Morgunblaðið - 29.06.1943, Side 2
2
M 0 R G U X 15 L A Ð I Ð
Þriðjudagur 29. júní 1943.
Frá Stórstúkuþingin u:
REGLAN Á ÍSLANDI VÍKKAR STÖÐ-
UGT VERKAHRING SINN
STÖRSTLJKUÞINGINU
var slitið á sunnudagskvöld.
Hafði það þá staðið í 4 daga.
1 sambandi við það var og
haldið unglingaregluþing og
Iíástúkufundur var haldinn
á sunnudag og mörgum veitt
Hástúkustig.
KOSNING FRAM-
fcVÆMDARNEFNDA.
fyrir næsta ár fór fram á
laugardaginn og hlutu kosm
ingu: V
Stórtemplar Kristinn Stef-
ánsson cand theol.
Stórkanslari Árni Óla,
blaðamaður.
Stórvaratemplar frú Þór-
anna Símonardóttir.
Stórritari Jóhann Ögm.
Oddsson.
Stórgjaldkeri Jón Magnús-
son, yfirfiskimatsmaður.
Stórkapilán Sigfús Sigur-
hjartarson, alþingismaður.
Stórgæslumaður ungtempl-
ara Hannes Magnússon, kenn
ari á Akureyri.
Stórfræðslustjóri Eiríkur
Sigurðsson kennari á Akur-
eyri.
Stórgæslumaður löggjafar-
starfs Pjetur Sigurðsson er-
indreki.
Stórfregnritari Gísli Sig-
urgeirsson, verkstjóri í Hafn-
arfirði.
Voru allir endurkosnir,
nema Eiríkur Sigurðsson,
sem kosinn var í stað Mar-
grjetar Jónsdóttur kennara,
sem ekki treystist til að taka
að sjer starfið vegna van-
heilsu.
Fyrverandi Stórtemplar er
Friðrik Ásmundsson Brekk-
an, rithöfundur. Mælt var
með Jóni Árnasyni prentara,
sem umboðsmanni Hátempl-
ars.
REGLAN
SEXTUG.
Hinn 10. janúar að vetri
komanda er sextugsafmæli
Reglunnar hjer á landi.
Fyrsta Góðtemplarastákan
var stofnuð þann dag á Ak-
ureyri og hlaut nafnið ísa-
fold. Hún er starfandi enn.
Þessa þótti sjálfsagt að
minnast með því lað halda
næsta Stórstúkuþing á Akur-
c-yri og kemur það þar saman
á næsta sumri.
SAMSÆTI.
Á laugardagskvöldið bauð
stjórn Góðtemplarahússins
öllum þingfulltrúum og fleiri
Templurum ti). samsætis í
G. T. húsinu. Sat það hóf um
150 manns. Voru margar
ánjallar ræður fluttar yfir
borðum, en sungið þéss á
milli. Að lokum var stiginn
dans. Var samkoman bæði
íjörug og skemtileg. I gær
bauð ^vo stjórn S. G. T. öll-
um þmgfúllía’úum til kaffi-
cliÁtkkjn í íistamannaskálan-
um og var þar enn hirt bcsta
skemtun.
YMIS STÖRF.
Á þinginu var kosin sjer-
stök nefnd til þess að fara
á fund ríkisstjórnar og náði
hún tali af Vilhjálmi Þór ut-
anríkisráðherra og ræddi við
hann um breytingu þá, er
seinasta Alþing gerði á á-
fengislöggjöfinni.
Ut af því samþykti þingið
eindregna áskorun til ríkis-
stjórnarinnar um að láta þau
breytingalög koma sem fyrst
til framkvæmda. Þá sam-
þykti þingið og ákveðin mót-
mæli gegn því fyrirkomulagi
sem nú er á áfengisverslun
ríkisins og krafðist þess enn
sem fyr, að öllum útsölum
hennar yrði lokað og hafð-
ar lokaðar þangað til ófriðn-
um ljetti og friður væri kom-
inn á í heiminum.
