Morgunblaðið - 14.03.1943, Qupperneq 7
Sunnudagur 14. mars 1943,
MORGUNBLAÐIÐ
9
Minningarorð um
sira Jón Jakobsson
Marga þunga fóm hefir þjóð
vor þurft að færa Ægi fyrr
og síðar, en ein hin átakanleg-
asta, sem menn muna til, var
sú, er vjelskipið Þormóður fórst
þann 17. þ. mán. og Ægir heimt-
aði í skatt 31 mannslíf, karla,
kvenna og jafnvel barna, flest
af því fólk, sem aldrei kom á
sjó nema sem farþegar. Einn
þeirra, sem þar fór í hina votu
gröf, var vinur minn og gamall
skólabróðir, síra Jón Jakobsson
prestur á Bíldudal, einn hinn
mesti gæðadrengur og prúð-
menni, sem jeg hefi þekkt.
Jón var fæddur að Galtafelli
í Hrunamannahreppi 10. mars
1903, og voru foreldrar hans
sæmdarhjónin Jakob Jónsson
bóndi og trjesmiður í Galtafelli
og kona hans Guðrún Stefáns-
dóttir frá Ásólfsstöðum, sem
eiga nú heima í Reykjavík, bæði
hnígin að aldri. Bræður Jakobs
eru þeir þjóðkunnu menn: Ein-
ar myndhöggvari Jónsson og
Bjarni bióstjóri, en þeir eru syn-
ir Jóns bónda í Galtafelli Bjarna-
sönar frá Bolafæti, Jónssonar, og
Gróu Einarsdóttur frá Bryðju-
holti, Éinarssonár. Guðrún, kona
Jakobs í Galtafelli,' er systir
Páls bónda á Ásólfsstöðum, en
þau eru börn Stefáns bónda á
Ásólfsstöðum Ilöskuldssonar þar,
Höslculdssonar í Haga, Sverris-
sonar, og Helgu Jónsdóttur
prests á Stóra-Núpi Eiríkssonar.
Systir Helgu er Kristín, móðir
dr. Jóns sál. Ófeigssonar. Voru
þeir nafnar dr. Jón og síra Jón
á Bíldudal að Öðrum og þriðja
að frændsemi. Má af þessari
stuttu ættfærslu sjá, að síra Jón
var af mjög góðu bergi brotinn, !
og stóðu honum ið næsta óvenju-
legir hæfileikamenn um list-.
hneigð og gáfur, samfara dreng-
skap og mannkostum.
Jón ólst upp á hinu góðkunna
hpimili foreldra sirma að Galta-
felii. Hugur hans stóð snemma
tii mennta, og gekk hann íyrst í
Elensborgarsivólánn og síðar í
Menntaskólann í Reykjavík og
lauk stúdentsprófi þaðan vorið
1926. Á þessum árum kynntist
jeg Jóni mjög náið, því að við
vorum sambýlismenn í 3 vetur.
Reyndi jeg hann jafnan sem
hinn ágætasta fjelaga og góðan
vin. Ilann var enginn áhlaupa-
maður til náms, en sóttist það þó
ætíð farsællega, því að hann var
reglusamur og iðinn. Þó tók hann
ýmiss konar þátt í fjelagslífi
skólabræðra sinna og var oft
hrókur alls fagnaðar í vina hópi.
Hann var söngmaður góður og í
þá daga spöruðú menn ékki rödd-
ina, glaðværir skólapiltar. Jón.
var einnig ágætur dansmaður, og
vár ekki laust við, að sumir Öf-
unduðu hann af þeirri list. Eftir-
tektarvert var eitt þá þegar í
fari Jóns, sem fylgdi honum alla
tíð, en það var snyrtimennskan.
Lýsti hún sjer jafnt í klæðaburði
hans sem framkomu hans allri.
Það var eitthvað kynborið í fram
göngu hans, viðmótið hlýtt og
hjartanlegt, hatternið prúðmann-
legt og fágað. Jafnan var hann
boðinn bg búinn til að gera fje-
Dagbók
lögum sínum greiða, enda var
hjartalag hans þannig, að hann
vildi hvers manns nauðsyn bæta.
Sjálfur komst jeg enn betur að
raun um það við ákveðið tæki-
færi síðar, hver drengur hann
var, er á reyndi.
Að stúdentsprófi loknu sneri
Jón sjer þegar að guðfræðinámi,
sem hann hafði snemma á skóla-
árum sínum ákveðið að'.stunda.
