Morgunblaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 2
2 moiígunblaðið Fimtudag'ur 3. júní 1943. Gullöld breskra mannamynda Sjómannadags- Úr fyrirlestri Mr. Steeg- man í gær 1 BYRJUN 18. aldar bar h;est á Sir Godfrey Kneller í enskri málaralist, eins og Sir Cristopher Wren gnæfði yfir aðra í byggingarlistinni. Kneller, sem var fremstur ínálara um 40 ár, andaðist 1723, og Wren dó sama árið. Ilægt er að segja, að Knell- er hafi meira en nokkur ann- ar maður á undan Reynolds, mótað erfðavenjuna um bresk málverk af mönnum. Fimm árum seinna kom fram fyrsti enski málarinn, sem hlaut Evrópufrægð. Það var William Ilogarth. Frægð- artími hans var frá 1730— 1700. Ilogarth er samt fyrir annað frægari en mannamynd ir. Uppi var um sama mund Alexander Ramsay, skotskur að ætt. Iíann hafði mjög broskaða gáfu, hvassa sjón og fagra litaméðferð. Rams- ay er besti mannamyndamál- arinn um mið.ja 18. öld. M.jög var vinsæl listtegund um þessar mundir að mála fjölskylduhópa með landslag að bakgrunni. Þar sem fólkið var enskt, var það þvínær alt- af málað með hestum sínum og hundum. Aðalmeistari þess arar listtegundar var George Stubbs. Og nú komum við að hin- um fræga Gainsborough. Thomas Gainsborough var að eðlisfari snillingur. Iíann var nær ómentaður og varla und- ir áhrifum .af neinum. ITann vann s.jer fyrst frægð í smá- bænum Ibswich, en þaðan flutt-i hann .17G0 og settist að í tískuborgínni Bath. Að lok- um settist hann að í London arið 1774, og varð hættuleg- ur keppinautur Reynolds. Gainsborough andaðist árið 1788, og hafði aldrei fit fyrir landsteina Englands komið. Hann var frægastur fyrir myndir af einstökum mönn- um, fremur en fleiri í hóp, því að samræming vár hans veika hlið. En sterka hliðin á honum voru litir hans og dæmalaus t«ekni. Gainsbor- ough er skáldlegastur af mannamyndamálurum og verk hans einhver dýrðleg- ustu í Evrópu. Sir Joshua Reynolds, merk asti maðurinn af öllum bresk- málarahópnum, er alg.jör and- stæða Gainsboroughs. Ifann fieddist arið 1/23 og lærði af miklu kappi í Hollandi orf Ítalíu. Síðan settist hann að í London árið 1753. Frá þeim tuna, og alt þar til hann and- aðist f.jörutíu árum síðar. var Reynolds einróma álitinn mesti málari ])ess tíma. Gáf- ur hans gerðu honum fært að oðlast mikið frá hjnum miklu meisturum, Titian 0°- Rem. biandt, og frá ]>eim fjekk hann m.jög mörg sjerkenni. Hkki er tækni hans altaf góð, eins og h.já Gainsborough, en snilligáfa hans í samsetning- um á s.jer ekki líka. Reynolds er nú álitinn einn fremsti listamaður í Ev- rópu á sínum tíma. George Romney var sam- tímamaður Reynolds og Gains borough, og er hann sjerstæð ur fulltrúi hinnar nýju ald- ar í málaralistinni. Einfald- íeiki framsetningar hans er oft aðlaðancli, en teikningarn ar stundum fremitr ófull- komnar. Romney hefir tekist best með myndir af ungum konum og ungíim mönnum úr aðalsst.jett. John Opie, sem vann bestu verk sín milli 1790 og 1810, hefir merkilegri skapgerð en. Romney og er athyglisverð- ari og gáfaðri. Ilann hefir