Margar tillögur um aðkalll
andi nauðsynjamál Reglunn-
í.v sjálfrar og varðandi starfs
svið hennar íy þjóðfjelaginu,
voru samþyktar og afgreidd-
ar til framkvæmdarnefndar.
En sjerstök milliþinganefnd
var kosin til þess að gera til-
lögur viðvíkjandi unglinga-
reglustarfseminni og eflingu
þess víðsvegar um land.
Minst var nokkurra Stór-
stúkufjelaga, sem látist
böfðu á árinu og munu kunn-
astir af þeim Gísli Pálsson í
Hoftúni á Stokkseyri og
Kristján Pálsson á Hjalteyri.
Þá var og minst ýmissa fje-
laga, sem starfað hafa lengi
og Ötullega fyrir Reglumálin,
bæði karla og kvenna, þar á
meðal Jóh. Ögm. Oddssonar,
sem nú var kosinn Stórritari
i 25 sinn og Sigurgeirs Gísla-
sonar, sem hfir verið 50 ár
i Stórstúkunni og setið sem
fulltrúi á Stórstúkuþingum
jafnan, og enn var fulltrúi
á þessu þingi.
STARFSEMI
REGLUNNAR.
Eins og fyr er getið hefir
Reglan með höndum ýmsar
framkvæmdir, jafnhliða bincl
indisstarfseminni.
I fyrrasumar hafði hún
barnaheimili í hjeraðsskóla
Axarfjarðar.
Sjómannaheimilið á Siglu-
firði, sem reglan hefir rek-
ið um nokkur ár, var stækk-
að mjög á árinu sem leið og
endurbætt á ýmsan hátt.
Reglan keypti á árinu
jörðina Kumbaravog hjá
húsakynnum. Þar á að verða
Stokkseyri og hefir komið
þar upp hinum prýðilegustu
barnaheimili í framtíðinni.
I Reykjavík hefir Reglan
haldið uppi skemtunum fyr-
ir ungt fólk, og er öll áfeng-
isnautn forboðin þar. Þessar
skemtanir hafa verið afar vel
sóttar og sýnir það, að unga
fólkið kann að meta þær, og
vill heldur vera þar, en þaa*
sem, svall er. Hefir ^eglfth
Motiö i'yrir þotta viðurkonn-
ih|ú ’bæði bjú lofeiægln bæj-
arins og bindindismálaráði.
Nú er og samskonar starf-
semi í undirbúningi á Akur-
eyri.
Þrjú blöð gefur reglan út,
'Reginn á Siglufirði, Eining
| (ásamt öðrum fjelögum) og
barnablaðið Æskuna í
Reyk j avík.
Leikfjelag Templara var
stofnað hjer í Reykjavík í
vetur og mun það taka til
starfa með haustinu.
Landnám Templara að
Jaðri (fyrir ofan Elliðavatn)
er verk Reglunnar hjer í bæ.
| Þar er nú verið að rækta
! skóg og koma upp skemti-
jstað fyrir Templara. Er þar
alt unnið af sjálfboðaliðum
og hafa stórvirki verið gerð
þar seinustu árin.
En einna merkasta fyrir-
tæki Reglunnar er hressing-
arhælið fyrir d*rykkjumenn,
sem byrjaði að starfa í vetur.
Vegna þess að mörgum er ó-
kunnugs um starfsemi þess
skal hjer tekinn ofurlítill
kafli úr skýrslu Stórtempl-
ars um það:
„Hressingarheimilið í
Kumbaravogi er enn á byrj-
unarstigi. Slík stofnun hef-
ir aldrei fyrr verið hjer á
landi. Við verðum því að
þreifa fyrir okkur á öllum
sviðum, þar sem reynsluna
vantar. Því má gera ráð fyr-
ir, að til ýmissa breytinga
kunni að koma smátt og
smátt um rekstur og fyrir-
komulag stofnunarinnar.
