Morgunblaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 4
4 MOEGUNBLADIÐ Laugardagur 12. júní 1943. GARÐYRKJUSKOLINN A REYKJUM í SKILNAÐARRÆÐU til skólasystkina minna, hvatti jeg þau til að vinna ötul- lega að því að gera garð- yrkjuskólann sem bestan og mestan, svo að hann gæ'ti fyllilega verið sam- kepnisfær við hliðstæða skóla hjá nágranna þjóð- um okkar. Síðan eru nú liðnir tveir mánuðir og hef jeg á þeim tíma mikið brot ið heilann um, á hvern hátt jeg mætti koma framtíð skólans að sem mestu gagni. Niðurstaðan varð sú að taka til pennans og reyna eftir mætti að vekja athygli manna á skólanum í einhverju víðlesnu dag- blaði, ef ske kynni, að eim hver lesendanna gæti veitt þe.ssari mikilsverðu stofnun hjálp sína. En hver sá, er kynnir sjer mál hennar, mun fljótle;ra þ'á, að hún þarf mikillaa^ hjálpar við, ef hún á að geta verið það sem henni er ætlað að vera þ. e., að veita mönnum fræðslu um alt það, er að garðyrkju lýtur. Það gekk nokkuð erfið- leða, eða öllu heldur sein- lega, hjá mjer að komast inn í skólann. Skildi jeg þær ástæður mjög fljótlega eftir áð jeg var kominn þangað og farinn að kynn- ast rekstri skólans. Rjett eftir að skólinn tók til starfa, sendi jeg um- sóknarbeiðni mína, en fekk ekkert svar við henni, og var farinn að óttast að hún yrði ekki tekin til greina. En jeg hafði mikinn áhuga fyrir því, að kynnast öllu, er við kæmi skrúðgörðum og hafði meiri trú á því læra til þeirra starfa á garðyrkjuskólanum en ein- hverstaðar á garðyrkju- stöðvum. ítrekaði jeg því umsókn mína. Fyrst með því að fá kunningja minn til þess að tala máli mínu við skólastjóra (sjálfur gat jeg ekki komið því við, vegna þess að jeg var vest- ur á fjörðum). Þegar það dugði ekki heldur, skrifaði jeg nýtt umsóknarbrjef. — Liðu svo margir mánuðir og loks kom hið langþráða brjef, sem veitti mjer ósk mína uppfylta. En jeg varð fljótlega fyr ir vonbrigðum. Það var engin verkleg kensla við skrúðgarða. Aðeins gefin loforð, sem ekki voru hald- in. Meira að segja var garð holan fyrir utan sjálft skólahúsið í hinni skamm- arlegustu vanhirðu. Og það eina, sem mjer auðnaðist að vinna við skúðgarða á garðyrkjuskólanum, var að lagfæra þann garð í frí- stundum mínum, og vissi •jeg þó aldrei hvort skóla- stjóra mínum líkaði það betur eða ver. Nú er jeg þegar farinn að súpa seyð- ið af því, hversu lítið var skeytt um að kenna verk- legt við skrúðgarða á Reykjum. Jeg er búinn að vinna hjer í bænum í tæpa tvo mánuði og mjer finst mjög leiðinlegt' að geta sagt frá því, að jeg hefi á þeim stutta tíma lært fult eins mikið til þeirra verka og jeg lærði á tveim árum austur á garðyrkjuskóla. .— Er það ekki skylda okkar sem fyrir slíkum prettum verðum, að reyna að koma í veg fyrir að þeir, sem á eftir okkur koma verði ekki fyrir hinu sama. Nú hefir reynslan sýnt þeim mönnum, sem skipu- lögðu skólann í upphafi. að hugmynd þeirra hefir ekki staðist. Skólinn virðist als ekki ætla að fylgja því tak marki, sem honum var ætl að að fylgja. Og nú verð- ur annaðhvort að setja á stofn nýjan skóla, eða ger- breyta rekstri skólans á Reykjum. 1 Öllum mun það ljóst a.