Morgunblaðið - 04.04.1943, Síða 5

Morgunblaðið - 04.04.1943, Síða 5
 ‘Sonnudagur 4. apríl 1943. Á Útéef.: H.f. Arvakur.' Reykjavlk. j S’ramkv.stJ.: Sigfús Jönsson. Ritstjörar: Jön HJartansson, Valtýr Stefiánsson (ábyrgöarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Aakriftargjald: kr. 6.00 & inánuOi innanlands, kr. 8.00 utanlands j í iausasölu: 40 aura eintakiö. 60 aura meS Lesbök. Ekkert lært Svona getur lýðræðis- flokkur ekki starfað“, segir Tíminn um úrslitakosti kommúnista í viðræðunum um myndun vinstri stjótnar. En; úrslitakostirnir voru þeir, að ef hinir flokkarnir, Alþýðu- ílokkurinn og Framsókn vildu ganga inn á stefnuskrá komm- únistaf í einu og öllu', þá; skyldi ekki standa á þeim' (kommúnistum), að vera með :í myndun vinstri stjórnar. Tíminn fer mörgum ófögr- am orðum um þessa úrslita- kosti, og er síst að undra það. _„Hvaða samningsaðili, sem * bíður slíka kosti, vill hvorki samvínnu nje samkomulag“, segir Tíminn, og er það rjett. En eru Tímamenn búnir að gleyma því, sem gerðist á fyrsta stigi dýrtíðarmálanna hjá okkur? Hverjir voru það, sem þá beittu nákvæmlega somu aðferð og Tíminn ásak- ar kommúnista fyrir, að beita nú? Það voru ráðherrar Fram sóknarflokksins, Eysteinn Jóns ^son og Hermann Jónasson. Þeir köstuðu fram í frumvarps formí einhliða stefnu flokks- ins og sögðu við samstarfs- flokkana: Ef þið viljið ekki ganga inn á okkar stefnu, þá erum við farnir úr stjórninni! Og þeir Ijetu ekki sitja við hótunina eina; þeir fóru. Þessi vinnubrögð fulltrúa 'Framsóknarflokksins á fyrsta stigi dýrtíðarmálanna eru und- irrót allra síðari meinsemda: og óhappaverka í þessum mál- um. Tíminn fordæmir rjettilega framkomu kommúnista nú, er þeir beita þessari sömu aðferð. En hafa Framsóknarmenn sjálfir nokkuð lært síðan haustið 1941, er þeir settu samstarfsflokkunum úrslita- kostina? Sjá þessir menn enn þann dag í dag nokkuð annað sjónarmið í dýrtíðarmálunum, en hið þröngsýna flokkssjónar mið? Því miður virðast allar lík- ur benda til þess, að Alþingi takist ekki að finna farsæla lausn á dýrtiðarmálunum. — Alt ætlar að stranda á þröng- sýni og skilningsleysi stjetta- flokkanna. Og þar er vissu- lega enginn munur á komm- únistum og Framsóknarliðinu. Sama hugarfarið er hjá báð- báðum. Alþingismenn höfðu mikið hlutverk að vinna nú. Þeir þurftu að vinna verkið vel, til þess að rjetta hlut Alþingis, afla því á ný virðingar og trausts hjá þjóðinni, eftir á- fallið í vetur. Ekki er enn með öllu vonlaust að þetta muni itakast. ___5 Reykjauíkurbrjef 3. april Átökin. tökin í styrjöldinni harðna með vorinu. Allir telja það víst. En hvar verður barist? Ráðast herir Bandamanna á meg inland Evrópu að sunnanverðu eða að norðan, eða frá báðum hliðum, eða úr lofti, eða á mörg- um stöðum í einu. Ilægt er að fylgjast með við- ureigninni í Rússlandi, þ. e. mæla á landabrjefinu hvernig herimir hreyfast annað hvoi*t aftur á bak, ellegar nokkuð á leið. Og nú eru Þjóðverjar farnir að ætla Rommel sínum annað hlutverk en herstjóm í Afríku. Svo þeir telja þeim þætti styrjaldarinnar brátt lokið. En um átökin milli Möndulríkja og Bandamanna við- víkjandi vestanverðri álfunni er alt meira dulið. Hvemig standa reikningarnir í kafbátastyrjöld- inni ? Og hvaða