Morgunblaðið - 21.07.1943, Blaðsíða 12
12
HANDKNATTLEIKS-
MÓTIÐ
Jírmeasasa
og Haukaa
SMSBSSSS
TVEIR skemtilegustu leik-
ir handknattleiksmótsins til
þessa fóru fram í gærkvöldi,
og áttust við í þeim fyrri
Ármann og I. R. V., en Hauk-
ar og Þór í hinum síðari. Eru
þessir leikir að mínum dómi
hinir skemtilegustu, sem enn
hafa farið fram á mótinu,
þó kanske að undanteknum
leik I. R. V. og Þórs í fyrra-
kvöld.
ÁRMANN VANN
Í.R.V. 3—0.
Ármannsstúlkurnar áttu
fult í fangi með vestfirsku
gestina, sem enn höfðu bætt
leik sinn síðan síðast. Þó var
sá galli á, að þær lögðu helst
til mikið í vörnina, og skiptu
ekki liðinu nægilega glögt
milli sóknar og varnar, svo
lítil tækifæri voru fyrir
„fría“ framherja að skora.
Annars var leikur þeirra
sem fyrr mjög skemtilega
Ijettur, en leikur Ármenning-
anna . heilsteyptari, betur
skipt, enda liðið reyndara.
En jeg held að flestir hafi
búist við stærri sigri Ár-
manns en 3—0.
HAUKAR UNNU
ÞÓR 5—1.
Þá er ekki ólíklegt, að
vænst hafi verið tvísýnni
leiks milli Hauka og Þórs, en
raun varð á, því hafnfirsku
stúlkurnar höfðu greinilega
yfirburði, eins og markatal-
an gefur til kynna. Allur leik-
ur þeirra var og öruggari,
sjerstaklega gripin, og skeik-
ar þeim varla í því að grípa,
jafnvel úr verstu aðstöðu.
Einnig er vörn þeirra ágæt,
og stúlkurnar yfirleitt afar-
fljótar og snarar, en mjer
finst Þórsstúlkurnar oft hafa
sýnt meiri snerpu en í þess-
um leik.
DREGUR AÐ
URSLITUM.
I kvöld fara enn fram tveir
leikir. Eru þeir milli í. R. V.
og Hauka og Ármanns og
Þórs. Þegar þeim er lokið,
eru eftir úrslitin ein, — en
áhorfendum finst mótið
skemtilegra með hverju
kvöldi sem líður.
J. Bn.
Kapprciðar
Þveráreyrum
Frá frjettaritara vor-
um á Akureyri.
HESTAMANNAFJELAG-
IÐ Ljettir á Akureyri efndi
til kappreiða s. 1. sunnudag á
Þveráreyrum. Kept var í
stökki, 300 m. og 250 m.
sprettfæri.
12 hestar tóku þátt í 300
m. sprettinum en 6 í 250 m.
Voru það alt hinir glæsileg-
ustu gæðingar.
Úrslit urðu sem hjer segir:
300 m. stökk: 1. verðlaun
hlaut Gráskjóni, hvítur 12
vetra. Eigandi Magnús Aðal-
steinsson, Grund í Eyjafirði.
Elauptími 24,4 sek. — 2. verð
laun hlaut Fálki, brúnn 7
vetra. Eigandi Jón Kristins-
son, MÖðrufelli. Hlauptími
var næstum sá sami og hjá
Gráskjóna. — 3. verðlaun
Hremsa, rauðstjörnótt, 8
jvetra úr Eyjafjarðarsýslu.
íEigandi Bjarni Kristinsson.
Hlauptími 24,5 sek. Næstir
voru Rauður, Maríu Ragnars,
Akureyri og Gráblesi, Björns
Björnssonar, Skógum, Axar-
firði og fjekk hann flokks-
verðlaun.
