Morgunblaðið - 12.02.1943, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.02.1943, Qupperneq 7
Föstudagur 12. febr. 1943. MORGUNBLAÐIÐ AFREKSMENN Aöllum tímum hefir það verið ríkt eðli íslendinga að dást að afreksmönnum. Ber það meðal annars til að tnargir okkar landnámsmanna voru af- reksmenn sem eigi þoldu kúgun og yfirgaftg. Á þeirri miklu víg- öld, sem yfir gekk hjer á landi fram yfir Sturlunga tímabilið, koma líka við sögu margir af- reksmenn, sem stóðu öllum fjöld anum framar að hugprýði og hreysti. Allir þessir menn voru virtir langt umfram aðra og það að vonum. Hitt mátti fremur reikna meðai undantekninga að menn væru sjeflega dáðir fyrir afburða vitsmuni, en þó voru þess nokkur dæmi og sum all fræg. Á síðari öldum hefir það verið miklu almennara að vits- munamenn, fræðimenn og skáld, Hafa verið virtir svo sem vera bar, enda þó stundum hafi rauna- lega út af því brugðið. Hitt hefir frani á síðustu tíma altaf gilt að þeir sem hafa skarað fram úr öðrum áð líkamlegri hreysti og afburða afköstum við einhverja vinnu, þeir hafa nótið þess í auknu áliti og aukinni aðdáun. ★ Þegar við hugsum til þessa og virðum fýrir okkur hvemig nú yr ástatt 1 landi voru, þá er vert áð gerá sjer grein fyrir því ‘tvennu, hvört nú muni vera friihna um afreksmenn on áður yar? og hvefsu vel ef að þeirri buið? Hinni fym' spurningu eri eigi hægt að svara ákveðið því það er ránnsöknarefni sem öfð- ugt er til' úrláusnar. Það er þÖ víst að í Öílum stjettum og á ollum sviðum eigum við fleiri og færri afreksmenn og á þeim hvílir meira í okkar þjóðlífi en flestir gera sjer gréin fyrir. 1 öllum Stófnunum er það einn maður eða fáir, sem skara fram úr að skyldui'íekni og afköstum. Á þéim veltur Tiagúr stofnunar- .inriar, og þar sem slíkir menn eru erigir, þar er alt í óreiðu og kalda koli fyr en varir. Meðal; þærida Ög sveitamanna efu márg ir sem bera langt af öllum f jöld- •anum og áfkastá verkum, sem ó- kunnugum mundi þykja ótrúleg. Meðal verkamanna á öllum svið- um eru líka fjölda margir sem skara langt fram úr öllum al- menningi að dugnaði og skyldu- rækni. Að öllum þessum mönnum, er illa búið, hvar sem er. Skyldu- rækni þeirrá og yfirburðir er að litlu og oft engu virt og hvötin til að gera sitt besta og skara fram. úr meira og meira dregin ofan í skítinn. Þeir, sem skara fram úr í starfsemi við stofnanir þess opinbera fá ekki borgun um fram slóða og svikara. t sveit- unum fá afburðamenn nú á tím um ekki að njóta sín nema aði takmörkuðu leyti. Þeir eru í böndum þess ófrelsis, siem tak- markalausar annir og fjelagsleg- ir örðugleikar valda. Meðal verka manna er þó ástandið að þessu. leyti verst. Þar gildir alment reglan að tjóðra alla við sömu snúru.Letingjar, svikarar og alls konar annmarkamenn fá gjarna sama kaup og þeir afreksmenn. riein vinna á við marga þeirra. Það skal fram tekið að það sem hjer er sagt gildir jöfnum hönd- um hvort sem karlar eða konur eiga í hlut. ★ Um þessi efni hefi jeg oft hugsað eins og líkum lætur og mjer blöskrar ástandið því meira sem jeg hugsa það betur. En það sem er ástæðan til þess að jeg skrifa núna þessar línur er sjer- stákt tilefni sem knýr til um- hugsuna/r fyrir hveni sem hefir opin augun. Það var næstum af tilviljun að jeg las í Sjómannablaðinu skýrslu um aflasölur togaranna 1942, en það er á margan hátt athyglisverð skýrsla. Hún gefur í fyrsta lagi það til kynna hvað þessi stórtæki atvinnuvegur hef- ir lagt til þjóðarbúsins á árinu og það er hvorki meira nje minna en 82 miljónir króna. Þetta er þó eigi alt, því eitthvað af skip- unum mun um tíma hafa stund- að síldveiðar. Annað, sem er mjög athyglis- vert er sá mikli