Morgunblaðið - 03.11.1943, Side 7

Morgunblaðið - 03.11.1943, Side 7
Miðvikudagur 3. nóv. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 7 Þegar nasisminn hrynur i Þýskalandi ÞAÐ FER eftir vorum eig in gjörðum, hvaða vanda- mál bíða vor, eftir að nas- istaskipulagið hrynur til grunna í Þýskalandi. Vjer höfum sett fram þrjár ófrávíkjanlegar kröf- ur, varðandi Ítalíu og Þýska land: Skilyrðisíaus uppgjöf herjanna, afnám fasista- og nasistaskipulagsins og að haldið verði uppi lögum og rjetti. Þessar þrjár kröfur stang ast á. Hrun ríkisstjórnarinn ar hefir í för með sjer af- nám allrar löggæslu. Upp- gjöf herjanna leiðir af sjer hrun alls hernaðarlegs valds. Þar sem er hvorki hernaðarlegt nje borgara- legt vald, híýtur að ríkja öngþveiti. Svarið er oftast þetta: — Hersveitir vorar munu taka að sjer íílutverk þessara valdhafa og þannig koma í veg fyrir upplausn. Þessu geta aðeins þeir trúað, sem ekki bera nokkurt skyn á þýska þjóðfjelagsbyggingu og ekki taka tillit til tímans. Það tekur sinn túna að láta her bandamanna taka við hlutverki þýska hersins, auk þess, sem það er nokkurn- veginn víst, að í Þýskalandi mun verða hrtrn heima fyr- ir áður en herinn gefst upp. Stjórnmálaástandið í Þýskalandi hefir smám sam an verið að fá á sig aukin upplausnareinkenni síðustu mánuði. Stjórnskipulagið er rotið og óvinsælt. Fjöldi þýskra borgara hefir verið hrakinn frá heimkynnum sínum vegna loftárásanna, og dreift hefir verið um land ið tíu miljónum erlendra verkamanna, og eru það ekki nema um það bil helm ingi færri menn en öíl þýska verkamannastjettin. Þjóðin mun gefast upp á undan hernum. SIÐFERÐISÞREK þýska hersins er aftur á móti all- gott. Allar líkur benda því til þess, að þjóðin heima fyr ir muni bresta á undan hern um. Öll þýska þjóðin veit — og öll vor stjórnmálastefna hefir sannað henní það ljós- legæ — að hún er að berj- ast fyrir tilveru sinni, að minsta kosti gagnvart vest- urveldunum. Öðru máli gegnir um ftali, enda er ótti þeirra um hefnd mun minni en Þjóðverja. Rússar hafa aftur á móti sett fram þrjár ófrávíkjan- legar kröfur eins og vjer. — Rússar hafa ekki bundið hendur sínar. Stalin hefir einungis krafíst þess, að nazistastjórnin verði rekin frá völdum. Aðeins einu sinni hefir hann — og það hikandi — notað Casa- blancasetninguna i,skilyrð- ilaus uppgjöf", en úr því er EFTIR DOROTHY THOMPSON í grein þessari er rætt um, hvað verða muni í Þýskalandi, eftir að nasistum hefir verið stevpt af stóli. Greinin birtist fyrir skömmu í mánaðarritinu „The American Mercury“. dregið bæði í fyrri og síð- ari ræðum hans. Hann hef- ir sagt, að eyðileggja þyrfti ríki Hitlers og her Hitlers, en ekki þýska ríkið og þýska herinn. Nú síðast hefir Stalin boðið þjóð- nefnd frjálsra Þjóðverja, er sett hefir verið á laggirnar í Moskva með þýskum út,- lögum og stríðsföngum, þar á meðal sonarsyni Bis- marcks, tiltölulega góða frið arskilmála 'fyrir Þjóðverja, þar sem hann í rauninni krefst þess eins, að þýski herinn hörfi inn fyrir fvrri landamæri Þýskalands. Það er hægt að sjá, hvað verða mun. ÞAÐ er barnalegt að halda því fram, að vjer get-' um ekki sjeð, hver verði rás viðburðanna í Þýskalandi eftir uppgjöfina. Vjer get- um að vísu ekki sjeð fyrir allan gang málanna, en vjei getum að minsta kosti kom- ist að raun um, hvaða flokk ar manna munu verða þar að verki, samsetningu þeirra og báráttuaðferðir. Ef vjer