250 m. stökk: 1. verðlaun
hlaut Haukur, 6 vetra, úr
Skagafirði. Eigandi er Gunn
björn Arnljótsson. Rann
hann sprettinn á 21.2 sek.
2. verðlaun hlaut Draumur
úr Eyjafjarðarsýslu. Eig-
andi Heiðbjört Kristins.
dóttir, Ytra-Dalsgerði. Nær
sami tími og Hauks. 3. verð
laun Mosi, 5 vetra,. Eig-
andi Tryggvi Aðalsteins-
son, Jórunnarstöðum, Eyja
fjarðarsýslu. Hlauptími
21.6 sek. Næstur var Rauð
ur, Jónatans Davíðssonar,
Brimgerði, Fnjóskadal.
Mótið fór mjög vel fram
til ánægju fyrir alla, sem
að því stóðu og aðra við-
stadda.
ÞÁ HÖFÐU ÞEIR ÁSTÆÐU TIL AÐ BROSA
Þessi mynd af Mussolini og Hitler var tekin er þeir hittust
í Miinchen árið áður en heimsstyrjöldin braust út. Þá ljek
alt í lyndi fyrir þeim, enda voru þeir broshýrir á mynd-
innu Því miður er ekki hægt að fá mynd af þeim vopna-
bræðrunum eins og þeir litlu út er þeir hittugst í fyrradag
á meðan árásin á Rómaborg stóð yfir.
Hitier o| liussolini hittast
til ú ræða hernaðarástandið
London í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
ÞAÐ VAR TILKYNT í aðalherstöðvum Hitlers í dag,
að þeir Hitler og Mussolini hafi hittst í borg einni í
Norður-ítalíu á mánudagsmorgun. eða um-leið og Banda.
ríkjamenn gerðu loftárás sína á Róm.
Miðvikudagur 21. júlí 1943.
Landsmót í
golfi hefst á
sunnudaginn
ÞÁTTTAKENDTjR í lands-
móti Golfsambands íslands,
sem hefst næstkomandi sunnu
dag kl. 10 f. h. á velli Golf-
klúbbs Reykjavikur verða 31,
7 frá Akureyri, 11 frá Vest-
mannaeyjum og 13 frá Reykja
vík. Golfþingið, sem er aðal-
fundur Golfsambandsins,
hefst í Golfskálanum kl. 2 á
laugardaginn kemur. Mæta
bar fulltrúar golffjelaga lands
ins með kjörbrjef sín.
Á sunnudag verður högga-
keppni milli allra þátttak-
enda, en 16 þeir bestu halda
áfram keppni í meistaraflokki
en hinir keppa áfram í 1-
flokki. Keppni |>essi mun
standa yfir mestallan sunnu-
daginn, og verður engum öðr-
um en keppendum leyft að
nota völlinn þennan dag.
Keppnin heldur áfram alla
vikuna á eftir, og er búist
við, að henni verði lokið ann
an laugardag. Keppnin í flokk
unum verður holukeppni.
Engir kvenme^n munu
keppa á landsmótinu að þessu
sinni.
1 meistaraflokki verður
keppt .um „Meistarabikar Ts-
lands í golfi“, en Gísli Ólafs-
son er handhafi hans. Bikar-
inn gáfu þeir bræðurnir Ilelgi
Hermann og Jón Eiríkssynh’
og Sigmundur Halldórsson.
Það er enginn vafi á þvi.
að kepnnin verður skemtileg,
og Gísli má halda á spöðun-
um, eða rjettara s;agt kvlf'
unum, ef hann ætlar að halda,
bikarnum og nafnbótinni, by1
að barna verða <',unnn komnir
snjöllustu golfleikarar lands-
ins.
HÖRÐ LOFTÁRÁS Á
MALTA
Valetta, Malta í gærkvöldi.
SÍÐASTLIÐNA NÓTT var
gerð á Malta mesta loftárás,
sem gerð hefir verið á hana
frá því 18. desember síðast-
Iiðinn, að því, er segir í her-
stjórnartilkynningu, sem gef-
in var út í dag.
