Morgunblaðið - 17.06.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1943, Blaðsíða 7
Fimtudagur 17. júní 1943. MORGU'NB L A ÐIÐ 7 Japanir þekkja ekki hugtak ið uppgjöf AÐ MORGNI þess 15. uóv- ember 1942, stóðu amerískir hermenn uppgefnir á hátindi sigursins. En á ströndinni voru fjögur japönsk flutn- ingaskip, og þrátt fyrir sig- urinn, horfðu hermennirnir á þau, og margir þeirra fundu með þjáningu í huga, að til væri möguleiki fyrir okkur að tapa styrjöldinni við Jap- ana. Þetta er sannleikurinn. Þangað til hafði ósigur ekki virst mögulegur. En á þessum bjarta, fagra og heiðskíra sunnudagsmorgni, með hress- andi golu, þegar hin fjögur eyðilögðu japönsku skip blöstu við augum, virtist ósigur mögulegur. Þessi orusta sem umliðin var þá, er nu gömul saga. Tíminn flýgur hratt. Jeg segi hana nú vegna þess, að hún hefir lærdóm að geyma, sein margir Ameríkumenn hafa ekki enn lært. Og það er lær- dómur, sem við verðum að kunna, því annars sigrum við Japana ekki, eins og við meg- um til að sigra þá. Og ef við vinnum ekki nákvæmlega þann sigur, að gera Japan að lýðræðislandi, þá höfum við tapað stríðiifu. ★ Skipin fjögur á ströndinni, höfðu verið hluti af japönsk- um flota. Nú voru þau flök, brend og svört, og enn lagði upp af þeim reyk og loga. Um þrjú hcrfylki Japana höfðu lagt af stað á skipum þessum og öðrum fleiri, sam- tals átta skipum, — um 45.000 menn alls á skipum að stærð frá 18.000 og niður í 14.000 smálestir. Að minsta kosti eitt þessara skipa var meðal þeirra bestu, er Japanar áttu. Þegar flugvjelar vorar höfðu komið yfir slripiir, sáu flug- mennirnir hvergi í þilför jieirra fyrir brúnklæddum mönnum, sem stóðu á þilfar- inu eins þjett eins og hægt var. Og þegar flugmennirnir slepptu sprengjunum, þá hittu þeir alls ekki skipin, heldur aðeins menn. Þær rifu þá sundur, rifu skipin sundur, þau sukku og mennirnir drukknuðu. Hve margir drukknuðu? Að minsta kosti flestir, máske allir. Japanar hafa ekki bjarghringi. Þeir eiga að farast ef skipin far- ast. Japönsk skip, sem voru í næstu nálægð, þorðu ekld að koma til að bjarga. Flestir af þessum mönnum eru dauð- ir. Það er ekki hægt að vita það með vissu, en líklegast er það þó. Flutningaskipin fjögur fluttu birgðir handa herfylkj- unum f.jórum, og þar að aulti birgðir handa liði því, sem var á Guadaleanar. Það lið er einn hluti þess lærdóms, sem við eigum enn eftir að læra. Þeir eru eins og, að afhöggv- inni hendi sje Jæst um háls okkar. Landgönguliðar okkar, ásamt deildum úr landher og flugher, höfðu höggvið þenna handlegg af líkama háns, sem ■segja má að sje í Rabaul og Bougainville og Truk, og byr.j uðu svo að brjóta fingurna af handleggnum, einn eftir annan. Tlandleggurinn var að vei'ða ónýtur þótt Iengi hefði hánn þraukað afhöggvinn. — Flotinn mikli átti að færa honum nýtt blóð. Flutningaskipin og her- mannaskipin voru hjarta þessa fyrirtækis, en með þeim fóru mörg . orustuskip og önnur EFTIR IRA WOLFERT Höfundur eftirfarandi greinar, sem er blaðamaður, dvaldi í þrjá mánuði á Guadal- canar, og kyntist þar stríðinu við Japana. Hefir hann ýmislegt nýstárlegt að segja um bardag- ana á eynni og stríðið í Kyrrahafi yfirleitt. sjeu tóm, og að meginherinn komi úr annari átt, meðan við hjer!“ sem flug- á skipunuiri 1 fjörunni lágu jaönsk skipsflök. herskip. Floti þessi hafði fleiri byssur, en við gátum beitt gegn honum eins og á stóð. Flest af skipum okkar voru að flytja her til Norður-Afríku, og Guadalcanar varð að sjá um sig. Japanar vissu, að ef þeir gætu eyðilagt flugvöllinn á eynni, ,þá væri þeim borgið. Hægt væri að koma liði á land á fáum klukkustundum að næturlagi, þegar ekki var hægt að koma flugvjelum við, en annað mál er með birgðir, sem ekki er auðgert að koma á iand í fljótu bragði. Svo það varð að eyðileggja flug- völlinn, ef bjarga átti skipun- um og birgðum þeirra, já fiug völlinn og alla sem þar voru. Japanar reiknðu með að gera það með flugvjelum sínum og fallbvssum herskipa sinna. —< Þeir virðast ekki hafa búist við mikilli mótspyrnu