Morgunblaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. júní 1943.
MORGUNBLAÐIÐ
11
Kóngsdæturnar þrjár
í berginu blá
Æfintýri eftir Chr. Asbjörnsen.
Ilún hjelt skemtileg boð í
litla húsinn sínn. Af því að
hnn bjó á svo skemtilegnm
stað, ])á þótti viniun Rogers,
sem unnn við hermálaskrif-
stofuna og utanríkismálaráðu-
neytið eða voru þingmenn
neðri deildar þingsins, gaman
að heilsa upp á hana til þess
að dreypa á „cocktail" eða
heyra eina slúðursögu eða
svo. Iliin hafði oftast á tak-
teinum nokkrar góðar sögur
um háttsettan hershöfðingja
eða einhvern ráðherra, sem
valdið hafði einhverju
hneyksli. Og hver, sem fór að
heimsækja hana, gat reitt sig
á hressandi hlátur. Hin skemti
lega framkoma hennar rak
smiðshöggið á skrítlurnar,
sem hún sagði. Auðvitað var
þetta stríð, herfilega þreyt-
andi, en hún sá enga ástæðu
til þess að setja upp fýlusvip
yfir því, heldur fanst henni
sjálfsagt að reyna að gera
sjer það til gamans, sem hún
gat. Iliin saknaði Jans. Hann
lífgaði altaf allar samræður
og stökk svo dásamlega upp
á nef s.jer, ef einhver svo
mikið sem bljes á hann.
En þegar einhver spurði
hána, hvort hún ! saknaði
hans, þá ypti hiin öxlum
kæruleysislega.
„Jeg býst við, að: jeg geri
það að vissu leyti. Stundum
gæti jeg snúið hann ur háls-
liðunum með köldu blóði. En
það er enginn vafi á því, að
fjarvistirnar tengja menn
traustari böndum.
Hún var þakklát fyrir það,
að hann var elcki í neinni
hættu. Sumir þeir, sem heim-
sóttu hana, voru, háttsettir í
hernum, og það var henni
fróun, að þeir sögðu henni,
að alt gengi samkvæmt áætl-
un. Hafnbannið, sögðu þeir,
bar góðan árangur, og frjett-
ir frá Þýskalandi hermdu, að
þegar væri farið að bera á
skorti á ýmsum hráefnum.
Þjóðverjarnir voru ekki enn
farnir að svelta, enda þótt
þeir girtu nú að sjer sultar-
ólina. En þeir kvöldust af
kulda,.því að þeir gátu ekki
fengið nóg kol.
Alt þetta hlaut að draga
kjarkinn úr þýsku þjóðinni
svo að Hitler hlaut að gera
innrásina með vorinu. Yinir
Jane, sem' voru í utanríkis-
ráðuneytinu, fullyrtu, að It-
alía myndi halda sjer utan
við stríðið.
Janúar, febrúar og mars
liðu.
7. kafli.
Saga þessi fjallar ekki uni
stríðið, heldur aðeins um á-
hrif þess á örlög fárra
manna, meðlimi einnm1 breskr
ar fjölskyldu, svo ao það er
engin ástæða til að fara hjer
út í stórviðburðina, sem ráku
hvern annan með flughráða,
innrásir í Ðanmörku, Noreg,
Belgíu og Holland. Síðan rofn
aði víglíná Frákka fyrir sxmn
an Sedan, og fám dögum síð-
ar tóku Þjóðverjar Arras,
síðan Amiens og komust alla
leið út að Ermarsundi. Yiku
eftir það gaf Leopold kon-
ungur belgiska hernum skip-
un um að gefast upp. Þjóð-
verjar lýstu því hátíðlega yf-
ir, að dagar bandamanna
væru taldir.
Jane var þrumu lostin.
Hvað höfðu þeir átt við með
því sem þeir sögðu, mennirn-
ir, sem oft höfðu boi'ðað hjá
henni kvöldverð, vinir Jans
f utanríkisráðuneytinu? Þeir
höfðu aldrei minst á mögu-
leikann um ósigur. Jan var í
Frakklandi. Hann gæti fallið
eða verið tekinn til fanga.
Roger var þar vissulega líka,
en hann var fær um ,að bjarga
sjer. Jan var blessaður auli,
og ómögulegt að segja, nema
hann stofnaði lífi sínu í voða
að óþörfu. Hún var frávita
af skelfingir. Hún gekk á
milli áhrifamikilla kunningja
til að fá frjettir af honum.
Einn ráðherranna skýrði
henni frá því í síma, að B. E.
F. væri innikróuð og það
mætti gott heita, ef 30—40
þúsund kæmist undan.
„Ekki vel gott ástand“,
sagði hrm.
„Ekki sem best“, svaraði
hann.
ITún gerði sjer upp hlátur.
