Morgunblaðið - 19.03.1943, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.03.1943, Qupperneq 7
MORGU N BLAÐI0 Föstudagur 19. mars 1943. Árni J. I. Árnason fimtugur Ijpinn af kunustu borgurum þessa bæjar, Árni J. í. Árnason, er fimtugur í dag. Það var ekki ætlun mín með þessum línum, að rekja æfi- sögu Árna bónda, enda vona jeg, að mjer endist ekki aldur til að skrifa þá sögu til hlýtar. Hins vildi jeg láta getið, fyrir minn munn og margra annara þeirra, er Árna hafa kynst, að hann er óvenjulega vel gefinn maður á ýmsa lund. Skal þá það fyrst fram tekið, áð hann er skáld, sem kann að kveða, smiður í besta lagi og hug- kvæmur um margt. Lætur hann sig þjóðmál miklu skifta og fylgist vel með öllum málum, sem eru efst á baugi í voru litla þjóðfjelagi. Ef vjer ættum marga slíka drengi, jafn trausta, 'jafn hyggna, jafn framsýna, þá væri voru landi vel borgið, ef hvert sæti væri jafn vel skipað og það, er Árni situr. Kr. X. Maður rænd- ur áfengi í fyrrakvöld var ráðist á utan- bæjármánn fyrir framan Vörubílastöðina Þrótt og haiin rændur tösku með 4 vínflöskum. I fyrrákvöid var utanbæjar- anaður á gangi fýrir frámán- Vörubílastöðina Þrótt. Hafði hann meðferðis tösku með 4 vín- flöskum. Tveir menn komu til hans og báðu hann að selja sjer áfengi, en neitaði hann því. — Rjeðist þá annar þeirra á harin og fjell hann á götuna. Maður- inn, sem gerði árásina tók þá töskuna og hljóp upp á Amarhóls tún, en sá sem með honum var austur Kalkofsveg. Sá, sem fyrir árásinni varð og tveir aðrir nær- staddir menn, veittu aðalárásar- manninum eftirför, en mistu af honum sjónir inn á Lindargötu. Lögreglan hóf skömmu seinna feit að mönnunum og fann þá á hominu milli Ilverfisgötu og Ingólfsstrætis. Voru þeir fiuttir á lögreglustöðina, llöfðu þeir meðferðis mestan hluta vínsins, en töskunni sögðust þéir háfa hent í húsaport og fanst hún þar. Aðalárásarmaðurinn, Finnbogi Guðmudsson, er sá hinn sami er varð fyrir hnífstungu erlends hermanns hjá Eimskipafjelags- húsinu og skýrt var frá á sínum tíma' ' * Heimdallur og Qðinn halda stjórnmála- námskeið i. Fjelag ungra Sjálfstæðis- manna. Heimdallur, og mál- fundafjelag Sjálfstæðisverka- manna Óðinn, hafa ákveðið að halda stjórnmálanámskeið á næst unni. Að undanfömu hafa farið fram viðgerðir og breytingar á flokkshúsi Sjálfstæðismanna við Thorvaldsensstræti 2, og er þar m. a, fyrir komið smærri fund- arsal, þar sem námskeiðin munu fara fram. Námskeiðunum verður hagað þannig, að fluttir verða fræðandi fyrirlestrar og erindi um stjóm- mál, en þátttakendum skipt nið- ur í flokka til mælskuæfinga. Það er til þess ætlast að þeir, sem vilja gerast þátttakendur í námskeiðunum, geri aðvart á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Thorvaldsensstræti 2, þar sem þeir fá einnig allar upplýsingar þeim viðvíkjandi. Sennilegt er, að námskeiðin geti hafist í lok næstu viku. Það munu árpiðanlega margir fagna því, að eiga þess nú kost að sækja slík námskeið, sem áður hafa verið með vinsælli þáttum í starfsemi Sjálfstæðisfjelag- anna, þó að of sjaldan hafi verið til þeirra stofnað. Japanar sækja á i Burma Tilkynt var í Nýjudehli í gær, að Japanari hjeldu uppi áköfum