ð full þörf er á því fyrir okkur íslendinga að eiga góðan garðyrkjuskóla, — sem stendur í engu að baki skólum annara þjóða. Hjer á eftir vil jeg leyfa mjer að benda á nokkur atriði, sem nauðsynlegt er að tekin sjeu til greina nú i þegar. Er mjer óhætt að ' fullyrða um það, að skóla- systkini mín, munu mjer í því öll sammála. Það er ekki hægt, og má ekki kapkosta það eins og gert hefir verið, að skólinn beri sig fjárhagslega. Við það bíður nemandinn tjón sem honum getur komið illa síðar, að hafa orðið fyrir. Ríkið verður að veita þessum skóla eins ríflegan styrk og hann þarf méð, til þess að geta starfað á rjettum grundvelli. Rjæktunin þarf að vera eins fjölbreytileg eins og frekast getur verið, og má alls ekki hugsa eingöngu ! um það, að hafa sem mest ! af þeim jurtum til ræktun- ! ar, sem mest verð er fyrir ! á hverjum tíma. Nemendur verða .að eiga kost á því að kynnast öll- um hliðum garðyrkjunnar og fá tækifæri til þess að kynnast einhverri ákveð- i inni grein sjerstaklega, ef j hann hefir áhuga á því, t. J d. skrúðgörðum, matjurta- rækt, ræktun á einhverju sjerstöku í garðyrkjuhús- um eða sólreitum og yl- reitum. Það má ekki viðgangast að garðyrkjustöðin sje skipulögð eins og gert hef- ir verið. Það eru bygð gróð urhús af ófaglærðum smið- um, án þess að til sjeu teikningar að húsunum og því síður, hvar það eigi að standa. Getur það orðið, að byggingar standi þar, sem ótækt þykir að hafa þær. Síðasta gróðurhúsabygging in á Reykjum ætti að vera nógu dýrkeypt reynsla til þess að ifýrirmyndif annará gróðurhúsa á íslandi verði ekki bygðar, eftir því, sem einum manni dettur í hug að hafa þær, eftir teikn- ingum, sem hann í mesta lagi rissar upp á blað. Nei, það verður að gera heildarteikningu yfir gróðr arstöðina og hinn væntan- lega skrúðgarð og byggja ekki hús nema að fara eftir nákvæmri teikningu. Það er eitt, sem gæti mjög komið garðyrkjumál- um þjóðarinnar að gagni, og það er, að nemendur sjeu æfðir undir það, að fara fyrirlestraferðir út um sveitirnar og leiðbeina fólki um garðyrkjumál. Þyrfti þá sennilega að lengja skóla- tímann að minsta kosti um eitt ár, en það ár ættu nem endur að geta unnið fyrir meiru en fæði. Slíkar sendi ferðir gætu orðið nemend- um mjög lærdómsríkar og komið þeim til þess að vinna þýðingarmikið verk áður en þeir ákveða sjálf- ir starfsvið sitt. Jafnvel þó ekki væri nema að svara fyrirspurnum frá fólki varð andi garðyrkjumál, gæti það orðið nemendum mikils virði og þjóðinni að ómet- anlegu gagni. Það ætti ekki að lána ngmendur í burtu af skól- anum á aðrar garðyrkju- stöðvar, svo lengi sem næg verkefni eru fyrir hendi á skólanum sjálfum. Skólinn á að vera svo fullkominn að nemendur geti lært alt, sem hægt er að læra á öðr- um garðyrkjustöðvum. Auk þess er það órjettmætt gagn vart hinum, sem vilja öðl- ast full rjettindi, méð því að vera hinn lögboðna tíma á skólanum. Kjör nemenda verður að miða við þá tíma, sem ríkja hvert starfsár. Og vinnu- tíminn skal vera hinn sami sem á öðrum garðyrkju- stöðvum. Um þetta er ekk- ert í reglugerð skólans og hefir það komið á stað óá- nægju hjá nemendum. Það þarf að bæta því við næstu reglugerð sem samin verður, auk margs annars, sem sýnt hefir, að lagfæra þarf. Þá er eitt, sem jeg get ekki hlaupið fram hjá. en það er að aðskilja skólann og búið. Það er tvent, og verður að vera það. Það er engin ástæða til þess að skólinn greiði tap sem kann að verða á búinu, ef gróði er á rekstri garðyrkjustöðv arinnar. Aftur á móti er sjálfsagt að skólinn gangi fyrir öll- um afurðum búsins. — Það kom ekki ósjaldan fyrir, þann tíma sem jeg var á skólanum, að allir nemend- ur voru teknir frá verkefn- um sínum til heyanna á engjum og aðeink tveir menn skildir eftir, til að sjá um heyið, er heima fyr ir var og svo gróðurhúsin milli tíu og fimtán, sem ekki mátti af sjá í sólar- hitanum. En nú virtist samt