða flutt.
Nú er komin út skýrsla frá
síldarverksmiðjunum, þar sem
sannað er, að aldrei hafi eins
mikið síldarmjöl verið afgreitt
frá verksmiðjunum 1. okt. eins
og nú í ár.
Árið 1939 voru afgreiddar
382 smál. 1. okt. frá síldarverk
smiðjunum, árið 1940, 1317
-smáL, árið 1941, 2765 smál. og
i haust 2564, nokkru minna en
í fyrra, en nú í ár er afgreitt
það meira frá einkaverksmiðj-
unum, að í alt nemur afgreiðsl-
an nú 3331 smál., en 3183 smál.
i fyrra.
Er þá þetta síðasta hálmstrá
'Framsóknarflokksins í þessu
helsta áróðursmáli hans, úr sög
unni*.
Eftir eru þessar staðreyndir
fyrir augum kjósendanna.
Framsóknarmenn reyna að
beita áhrifum sínum í þá átt,
að minni mjölbirgðir verði í
landinu, en bændur óska eftir
að kaupa.
Samband ísl. samvinnufjel.
TÍll síðan taka í sínar hendur
nnegnið af birgðunum.
Þrátt fyrir þetta er nóg til af
mjöli í landinu, og meira af-
greitt frá verksmiðjunum en
nókkru sinni áður.
Hefir öll framkoma Fram-
sóknarflokksins frá upphafi
verið hin hraklegasta í þessu
máli, og verður því aumlegri,
sem Tíminn skrifar meira um
það úr sjálfheldu sinni.
Reykjauíkurbrjef 10ow
^ ^ niHHtKiimnmiiiminivnmninm!
Eftir viku.
ú, þegar aðeins er eftir vika
til kosninga er komin yfir-
sýn yfir baráttu flokkanna. Varla
er við því að búast, að fram komi
nein ný umræðuefni þessa daga,
sem eftir eru.
Kjósendur hafa af umræðum
blaðanna yfirleitt ákveðið hvar í
flokki þeir standi við þessar kosn-
ingar. Nú er eftir að vita hve
kjörsókn verður mikil, hve mikla
áherslu kjósendur yfirleitt leggja
á það að nota vald sitt á kjördegi.
Ákaflega er það líklegt, að svo
viðburðarrík verði næstu 4 ár með
þjóð vorri, svo mikisvirði fyrir
þjóðina og framtíð hennar, hvern-
ig stjórn hún fær upp úr kosn-
ingunum, að fáir kjósendur lands-
ins vildu að kosningu lokinni
þurfa að minnast þess að þeir
hafi vanrækt að nota kosningar-
rjett sinn, og síi Amnræksla hafi
orðið til þess að kosningaúrslitin
yrðu önnur, en viðkomandi kjós-
andi hefði óskað eftir.
Allir Sjálfstæðismenn í bæ og
byggð verða að hafa það hug-
fast, að úrslit kosninganna í ein-
stökum kjördæmum og endanleg-
ur útreikningur á tölu uppbóta-
þingmanna getur oltið á einu
einasta atkvæði til eða frá. Fylgis
menn S.jálfstæðisflokksins verða
að minnast þess, að enda þótt úr-
slit kosnihganna í kjördæmi þeirra
sje nokkurnvegin viss, og afar
ólíklegt að eitt eða tvö atkvæði
til eða frá hafi þar nokkur úr-
slitaáhrif, þá getur eina atkvæðið,
sem hver og einn leggur á meta-
skálarnar orðið til þess, að land-
kjörnum- eða uppbótarþingmönn-
um flokksins f.jölgi um einn. Og
þessi eini uppbótarþingmaður get-
ur svo haft úrslitaáhrif á Alþingi.