frá her- skipum okkar, og var floti okkar ekki hryggur yfir slíku áliti. En Japönum skjátlaðist, og fengu þeir að borga það dýru verði. Þrjár nætur í röð skutu ]>eir á flugvöllinn frá orustu skipum sínum, og þrisvar gerðu þeir á hann loftárásir, og sendu einu sinni fleiri tundurskeytaflugvj elar g’egn flotadeild okkar, en þeir gerðu við Pearl Harbour þann 7. des. En í bæði skiptin mis- tókst þeim algjörlega. Við vorum framsýnni en þeir, þótt við stæðum þeim sjaldan jafnfætis að vopnaafli og aldrei að liðstyrk, en við rjeð- umst á þá, þaðan, sem árása var minst von og þegar ekki var annað að gera, stóðum við og’ börðumst við þá, uns hvortveggja hnigu að velli. Það kostaði okkur 9 skip að gera það. pjö tunditrspilla og tvö beitiskip, og þar að áuki um 20 flugvjelar. HVERT VAR TJÓN ÞEIRRA? I þessari einu orustu við Salónipnseyjar, mistu Japan- ar 20 skip, að minsta kosti. En að manntjóni þeirra er að éins hægt að Íeiðá getum. En ef jeg á að dæma eftir því, sem jeg sá, myndi jeg giska á, að þeir hefðu mist um 60.000 manns á tveim dög- um, bæði í sjó í lofti og á láði. Til samanburðar get jeg þess, að Þjóðverjar mistu 2545 menn í sjóorUstunni við Jótlandsskaga en Bretar 6274. Og þarna voru þessi fjög- ur japönsku flutningaskip í fjörunni fyrir augunum á okkur. Laugardaginn 14. nóv. fór eitthvað í handaskolum með áætlanir Japanaiyaa. — Þeir höfðu kannske fengið rangar upplýsingar, eða að þeir höfðu ráðist fram í ör- væntingu, eða þá, að þeir höfðiT sett ,í gang eyðingar- vjel, sem ekki nam einu sinni staðar, þegar hún var farin að eyða þeim sjálfum. Að minsta kosti er það, nuðsætt. að deginum .áður höfðu þeir fastlega búist við að geta eyðilagt flugvöll okkar, og bess vegna stefnt herflutninga flotanum að eynni. Maður getur ímyndað sjer tilfinningar Japananna, þegar þeir sáu flugvjelar okkar koma, þeir gátu varla skilið hvað væri að ske. Svo fengu herskipin skipun um að hörfa undan, — og skildu flutninga skipin eftir. I Þessi aðferð getur hafa , bjargað flestum herskipanna ! til þess að berjast aftur ann- i arsstaðar. En ef flutninga- ski])in hefðu flúið líka, hefðu að minsta kosti nokkrar her- deildir Ii.jargast. En þegar flugvjelarnar, sem Japanir höfðu haldið eyðilagðar, komu á sjónarsviðið, virðast þeir hafa hugsað sem svo, að her- skipin myndu frekar komast undan, ef flugvjelarnar gætu satt sig á hermönnum keisar ans. Og flugvjelarnar fengu sig saddar. —- En við, se.m vissum um þetta. við Ameríkumennirnir, við trúðum þessu hreint ekki, gátum ekki ímyndað oklmr slíka ákvörðun. Jeg sagði við einn liðsforingjann. ,,Nú er- um ýið búnir að vinna á þeíhi. Þeir eru búnir að vera". „Ilvað meinarðu? Búnir að vera?“ sagði hann. „Tlvað veist þú. hvað þeir ætla sjer með þessuf“ Við stældum dálítið um "þetta og hann hristi höfuðið. „Hvað veistu, nema skipin eyðum tímanum „En mennirnir menn okkar sáu og í sjónum f ‘ „Það gætu alt verið eftir- líkingar. Það getur enginn sagt neitt með vissu um Jap- ana' ‘. „Hinn ameríski hugur liðs- foringjans gat ekki skilið þetta, að mör" þúsund manns- lífum skyldi vera kastað svona á glæ. Og fvrstu orðin í lexíunni, sem við verðum að læra eru þessi: ÞEIR LJETU SIG ALDREI Þegar japönsku hermenn- irnir sáu og vissu að þeir voru yfirgefnir og örlöguin sínum ofurseldir, þá gerðu þeir ekki úppreisn, nje revndu að umflýja hinn vissa dauða, sem leiðtogar þeirra höfðu búið þeim. I stað þess hjeldu þeir áfram, vonuðu að ein- hverjir kæniust í gegn, alt þar til að íáeinir þeii'ra komust uppgefnir á áfangastaðinn. Og ekki heldur gáfust her- menn þeirra á Guadalcanar upp, þótt þeir sæu hrakfarir fjelaga sinna, þeir börðust eins og ljón áfram. Herflutningaskipin voru fyrstu og mikilvægustu skot- mörk okkar. Þegar flugvjelar okkar lentu um kvöldið, er skyggja tók, hafði þeim öllum verið sökt. Og um nóttina læddust flutningaskipin fjög- nr upp að ströndum Gua- dalcanar. Sum þeirra loguðu eftir spréngjur, .og ekki reyndu þau að bjarga her- mönnum. Nei, þau urðu að komast' að landi og koma eins miklu af birgðum á land, eins og hægt var áður en birtl. Herstjórnin hafði talið þau glötuð, en samt reyndu þau að gera alt hvað þau gátu. Og á meðan sló í bar- daga milli flotadeildar okkar og Japana, og varð hörð við- ureign. En skipin með birgð- unum komust í gegn, alt uns þau kendu grunns á strönd- inni. RAÐIST A FLUTN- INGASKIPIN. Þegar er skipin kendu grunns, fóru hermenn g.