„Jan verður þá efláust tek-
inn til fanga. Jeg hefi verið
að segja honum í mörg ár, að
megra sig ofurlítið. Nú býst
jeg við, að hann fái ókevpis
megrunarkúr, heldurðu það
ekki líka, ljúfurinn minn?“
„Vertu ekki of áhyggjufull,
vinkona“, sagði hann. „Þetta
bjargast alt einhvern veg-
inn‘ ‘. i
„Auðvitað“.
Ilún lagði tólið á. Hún
fann til ákafs sársauka í
hjartastað. Artgistin skein út
úr ófríðu andliti hennar. Alt
í einu varð hún' hræðilega ein-
mana. Vinir? Ilvaða gagn var
að vinum? Ilenni leið ósköp
illa. Hún gat ekki hugsað sjer
a.ð fara . í Savoy, sem henni
var boðið í þetta kvöld. Ilún
gat ekki, heldur hugsað sjer
að vera ein. Jafnvel þótt Jan
væri ekki heima, þá var svo
ótal margt, sem minti á hann.
Fötin hans, gömlu pípurnar
hans, byssurnar hans, veiði-
stengur og golfkylfur. Hún.
gat ekki farið inn í eitt ein-
asta herbergi án þess að
skynja návist hans. Og nú
var húsið auttj og tómt.
„Jeg þoli þet.ta ekki“, hróp
aði hún. „Jeg vil fara heim“.
Aðeins móðir hennar vissi,
hve vænt henni þótti um Jan,
þennan digra ðg glað-
væra mann. — Hún varð að
fara til hennar, eins og hún
hafði gert, þegar hún var
smákrakki og hafði dottið og
meitt sig. Ilún I jet niður
föggur sínar og fór með lest-
inni þrem klukkustundum síð
ar, setti upp hetjusvip og
þrámmáði inn í húsið á
Graveney IJolt. Frú Hender-
son og May voru einar, og
hvarmar May voru rauðir og
þrútnir.
„Sæl, mamma mín, mig
langaði til ]iess að skjótast
hingað til þess að vita, hvern
ig þjer liði. Þetta er ljóta
klípan, sem þessir asnar í
Whitehall hafa komið okkur
í“.
„Við verðum að vona það
besta, elskan mín“, sagði frú
Henderson alvarlega. „Þú
mátt ekki missa kjarkinn".
Jane settist niður, tók af
Sjer hanskana, náði í spegil
í veskinu sínu og skoðaði sig
í framan.
„Guð minn góður, skelfing
er að sjá mig. Jeg hefi ekki
nokkrar áhyggjur af Jan, ef
það ,er það, sem þu átt við.
Áður en hann fór ljet jeg
hann lofa mjer því að flýja
eins og hjeri, ,ef hann sæi
Þjóðverja, og hann véit,
hvað hann fær, ef hann ger-
ir ekki það, sem jeg segi hon-
um“. Jane lagaði á sjer ein-
glyrnið. „London er skelfing
leiðinleg borg og jeg er hálf-
þreytt. Jeg hafði hugsað mjer
að standa hjer. við í nokkra
daga, ef þið vilduð leyfa mjer
það“.
Frú Ilenderson v'irti dóttur
sína fyrir sjer með rólegum
og athugulum augum, og
Jane hafði sterkan grun um,
að hún skildi* vel hugarástand
hennar og rjettu ástæðuna
fyrir því, að hún var hingað
komin.
„Auðvitað ertu velkomin"
„Jeg kom með dálítið af
fötum í ferðatösku. Og svo,
auðvitað með „andlitið mitt“.
Það sem Jane kallaði „and-
litið sitt“, var flöt férhyrnd
málmaskja, snoturlegá* fóðruð
með flaueliö Húii innihjelt
fjölmargar litlar flöskur,
kinnalit, púður, varalit,
augnskugga og margt annað,
sem þurfti til að mynda hið
skrautlega og skoplega and-
lit, sem hún sýndi heiminum.
Þegar nú kapteinninn og liðsforinginn komu heim með
kóngsdæturnar, þá varð engin smávegis gleði í kóngs-
garði. Kóngurinn varð svo hrifinn, að hann vissi varla
hvernig hann átti að láta; hann tók út úr skápnum sín-
um flösku með besta vítii sem hann átti til, og drakk
þeim til og bauð þá velkomna báða tvo, og hafi þeir
aldrei verið heiðraðir fyr, þá voru þeir það nú, enginn
efast um það. Og þeir rigsuðu um stoltir og strembnir
eins og herramenn, frá morgni til kvölls, þó það nú væri,
þegar þeir voru nú í þann veginn að eignast kónginn
sjálfan fyrir tengdaföður, því það var ákveðið að þeir
ættu hvor að fá sína kóngsdóttur fyrir konu, og skifta
milli sín helmningnum af ríkinu. — Báðir vildu þeir fá
yngstu kóngsdótturina, en hvernig sem þeir báðu hana
og ógnuðu henni, þá þýddi það ekki neitt, hún vildi
hvorki heyra þá nje sjá. Svo töluðu þeir við kónginn og
spurðu, hvort ekki mætti setja um hana tólf manna vörð,
hún væri svö þunglynd síðan hún hefði verið í berginu,
að þeir væru hræddir um að hún gæti tekið upp á ein-
hverju voðalegu. „Jú, ætli það ekki“, sagði kóngurinn,
og sagði varðsveitinni sjálfur, að hún yrði að gæta stúlk-
unnar vel, og missa aldrei sjónar af henni. — Svo var nú
farið að bjóða gestum til brúðkaupsins, og var nú brugg-
að og bakað, það átti nú svei mjer að verða veisla, svó
að slíka hefði aldrei fyr frjettst um, og svo var tappað
vín og bakað og slátrað, eins og það ætlaði aldrei að
enda.