nokkuð af gáfum Reynolds um samsetningu og svipar til Gainsborough um tækni. Annar málari af þessari kynslóð eftir Reynolds er. John Iloppner, sem andaðist 1810. Þótt hann væri ekki stórgáfaður málari, þá gat hann málað fallegar stúlkur, en er raunverulega bestur í myndum af virðulegum kari- m-önnum. Af þessum flokki er Sir Thomas Lawrence lang glæsi- legastur. Hann er fæddur 1769 og l.jest 1810. Hanrí var mjög fimur málari, hafði mikla tækni og vandvirkni til að bera, s.jerstaklega í teikningum sínum. Stundum var hann þó nokkuð yfirborðs legur, en gerði þó altaí á- gætis mynd af góðri fyrir- mvnd. Reynolds gat gert góða mynd af hinni lítilfjör- legustu persónu, en Lawrence þurfti að hafa glæsíleika í fýrirmyndinni. Að lokum er síðastur af þessum hópi í byrjun 19. ald- ar, Sir Henry Raeburn. Ilann var Skoti og vann aðeins í Edinborg. Ilann gerði m.jög eftirtektarvefðar tilraunir með eðlileg I.jósbrigði á fyr- irmyndum sínum, og var meistari í einfaldri og kröft- ugri tækni. GUÐFINNA HANN- ESDÓTTIR 85 ÁRA. Föstudaginn 4. júní er 85 ára gömul, ekkjan Guðfinna Hannesdóttir, Staðarbakka, Akranesi. Er hún með af- brigðum ern og heilsuhraust og bagar hana mest að sjónin pr nokkuð farin að daprast, þó getur hún enn lesið gler- augnalaust stutta stund í einu og stýrt nálinni við hina vandasömustu sauma. Guð- fmna er glögg og greind kona, og hefir ekki tapað neinu hvað andlegan skýrleik snertir. Guðfinna er virðuleg köna í sjón og höfðingi í lund. Hún er glaðsinna og hefir ekki látið margvíslegt mótlæti í lífinu hafa áhrif á lífsgleði sína, sem hún ávalt getur miðlað öðrum í skemtilegum viðræðum. Guð- finna er víst og vinsæl í sínu bygðarlagi og allir sem hana þekkja, meta hana mikils, og munu henni víða að berast heilla óskir og hlýjar kveðjur á þess- um hinum merka afmælisdegi. K. Ó. II. hjeraðsþing U. I. A. DAGANA 8.—10. maí var annað hjeraðsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands haldið að Eiðum. For- maður sambandsins Skúli Þor- steinsson setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Mintist hann síðan hins látna þ.jóð- kunna ungmennafjelagsfröm- uðs, Aðalsteins Sigmundsson- ar. Fundarmenn risu úr sæt- um og- vottuðu hinum látna leiðtoga þökk sína og virð- ingu. Yar st.jórninni falið að afhenda nokkra f.járhæð í minningars.jóð Aðalsteins Sig; mundssonar. Forsetar þings- ins voru kosnir Þórarinn Þór- arinsson og Jóhannes Stefáns- son. Ritararar: Guttormur Þormar og Þórður Benedikts- son. Þingið sátu 23 fulltrúar frá 15 fjelögum. Auk þeirra stjórnarmeðlimir, sem ekki voru k.jörnir fulltrúar. 1 sam- bandinu eru 20 f.jelög með 1247 meðlimum. Þessar nefnd ir voru kjörnar: 1. Kjörbr.jefa nefnd. 2. Skógræktarnefnd. 3. Laganefnd. 4. Fjárhags- nefnd. 