I Reykjavík.
argt hefir bent til þess, að
kosningabaráttan hjer í
Reykjavík yrði allhörð að þessu
sinni. — Styíkleiki Sjálfstæðis-
flokksins hjer í höfuðstaðnum
hefir verið þyrnir í augum allra
andstöðuflokkanna. Liðin eru 12
til 13 ár síðan rauðu flokkarnir
töldu sjer víst að þeir gætu í
sameiningu hnekt valdi Sjálf-
stæðismanna hjer í bænum. En
öll þessi átök, öll þeirra herbrögð
hafa mistekist.
Þeir báru sig mannalega í bæj-
arstj.kosningunum 1930 Framsókn
og sósíalistar. Þeir töldu sjer sig-
urinn vísan. En ekkert varð úr
honum. Síðan hefir Framsókn
gamla lagst lágt hjer í bænum.
Um sigur Framsóknarflokksins er
hjer Tkki lengur talað. Málalið
flokksins skilar atkvæðum sínum
á kjördegi af kurteisi við þá
flokksforystu, sem hefir útvegað
því fólki sitt daglega brauð. Og
þar með er það búið.
Alþýðuflokkurinn hefir tapað
fylgi hjer sem annarsstaðar. Það
var auðheyrt á frambjóðanda
flokksins, Jlaraldi Guðmundssyni.
í ræðu hans í útvarpinu að hann
óttaðist að svo yrði enn. Hann fór
bónarveg að kjósendum.
Hann mintist þess hve þung
áföll flokkur hefði hlotið undan-
farið. Hann bað kjósendur að sýna
flokknum umburðarlyndi og snúa
til baka, kjósa nú Alþýðuflokk-
inn í þetta sinn. Hjer skal eng-
um getum að því leitt að hve
miklu leyti kjósendur fara að
óskum þingmannaefnisins að
þessu sinni.
Kommúnistar.
ommúnistar, lærisveinar ein-
ræðisþjóðarinnar, hafa lært
að bera sig karlmannlega. Telja
sig aldrei minni menn en þeir
eru.
í orði kveðnu þykjast þeir
ætla að verða fjölmennasti flokk-
ur Reykjavíkur við þessar kosn-
ingar. Þeir draga ekki af sjer í
kosningunum. Blað þeirra er
mestmegnis „fjallháar fyrirsagn-
ir“, eins og Stefán Pjetursson
kemst að orði. En auk þess hafa
þeir skipulagt heilan skara af
siefbernni' og kjaftaskúmum, sem
bera út ýmsar álygar á Sjálf-
stæðisflokkinn. Þykir heppilegra
að liafa þann áróður munnlegan,
vegna þess að hann er oft lítt
prenthæfur, ellegar að hann verð-
ur ónýtur, ef hann kemur fram í
dagsljósið, svo hægt er að berja
hann niður. Slúðursögur geta
smogið milli húsa, mann frá
manni, aukist og margfaldast í
meðferðinni, án þess nokkur stöðv
ini verði þar á, eða menn viti,
hvaðan þær komi eða hvert þær
fari.
Með sjálfu sjer, vita kommún-
istar sem er, að þeim hefir ekki
vaxið það fylgi hjer í bæ, að
nokkur von sje um aðí þeir verði
stærsti flokkur bæjarins, hvorki
að þessu sinni nje síðar. — En
Sjálfstæðismenn mega gjarnan
skrifa það á bak við eyrað að
þetta er markmið kommúnista.
Altaf viðbúnir.