Sóttist honum vel námíð og lauk
guðfræðiprófi vorið 1930 með I.
einkunn. Árið eftir vígðist hann
prestur að Bíldudal og þjónaði
því brauði síðan. Sama ár kvænt-
ist hann eftirþfandi konu sinni,
Margrjeti, dottur Björns Þor-
lákssonar á Hvammstanga og frú
Ingibjargar Jónasdóttur, systur
Guðmundar Illíðdals póst- og
símamálastjóra. Var hjónaband
þeirra ástúðlegt mjög, og varð
þeim þriggja barna auðið, og eru
þau öll á lífi. . , ,
Um síra Jón sem prest er jeg
ekki fullbær að dæma vegna
ókunnugleika míns, en jeg þekkti
hann svo vel sem mann, að jeg
veit, að hann var vel til prests-
starfs fallinn. Jeg sá hann einu
sinni vinna prestsverk, og hann
gerði það fallega. Jeg hygg, að
ræður hans hafi verið skynsam-
legar og huggunarríkar, og jeg
veit, að dagfar hans var til fyr-
irrnyndar. I-Iann hafði áhuga fyr-
ir starfi sánu, og jeg hygg, að
Ilann hafi verið éinlægur trú-
maður. Sumarið 1939 dvaldist
hann í Englandi til þess að kynna
sjer kirkjumál þar í landi, eink-
um mannúðarstarfsemi ýmsa
innan safnaðanna. Það var í hans
anda að gleyma ekki hinum
minnstu bræðrum.
Það er þungt að sjá á bak
þeim góða dreng, síra Jóni
Jakobssyni, í broddi lífsins,
þungt fyrir frændur hans, vensla
menn og vini, þungt fyrir sókn-
arbörn hans, sem nú eiga mörg
um sárt að binda, en þyngst fyr-
ir eiginkonu hans og börn og
aldraða foreldra. Megi nú herra
sorgar og, gleði blessa þeim minn.
ingu hans og veita þeim huggun
í harmi þeirra.
Svo kveð jeg þig, vinur, með
þökk fyrir samveruna og kynnin.
Guðni Jónsson.
Hallgrímskirkja í Revkjavík.
Gjöfum og áheitum til kirkjunn-
ar er veitt móttaka á skrifstofu
Hjartar Hanssonar, Bankastræti
11 (miðhæð) frá kl. 1—6 e. h.
daglega.
□ Edda 5943ýl67 — 6. Atkv.
L O. O. F. 3 3 1243!58 = G. H.
Næturlæknir: Kristján Hann-
esson, Mímisvegi 6. Sími 3836.
Næturakstur: Litla bílstöðin.
Nesprestakall. Messað í kap-
ellu háskólans kl. 5 í dag.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir
Fagurt er á fjöllum í kvöld kl.
8. Óla smaladreng átti að leika
kl. 5 í dag, en hætta varð við
það vegha þess, að mörg börnin,
sem leika, voru veik.
Knattspyrnudómaranámskeið
mun hefjast hjer í bænum í lok
þessa mánaðar. Umsóknir um
þátttöku ber að senda til for-
manns Knattspyrnudómarafje-
lags Reykjavíkur, hr. Gunnars
Axelsson, pósthólf 822, sími
5968, og gefur hann allar upp-
lýsingar viðvíkjandi námskeið-
inu. Umsóknarfrestur er til 20.
þ. m. ,
Söfnun Ög gjafir til nýja Stú-
dentagarðsins. — 1. Áður birt
kr. 393.200.32. 2. Ilerbergj agj af-
ir: Olíuversluh íslands 10 þús. kr.
Samband ísl. saftivinnuf jelaga 10
þús. kr., Geir G. Zoega o. fl. 10
þús. kr., Norðmenn í Rvík 10 þús.
kr., Sig. Árnason frá Höfnum 10'
þús. kr., Kveldúlfur h.f. 10 þús.
kr., Hafnarstúdentar í Rvík 10'
þús. kr. Beinteinn Bjarnason,
Hafnarfirði 10 þús. kr.. 3. Gj,afir
kaupsýslumanna: Friðrik Magn-
ússon 300 kr., Jónsson & Júlíus-
són 150 kri, Önefndur 5 þús. kr.,
O. Johnson & Kaaber 1 þús. kr.,
Óriefndur 500'kr., Helgi Mágnús
son & Co. 500 kr., O. Ellingsen
300 kr., Ónefndur 2 þús. kr., M.