ð koma út úr frumskóginum og hjálpa áhöfnunum að koma birgðum á land. En um morg- uninn rjeðust flugvjelar okk- ar á þau. Jeg sat undir trje oghorfði á aðganginn. Það var voða- leg sjón. Flugvjelar af öll- um gerðum ljetu sprengjum rigna yfir skipin, Tins þau loguðu stafna á milli, það var skotið á þau úr fallbyssum flugvjela- og herskipa, uns ekkert gat brunnið lengur, og þýðingarlaust þótti að eyða á þau skotfærum. En altaf( skaut ein japönsk vjelbyssa' á flúgvjelar okkar, húri hitti aldrei, en hjelt áfram og á- fram, uns sprengju var varp- að beint á hana. , En þegar flugvjela,rnar hættu sprengjifregnin'u.skrið'u Japanir aftiír fram iir fylgsn- um síriúm og fóru að leita. hvort ekki vteri enn eitthvað nothæft að.finya í öllum rúst- unum og öskunni. Aftur rjeð- ust flugvjelarnar á þá. Þeir heyrðu til þeirra, en biðu saint. þangað til þær voru að koma yfir, þá flýðu þeir loks- ins inn í frumskóginn. Sumir biðu of lengi og vjelbyssukúl- urnar náðú þeim. Þetta var voðalegur ósigur fyrir Japanana, en þeir l.jetu ekki undan. Þeir reyndu meira að segja aftur. Þeir eru taugalausir menn. Þeir sjá aldrei að neinn bardagi sje vonlaus. Þeir berjast í örvæntingaræði til hins síð- asta, en vonleysi þekkja þeir ekki. Mjer er hann minnisstæðijr japanski flugmaðurinn, sem fjell í sjóinn í fallhlíf, eftir að flugvjel hans hafði verið eyðilögð. Yið fórum eftir hon um í bát, og einn af okkar mönnum ætlaði að rjetta hon- um hendina og draga hann upp í bátinn. *En hvað haldið þið að hann geri. Ilann flaut upprjettur í bjarghring, og tekur jafnskjótt upp skam- býssu og miðar á höfuð björg unarmannsins og hleypir af, en bvssan brann fvrir. Þá hristi Japaninn reiðilega höf- uðið. — Já. þeim er sama um dauðann, aðeins að ná s.jer áður niðri á sem flestum ó- vinum, — og sama hvernig ástæður eru. Japanir berjast eins og hin viltu dýr. Þeir geta hörfað undan, en það er aldrei hægt að þvinga þá til uppgjafar._ Þótt einhver innri rödd tali máske til Japanans þegar hann er kominn í vonlausa að stöðu, og hvísli að honum að bjarga nú lífinu, þá gegnir hann henni ekki. OG HVER VERÐUR ENDIRINN. Enginn lifandi maður get- ur enn s.jeð fyrir endann á styrjöldinni við Japana, og áður en komið er að því, að endirinn veröi sjeður, verðum við að vera búnir að eyði- leggja einn mesta flota ver- aldarinnar, og ekki er það hægt með annari aðferð en að gefa líf fyrir líf og skip fyrir skip. Við verðum að af- má þá stjett. sem liðsforingj- af Japana eru komir af, og gefa þjóðinni tækifæri til að vera eins og menskir menn, en ekki eins og vilt dýr í baráttu. Það eru merki þess meðal japanskra hermanna, að ,begar foringjar þeirra er.u ekki með.þeim, þá finnist hjá þeim mannlegir brestir og veik leikar. En vald foringjanna er þvínær algjört, og engin merki til þessa sjást meðal liðsforingjanna. Mjer virðist ekki Japanar hafa neina möguleika til að vinna stríðið gegn okkur, en vel getur svo farið, að við verðum þreyttir og leiðir á því, löngu áður en það er til , lykta leitt, og kannske semja ]>eir frið og neyði Kínverja til að gera það líka, en sá friður verður aldrei nema vopnahlje og það verður t*il þess að eftir á kostar ^bilgirni Jap- ananna okkur sigujúnn í öðru stríði, nema því aðeins að við komust til jafns við þá á því sviði. En það er eltki nóg fyrir herinenn okkay að. vera j.afn hlííðárl ausa í bardögunúm eins og Japána; Heimaþjóðin verður að hjáípá þéim og örva bá, veröur líka að hafa Ef hún hefir það t£jvum við stríðinu, sem barist er um. rnargar orustur við .livrnvu.ja. ekki, þá eða því sanva hve virinum. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.