5. Allsherjarnefnd. G. Iþróttanefnd. Árið 1942 var hið árlega íþróttamót Sambandsins hald- ið að Eiðum 2. ágúst. Þá fór einnig fram képpni um hand- knattleiksbikar Austurlands - fjórir flokkar kvenna — og varð flokkur frá Þrótti í Neskaupstað hlutskarpastur. Mörg sambandsfjelög háðu á árinu íþróttakeppni sín á rnilli, og innan fjelaganna. Nokkrum f.jelögUm var veitt- ur styrkur frá Sambandinu. Á þinginu var samþýkt skipu lagsskrá fyrir s.jóðsstofnun vegna skógræktar. Sjóður- inn er stofnaður af Ung- menna- og íþróttasambandi Austurlands. Stofnf.je er kr. eitt þúsund. I’Ilutverk sjóðs ins er að efla skógrækt á sambandssvæðinu og hvetja menn til að fegra í kringum íbúðarhús sín og samkomuhús. Tekjur s.jóösins eru: G.jafir, sem honum kunna að berast. Tíu af hundraði af árlegum nettótek.jum Sambandsins, uns sjóðurinn er orðinn krónur tíu þúsund, og allir ársvextir þar til sjóðúrinn er orðin kr. 5000.00, og eftir það 1/5 hluti ársvaxta. Þegar s.jóðurinn er orðinn kr. 10.000.00 — Tíu þúsund krónur — fellur fram lag Sambandsins niður og 1/.10 ársvaxta legg.jast við höfuðstól sjóðsins. Verðlaun úr sjóðnum má veita ein- staklingum og fjelögum innan Sambandsins. IMeðal annara voru þessar tillögur samþyktar: 1. Hjeraðsþing U. 1. A., haldið að Eiðum 1943 sam- þykkir, að Sambandið s.je sem heild í báðum landssam- böndunura U. M. F. 1. og 1. S. I. og annist greiðslur á sköttum til þeirra. 2. Annað þing U. I. A. sam- þykkir að Sambandið sendi flokk íþróttaúianna á lands- mót U. M. F. í. að ITvann- eyri, sem frarn á að fara 26. og 27. júní í surriar. 3. Annað þing U. 1. A., haldið að Eiðum 8.—10. maí 1943 samþykkir eftirfarandi tillögur um fræðslumál og lijóðminjasöfnun. a) Að fela sambandsstjórninni að hlut- ast til um, að sem víðast á Sambandssvæðinu verði starf ræktir leshringar á næsta vetri. b) Að skora á Sambands fjelögin að vinna margvíst að fegrun móðurmálsins, með því t. d. að stofna málvönd- imarnefndir og hefja umræð- ur um ísl. bókmentir og hvetja fjelagana til aukinnar náttúruskoðuíiar. Beinir þing ið þeirri ósk til Sambands- stjórnar, að hún athugi mögu- leika á því að veita fjelögum á Sambandssvæðinu fræðslu í því efni. c) Að skora á. sam- bandsfjelögin að styðja þá menn er þegar starfa að und- irbúningi að ritun sögu Aust- urlands og stofnUn þ.jóðminja safns fyrir Austfirðingafjórð- ung með því að safna til sögu síns bygðarlags, gera örnefna- skrá með sögulegum upplýs- ingum og halda til haga göml- um og fágætum munum. 4. Annað þing U. í. A„ haldið að Eiðum, skorar á Sambandsstjórn að vinna að því að fá skíðakennara á komanda vetri. Alve sg.jer- staklega vill þingið óska þess, að Sambandsstjórn athugi möguleika á því að haldið verði á hentugum stað 2—3 vikna skíðanámskeið, sem væri sjerstaklega miðað við það, að þát.ttakendur öðluð- ust þá kunnáttu og leikni, að kenna eða leiðbeina í skíðaíþrótt. I knattleikjanefnd fyrir næsta ár voru kjörnir: Stef- án Þorleifsson, Gunnar Ólafs- son, Þorgþór Þórhallsson. Til vara Páll Ilalldórsson. K.jörnir voru fulltrúar á landsþing U. M. F. I. og í. S. I. 1943. í stjórn Sambandsins voru kosnir: Skúli Þorsteinsson, Eskifirði, formaður, Gunnar Ólafsson, Fáskrúðsfirði, vara- formaður, Þóroddur Guð- mundsson, Eiðum, ritari, Þórð ur Benediktsson, Surtsstöðuin, vararitari, Þórarinn