Morgunblaðið - 05.03.1943, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. mars 1943.
'
MORGU N BLAÐIÐ
7
Kirkjubvggingin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SlÐU
«ínum tíma var safnað, áður en
söfnuðinum var skift, til nýrrar
kirkju í Rvík. Alls mun þetta fje
nema um 200 þús. kr.
Þeg’ar Hallgrímskirkj ubygging
verður svo langt komið að söfn-
uðurinn geti fengið afnot hennar,
án þess að hann þurfi einn að
standa straum af svo mikilli
byggingu, því það getur hann
aldrei, þá má selja -^þetta hús,
sém nú yrði bygt eða bærinn tæki
það og rynni andvirði þess til
höfuðkirkjunnar.
Frú Soffía Ingvarsdóttir taldi
að með því að samþ. þessar til-
íögur væri verið að bregða fæti
fyrir byggingu Hallgrímskirkju.
Valtýr Stefánsson benti á, að
aú afstaða væri á misskilningi
bygð. Með því að stofnað yrði til
alþjóðasamtaka og losa söfnuð-
inn undan því að standa einn
að kirkjunhi væri einmitt verið
að tryggja framgang málsins.
Síðar tóku ýmsir tii máls. —
Borgarstjóri lýsti afstöðu bygg-
mgarnefndár til málsins, en Jón
A. i Pjetursson hafði látið á sjer
sikilja aðiihann teldi að byggingar
nefnd hefði afgreitt málið án
þess að afla sjer nægilegra
gagna. Borgárstjóri skýrði, frá*
að fyrst iiefði byggingarnefnd
borist uppdráttur af hluta af
kirkjunni. En nefndin hefði ekki
jjjeð sjer fa>rt að afgreiða málið
fyrri en hún sæi ^ippdrætti af
allri byggingunni. Var nefndinni
því mótfallin að veita leyfið til
að byggja ,,turnvænginn“ sem
farið var fram á að fá leyfi fyr-
ir, enda myndi sú bygging eigi
greiða fyrir fullnaðarbygging-
unni.
Síðan var nefndinni send teikn
ing af byggingunni allri. Þá sneri
byggingamefnd sjer til skipu-
lagsnefndar til að fá umsögn
hennar um málið. Skipulagsnefnd
tqk málið ekki þeim tökum, sem
byggingarnefn átti von á. —-
í brjefi sem bvggingamefnd
barst . þaðan er málið afgreitt
þannig: Með tilliti til þess að
Jiúsameistári ríkisins hefir gert
uppdrátt þann er fyrir liggur er
skipulagsnefnd samþykk honum.
Síðan athugaði byggingafull-
trúi uppdrætina og fann ekkert
við þá að athuga frá tækninnar
sjónarmiði. En um útlit kirkj-
unnar sagði borgarstjóri að væri
altaf hægt að deila. Bvgging-
amefnd hefði ekki fyrir sitt leyti
talið ástæðu til að synja um leyf-
ið vegna útlitsins.
En hitt væri annað mál, sem
snerti bæjarstjómina en ekki
byggingarnefnd hvort taka ætti
þetta kirkjubyggingarmál upp á
víðara grundvelli en innan vje-
banda þessa eina safnaðar.
Borgarstjóri kvaðst draga það
í efa, að sú lausn fengist á þessu
kirkj ubýggingarmáli, sem allir
yrðu ánægðir með, enda þótt
efnt væri til almennrar sam-
keppni. Því til þess að gera full-
komna uppdrætti af svo mikilli
byggingu, þá þyrfti að leggja í
þá meira verk, en líklegt væri að
þátttakendur í samkeppni
treystu sjer til.
Ilann taldi það fjarri sínu
skapi, að kirkjan væri samkv.
uppdrætti G. S. of stór. Því það
hlyti að vera áhugamál þjóðar-
innar að þessi höfuðkirkja yrði
stærri og veglegri, en kirkjur
annara trúarfjelaga í landinu.
Guðm. Ásbjörnsson tók því
næst til máls. Sagði hann m. a.
að hann undraðist viðtökur þær,
sem tillögur Guðjóns Samúels-
sonar hefðu fengið. Fyrst hefði
kirkjulíkan hans verið sýnt síð-
astl. aumar. Þá hefði enginn.
hre.vft aðfinslum og ekki fyrri en
kom til mála að byrja á bygg-
ingunni.
Hann sagði þær aðfinslur
ekki á rökum bygðar að bygging-
arnefnd hefði ekki fengið nægi-
lega uppdrætti af kirkjunni. Því
til bygginganefndar væru aldrei
sendir allir þeir uppdrættir sem
gera þyrfti til að ganga frá bygg-
ingum. Og enginn gæti sagt
hvernig hljómleiðsla reyndist í
húsi fyrri en það væri komið upp.