gerum ráð fyrir, að sá tími komi, er herinn og meiri hluti þýsku þjóðar- innar geri sjer ljóst, að stríð ið er tapað, koma upp á yf- irborðið hagsmuna- og hug- sjónamál hinna ýmsu stjetta, er legið hafa í dvala heilan áratug kúgunar og harðstjórnar. — Árekstur þeirra mun verða það, sem vjer köllum ringulreið, en það mun brátt verða skipu- lögð ringulreið. Ef vjer ekki getum ákveðið, hvaða hópa þessarar „ringulreiðar“ vjer ætlum að hafa skifti við, get ur það skapað oss óyfirstíg- anlega örðugleika. Tvent er það, sem allir flokkar munu verða andvíg- ir: Sundurlimun Þýska- lands og langvinnu her- námi landsins af hálfu bandamanna, einkum ef til- raunir verða gerðar til þess að hafa afskifti af lifnaðar- háttum borgaranna. Churc- hill forsætisráðherra sagði líka í ræðu, er hann flutti 27.júní síðastliðinn, að hann óttaðist, að bresk-amerísku landsstjórarnir myndu hafa næstum sömu áhrif á íbúa óvinalandanna og lands- stjórar þeirra hafa á þjóð- ir hernumdu landanna í Evrópu. Churchill, sem er framsýnn og glöggskygn maður, hefir hjer algeiiega á rjettu að standa. Óvinaþjóðirnar munu verða einhuga í fjandskap Dorothy Thompson. sínum gegn þeim fulltrúum bandamanna, sem taka eiga við völduríum úr höndum nazistastjórnarinnar, þótt þær verði sundurþykkar í öðrum efnum. Vjer skulum athuga, hverskonar flokka hjer muni helst verða um að ræða. Höfuðáhugamál ahra stjetta í hvaða þjóðfjelagi sem er, er ætíð það, að reglu og friði sje haldið uppi 1 þjóðfjelaginu. Þetta við- fangsefni er þó nokkuð annars eðlis í þjóðfjelagi, es gengið hefir í gegnum tvær styrjaldir, tvær byltingar, verðbólgu og hverskyns fjármálaöngþveiti, þar sem alt hið frjálslynda viðskifta kerfi, eins og það er þekt meðal vesturveldanna, hef- ir verið eyðilagt og mist gildi sitt. Eignastjettirnar munu óttast stjórnleysi, upp nám og óreiðu. Þær munu vilja hafa völdin í sínum höndum. Þær munu setja traust sitt á herinn og munu verða studdar bæði af kirkju, bændum og öllum öðrum varðveislusinnuðum öflum. Allir þessir aðilar vita, að bylting er framund- an, en þeir ætla sjer að hafa taumhald á þeirri byltingu. Þessara aðila bíða tvenns konar hlutskifti: í fyrsta lagi að sundra röðum verka mannanna, sem ella gætu orðið of róttækir í byltingu sinni og í öðru lagi að fá aðgengilega friðarskilmála hjá banaamönnum. Hvað getur nýja stjórnin . gert? EF NÝ stjórn þessara að- ila verður sett á laggirnar í Þýskalandi, mun hún fyrst og fremst beita sjer fvrir þv'í að komast að heiðarleg- um friðarskilmálum, leysa upp fjelög nazista og af- nema löggjöf þeirra, endur- reisa lýðræðisskipulag með almennum kosningum og að síðustu gefa út yfirlýs- ingu um það, áð hið nýja þýska lýðveldi vilji lifa í sátt og samlyndi við allar þjóðir. Þessi flokkur manna veit einnig fullvel, að þýska „hernaðarstefnan“ er illa liðin hjá öðrum þjóðum og því mun hann gæta þess að setja ekki neinn hernaðai sinna í valdastól. Ef vjer gerum ráð fyrir, að slik stjórn, óháð hernum, gæti unnið fylgi fólksins; hver myndi þá afstaða bandamanna verða til henn ar? Einnig þetta hygg jeg, að sjá megi fyrir, enda þótt það að sjálfsögðu sje kom- ið undir þeirri hernaðar- legu aðstöðu, sem Þjóðverj- ar þá hafa. — Bretar og Bandaríkjamenn munu án efa verða að fórna hunclr- uðum þúsunda mannslífa til þess að gersigra her þeirra. Til þess að styrkja enn herstöðuna, getur yfir- herstjórnin fyrirskipað