áhlaupum á her Breta í Burma. Er mést barist í námd við Ratheaudaung. Hafa Bretar lagað vígstöðvar sínar. til þess að koma í veg fyrir,’ að nökkur hhvti hers þeirra yrði skilinn frá megin- hérrium, og dregið framverði sína til baka. Lofthernaður hefir verið mikill, og gera að- ilar árásir á’flugvelli andstæð- inganna. í norður Burma hafa Jap- anar hörfað af nokkru svæði meðfram Salveenánni, og gert árásir annarsstaðar við fljótið. Breskar flugvjelar gerðu usla í liði Japana við Arakan. Rauði Kross stofnað- ur á Seyðisflrði O íðastliðinn öskudag var stofn ^ aður Rauði Kross Seyðis- fjarðar með nálega 100 sráðum fjelögum. 1 stjóm voru kosnir Benedikt Jónasson, kaupmaður, formaður, Egill Jónsson, hjeraðslæknir, Hjálmar Vilhjálmsson, bæjai*fó- geti, síra Erlendur Sigmundsson, Gísli Jónsson, fulltrúi, frú Helga Jóhannsdóttir, hjúkrunarkona og frk. Margrjet Sigurðardóttir, nuddkona. Miklar skemdii ð sfmallnum Ifyrrakvöld urðu afar miklar skemdir á símalínum og mátti svo heita að sambands- laust væri út úr bænum í fyrra- kvöld, en símasamband var aft- ur komið á við flesta staði í gær. Blaðið átti tal við póst- og símamálastjóra, Guðmund Hlíð- dal. Skýrði hann svo frá að í Rangárvallasýslu einni hefðu þrotnað um 100 símastaurar. í Húnavatnssýslu brotnaði mikið af ptaurum hjá Hvammstanga og í Eyjarfjarðarsýlu fyrir norðan Akureyri brotnuðu 40 staurar og liggur línan niðri á tveggja kíló- metra svæði. Var veðurhamurinn svo mikill, að sumir staurarnir hentust til langar leiðir. Bráða- birgðasímasamband komst á við Akureyri í gær. Á línunni fyrir austan Akureyri urðu tiltölulega litlar .skemdir og er Akureyri í símasamþandi við Vopnafjörð.. Kappróðrar sjó- mannadagsins Sjómannadagsráðið fár þess á leit fyrir nokkru við bæjarráð, að kappróðrar fengju að fara fram á Tjominni á sjóiriannadaginn þ. 12. júní næstk. Bæjarráð var þessu hlynt. Því misjafnlega hefir tekist með þátttöku í hátíðahöldum sjómarina, végna þess hve að- stæður hafá verið érfiðar. En þegar málið var athugað, bryti þetta í bág við lögreglu- samþyktina. Flutti borgar- stjóri því tillögu á næstsíðasta bæj arstjórnarfundi þess efnis, að leýfi þetta yrði ekki Veitt. En þá var frestað afgreiðslu málsins. Síðan hefir borist brjef frá Dýraverndunarfjelaginu, þar sem formaður fjelagsins lélur öll tormerki á, að kappróðrar yrðu leyfðir á Tjörninni um varptímann, vegna þess að þeir myndu trufla fuglana og ef til vill fæla þá á brott, en fuglalíf hefir aukist þar undanfarin ár, sem kunnugt er, til ánægju fyrir bæjarbúa, einkum börn bæjarins. Jón Pálsson stvður erindi Dýraverndunarfjelagsins, en ] hann , hefir allra manna mest unnið að því að fuglalíf Tjarnarinnar íengi að dafna. Stjórn Náttúrufræðifjelags- ins hefir og verið beðin um um- sögn sína í málinu og fjekk hún Finn Guðmundsson magister til þess að segja um það álit Sitt. Hann fjellst á, að vegna fuglanna mætti leyfa kappróð- urinn í eitt sinn, en helst ekki oftar. Segir að á þessum árs- tíma sjeu endur á eggjum og ekki komnar á syðri Tjörnina, en krían sje ekki svo viðkvæm, að hún muni kippa sjer upp við þessa umferð í ríki hennar. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykt tillaga' borgar- stjóra frá fyrra fundi, að veita ekki þetta leyfi. Og er málið! því óleyst, hvar kappróðurinn | Afmæli K. R. FMÆLISHÁTÍÐ K. R. fór fram í Oddfellowhúsinu á miðvikudagskvöldið. Var þar hvert sæti skipað. Skemtunin hófst með því, að herra Friðrik Lúðvíksson sýndi skuggamyndjr frá því í gamla daga í K. R. og var það hin besta skemtun. Séra Jón Thorarensen flutti snjalla ræðu fyrir minni K. R. og íþrótt- anna. Formaður K. R. afheriti fimleikaverðlaun fjelagsins í ein- menningskepninni og voru hinir 3 ágætu fimleikamenn fjelagsins hyltir af samkomunni. Þá söng einn aðalstofnandi K. R. hr. Pjet ur A. Jónsson óperusöngvari ein- söng og var margklappaður upp. Þá var leikin ný K. R.-revy eftir formanninn Erlend Pjetursson. Ljek hann sjálfur annað hlut- verkið, en Jón Hjartar ljek á móti honum. Var mikið af K. R.- bröndurum í revýunni og fagn- aðarlátum áhorfenda ætlaði aldrei að linna. Formaður til- kynti á skemtuninni, að í dag hefði fjelaginu borist 1 þús. kr. afmælisgjöf frá einum eldri K. K.ing, sem þakklæti'hans til fje- lagsins fyrir hið framúrskarandi dugmikla íþróttastarf þess í þágu bæjarfjelagsins. Að lokum var dans stiginn til kl. 3. Var sannur myndarbragur á þessari skemtisamkomu. Næturlæknir er í nótt Bjami Jónssonj Reynimel 58, sími 2472. Dagbók L O. O. F. 1 = 1243198»/» S Lágafellskirkja. Méssa fellur niður næstkomandi sunnudag, 21- þ. m. í þess stað verður messað sunnudaginn 28. þ. m. ÚtvarpiS í dag: 20.30 Útvarpssagan: Kristín Svía drotning, IX (Sigurður Gríms* son lögfræðingur). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 15 í B-dúr eftir Mozart. 21.15 Erindi: Sálarfíf kvenna, U (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 21.40 Hljómplötur: Islensk söng- lög. 22.00 Symfóníutónleikar (plotur) Symjhonie fantasique eftir Berlioz. 120 þösuíid Gyðingar d.epnir í Rumeíifu —^-r'n. v.iv Jaíík ííwí' STOKKHÓLMI í gær: Rúmlega 120,000 Gyðingar hafa verið líflátnir í Rúmeníu frá því er styrjöldin hófst, seg- ir í • fregn frá Ankara, sem sænska blaðið Aftontidingen birtir í dag. .60.000 Gyðingar þar í landi hafa verið sendir í þrældóms- vinnu fyrir austan Donetsfljót. Reuter. Fjelagið hefir sótt um upptöku íslands. geti farið fram. sem deild í Rauða Krossi 70 smálesta skip, | í góðu standi með nýrri Dieselvjel, er tíl leigu. Lyst- * hafendur sendi nöfn sín til Morgunblaðsins merkt: i’ t Skip til leigu“. 1 ■>■ IL" Sfihanr -i • • .wmatatf öbæ'í: ts&agoi toðúad nýftomin ^fi4 i. & iasstóf Eggerl Krlst|áv»ssoKi & Co. h.f. witsisvá' j: ailffiÖEffíi Jarðarför systur okkar ” ' SIGRÍÐAR GUNNJÓNU STEFÁNSDÓTTUR, frá Rjúpnafelli í Vopnafirði, sem andaðist í Landakots- spítala föstudaginn 12. þ. m., fer fram frá dómkirkjunni, laugardaginn 20. þ. m., kl. V/2 e. hád. Fyrir hönd okkar og fjarstaddra foreldra. Guðrún Stefánsdóttir, Karólína Stefánsdóttir, Hólmfríður Stefánsdóttir. Innilegar þakkir færi jeg öllum, sem við andlát og jarð- arför heiðruðu minningu konunnar minnar og móður okkar GUÐRÚNAR SIGRÍKSDÓTTUR. Sjerstaklega þakka jeg skipshöfninni á b.v. Sindra. Fyrir mína hönd og dætra minna Guðm. Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.