Hallgrímskirkja, sagði hann,
verður aldrei þygð, svo allir verði
ánægðir. En fáist þessi upp-
dráttur ekki samþyktur nú, þá
verður bygging kirkjunnar .taf-
in um óákveðinn tíma.,
Haraldur Guðmundsson sagði
m. a. að sjer væri óskiljanlegt
ef Hallgrímskirkjusöfnuður sækti
það i fast að taka .þetta mikla
verk að sjer. - í
" Tillagan, sem hjer er borin
fram, miðar að þvíj áð sðfnuður-
inn, fái starfsskilyrði, sem hann
mjög vanhagar um. Bygging þess
húss á á erigan hátt að tef ja fyr-
ir bygging Hallgrímskirkju. Jeg
vil engari döm leggja á uppdrátt-
in, mjer þykir líkanið fallegt. En
dettur þá ekki í hug að eigi
megi bæta úm það. Og vel skal
það vanda, sem lengi á að
standa.
Aoglýíentíur þeir, pexn þuría
ftð auglýea atan EeykjavUnu-:
ná tll flestra iesonda í sveit
trm landstns og kaupttmun
m«0 þvl aS anglýaa 1
ísafold og V«r8í.
---- SímJ 1600. -------
Búnaðarþingið
D únaðarþing hefir samþykt
frumvarp til laga um bú-
vöruverslun landbúnaðarins í 16
greinum, sem flutt var af þeim
Jóni Sigurðssyni á Reynistað,
Ólafi Bjarnasyni í Brautarholti,
Kristjáni Karlssyni á Hólum,
Ilafsteini Pjeturssyni á Gunn-
steinsstöðum og Guðjóni Jóns-
syni í Ási. Gerði Allsherjamefnd
Búnaðarþingsins á þeim nokkr-
ar breytingar er voru samþyktar
og var frumvarpið í heild síðan
samþykt með 14 atkvæðum gegn
6 og afgreitt frá Búnaðarþingi,
sem tillögur þess. — I fyrsta
kafla frumvarpsins, 1 grein, seg-
ir svo:
„Ríkið og Búnaðarfjelag ís-
lands reka í sameiningu innflutn-
ings- og heildverslun, sem heitir
, ,BúvöruversIun landbúnaðarins“.
Hlutverk hennar er að annast
innflutnings- og heildverslun með
ýmsar. vörur, sem bændur þarfr-
ast sjerstaklega til búrekstrar
og framleiðslu. Þetta tekur þó
oingöngu til þeirra vara, sem svo
er á.státt um, að nauðsynlegt
þykir að Búnaðarfjelag íslands
eða aðrir þar til skipaðir aðilar
hafi sjerfræðing og leiðbeinandi
afskifti af innflutningi þeirra, og
; sölu svo að verslunin með þær, á
af þeim ástæðum ekki fulla sam-
leið með verslun með almennar
nauðsynjar bænda.
Vörur þær, er um ræðir í lög-
um þessum, eru:
Tilbúinn áburður, kartöflur og
grænmeti, búvjelar landbúnaðar-
ins og sáðvörur til þarfa land-
búnaðarins.
2. grein.
Eignir Grænmetisverslunar Rík
ísins og Áþurðarsölu Ríkisins,
eins og þær verða, er lög.þessi
koma til framkvæmda eru stofn-
fje Búvöruverslunar Rikisins.
15. gr. hljóðar svo:
Hagnaði af rekstri Búvöm-
verslunarinnar skal verja til efl-
ingar fyrirtækinu og framgangs
þeim málum sem ýéirslunin vinn-
ur, s. s. með því að koma upp
varasjóði, reisa nauðsynlegar
byggingar fyrir verslu narrekstur
inn o. fl.
Fyrir Búnaðarþinginu lá er-
indi frá Benedikt Kri-tjánss.yni
á Þverá í Axarfirði um styrk til
komræktar o. fl. í Norður-Þing-
eyjarsýslu. Var það mál afgreitt
með eftirfarandi tillögu:
„Með því að upplýst er, að
kornræktarstöðvar þær er Bún-
arfjelag Islands styrkti á sínum
tíma, hafa gefist upp við starf-
semi sína, lítur Búnaðarþingið
svo á, að ekki sje rjctt að ganga
lengra inn á þá braut, að svo
stöddu, af fjárhagsástæðum Bún
aðarfjelags Islands. Hinsvegar
télur Búnaðarþingið rjett að Bún
aðarsamböndin styrki þessa starf
semi, þar sem þykir við eiga“.
Fundur er í Búnaðarþingi í dag
frá kl. 10—12.
Dagbóh
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2324.
Næturakstur annast B. S. I.
Lágafellskirkja. Messað á
sunnudag, 7. mars, kl. 12.30. —
Sjera Hálfdán Helgason.
Hallgrímskirkja í Saurbæ: Á-
heit frá ónefndri kr. 5.00. Kær-
ar þakkir. Ásm. Gestsson.
Hjúskapur. 1 dag verða gefin
saman í hjónaband af sjera Árna
Sigurðssyni, ungfrú Sigríður
Tómasdóttir (Jónssonar kaup-
manns) og Skúli H. Ágústsson
(Lárussonar málara). Heimili
þeirra verður á Mánagötu 12,
Réykjavík.