ommúnistar hafa talið sjer
margt til gildis undanfarnar
vikur, og lagt áherslu á, að þeir
væru þeir rjettu menn til þess að
sjá ajþýðu landsins borgið. Þeir
hafa og mjög gumað af þvi, að
þeim skuli hafa tekist að sýna
fram á, að þeir elski Stalin meira
en Hitler. Framan af styrjöld
þeirri, sem riú geisar, gat þetta
verið álitamál. Þ. e. a. s. menn
vissu af fyrri reynslu, að ein-
valdsherrarnir í austanverðri
Evrópu voru átrúnaðargoð hinna
íslensku kommúnista. Það sem út
gekk af munni einvaldsherranna,
voru æðstu lög Einars Olgeirsson-
ar og fjelaga hans. Og þegar
Stalin og Hitler skiftu á millí
sín Póllandi fyrsta styrjaldarvet-
urinn, þá vissu hinir íslenskn
kommúnistaforingjar ekki betur,
en að þeir ættu að skifta ást sinní
og virðingu milli þessara tveggja
einvaldsherra. Svo ríka áhersln
lögðu þeir á þessa skipulagningn
hugarfarsins, þessa Hitlers-dýrkun
vegna Stalins, að noltlcrir þeirra
lentu á Litla-Hrauni, en aðrir í
útlegð. Svo hjer var engin hálf-
velgja á ferð. Þeir vissu ekki het-
ur, en einræðisherrarnir tveir
væru að því komnir að sameinast
í æðri eining. Og fyrir því beygðn
þeir sig þessir auðmjúku menn,
sem selt hafa sál og sann-
færing, en verða sískríðandi að
tilbiðja erlent herveldi, og bjóða
því þjónustu sína.
Það væri björgulegt, ef sí»
ógæfa ætti eftir að koma fyrir
Islendinga að slíkir menn fengjn
mestu ráðið í hufuðstað landsins.
í sama mund, sem þjóðin endur-
heimti fult frelsi sitt.
Á biðilsbuxum.
Undanfarin ár hafa kommún-
istar verið mjög hreyknir
af því að þeir hafi ráðið kosningu
7 Framsóknarþingmanna við Al-
þingiskosningarnar 1937. Síðatt
hafi Framsókn ráðið og „regerað"
upp á þeirra náð. Sá valdaferill
var að vísu með litlum ljóma.
Þjóðin komin í öngþveiti, svo
Dregið 18II. Happdrættis Háskðlans
on nnn '_ onoQn oaqö7 onF;no onn^o on7AQ iqqoq moR9 moO/i iinno nooo
20,000 krónur: 20280 20397 20502 20652 20743 10893 10962 10994 11009 11399
3228 20919 21266 21526 21764 21904 11428 11500 11521 11524 11548
.lOOfl krnnuf 21973 22334 23364 23847 23917 11639 11773 11819 •11846 11875,
5079 24042 240501 24184 24266 24328 11963 11973 12058 12148 12166
24465 24506 24556 24666 24928' 12262 12280 12549 12562 12677
2000 krónur: 100 krónur: ! 12786 12909 12964 12980 13066
1703 13329 22740 107 121 201 251 258 13069 13090 13122 13123 13170
1000 krónur: 270 305 358 360 393 13198 13262 13297 13343 13366
2484 5918 6671 9177 10860 672 708 719 888 911 13372 13373 13387 1339513416 13711
11064 11444 16913 17106 1097 1119 1140 1233 1234 13773 13790 13937 13947 14086
20786 1276 1320 1398 1444 1487 14175 14265 14321 14326 14419
500 krónur: 1493 1506 1617 1670 1838 14428 14538 14620 14663 14685
1583 2833 3061 3283 4199 1872 1874 1877 1932 1947 14740 14761 14778 14799 14813
6615 7078 7624 8332 9561 1950 1979 1989 2026 2053 14936 15059 15165 15271 15275
11566 12991 13371 14115 14863 2110 2175 2178 2242 2287 15322 15335 15340 15438 15446
19617 19956 20854 21955 22785 2454 2460 2669 2675 2732 15513 15546 15596 15728 15885
22834 2782 2864 2956 3119 3220 15897 15950 16073 16155 16230
200 krónur: 3266 3321 3324 3333 3343 16236 16330 16362 16526 16562