Stjórnin hefir gert sjer far
um að athuga þetta mál alt
með tilliti til framtíðarinnar.
Okkur er Ijóst, að vinnustof-
ur verða .að koma eins fljótt
\istmenn að geta fengið að-
og við verður komið. Þar eiga
stöðu til að stunda ýmiskon-
ar smáiðnað, svo sem bók-
band, smíðar og annað það,
sem reynslan sýndi, að hag-
kvæmt væri og einhvern arð
gæfi. Við álítum að stofnun-
vin ætti áð geta borið sííg
fjárhagslega í framtíðinni að
meira eða minna leyti, og að
því ber að keppa.
Vistmönnum er nauðsyn
að hafa eitthvað fyrir stafni
alla tíma ársins, Iðjuleysið er
sjálfum þeim og stofnuninni
til ills. Við teljum, að vist-
mennirnir þyrftu að geta
stundað þau störf, sem gæfu
þeim nokkrar tekjur í aðra
hönd. Myndi það hafa heil-
brigð áhrif á veru þeirra á
heimilinu, auka þeim mann-
dóm og sjálfsálit og gera þá
bjartsýnni á framtíðina.
Við höfum þessvegna gert
þeim tilboð um að fá til af-
nota allt land innan girðinga
í Kumbaravogi, tún og garða.
Vinni þeir þar með þeim kjör
um að þeir fái þann afrakst-
ur, sem verða kann, hver í
hlutfalli við þann stundar-
fiölda, er hann hefir unnið, '
að frádregnum kostnaði,Tsyp '
scr4' áburðj, útage^i, vcrk-
:! jóiT. cg antiuri vji:muhjá!p. i
HiftSvdgau bér þeft#að vmna
carðbær störf í þágu stpfn- 1
unarinnar án endurgjalds.
Stjórnin telur, að Kumb-
aravogur sje ekki heppilegur
framtíðarstaður fyrir hress-
ingarheimilið. Jörðin er of
lítil, ræktunarmöguleikar tak
markaðir og Jörðin í nábýli
við allstórt þorp. Enn hefir
þó ekki fengist annar staður
betri, en að því er nú unnið
Kumbaravogur þykir aftur á
móti tilval/inn staður fyrir
barnaheimili og mun slík
starfsemi hefjast þar hvenær
sem við getum flutt þaðan“.
Þess má geta að unnið er
að því að koma upp bóka-
safni fyrir hælið. Á Stór-
stúkuþinginu bárust safninu
nokkrar bækur að gjöf og
ennfremur 500 krónur í pen-
ingum.
(Sú villa var í blaðinu á
Reglunnar væri 10. júní —
laugardaginn að stofndagur
átti að vera 10. janúar).
Atvinnuskortur
unglinga í
Hafnarfir
í
Frá frjettaritara vor-
um í Hafnarfirði.
ATVINNUSKORTUR er
nú tilfinnanlegur meðal
ungra pilta í Hafnarfirði.
Bærinn hefir undanfarið
haft marga unga menn í
vinnu. en hefir nú sagt þeim
upp. Hefir það verið vand-
kvæðum bundið að útvega
þeim vinnu í staðinn. sagði
Hermann Guðmundsson,
formaður ,,Hlífar“, er jeg
átti við hann tal um at-
vinnuskort unglinga í bæn-
um.
Hermann tjáði mjer enn
fremur, að hann hefði fyr
ir hönd .,Hlífar“ rætt þetta
vandam/'il við 'bæjarstjóra
og farið þess á leit við
hann. að hann tæki ung_
lingana aftur í vinnu. En
bæjarstjóri sagði, að það
væri ekki hægt vegna verk
efnaskorts!
— Annars. sagði Her_
menn. hafa aðrir verka-
menn næga vinnu þrátt
fyrir það. að hitaveitan
vildi ekki hafnfirska verka
menn í hitaveituvinnuna.