mismunur sem er á afla skipanna. Eitt skipið togarinn „Júpiter" skarar svo langt fram úr öllum hinum að hann hefir selt fyrir rúmlega 1 miljón króna fram yfir þann sem næstur er ,en það er togarinn' „Júní“ sem hefir þó farið einni ferð fleiri eða 15 söluferðir alls. Samtals hefir „Júpiter“ selt fyr- il' 134 061 sterlingsjiund eða 4.8 miljónir króna. Það er nú víst að síðan stríðið hofst þá hafa sjómennirnir á togaraflotanum staðið í fremstu ýíglínu fyrir íslénsku þjóðina. Á öllum tímum hafa þeir við að etja þann háska sem hin mis- jjlynda íslenska veðrátta skapar á opnu hafi. En nú hefir sá háski leynst lítils háttaf hjá hinum stærri, sem er sprottinn af víg? vjelum og árásum hinna stríð- andi stórvelda. Sá háski hefir þegar valdið hörmulegi'i blóð- töku í okkar hrausta sjómanna- liði, og hinir allir eru í stöðugri og jafnvel vaxandi hættu. En þessir menn taka því, sem að höndum -ber með hugprýði og hreysti. Þeir sýna öll bestu ein- kenni þess að véra frjálsir menn með sama þrótt og vaskleik eins og forfeður þeirra, víkingarnir fornu. — Hjá þessum mönnum koma yfirburðirnir betur í ljós en alment gerist um aðra lands- menn. Yfirleitt eru þeir afreks- menn þegár borið er saman við þúsundir annars liðs. En því meiri eru afrek þeirra sem í slíkum hóp skara langt fram úr öllum hinum að afköstum. Árið 1942 hafa það verið mennimir á Júpiter. Það ár hafa þeir reynst happasælastir í hinum hrausta hóp. Þeir hafa unnið til fyrstu verðlauna í hinni hörðu glímu í þetta sinn. Og 4.8 miljóna inn- legg er mikið búsílag. ★ Ef að vitsmunir, kapp og hreysti gætu alls' staðar í þjóð- lífinu fengið að sýna sig eins og í sjómannahópnum, þá mundi margt koma í ljós sem er og verður hulið. Ef að svo gengur áfram þá eru allir yfirburðir ís- lensku þjóðarinnar í hættu. — Það er líka alvarlegt umhugsunar efni hver er algengasta ályktun- in sem dregin. er af frjettunum um þann mikla hagnað sem af- rek sjómannanna og útgerðar- mannanna hafa skapað síðan stríðið hófst. Það liggur við að þetta hafi valdið óánægju hjá sumum angurgöpum, sem engan skilning hafa á íslensku atvinnu- lífi. Þessi óánægja hefir að vísui ekki komið fram í beinum harm- tölum, heldur í stöðugum upp- hrópunum og yfirlýsingum um það hvílík þjóðamauðsyn það sje að forða almenrringi frá háska með því að taka stríðs- gróða útgerðarinnar með Iögum. Og þetta hefir verið ,og verðuri vafalaust frjamkvæmt á þann hátt að eftir því sem afköstin eru méiri, eftir því eru hlutað- eigandi menn sviftir meiru. Það virðist ekki vera beinlínis hvetj- andi til að gera sitt ítrasta. Hins vegar er talið um stríðsgróða, og nauðsyn þess að taka hann tU opinberra þarfa, alls ekki á- stæðulaust. Það á við og er rjett- mætt þegar um er að ræða alls- konar brall, sem ekkert á skylt við framleiðslu og styður ekki neina almenna hagsmuni, heldur þvert á móti, Þar eiga yfirlýs- ingamar heima og viðeigandi framkvæmdir. En það er allt öðru máli að; gegna með fram- leiðslu alla og er togaraútgerðin þar ljósasta dæmið. Það eru að vísu nokkrir svo heimskir menn til í okkar landi sem halda að það sje best að þjóðin eigi enga togara, en fái báta í staðinn, Tillit til slíkra á þó ekki að taka og þegar þess er gætt hve togaramir em flestir gamlir, hve mikil hætta liggur alt af fyrir þeim, og hve ægilega dýrt er að endurnýja þá, mætti það verahverjum meðalgreindum máririi ljóst, að peningunum sem þeir afla er best varið til að tryggja endurnýjun þeirra. — Raunar dettur engum annað í hug en að þeir, sem þennan at- vinnuveg stunda greiði eðlilega skatta. — En. ef svo langt er gengið að hindra með skatta- kröfum nauðsynlega endurnýjun skipastólsins, þá er stefnan niður á við. — Það er helstefna. En sjó mönnunum verða eigi önnur hagfeldari verðlaun veitt en þau að tryggja þeim fullkomnari og öruggari skip. Það er þeirra á- hugamál, eirrá framtíðardraum- ur. Þeim er það lífsnauðsyn og það er líka þjóðarnauðsyn. Jón Pálmason. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Gjafir og áheit til Borgames- kirkju. Gjafir: Jónas 50 kr. Þór- dís Sigurðsson 100 kr. Unnur 25 kr. Hjörtur 50 kr. Jón 50 kr. Tlelgi og Elísabet 50 kr. II. J. (nýársgjöf) 100 kr. María 10 kr. Áheit: Halldóra 10 kr. R. 10 kr. >Frá Rvík 10 kr. M. J. 20 kr. M. G. S. 10 kr. Gógó o kr. Adda 5 kr. Didda 10 kr. Gógó 10 kr. Adda 10 kr. Áður augl. kr. 647.57. Vextir 1942 kr. 11.00. Samtals kr. 1193.59. Ræða Churchills PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. mundi ekki verða neinn barna- leikur, að reka möndulherina úr Tunis. Hann sagði, að Tri-< polihöfn hefði verið eyðilögð mjög mikið af þeim, og yrði lengi verið að koma h^nni í lag aftur. Síðan tilkynti Churc hill skipan Eisenhowers sém yfirhershöfðingja í Norður-Af-< ríku allri. Sagðist Churchill vart hafa sjeð ágætari mann en Eisenhower. Henry Maitland Wilson tek-< ur við af Alexander, sem for- ingi breska hersins í hinum ná lægari Austurlöndum, en ekki hefir enn verið skipaður mað-< ur í hans stað. ASfURÁÐSTEFNA Þá var tilkynt, að Sir John Dill og Arnold hershöfðingjar hefðu farið til Kína og Ind-< lands, til þess að ræða ákvarð anir Casablancafundarins við Chiang Kai Shek og við Wav- ell í Indlandi. Var besta samé komulag á ráðstefnum þeirra, qg allir sammála um hernaðr inn í Asíu á komandi tírnum, . Næturlæknir I Ialldór Stefáns- son, Ránargötu 12. Sími 2234. Dagbóh □ Edda 5943226 — Systra- kvöld, Listi í □ og hjá S.-. M.-. til 17. febr. Lágafellskirkja. Messað verð- ur n,k. sunnudag 14. febr. kl. 12.30, síra Hálfdán Helgason. ' Sjálfstæðiskvennaf jelagið Hvöf heldur afmælisfagnað í Oddfell- owhúsinu næstkomandi miinu- dagskvöld. ] Útvarpið í dag : 4 12.10—-13.00 Hádegisútvarp. ; 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. i 18:30 íslenskukensla, 2. flokkUTw 19.00 Þýskukensla, 1. flokkur. ;\r; 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 'ð- 20.30 Útvarpssagan: Kristöot Svíadrotning, IV (Sigurður Grímsson lögfræðingur). i 21.00 Strokkvartett útvarpsins; Kvartett, Op. 54, nr. 1, G-dúr„ eftir Haydn. 21.15 Erindi: Iðnaðurinn og þjóð arbú Islendinga (dr. Björtt BjÖmsSon hagfræðingur), 4 21.40 Hljómplötur: Valsar. 21.50 Prjéttir. ' 22.00 Symfóníutónléikar Kptötx ur): Tónverk eftir Brahms. a) Symfóma nr. 2, D-dúr, b) Sorgarforleikurinn. Getum útvegað með stuttum fyrirvara ef samið er rí $ strax fullkomm nýtísku hraðfrystikerfi fyrir 10 £ tonna flakaaflíöst á sólarhring. v, Gisll Halldórsson i».f. V.Oj, < l X i X . . , * W*4*é*lé&*4* Það tilkynnist hjer með vinujn og vandamönnum. að konan mín V ÞÖRUNN oddsdóttir andaðist á spítala fimtudaginn þann 11. þ. m. Fyrir hönd mína, barna minna og annara aðstandenda Guðmundur Jónsson skósmiður, Grettisgötu 23. Jarðarför ÁSGEIRS BJARNASONAR frá Knarrarnesi fer fram áð Lágafelli í Mosfellssveit laug- ardaginn 13. þ. mán. og hefst með húskveðju að Reykjum í Mosfellssveit kl. iy2 e. hád. Athöfnin í kirkjunni mun hef jast um kl. 3*4 e. hád- Fyrir hönd vandamanna Bjami Ásgeirsson. Litli sonur okkar verður jarðsunginn laugardaginn 13. þ. m. Athöfnin hefst með bæn að heimili okkar, Klappar- stíg 6, Keflavík, kl. 1 e. h. Klara Ásgeirsdóttir. Sigtryggur Kjartansson. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR HELGA PJETURSSONAR PRENTARA. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.