Morgunblaðið - 07.06.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1944, Blaðsíða 4
4 IOKGUNBLAÖIÐ Miðvikudag'ur 7. júní 1944: - I NNRÁSASv æ ðið- Signu-Flóinn. Þessi strandlengja er um 128 km. að lengd. Hún er að mestu ein samfeld baðströnd með hæð um og kalkklettum, sem standa í nokkurri fjarlægð frá sjávar- máli. A þessari strönd eru hafn- arbæirnir Le Treport, Dieppe, St. Valery-en-Caux, Fecamp og Le Havre. Sumargististaðir hafa verið reistir víðsvegar á ströndinni. Þýðingarmesta höfnin er Le Havre við mynni Signu. Hún rr einnig með helstu siglingaborg um Evrópu. Fyrir stríð voru í Le Havre 14 flotkvíar og hafn argarðarnir voru sífelt í alt meira en 13 km. langir og stærstu hafskip heimsins gátu lagst þar við bryggju. Le Havre hefir einnig mikla þýðingu sem iðnaðarborg. Þar eru vjelaverksmiðjur, málm- steypur og skipasmíðarstöðvar. Höfnin í Le Havre ásamt verksmiðjunum hefir orðið hart úti í loftárásum breska flug- hersins. Fólk er þegar flutt úr meiri hluta borgarinnar. Dieppe er mikil fiskveiðistöð og hefir ágæta höfn. Á Dieppe var gerð fyrsta stóra loftárásin handan Ermasunds frá Eng- landi í ágúst árið 1942. Þá háði herlið, sem í voru mestmegn- is Kanadamenn, mikla orustu við Þjóðverja í níu klst. yfir borginni. Á Dieppe var gerð til- raunarinnrás og hefir sú tilraun verið nákvæmlega rannsökuð og mikið af henni lærst. Upp frá þessari strandlengju liggja landbúnaðarhjei-uð. Mið- stöð allra samgangna á þessu svæði er Rouen við Signu, en hún er um 70 km. fyrir austan Le Havre. Járnbrautarstöðvarn ar í Rouen hafa orðið hart úti í loftárásum bandarískra sprengjuflugvjela. Calvados. Calvados-ströndin liggur í austur og vestur og er yfir 100 km. að lengd. Upp frá strönd- ijini liggja láglend landbúnað- arhjeruð. Ströndin er mjög send in. Þar er mikið um fiskiþorp og sumargististaðir. Þektastur þeii'ra er Trouville. Andspænis Le Havre við Signuósa er bærinn Honfleur með litla höfn. Caen er borg lít ið eitt inn í landi, en um 1414 km. langur skipaskurður liggur frá henni til sjávar. Strandlengjurnar Calvados og Signuflóinn eru best fallnar til innrásar enda hafa þær ver- ið víggirtar í samræmi yið það. Smáhæðir eru víðasthvar upp af ströndinni og hið fyrsta sem innrásarher mundi gera hjeijeins og við Dieppe, væri að ná á sitt vald þessum hæðum. I Caen eru flugvellir á valdi Þjóðverja og annarsstaðar á Calvadosströndinni eru hernað arlega mikilvægir staðir. Manche. Mancheströndin er að mestu Cherbourgskaginn, sem gengur norður í Ermarsund. Hún er um 250 ktn. að lengd. Hún er klettótt, og fjöldi skerja útifyrir torvelda allar siglingar. Mikilvægastii staðurinn er Cherbourghöfn, endastaður At- lanthafsfara. Þar var þýðingar mikið hergagnabúr og stórar skipasmíðarstöðvar. Cherbourg er ein af bestu höfnum Frakk-, lands. Þar sem Cherbourg er yst á skaganum, stendur hún ekki í eins géðu sambandi við innri hjeruð Frakklands og margar aðrar hafnarborgir. Hún hefir verið vandlega víggirt af Þjóð- verjum, og meiri hluti íbúanna hefir flutst burt. Flugvöllur í Maupertuis skamt frá Cher- bourg hefir orðið hart úti í loft árásum bandamanna. Fleiri flugvellir eru hingað og þangað um skagann, sem er flatlendur. Er þar gott land- búnaðarhjerað. Vesturströnd