53 246 348 615 766 3352 3390 3393 3477 3486 16589 16809 16856 16859 16960
814 843 978 1039 1069 3581 3598 3954 3961 3989 17010 17120 17233 17267 17308
1096 1111 1117 1157 1239 4023 4103 4184 4246 4250 17446 17471 17473 17571 17604
1879 2088 2345 2486 2582 4350 4657 4868 4919 4979 17680 17705 17759 17763 17772
2873 2880 3041 3848 4036 5045 5195 5231 5259 5508 17803 17857 18044 18181 18201
4085 4489 4511 4933 5082 5615 5695 5712 5799 5823 18205 18433 18468 18584 18594
5406 5460 5469 6068 6560 5832 6007 6025 6149 6178 18810 18932 18945 18966 19033
6617 6699 7001 7260 7515 6190 6264 6282 6372 6392 19201 19203 19232 19334 19425
7647 7674 7848 7887 8003 6419 6610 6628 6661 6707 19435 19475 19601 19808 20498
8090 8255 8368 8785 8903 6748 6772 6962 6995 7214 20578 20717 20930 20970 21070
8929 9090 9150 9195 9269 7230 7320 7338 7374 7468 21072 21113 21129 21218 21261
9337 9412 9555 9610 10014 7509 7528 7706 7726 7878 21267 21381 21536 21572 21579
10197 10269 10393 10731 10803 7907 7939 8167 8172 8221 21613 21621 21631 21658 21666
10855 10906 11024 12204 12467 8223 8225 8321 8382 8391'21752 21893 21929 21952 21968
12539 12624 12739 12838 12886 8415 8496 8498 8626 8646 21969 21972 22059 22176 22198
13174 13370 13815 13890 13927 8713 8845 8871 8882 8900 22341 22467 22527 22580 22613
13936 13962 14449 14657 14964 8998 9010 9069 9172 9204 22817 22878 23005 23007 23069
15247 15681 15713 16181 16309 9222 9432 9439 9559 9630 23110 23232 23338 23467 23537
16310 16360 16473 16573 16754 9635 9675 9704 9706 9867 23562 23569 23571 23596 23637
16943 17155 17248 17256 17474 9890 10020 10022 10037 10038 24029 24096 24013 24129 24211
17543 17858 17870 17962 18221 10167 10280 10286 10377 10427 .24229 24327 24606 24653 24740
18294 18310 18425 18550 18683 10431 10452 10480 10488 10489 24748 24794 24972
19371, 19771 19897 20149 20173 ‘10509 10760 10762 10828 10870' (Birt án ábyrgðar)
Hermann Jónasson treysti sjer
ekki lengur til að stjórna nema
með aðstoð annara flokka.
Nú vill hann ólmur fá banda-
lag við kommúnista að nýju. —
Lofar þeim gulli og grænum skóg
um. Lofar að fjötra verslunina
fyrir þá, að reyra iill viðskifti og
taka alt af þeim sem eitthvað
eiga. En Ilermann sjálfur er einn
af þeim eignalausu, eins og menn.
vita, öreigi á borð við Hjeðinn'
Valdimarsson eða niáske ennþá
rýrari í skattskýrslunum.
Hermann Jónasson kvartaði yi-
ir því, á merkilegri stund í sögn
kommúnista, að þeir hefðu látið
„augnablikið“ ganga sjer úr greip
um. Nú vill hinn fyrverandi foi-
sætisráðherra skapa hinum ein-
ræðiselskandi byltingaflokki ný
augnablik. Hann er ekki smeykur
við það þó kommúnistar kæri sig
lítt um sjálfstæði þjóðarinnar og
hlýði erlendum fyrirskipunnm.
Hann hefir nýlega tátið sjer þan
orð um munn fara að sjálfstæðis-
málið væri ekki umtalsvert —
það væri ekki mál.
En áróðursmenn kommúnista
eru það hyggnir, að þeir láta
Hermann Jónasson ganga á eftir
sjer, fram að kosningum. Banda-
lagið milli einræðisvinanna í sósí-
alistaflokknum og afturhaldsins í
Framsókn verður ekki staðfest
nje opinberað fyrr en eftir kosn-
ingarnar.