miska gera Banda menn Þjóðverjum með loftárás- um? 1 skýrslum Þjóðverja um skipatjón Bandamanna eru nefnd ar háar tölur. Þeim er misjafn- lega trúað, En tjónið er vafalaust mjög tilfinnanlegt, ef ekki ískyggilegt. En fullyrt er að skipasmíðamar vestan haft og austan fylli nú jafnóðum í þessi skörð. i Síðastliðna tvo mánuði hafa verið verðar að heita má látlaus- ar loftárásir á þýskar iðnaðar- borgir. Talið er að yfir 2000 þýskar verksmiðjur hafi verið eyðilagðar eða stórskemdar á 'síðastliðnu ári, og ein miljón manna í Þýskalándi hafi orðið húsnæðislausir. Loftárásir á Þýskaland binda ekki enda á styrjöldina, jafnvel ekki þó þær aukist. Talið er víst að mikill liðsauki af lofther komi vestan yfir haf á þessu sujnri. Og þegar hann kemur til sögunnar, eða jafnvel nú þegar, muni Ilitler vera jafn áhyggju- fullur út af loftárásunum, sem gerðar eru og gerðar verða á þýskar borgir,eins og Bandamenn: eru út af kafbátahættunni. Frá Norðmönnum. orðmenn í London eru famir að gefa út tímarit um stjórn mál og bókmentir. Ritstjórinn er góðkunningi okkar Islendinga Jac. S. Worm-Muller. Ritið heitir „The Norseman“. í fyrsta heftið, sem hingað er komið, skrifa m a. Nygaardsvold forsætisráð- herra, dr. Edvard Benes, Tjekka- foringi, Ilarold Nicolson um Chur • chill, dr. Ame Ording og Sigrid Undset um vorið 1940 í Noregi , Við íslendingai’ ættum að gera okkur far um að kynnast Norð mönnum, hugsunarhætti þeirra samheldni þeirra og starfi, bæði utan lands og heima fyrir, kynn- ast því, hvernig hörmungar þeima hafa kent þeim að finna og nota þrótt sinn til vamar gegn ofbeldinu. Ein greinin í „The Norseman“ ber nafnið „Noregur er ekki til sölu“. Þar er í fám orðum með skýrum dæmum lýst fómfýsi Norðm,anna, trygð þeirra við land, þjóð og menningu. Iljer á landi hanga ýmsir enn í þeirrí villutrú, að á okkur Is- lendingum hvíli skylda til þess að vera hlutlausir í anda, að láta okkur, a. m. k. á yfirborðinu, standa á sama hvernig styrjöld- inni lýkur. Hlutleysi sje einskon- ar aðalsmerki andans. En hlut- íeysi hjartans gagnvart þeirri styrjöld, sem nú hefir geysað hátt í 4 ár, er andlegur sljóleiki, sem er engum hugsandi manni sæmandi. Menn geta hafa tekið í sig sóttkveikju ofbeldishug- sjóna Hitlers, og verið haldnir þeim sjúkdómi um lengri eða skemri tíma. En frjálshuga menn, sem meta frelsi einstak- linga og smáþjóða, geta ekki látið sjer á sama standa hvort frelsið fær að njóta sín í heiminum, eða yfir þjóðirnar færist ofbeldi svörtustu miðalda. Frá Svíþjóð* fstaða sænskra stjórnarvalda í þessari styrjöld er skilj- anleg. Að þar sje opinberlega þrædd hin vandrataða hlutleys- islína, meðan þjóðin hefir hramm hernaðaræðir nasistanna yfir höfði sjer. En það kemur fyrir, að þaðan berast raddir, sem minna á sömu fjarlægð frá heims viðburðunum eins og hjer heyr- ast á stundum. f „Norsk Tidend“ var nýlega minst á þessa afstöðu sænsku stjórnarinnar. Var þess getið hjer í blaðinu. „The Times“ ræð- ir síðan þessi mál. Þar segir m. a., að afstaða hins norska blaða muni m. a. hafa markast af ræðu er hermálaráðherra Svía, Sköld, hjelt nýlega, þar sem ráðherr- ann virtist taka lítið tillit til stað reynda. Ráðherrann sagði m. a., að Svíar myndu vegna sjálfra sín fallast á