Hinsvegar vinna nú 20
verkamenn hjeðan við vik
urvinslu fyrir hitaveituna
suður í Vatnsskarði.
PÁFI VCT iR SAM-
ÚÐ.
London í gærkveldi —:
Italáka frjcttastofan skýrir
frá því, að páfi hafi sent
biskupi Messina sámúðar-
skeyti vegna loftárásanna é
borgina, og lwatt imrgnrbúa
tiEþ V! sð': t.aka bpmimigim-
um með f.rá’arst\ i:k. - ■ Rouler
Prestafje-
lag íslands
25 ára
EINS OG ÁÐUR hefir ver-
ið getið hjer í blaðinu, er nú
Prestafjelag íslands orðið
tuttugu og fimm ára. Var aldi
arfjórðungsafmælis þess í
^gær, og gaf það þá út vand-
j að minningarrit um störf sín
: þessi ár og um deildir sínar,
í öllum landsfjórðungum.
Minningarritið er maí—•
júlí hefti Kirkjuritsins, als
7 arkir að stærð. Það hefst
á fögru afmælislióði eítir
Valdimar Snævarr skóla-
stjóra. Þá er starfsaga fje-
lagsins eftir prófessorana
Magnús Jónsson og Ásmund
Guðmundsson og þvínæst
þættir um deilclir fjelagsins
eftir sjera Svein Viking, sr.
Gunnar Árnason, sjera Böð-
var Bjarnason prófast, sjera '
IíjÖrn Magnússon prófast og
sjera Hálfdán Helgason pró-
fast.
Starfssögu fjelagsins er
skift í kafla eftir því, hverjir
hafa verið formenn fjelags-
ins, en þeir hafa verið þess-
ir: Dr. Jón Helgason biskup
1918—1919, sjera Skúli
Skúlason prófastur 1919—-
1920, dr. Magnús Jónsson
prófessor 1920—1924, Sig-
urður Sivertsen prófessor
1924—1936 og Ásmundur
Guðmundsson prófessor frá
1936. Störfin eru rakin ár,
frá ári, og kemur í ljós við
lesturinn, að þau hafa mörg
verið merk.
Þannig hefir Prestafj elag-
ið t. d. gefið út tímarit öll
þesssi ár, fyrst Prestafjelags
ritið í 16 ár og síðan Kirju-
ritið í 9 ár, og ýmsar bæk-
ur sem hafa átt miklum vin-
sældum að fagna: Hundrað
hugvekjur til kvöldlestra eft-
ir 57 íslenska kennimenn.
Heimilisguðrækni. Nokkrar
bendingar til heimilanna.
Eftir sjera Ásmund Guð-
mundsson, sjera Sigurð Si-
vertsen. og sjera Þorstein
Briem. Kvöldvökur í Kenn-
araskólanum eftir sjera
Magnús Helgason og Háloga-
land eftir Evind Berggrav
Oslóarbiskup í þýðingu pró-
fessoranna Ásm. Guðmunds-i
sonar og Magnúsar Jónsson-
ar.
Annar méginþáttur í starfi
fjelagsins hefir verið áhrif
þess á gang ýmissa mála á
Alþingi, einkum kirkjulega
löggjöf, og hefir það jafn-
framt unnið að ýmsum líkn-
armálum og mannúðarmál-
um.
Starf deildanna hefir einn-
ig verið farsælt. Ein þeirra,
prestafjelag Vestfjarða, hef-
ir m. a. gefið út kristilegt
ársrit „Lindina.
Fjöldi mynda er í Minn-
ingarritinu bæði af starfs-
mönnum Prestafjelagsins og
helstu stöðunum, sem fundir
þess hafa verið haldnir á.
Minnihgarritið er sjer-
pi'pntað í hundrað eintökum
og' fást þati í bókábúðum.
Best ú auglýsa í Morgunblaðinu