En á meðan var hermaðurinn á rölti niðri í undirJ
heimum. Honum fanst það hart, að hann skyldi hvorki
eiga að fá að sjá menn eða dagsljósið framar. en eitt-i
hvað yrðifhann samt að gera, hugsaði hann með sjer,
og svo gekk hann um tröllahallirnar, sal úr sal, í marga
daga, og opnaði alla skápa og skúffur. sem hann fann.
Líka leit hann upp á allar hillur, og fann þar margt fall-
egt. Eftir að hafa verið að þessu lengi, rakst hann á
borðskúffu, dró hana út, og sá að í henni lá gulllykill.
Svo reyndi hann þenna lykil í allar þær læsingar, sem
hann fann, en hann gekk ekki að neinni, fyr en hann
kom að litlum veggskáp yfir rúminu, og inni í honum
fann hann gamla ryðgaða hljóðpípu. „Það gæti verið
gaman að reyna hvort nokkuð heyrðist í henni“, sagð
tfyigxT mjohqumAo.l!i
Englendingur og Amerík-
ani ferðuðust eitt sinn saman
til Japan. Þegar hinn keis-
aralegi embættismaður leit á
vegabrjef *Englendingsins,
sagði hann:
„Jeg sje, að þjer eruð
breskur þegn“.
En glendingurinn samþykti
með stolti að svo væri.
Síðan leit embættismaður-
inn á vegabrjef Ameríku-
mannsins og sagði þá:
„Og þjer eruð þegn Banda-
ríkja Norður-Ameríku' ‘.
„Þegn, þegn“, sagði Amc-
ríkaninn móðgaður, „fari það
norður og niður að jeg sje
þegn, jeg sem á hluta af
Bandaríkjunum' ‘.
★
Farþegaskip var að sigla
frá Aþenu. Vel klædd kona
gengur upp í brúna til skip-
stjórans, bendir á hæðirnar,
sem sjást í fjarska, og spvr:
„Hvað er þetta hvíta þarna
í fi.öllunum, skipstjóri?"
„Það er snjór, ungfrú“,
svaraði skipstjórinn.
„Já“, svaraði hin unga
kona, „jeg áleit sjálf, að svo
væri, en það sagði maður
mjer rjett áðan, að það væri
Grikkland".
★
Ung stúlka. hafði ferðast
um Ítalíu með föður sínum.
Þegar hún kom aftur og sagði
kunningja sínum frá ferða-
laginu, tók hún það fram, að
föður sínum hafi þótt mikið
koma til allra ítalskra borga,
og þó sjerstaklega Feneyja.
„Já, það er dásamleg
liorg“, sagði vinurinn. „Jeg
get vel skilið, að föður yðar
hafi þótt mikið til hennar
korna með feneysku bátunum,
gondólunum, St. Markses og
Michelangelo“.
„Nei“, svaraði unga stúlk-
an, „]iað var ekki aðallega
það. Honum þótti mest í það
yarið að geta setið í gistihús-
inu og veitt út um gluggann“.
★
Tveir ræningjar komu
inn í svefnklefa í járnbraut-
arlest. Annar þeirra var stór
og mikill á velli. Hinn vai*
aftur yngri og mun minni.
„Hafðu ekki hátt“, sagði
stærri þorparinn, „við verð-
um að komast hjá því að
þurfa að veita nokkrum
manni áverka. Við rænum að
eins karlmennina og kyssum
kvenfólkið". *
Ilinn minni maldaði í mó-
inn og sagði: „Það er óþa.rfi
að við særum tiífinningar
kvenfólksins. Það eina, §em
við þurfum að gera, er að ná
í peninga“.
Roskin kona, sem var vak-
andi og heyrði, hvað þeim,
fór á milli, sagði ávítandi- við
minni ræningjann:
„Ungi maður, jeg ráðlegg
þjer að hafa hægt um þig og
skifta þjer ekki af því, sem
bjer kemúr ekkei’t við. Eldi’i
fjelagi þinn ætlar að raina
lestina og hann veit áreiðan-
lega, hvað hann á að gera og
hvernig hann á að gera það“.
★