„Næturorustuflugvjelar
okkar flugu upp“, segir í her-
stjórnartilkynningunni, „en
cngar loftorustur urðu. Ó-
vinaflugvjelarnar urðu fyrir
ákafri skothríð úr loftvarna-
byssum, bæði stórum og smá-
um. Sprengjurnar fjellu á
stórt svæði og ullu nokkru
manntjóni. —Reuter.
ÞÝSK FLUGVJEL
GERÐ UPPTÆK í
SVÍÞJÓÐ
ÞÝSK FLUGVJEL nauð-
lenti í Svíþjóð í íyrradag.
f flugvjelinni voru fjórir ein-
kennisklæddir þýskir liðsfor-
ingjar og nokkrir farþegar.
I flugvjelínni var ósamsett
vjelbyssa.
Sænsk yfirvöld hafa gert
flugvjelina upptæka og kyr-
sett hina einkennisklæddu
menn, sem í henni vöru.
Hin opinbera tilkynning,
sem gefin var út um fund
þeirra fjelaga, segir að-
eins, að, þeir hafi rætt um
hernaðarmálefni, og „að
fundurinn hafi farið fram
í fullri vinsemd, að venju“.
Nánustu hernaðarsjerfræð-
ingar Hitlers og ráðunaut-
ar voru viðstaddir fundinn.
Sagt er, að Hitler hafi flog
ið til fundarstaðarins og
þar hafi Mussolini verið
fyrir og beðið komu hans,
Stjórnmálaritstjóri þýsku
frjettastofunar segir í sam
bandi , við þenna síðasta
fund Hitlers og Mussolini:
,„Það má gera ráð fyrir,
að atburðirnir í Miðjarð-
arhafi hafi verið aðalum-
ræðuefnið á fundinum“.
Ennfremur segir stjórn-
málaritstjórinn, að rætt
hafi verið ,,um hina æðis-
gengnu sókn hins risavaxna
rússneska hers gegn vörn.
um Evrópu í austri og til-
raunum Breta og Banda-
ríkjamanna til að ná fót-
festu við Miðjarðarhaf“.
FLEIRI SKIP EN
NOKKRU SINNI FYR
1 ræðu, sem Winant sendi-
herra Bandaríkjanna í London
hjelt í gær, Ijet hann svo nnx
mælt, að fleiri sk y sigldu nu
um höfin með nauðsyn.18"
varning. en nokkru sinni a'ðuí
í veraldarsögunni.
NÝ HLEÐSLUAÐFERÖ
SÞARAR SKIPSRÚM
TALSMAÐUR BRESIvU
stjórnarinnar sagði í gær, að
mikið skipsrúm hefði sparast
við nýjar aðferðir við hleðslu
skipa. Ilefði á stuttum tíma
sparast % miljón smálestu’
með þessu móti. Yæri stöð-
ugt verið að vinna að því a”'
finna betri og hentugi'l
hleðsluaðferðir.
BRETAR í LEÐUR-
V ANDRÆÐUM
BRETAR eru í vandræð-
um með sólaleður til viðgerða
á skóm. I gær var gerð fyrir-
spurn um það í breska þing-
inu hvort ekkert myndi verða
gert til að bæta úr þessum
vandræðum. — Talsmaður
stjórnarinnar sagði að verið
væri að gera ráðstafanir til
að fá sólaleður flutt inn í
| landið.
Typhoon-orustuflugvjelin, sem hjer sjest á myndinni, er nýjasta orustuflugvjel Breta.
Ilún er ýrnist vopnuð 4 fallbyssum, eins og sú, sem hjer sjest, eða þá 12 vjclbyssum. Vjel-
in er máluð röndótt til þess að auðveldara sje að þekkja hana frá þýsku flugvjelinni F-
W. 190, sem hún svipar mikið til.