Th. S. Blöndahl 300 kr., Ingólfs
Apótek 500 kr. 4. Gjafir akadam.l
borgara kr. 2.974.00. Hagnaður
af skemtunum 1. des. síðastliðinn
10 þús. kr. — 6. Ýmislegt kr,
I. 316.65. Alls kr. 498.040.97.
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Áheit og gjafir til kirkjunnar,
afhent skrifstofu „Hinnar alm.
fjársöfnunarnefndar“, Bankastr.
II, af sjera Sigurbimi Einars-
syni: Frá nýgiftum hjónum 50.
kr. Áheit „tapað fundið“ 20 kr„'
Frá sjúklingí 10 kr. Frá J. E. 10 j
kr. Éftirstöðvar af tómbólufje
100 kr„ Áheit „dropatal“ 5 kr.,j
Áheit „fyrir frijði“ 100 kr„ Aheitj
R, G. 5 kr„ Áheit frá Þ. 50 kr. I
Frá Ftef. Krist. 50 kr„ Áheit
„krossmark á ræðubretti“ 100 kr.
Gjöf „skírn og feming“ 40 kr„
Áheit frá L. II. 10 kr„ Áheit frá
konu 10 kr„ „Hallgrímskvöld“ j
20 kr„ Áheit E. S. 50 kr„ Áheit;
frá Kristínu Gífladóttur 20 kr„'
Oddný Inga skírð 100 kr„ Finn,
bogi Jósefsson 50 kr„ Áheit I.,
G. 5 kr„ Áheit Guðmundur Sig-
urjónsson 100 kr., Gjöf frá Rúnu
2 kr. Áheit N. N. 100 kr„ Mar-
grjet Jóhannesdóttir, Sandvík 20
kr„ Þorkell 1 kr„ Gestur á:
Rauðamel, áheit 20 kr„ Áheit'
L. D. 20 kr., Björt 2 kr„ Frá
Sandi 20 kr„ Áheit frá M. J. 25
kr„ Áheit sent í pósti 15 hr„
Áheit „Guð blessi Ilallgríms-
kirkju“ 10 kr. Skímardagur 20
kr„ Áheit frá Geirmundi Júlíus-
syni, Atlast. 50 kr„ Söfnun úrj
Geirdal, ?end af Ingibjörgu Sum-
arliðadóttir, Valshamri 485 kr. j
Kærar þakkir, f. h. ,IIinnar alm.
fjársöfnunarnefndar", Hjörtur
Hansson, Bankastræti 11.
Sfldarnót 09 bðtar
með öllu tilheyrandi, í ágætu standi, til sölu.
Upplýsingar gefur
ólafur Á. Kristjánsson
Sími 67 Vestmannaeyjum. r;>
SkiftafunÖir
í neðangreindum þrotabúum verða haldnir í bæjarþing-
stofunni í Reykjavík n.k. föstudag svo sem hjer segir:
Rl. 1014 f. hád. í þrotabúi firmans Perlubúðin.
Kl. 11 f. hád. í þrotabúi firmans Sportvörugerðin.:
Kl. II14 f. hád. í þrotabúi firmans Windsor Magasin.
Á fundunum verður gerð grein fyrir eignum búanna
og tekin ákvörðun um meðferð þeirra.
• Skiftaráðandinn í Reykjavík 13. mars 1943
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
settur.
verða lokaðar mánndag*
Inn 15. mars, allan da^inn,
wegna (arðarfarar
ICIKHjG
Anslurnfrœfl 12 Lau^ave^ »3a
COr.
Jarðarför konu minnar og móður ojkkar
GUÐRÚNAR SIGRÍKSÐÓTTUR
fer f;*amrfrá dómkirkjunni þnðjudag-inn 16. þ. mán. og hcfst
rneð bæn að heiinili okkar Lrndargöfu 22 A 1.30. JarðaS
verður í Fossvogskirkjugarði.
Guðm. Þórðarson og dætur.
Jarðarför konunnar minnar
GUÐÚNAR Þ. KRISTJÁNSDÖTTUR
fer fram mánuaginn 15. þ. mán. og hefst að heimili okkar
Þórsgötu 21 A kl. 2 e: hád. Jarðað verður frá dómkirkjunni.
Kristján Sig. Kristjánsson.
Best að auglýsa
í Morgunbi&ðinu.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Miðdalskoti. Einnig vottum við Laugdælingum okkar
besta þakklæti fyrir hjálp og hlýjar viðtökur á greftnuiar-
degi hermar.
Aðstandendur.
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá Hafnardal.
Aðstandendur.