al- gert undanhald frá Rúss- landi og þannig fengið mörg herfylki, er beita mætti í vestri, eftir að hafa eyðilagt allar samgöngur og hernaðarmannvirki á undanhaldi sínu. Slíkt und- anhald myndi tryggja Þjóð- verja um skeið fyrir rúss- nesri stórsókn, því Rússar yrðu að koma samgöngu- kerfinu í lag. Síðan myndu Þjóðverjar sýna Vesturveldunum fram á það, að áframhaldandi stríð af þeirra hálfu, myndi opna rauða hernum braut inn í Evrópu og jafnvel gera þá ófæra um að stöðva hann við þýsku landamærin. Enn fremur myndu þeir sýna fram á það, að þeir gætu ekki komið í veg fvrir upplausn og byltingu innan lands nema þeir fengju frið. í þriðja lagi mvnda býska stjórnin fullvissa Vestur- veldin um það, að þýska þjóðin myndi aldrei fallast á friðarsamninga, er viður- kendu rjett bandamanna til eftirlits með landinu. — Ef stjórnin biði slíka samn- inga, myndi henni því beg- ar steypt af stóli. I fjórða lagi myndi stjórn- in bjóðast til þess að veita aðstoð sína við að refa Hitl- er og fylgifiskum hans. I fimta lagi munu þeir bjóðast til þess að kalla heri sína heim af öllum her- numdum landssvæðum, nema þeim er andspænis væru rauða hernum, bjóð- ast til þess að ábyrgjast landamæri Þýskalands og Rússlands endurreisa aftur Pólland og Eystrasalís löndin. Tvær ástæður rnunu verða þess valdandi, að Vesturveldin munu hugsa sig tvisvar um, áður en þau höfnuðu slíku boði. Rúss- nesku herirnir saékja a'ð hjarta Evrópu og yfir Þýskalandi sjálfu hvíbr þrumuský róttækrar bvlí- ingar, er breiðst gæti út sem eldur í sinu. Vjer skulum íhuga aí- stöðu hinna ýmsu stjetta í Þýskalandi. Kjarni þeirra eru iðnaðarverkamennirnir. Margir þeirra eru socialist- iskt sinnaðir og enda þótt þeir hafi mist marga for- ustumenn sína, þá eiga þeir marga menn, er fyllilega kunna aðferðir byltingar manna. Háværasta krafa allra verkamanna verður friður. Hinir konservativu geta því aðeins haldið völdunum í sínum höndum, að þeir geti veitt þjóðinni frið og það skjótt. Geti. þeir það, kann að vera, að þeim verði auð- ið að lægja byltingarölduna-. Hinir gömlu róttæku verkamenn vita eitt fyrir víst. Ef vjer í byltingu tök- um andstæðingana í sátt qg leiðum þá inn í eigin her- búðir, þá er úti um alla bvl t ingu. Þetta er reynsla þeirra frá 1918. Einnig vita þeir að aðaláróðurinn verða þeir að reka í hernum. Þeir verða að vinna syni sína á sitt band. Þýsk æska hefir gleypt ýmsar róttækar kennisetn- ingar frá nazistum.Það mun reynast auðvelt að æsa hana upp og skapa þannig öflugt byltingarlið, eins þjálfuð og hún er í meðferð allskyns vopna og líkur til að hún meti líf sitt lítils á því andartaki, er ósigurinn gerir að engu allar hennar draumsýnir. Og í þessu sam bandi má ekki ganga fram hjá áskorun þeirri er send var frá Moskva til þessara verkamannasona, um að leggja ekki niður vopn, heldur halda þeim og taka völdin í sínar hendur. Erfiðleikamir með erlendu verkamennina. ERLENDU verkamenn- irnir í Þýskalandi munu hugsa á alt annan hátt. — Hversu róttækur, er þýski verkamaðurinn kann ao vera í skoðunum sínum, langar hann til þess að skapa sjálfum sjer, stjett sinni og fjölskyldu góða framtíð meðal þjóðar sinn- ar. Erlendi verkamaðurinn hefir alt annað í huga. — Hann langar til að komast heim, og hann lætur sig engu varða framtíð óvina- lands síns. Á hinn bóginn verður ókleift með öllu að Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.