oft engu líkar, en að aðrir væifu j látþir , ga,nga |yrir mjólkinni og nemendum skamtaður sopinn til þess að fastir kaupendur gætu fengið þá mjólk sem þeir þurftu með. Var slíkt ekki að skapi okkar nemend- anna, sem töldum okkur fyllilega eíga forgángsrjett inn á mjólkinni, engu síð- ur en aníiari fæðu, í stað vinnu okkar. Það verður ekki komist hjá því, að minnast lítils- háttar á skólastjórann sjer staklega. Hann virðist ekki gera sjer það fyllilega ljóst hver er skylda hans gagn- vart nemendum sínutn. Hann verður að hafa vak andi auga á .öllu, jafnt smáu sem stóru. Og hann ætti aldrei að gefa loforð sem hann ekki heldur, því með því skapar hann sjer lítið traust nemenda sinna. En traust þeirra hlýtur hon um að vera nauðsynlegt, svo alt megi vel fara. Á heimavistarskóla verð- ur að vera gott fjelagslíf og álít jeg það skyldu skóla stjórans að ganga þar fremstur í flokki til að svo megi vera. En því miður gerði skólastjóri minn á Reykjum sjer altof lítið far um að gera það. Þá ber honum einnig að sjá um að fram fari lækn- isskoðun að minsta kosti einu sinni til tvisvar ,á ári, bæði á nemendum og starfs fólki skólans, en það var aldrei gert þau tvö ár sem jeg var á skólanum, og þó efa jeg ekki að honum hafi verið vel kunnugt um að tveir nemenda hans höfðu áður dvalið á Reykjum, meðan heilsuhælið starfaði þar. Það er líka í verkahring skólastjórans að sjá um að regla sje á öllu í skólanum og að alt sje sem vistlegast og með sem mestum heirn- ilisbrag. Að svo væri, skorti mikið á frá hans hendi. T. d. vissi jeg ekki til þess að hann kæmi upp í skóla yfir alt jólafríið okkar í vet- ur, og auðvitað kunni eng- inn við það að fara heim til hans, nje hlaupa hann upp, sæist hann úti, aðeins til þess að óska honum gleðilegra jóla. Þá ,var það eitt, er öllum nemendum var full Ijóst, og það var, að lítið eða ekk- ert samstarf var milli skóla stjórans og kennaranna og sennilega mun eitthvað hafa valdið því, að aðeins einn af fjórum kennurum, sem ráðnir voru við skól- ann í byrjun, er nú eftir. Að lokum vil jeg nefna þá sjálfsögðu skyldu skóla stjóra að vera stundvís, en óstundvísari kennari hefi jeg aldrei átt, en skóla- stjóra minn á garðyrkju- skólanum. Jeg vil svo enda þessar línur með því að senda þeim sem les þær, ósk mína um, áð hann geri alt sem hann geti til þess að hjálpa til við endurreisn skólans á Reykjum í Ölfusi. Og þá mun það fljótlega sýna sig hversu slík stofnun er þýð- ingarhiikil • fytfir3 íslenSku þjóðina. Reykjavík 30 maí 1943. Hafliði Jónsson. Bókin um Indriða miðil er sagnfræSilegt snildarverk og um leið saga mcrkilcgustu dul rænna fyrirbrigða, sem hjer hafa gerst. Bókin er brátt uppseld. Hjúskapur. 1 dag verða gefin, , saman í, hjónaband, ungfrú Ingibjörg Jóelsdóttír, StrandgÖtu 31' jlafnarfirði og cánd. 'tfieöl. 'Astr'áoúr Sigiff- steindórsson, Reykjavík. — Heimili ungu hjónanna verð- ur á Strandgötu 21, Ilafnar- firði. Ferðin á heimsendfa er tvímælalaust skemtilegasta barna- og unglingabók sem nú fæst hjer. Fullkomið lista- verk, og málsnild Jóns Ólafs- sonar skálds þarf ekki að lýsa. Öll börn þurfa að fá þá bók. Sundnámsskei hefst í Sundlaugunum mið- vikudaginn 16. júní n.k. —- Sundkennari Ólafur Pálsson. Upplýsingar í Sundlaugunum. MILO > mmm •f/*' iniMitMitioti Abni jOnsjom. aiiNAsiit I Einar Ásmundsson Eggert Cíaessen ; hæStarjettarmálaflutningsmenn, Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lÖRfræðistörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.