Sveins- son, Eiðum, gþddkeri, Stefán Þorleifsson, Neskaupstað, vafagjaldkeri, Björn Jónsson, Seyðisfirði, meðstjórnandi. — Varamenn: Kjartan Björns- son, Vopnafirði, Pjetur Þor- steinsson, Stöðvarfirði. Guttormur Sigurbjörnsson, íþróttakennari frá Gilsárteigi er ráðinn fastur starfsmaður hjá Sambandinu. SJÓMANNADAGSBLAÐ- IÐ kemur út eins og að uncl- anförnu á sjómannadaginn, sem er n.k. sunnudag. Blaðið er 48 bls. að stærð í stóru broti og hið vandaðasta að öllum frágangi. Efni blaðsins er m. a.: Á- varp eftir Lúðvík Kristjáns- son, Sjómannastjettin og hlutverk hennar í styrjöld- inni eftir Sigurjón Á. Ólafs- son, Róðrar á vetrarvertíð eftir Gils Guðmundsson, Hvíldarheimilið eftir Hallgr. Jónsson, Hvernig sæveldin verða til, eftir Henry Hálf- dánarson, Helfregn, kvæði eftir Jóhann Kúld, Þegar kútter Kalli bjargaði fyrsta gufuskipinu. „Það er nauð- I syn að sigla“, í tilefni clags- ins eftir Ásgeir Sigurðssön, Kepnin um Bláa bandið, í skipalest (íslenskur sjómaður segir frá), Selveiðar á Breiða firði eftir Jón Halldórsson, Sjómannaskólinn, Andrew Furuseth eftir Peter B. Kyne og fleira. VÍSINDAMAÐUR í FLUGHERINN. London í gærkvöldi. — Hinn þekti suðurafríkanski vís- indamaður, próf. Zunkerman hefir fengið leyfi til að ganga í breska flugherinn. Hann hefir verið kennari í líffæra- fræði í Birmingham. — Reuter. — Hitaveitan FJÓRBURAR FÆÐ- AST í BRETLANDI. London í gærkvöldi. Fjórburar fæddust í Chel- tensea í gær, og d-ó einn þeirra í dag. Hinum þremur og móðurinni líður vel. — Reuter. Sjötugsafmæli átti í gær Þorsteinn Gíslason fiskimats- rnaður, Vesturgtuö 19, faðir Garðars alþm. Hefði áreiðan- lega verið gestkvæmt hjá Þorsteíni í gær, ef afmælisins hefði verið getið þá, því hann á fjölda vina hjer í bæ, bæði að fornu og ný.ju. Er m. a. heiðursfjelagi í Taflfjelagi Rvíkur. En Þorsteinn er hlje- drægur maður. Þessvegna var hans ekki minst í gær. En árnaðaróskir munu honuin berast samt, frá fjölmörgum vinum og samverkamönnum. Framh. af 1. síðu. Einn vinnuflokkur er á Öskjuhlíð við byggingu tveggja vatnsgeyma; annar er á Reykjum við að tengja borholurnar við aðalleiðsl- una; þriðji er í sandnámun- um við Elliðaárnar; fjórði er í Rauðamelsnámu við Lönguhlíð. Þetta voru vinnuflokkarn- ir, sem vinna utan við bæj- irm. En svo eru fjórir vinnu- flokkar í bænum, tveir í Aust urbænum og tveir í Vestur- bænum. í Austurbænum er nú línnið að lögnum í Njálsgötu, Grett isgötu, Bergþórugötu, Vita- stíg, Eiríksgötu, Barónsstíg og Laufásveg. I Vesturbæmmi er unnið að lögnum í eftirtöldum göt- lum: Reynimel, Víðimel, |Hringbraut, Ljósvallagötu, ITúngötu, Garðastræti, Hóla- vallagötu, Ægisgötu, öldu- götu, Marargötu, Unnarstíg [og Hrannarstíg. Loks er í I MiSbænum unnið í Vonar- stræti og Templarasundi. | Lokið er við lagnir í alla Norðurmýri, Egilsgötu, Leifs 'götu, Skothúsveg, Bjarkar- götu, auk nokkurs hluta af 'götum víðsvegar um bæinn. Fimtugur er á morgiui Sigurður Maríusson verkam., Njálsgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.