skagans liggpr í norðvestur og myndar Mont Saint Michel-flóann. Ermarsundseyjar. Eyjarnar eru eign Englend- inga, enda þótt þær sjeu ekki nema 25 km. undan strönd Frakklands. Strærstu eyjarnar eru Jersey Guernsey, Alderney og Sark. Sameiginleg stærð þeirra er um 75 fermílur. Ibúatalan var fyrir styrjöld um 93 þúsund. Mikinn hluta íbúanna fluttu Englendingar burt eftir orust- una um Frakkland, en eftir að Þjóðverjar hertóku eyjarnar hindruðu þeir algeran brott- flutning þaðan. Ibúar þeir, sem eftir urðu, hafa orðið að þola margvísleg- ar hefndarráðstafanir Þjóðverja svo sem nauðungarvinnu og minkaðan matarskamt. íbúarn- ir tala frönsku. Þessar eyjar eru eina breska landsvæðið, er Þjóð verjar hafa á sínu valdi. Eyjarnar eru frjósamar og nær eingöngu landbúnaður er stundaður þar. Þjóðverjar hafa bygt þar flugvelli. Ermasundseyjarnar liggja í flóanum milli Cherbourgar- og Bi'etagne-höfða. Dugskipan Eisenhowers London í dag. Eisenhower yfirhersöfðingi gaf í upphafi innrásarinnar út dagskipan, sem komið var til hvers og eins í innrás- arliði bandamanna. Var skipunin á þessa leið: „Hermenn, sjóliðar og' flugmenn innrásarhers banda- manna. Þjer eruð nú í þann veginn að leggja út í hina miklu herferð, sem vjer höfum verið að búa oss undir marga undanfarna mánuði. Augu alls heimsins hvíla á yður. Vonir og bænir frelsiselskandi fólks hvar sem er, fylgja yður. „í samfjelagi við vopnabræður yðar og bandamenn á öðrum vígstöðvum, munuð þjer eyðileggja hemaðarvjel Þjóðverja, nema á brott harðstjórn Nasista yfir hinum hernumdu þjóðum og'Vyggja sjálfum oss frjálsan heim. „Verk yðar verður ekki auðvelt. Óvinirnir eru vel æfð- ir og vel útbúnir og þáulæfðir bardögum. Þeir munu berj- ast af mikilli hörku. „En nú er árið 1944. Margt hefir skeð síðan Nasistar geystust fram árin 1940—1941. Síðan hafa bandamenn valdið Þjóðverjum mörgum ósigrum. Loftsókn vor hefir mjög lamað styrk þeirra í lofti og hæfni þeirra til hern- aðar á landi. Þjóðir Vorar hafa gefið oss algert ofurefli hvað snertir vopn og önnur hergögrí og lagt upp í hendur vorar öll þau tæki, sem með þurfa. Ennfremur höfum vjer ógrynni æfðs varaliðs. „Nú er gangi málanna breytt. Frjálsir menn ganga nú saman til sigurs. Jeg hefi fyllsta traust á skyldurækni yð- ar og hæfni í orustum. Vjer munum ekki gera okkur neitt annað að góðu, en fullan sigur. Gangi yður vel. Og látum oss alla biðjast blessunar Guðs til handa þessu göfuga fyrirtæki“. Reuter. Innrásarkort Morgunblaðsins , WORKUM ZUYDíB . Itl \ • BEHCEN ©AMSTERDAM • VOOflENMNO- f©THE HAGUE • ott n ___ SWICH COLCHESTER LONDON RAMSGAT • SCHOC-r.OiJH /'U? y® ANTWERP oo'U? * •IffUE’OBT ■ URNES VfURNfi SOUTHAMPTON /' BRIGHTON HAST1N^S • BRU5SELS EXETER SI OMER TOURCOIN BAIUEUt* • POUBAIk PtYMOUTH 'mONTREUIl BRIA', 9 *|HisniN p l»/FAiMOUTW • ARRAS Eiiglish Cbannel .CANCl't MVt* • OOULltNS •BAfiAUMt • AlflERf DIEPPE AMIENS lAON ♦MONTEVIUIERS #MARFtEUR ' SAR>< AISNf klVf * ROUEN fltAUVAIS CHANNEt ISLAMDS JERSEV »REIMS >///.. ■, ~r/th 'IIIt'1 'lll CHAlONS . i. ♦ SuR MARNÍ METZ IÍS MINOUIEPS M«/IOCUN / BRFST ' NANCY vetsAiufs T'H l\%„ Alf’^CON Strendur Norður-Frakklands, þar sem bandamenn gengu á land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.