Morgunblaðið - 12.02.1943, Síða 6

Morgunblaðið - 12.02.1943, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. febr. 1943. niiiiinniiiiumiiiHiiiiuiniiiuuiiuiiiiiimiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiiiiiiiiiiij. QJíáveyi ffí'r * s r aagteaa Mm A&iýar: r/ </ / luil ■iiiuiuiiiiiiiiiiimiiimm Hætiulegur leikur. FYRIR nokkrum dðgum var 12 ára gamall dreng f}j . ur að leika sjer á götu, öjer í bænum að boga, sem Hann 4tti. Allt í einu reið pílan af boga hans og lenti í auga 8 ára gamals drengs, sem var þar skammt frá. Litli drengurinn missti augað. Þessa sögu sagði rannsóknarlög- reglan mjer í gær. Lögregluþjórín- irín, sem sagði mjer söguna, bætti «rið:' „Það ber ekki ósjaldan við, að þegar tögreglan bannar börnum að leika sjer með hættuleg leik- föng eins og t. d. boga, reiðast foreldrar bamanna og telja þetta úþarfa afskiftasemi af lögreglunni. Én svona getur farið og er ekki aftur tekið þegar slys hefir sk,eð“. Við þessa sorgarsögu þarf engu að-bæta og heldur er ekki rjett að ísaka neinn, þar sem þetta atvik «r; eins og hver önnur slysni og óhamingja. En það væri ekki úr vegi, að foreldrar hefðu • eftirlit með því hvaða leikföng börn þeirra leika sjer méð. N SlúðursöguhÓf unctar taka tif starfa á ný. Ú UM SKEIÐ hefir verið blessunarlega hljótt um slúðursögur í bænum. Það var eins og slúður- flöguhöfundarnir hefðu tekið sig á ðg sjeð að sjer. En nú fyrir nokkr íjm dögtim stakk ein slúðursagan app höfðinu og breiddist eins og <|íduí í sinu um bæinn. Sagan Éigði, að nafngreint íslenskt skip fiefði orðið fyrir árás og margir ríienn hefðu særst. Það þarf ekki að taka þaö fram, að sagan var appspuni frá rótum, en vafalaust liefir hún samt vakið ótta og óróa hjá mörgum sem hana lieyrðu, bæði • þeim, sem áttu vini eða ættingja um borð í umræddu skipi svo og ájlum góðum mönnum. I Það þarf að finna upp einhver ráð til að kveða þenna leiða draug mður. Oftast er ómögulegt að app þann sið, að birta slúðursögur en tilraunir mætti gera með það., Ef hver maður, sem heyrir ein- jbPverja sögu um árásir á skip, eða arínað, sem algengast er að slúðr- a|5 sje um, en sem ekki hefir ver- i$ birt opinberlega, gerði sjer að rþglu, að leggja vel á sig hver sögu maður var og spyrjast nánar fyr- gJeraugu o. fl. Skilist á afgr. k um heimildir hans, væri ekki blaðsins. nu | luuiiiuiHiiiimiiimiiitiMfi ólíklegt, að hægt yrði að hafa úþp á þeim, sem fann upp söguna. Erlendis, þar sem slúðursögufar- aldur geisar, hafa sum blöð tekið upx» þann sið, að birta slúðursögur, sem ganga manna á milli og skýra frá því, að þetta eða hitt hafi ekki stoð í veruleikanum. Ef til vill væri þetta líka hægt hjer og þyrfti þá að setja nánari reglur fyrir slíku. Eitt ráð mætti gefa mönnum til þess að komið verði í veg fyrir slúður: Leggið ekki trúnað á neitt sém ékki hefir verið birt opin- berlaga og umfram allt verið ekki verkfæri í höndum óhlutvandra manna, sem skálda slúðursögur, Qieð því að' breiða þær út. , '* ★ „Bílakirk jugarður- inn“. JEG SKRAPP suður í „bílakirkjugarð" í Litla- Hága í gærdag. Þar var eíríkennilegt um að litast. 20—30 bílar, sem flestir höfðu lifað sitt fegursta, voru þar hlið við hlið. En þar voru líka ökufærir bílar, að því er virtist. Þeir höfðu ekki lent í „kirkjugarðinum“ sökum elli, heldur vegna þess, að eigend- urnir höfðu vanhirt þá. Skilið þá eftir á einhverri götunni mánuð- um saman, þar til lögreglan hirti þá og flutti í „kirkjugarðinn“. Ólafur Pálsson lögregluþjónn sagði mjer, að sumir eigendur bíl anna hefðu reiðst lögreglunni fyr- ir að hafa tekið bílana af göt- unum. En þeir trassar, sem skilið hafa eftir vagna sína í óreiðu ættu ckki að kvarta. Þeir geta fengið bíla sína aftur þegar þeir vilja og hafa hentugra stæði fyrir þá heldur en götuna. Bílarnir eru geymdir í lokaðri girðingu og ætti að vera tryggara að ekki verði stolið úr þeim lausum hlutum í girðingunni, heldur en á götunni, þar sem þeir hafa staðið hingað til. Hermann Kristinn Vestfjörð Saficiú-fitndiZ Kvenveski. Kona utan af landi tapaði í gær kvenveski (gulu, úr Jeðri) á leiðinni frá Gretti3- götu 80 niður í Miðbæ, e. t. v. orðið eftir í búð. í véskinu voru F. 27. nóv. 1932. D. 3. febr. 1943- Kveðja frá foreldrum. „Drengurinn okkar dáinn“,hljómar, dauðaklukku líkast óm, skyndilega skapadómar, skilja