sameiginlega utan- ríkis- og hermálapólitík með öðr- um Norðurlandaþjóðum, svo; framarlega sem frændþjóðirnar aðhyltust sömn stefnu í utan- ríkismálum sem Svíar. Ilann sagði ennfremur, að engin af ná- grannaþjóðum Svía gæti nú op- inberlega lýst afstöðu sinni til annara þjóða. Það er ekki nema eðlilegt, segir „Times“, að Norðmenn, sem nú hafa barist í þrjú ár fyrir frelsi og lýðræði Norðurlanda, sjeu nokkuð undrandi yfir slíkri afstöðu Svía. Ung þjóð. eðan frændþjóðir okkar læra að standa samhuga gegn vandamálunum, erum við fslend- ingar ósamstiltari en áður, og vag þó Mtt á sundrungina bæt- andi. Þó við getum að vissu leyti miklast af fornri menn- ingu erum við bæði ung þjóð og vanmegnug, er eigum margt ólært. En einna minst kunnum við til þess að umgangast aðrar þjóðir. í viðmóti okkar gagnvart er- lendum gætir að vissu leyti óheil- brigðs stærilætis. en á hinn bóg- inn vanmáttarkend. Menn reyna að nota gort og sjálfbyrgings- hátt sem skýlu eða ábreiðu ofan á meðvitundina um vanmátt og smæð. Þeim sem láta sjálfbyrgings- háttinn ráða, eru hræddir við að sýna t. d. Bandaríkjamönnum kurteisi. í orði og látbragði. Þora ekki annað, af hræðslu við að’ annars verði þeir taldir of mikl- ir vinir Bandaríkjamanna. En hinir, er stjómast láta af van- máttarkendinni einni, koma oft fram við útlendinga með smeðju- legurh skriðdýrshætti. Margir þeirra manna, sem líta með fullri velvild og skilningi á afstöðu Bandaríkjamanna í þess- ari styrjöld, meta hugsjónir þeirra og framkvæmdir, eru hræddir við að láta þetta hug- arfar sitt í ljós, af ótta við að þeir verði þá af samlöndum sín- um taldir í flokki „skriðdýr- anna“, láta ekki uppi skoðanir sínar eða jafnvel hreita úr sjer skæting af því að þeir halda að með því sjeu þeir að auglýsa sjálfstæði sitt gagnvart hernað- arþjóðum þeim, er hjer hafa setulið um stundarsakir. Ekki til sölu. slendingar hugsa á sama hátt og Norðmenn, að landið okk- ar er ekki til sölu. En einmitt vegna þess eigum við að hafa manndóm til þess að viðurkenna að Bandaríkjamenn hafi komið fram við okkur sem sannir heið ursmenn. Árekstrar þeir, sem orðið hafa milli íslendinga og ein stakra hermanna og slys þau, er hafa komið fyrir í því sambandi, 'koma þessu aðalatriði ekki við. Því, eins og áður hefir verið bent á, yfirvöld hersins geta ekki, og enn síður stjórnarvöld landsins, fyrirbygt, að misjafn sje sauður í mörgu fje. Full viðurkenning okkar á drengilegri framkomu Banda- ríkjamanna í vorn garð á ekkert skylt við skriðdýrshátt. Við verðum að þurka af okkur hvort tveggja í senn, hrokann og van- máttarkendina, þora að láta er- lenda vini vora njóta sannmælis, og losa okkur við þann, hugsun- arhátt, að frjálsmannleg sann- gimi í þeirra garð géti vakið nokkurn ótta um að til mála geti komið, að við seljum frumburð- arrjett vorn fyrir brauð. Heyrst hafa um það raddir, að óvarlegt sje fyrir okkur að flíka því mjög hve hagkvæmir sjeu okkur samningar þeir sem gerðir hafa verið við Banda- ríkjamenn um sölu á ísl. land- búnaðarafurðum. Ef við ljetum það uppi, þá kynni það að spilla fyrir sölusamningum framvegis. En rjett er að taka það fram og taka af öll tvímæli, að hin hagkvæmu kjör eru ekki fengin vegna þess að við höfum á nokk- urn hátt