Hjúskapur. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína, ungfrú
Minna Guðmundsdóttir, Vestur-
götu 35 og Lt. I. H. Morrison,
liðsforingi í ameríska flughern-
um.
Hjónaefrii. Síðastliðinn sunnu-
dag opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Hulda Guðmuridsdóttir,
Miklubraut 26 og Árni Valde-
marsson sjómaður, Vitastíg 9.
Sjúklingar á Vífilsstöðum biðja
Morgunblaðið að færa þeim Bene
dikt G. Waage og Viggó Nat-
hanehsyni kærar þakkii’ fyrir
komuna og skemtwnin þann 25.
febrúar. ■ :
Verslunamámskeiðin j Háskól-
anum, Kensla fellur niður í dag.
Sjálfstæðisfjelögin í Hafnar-
firði halda skemtifund að tilhlut-
un fulltrúaráðsins í húsi Sjálf-
stæðismanna, annað kvöld (laug-
ardag). Skemtunin hefst kl. 20.30
og verða ýms skemtiatriði og síð
an dans.
lítvarpið í dag.
12.10 Hádegisútvarp. .
13.00 Húsmæðra- og bændavika
Búnaðarfjelagsins: Ýms erindi
14.00 Minningarathöfn í Dóm-
kirkjunni um þá, sem fórust
með vjelskipinu „Þormóði“.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenskukensla, 2. flokkur.
19.00 Þýskukensla, 1. flokkur.
19.25 Tónleikar (af hljómplöt-
um).
20.00 Frjettir.
20.30 Útvarpssagan: Kristín Svía
drotning, VII (Sigurður Gríms
son lögfræöingur).
21.00 Strokkvartett útvai'psins:
a) Stef með tilbrigðum eftir
Beethoven. b) Andante canta-
bile eftir Tschaikowsky. ; ..
21.15 Erindi húsmæðra og bænda
vikunnar: Ræktun og nýtinj^
beitilands (Jóhann Jónasson
ráðunautur).
21.40 Hljómplötur: Harmonikur
lög.
21.50 Frjettir.
22.00 Symfóníutónleikar (plötur>
„Föðurland mitt“, lagaflokkur
eftir Smetana.
HandKnaltleiksmótið
Hindknattleiksmótið hjelt á-
fram í gær. Ilafa allir leik-
imir verið leiknir í riðli B £
meistaraflokki. Úrslit í honum ■
urðu þau að Valur. hlaut 6. sti^
Árriiann 4, I. R. 2 og F. II. ekkr
i. .. . : ?■>. t ( .1
ert. _ ... >
Leikirair í gær fóru sem hjer,
segir: ,,, -
KvJl. B: F. II. vann Ármanp
með 11 : 6. , V,
Riðill A: Haukar unnu VíkingJ
nleð 17 :16, eftir mjög harðari
og Ijótan leik. V
Riðill B: Ármann vann I. R:
méð 23 :17. Leikur þessi'var*
skemtilegur og vel leíkinn. r 4
Mótið heldur áfram í dag, þá
keppa:
Kv.fl. B: Haukar — I. R. d4b-.
ari Skúli NorðdaL ^ ,
Riðill A: K. R. — Fram. Döm^
ari Garðar S. Gíslason og Víking?
pr -r- Háskólinn. Dómari er
sami.
'WffiÁ
Í.1.Ö-
•; D
Breskir kafbátar
sökva 7 skipum
______j,.; 1
-Reutér. |/j
Breska flotamálaráðuneyt:
ið hefir tilkynt, að bresk-
ir kafbátar hafi að undanföma
sökt á Miðjarðarhafi 7 skipum
möndulveldanna. Vár eitt alí-
stórt olíuskip, en hin smiærrl.
Ennfremur var skotið á stöðv-
ar á ströndum ttálíu.
Kveðjuathöfn konunar minnar og móður okkar,
KRISTÍNAR HANNESDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni, laugardaginn 6. mars, kl. 10 f. h.
ólafur H. Briem, böm og tengdabörn.
JarðarfÖr tengdaföður míns,
MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, kaupmanns
í Stykkishólmi, fer fram frá heimili hans, laugardaginn 6.
þ. mán. og hefst með húskveðju kl. lVí síðd.
Fyrir mína hönd og annara vandamanna.
Engilbert Hafberg.
Árshátíð Heimdallar: Athvgli
Heimdellinga og annara Sjálf-
saæðismanna skal vakin á því, að
enn mun tækifæri til að fá að-
göngumiða að árshátíð HeimdalÞ ■
arjM«feigi Veiiða .•þei»oæeHörl)iái afl
-greiðslu .MórgunbSaðsins eftirjha-.
degi í dag.
Innilegt þakklæti til allra nær og fjær fyrir hjálp í
veikindum og auðsýnda samúð við andlát og jarðarför.
ÓLAFÍU ÓLAFSDÓTTUR frá Auðshoiti.
í í 'UJinno.sfii 1^0
Fyrir hönd vandamanna.