eftir visnuð blóm. Skelfir hugann sorgin sára, sonarinns er gengin braut, endurminning ungdómsára, okkar mýkir raun og þraut. Blessuð minning barnsins góða, ber í hjartað ró og frið, góða dregnum guð mun bjóða glæsta för um æðri svið. Gott átt þú hjá guði vera gjörvöll horfin mein og þraut, áhyggjur þarf engar bera, eilífðar á sigurbraut. Kveðjum við þig klökk í anda. Kristur Jesús leiði þig, þroskansbrautir ljóssinslanda, líf þitt verndi’ í nánd við sig. Fimleikahöllin FRAMH. AF ÞRIÐJU StÐU „Árið 1929 átti fjelagið álit- legan vísi til húsbyggingarsjóðs, sem stofnaður var af nokkrum góðum borgurum bæjarins. Hon- um var öllum varið til endur- byggingar á gömlu kirkjunni, enda hefir hún veitt okkur gott athvarf undanfarin ár, þótt telja mætti það bráðabirgðaráðstöfun þá. Enda þótt hljótt hafi verið um þetta mál út á við, þá hefir f jelagið unnið markvist að bygg- ingu fullkomins íþróttahúss fyr- ir framtíðarstarfsemi fjelagsins. Stjóm fjelagsins afhenti hús- byggingarsjóðsnefndinni á síð- asta aðalfundi kr. 21.500.00, gem grundvöll þessarar byggingar. „Þið eigið Kolviðarhól, sem þið hafið gert að heimilí ykkar fyrir vetraríþróttir, og nú ætlið þið að koma ykkur vel fyrir í höfuðstaðnum?" „Já, það er meining okkar“. „Þjer sögðuð áðan að nokkrir góðir menn væru með yðúr í nefndinni. Hverjir eru það ?“ „Einar Pjetursson stðrkaup- maður, sem er gjaldkeri sjóðs- ins, núverandi formaður I. R., Haraldur Johannesseh, banka- íulltrúi, Sigúrliði Kristjánsson, kaupmaður og Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjóri“. Það væri óskandi, að 1. R. gengi vel að koma upp þessu þarfa fyrirtæki. Iðja fjelag verksmið j ufólks heldur fund í kvöld kl. 9 (ekki kl. 8). Framtfðaratvinna Reglusamur og laghentur maður, á aldrinum 18— 25 ára, getur fengið góða atvinnu við iðnfyrirtæki hjer í bænum. Umsókn merkt „Framtíðaratvinna — 498“ sendist blaðinu. Fyilrllgg|andi: TE 1/4 og 1/8 lbs. pökkum. Eggert Krfstlánsson & Co. h.ff. Garðlelgfendor alhugið: Áburður í leigu- garðana Ræktunarráðunautur bæjar- ins hefir beðið blaðið fyrir eftirfarandi: Reykjavíkurbsér mun að þessu sinni annast um innkáup á áburði fyrir garðleigjendur, sem þess óska. Eyðublöðum fyrir slíkar á- burðarpantanir hefir nú verið. dreift út um bæinn og verða þau sótt aftur eftir tvo daga. Það er því mjög áríðandi að menn gæti þess að seðlarnir glatist ekki og hafi þá útfylta og tilbúna er þeirra verður vitjað. Aftan á eyðublöðunum eru leið beiningai’ fyrir menn, til þess að glöggva sig á því áburðarmagniP sem þeir þurfa. Meim athugi, að Ammophos er aðeins tvígildur áburður og þessvegna þarf Kalí rpeð honum. Á eyðublöðunum er óskað eftir upplýsingum um uppskeru ur görðunum á síðastliðnu sumri. Þetta er gert til þess að reyna að fá nokkra hugmynd um hver árangur hafi orðið af þessari starfsemi og til að safna lög- boðnum skýrslum um alt upp- skérumagnið, en slíkar skýrslur eru engar til fyrir garðræktina í Reykjavik. Hinsvegar vil jeg taka það fram að þetta kemur ekkert við skattaframtali manna og þurfa engir að óttast það. Jeg vonast fastlega eftir að menn bregðist vel og drengilega við þessari nýbreytni og reyni að áætla uppskerumagnið eftir þv£ sem við verður komið. Jeg vil einnig taka það fram að allir garðleigjendur, sem ekki hafa fengið eyðublöð, annaðhvort vegna flutnings eða einhverra mistaka, eru. beðnir að snúa sjer strax til skrifstofu minnar í Atvinnudeild Háskólans, sími 5378, og mun þá verða bætt úr þessu. Til skrifstofunnar ber einnig að snúa sjer með alt við- komandi leigugörðunum að und- anskildri greiðslu á leigunni, en henni er veitt móttaka á skrif- stofu bæjarverkfræðings. Guðrún Jónsdóttir, Landakoti, Vatnsleysuströnd á 90 ára af- mæli 13. þessa mánaðar. Slökkviliðið var gabbað að Vesturgötu 12 í gærkvöldi um 9-leytið. Eftir Walt Dlsney Jón bóndi á Brekku er harla glaður, er hann sjer að nághannarnir hafa hjálpað honum að forða hlöðunni frá eldinum og hann þakkar þeim innilega fyrir. „En,“ segir Jón bóndi „Jeg vildi að jeg gséti haft, hendur í hári brtnnu vargsins“ „Má jeg þakka þjer sjerstaklega, Mikki, fyrir dugnaðinn“, bætir Jón bóndi við. „Hvað er nú þetta“, kallar Mikki. „Stína, ert þetta þú“? „Já, Jón á Brekku er pabbi minn og jeg á heima hjerna“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.