hlunnfært -viðskifta- mennina, heldur af því að Banda- ríkjamenn vilja reynast okkur vel. Erlend yfirráð* egar rætt er um afstöðu okk ar til erlendra þjóða, verður ekki hjá því komist að minnast á sjerstöðu kommúnistanna. Þeir reyna. af fremsta megni að dylja hana. Margir kjósendur, sem á síðasta ári greiddu fram- bjóðendum kommúnista atkvæði, gera sjer naumast grein fyrir því, að þar sje um nokkra sjer- stöðu að ræða. En staðreynd- imar tala öðru máli. Það er vitað og margsann- að, að yfirstjórnin yfir flokki þeirra og samtökum er ekki hjer á landi, og miðast ekki við ís- lenska þjóðarhagsmuni. Hin breytilega afstaða kommúnista til hernaðaraðilanna í núverandi styrjöld sannar þetta hvað best. Meðan samkomulag og vinátta var með Þjóðverjum og Rússum, voru íslensku kommúnistarnir — samkv. fyrirskipun — eldheitir Þjóðverjasinnar. En sú afstaða þeirra breyttist samkv. skipun, á einni nóttu. Kommúnistum fylgja nú að málum altof margir menn í þjóð- f jelaginu, sem sjá og skilja nauð- syn þjóðlegrar einingar — en hafa ekki skilið enn, að fyrir kommúnistum er sundrungin ein- mitt kærkomin leið til þess að lama þrek þjóðarinnar og gera þeim sjálfum auðveldara að framkvæma þær fyrirskipanir, er þeir taka við frá útlöndum. Vestur-íslendingar. ið nána samband sem við nú höfum við Vesturheim, hef- ir orðið til þess að meiri áhugi og almennari er nú en áður fyrir viðkynning og samstarfi við Vestur-íslendinga, og meiri trú á gagnkvæmum notum af sam- vinnu við þá. Þeir eru komnir nær okkur en áður var. Þeir Vestur-Islendingar, sem hingað eru komnir og hjer hafa starfað á ýmsum sviðum, eiga mikinn þátt í þessari hugarfarsbreyting. Kynni þjóðarinnar við þessa menn, þjóðhollustu þeirra, dug ög manndóm, hafa orðið til þess að vekja marga til umhugsunar um að við íslendingar eigum landa þar vestra, sem hafa gert þjóð vorri sóma og geta átt eftir að gera okkur ómetanlegt gagn. I hinn nýja stúdentagarð hafa verið gefin herbergi, sem í fram- tíðinni eiga að standa opin fyrir námsmenn úr ýmsum löndum. En herbergi fyrir vestur-íslenska námsmenn er ekki komið þar enn. Við ættum að kippa þessu í lag — og það sem fyrst. Kartöflurnar. Tlsverðar umræður hafa orðið um það, sem eðlilegt er, að framleiðsla á kartöflum frá í fyrrahaust hrekkur ekki nánd- arnærri til neyslu hjer innan- lands að þessu sinni. Er ótíð í fyrrasumar kent um, enda má rekja orsökina til hennar. E.n sannleikurinn er, að á með- an verslun með kartöflur er hag að á sama hátt og verið hefir, má altaf búast við því, að fram- leiðslan hrökkvi ekki til innan- landsþarfa, nema þegar best læt- ur í ári. Orsakir eru í stuttu máli þessar. I góðum kartöfluárum, þegar framleiðslan er mest og fram- leiðendur geta átt von á, að erfiðleikar verði á að koma upp- skerunni í verð, þá reyna þeir, sem hafa kartöflur að hausti, er illa geymast, að koma þeim sem fyrst á marklað. En betri kart- öflurnar eru geymdar fram á vetur og vor, og verða þá út- undan, af því markaður hefir offýlst. Til þess að nægar neyslukart- öflur verði í landinu í ljelegum uppskeruárum, verður kartöflu- land að vera svo mikið árlega, að uppskeran í góðærum verði langt um fram þörf fyrir matar- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.