Morgunblaðið - 07.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.06.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagnr 7. júní 1944. IOEGUNBLAÐIÐ 7 EIGINKONA NERÓ RÓMVERJAKEISARA MARGAR oruslur hafa verið háðar og unnar með kvenlega fegurð að vopni. Geymir sagan mörg dæmi slíkra viðureigna. Ein þessara frásagna, sem líkist mjög harmleikjum Shake- speare, er um tilraunir Poppeu Sabinu til þess að verða drotn- ing alls heimsins. Skaparinn hafði veitt henhi þrjár glæsilegar gjafir — frá- bæra fegurð, miklar gáfur og stórkostleg auðæfi. Móðir henn ar var fegurst allra kvenna í Róm og hinn stórkostlegi mun- aður á heimili hennar líkist mest frásögnum ævintýranna. Leikföngin, sem hin unga Poppea fjekk mest dálæti á, voru skrautleg klæði og dýrar snyrtivörur og ilmvötn. Hún var enn barn að aldri, þegar afreksverk Messalinu tóku að vekja furðu heimsins og hafa áhrif á æsku þeirra tíma. Æskan er ætíð hneigð til að dást að dirfsku og hugrekki, jafnvel þótt því sje beilt til ills, og það var því ekki nema eðlilegt, að ungar stúlkur, sem þegar voru spiltar orðnar af of miklu munaðarlífi, sykkju enn lengra niður í lauslæti og hneykslanlegt líferni. Ur hópi fjölmargra aðdáenda valdi Poppea Rufius Crispinus, höfuðsmann prætoranna, sem eiginmann sinn. Hann bar eld- heita ást í brjósti til hennar, en hún sinti honum aftur á móti ekki meir en ítrasta nauðsyn krafði og var ætíð reiðubúin til þess að hlýða á tilbeiðslu annara áhrifamanna. Það var augljóslega hennar skilningur á hj'úskapnum, að ástin væri þar aukaatriði. Árum saman kvaldisl Rufius af afbrýðissemi, en ýegna stöðu sinnar varð .hann að láta sjer lynda að konu hans væru af öðrum karlmönn-, um gefnar stórkostlegar gjafir. En alt þetta var þó ekki nema aðeins upphaf þeirra örlaga, sem biðu hans — aðeins af því að hann var eiginmaður Poppeu Sabinu. Metorðagirnd hennar var ægileg. MEÐAL þeirra aðdáenda, sem hún hafði dáleeli á, var maður að nafni Otho Salvius og var einkavinur sjálfs keis- arans. Sem fjelagi hins nítján ára gamla Neró, varð hann að fylgjasl með . honum í hinar stórkosllegu og óhóflegu veisl- ur, sem haldnar voru bæði í höllinni og annarsstaðar. Othó fjekk ást á Poppeu, sem út af fyrir sig yar ekkert merki legt, en hann gekk það lengra en hinir aðdáendur hennar, að hann vildi ganga að eiga hana. Það var ekki neilt smáræðis ætlunarverk að hyggjast fá Ruíius til þess að fallast á skilnað, en þótt slík fyrirætlun hefði verið með öllu ófram- kvæmanleg fyrir óbrotinn sena tor eða ræðismann, var hún á engan hátt óframkvæmanleg fyrir mann, sem naut hylli keis arans. Hugsanlegt er, að Rufiusi hefði hepnast að halda i konu sína, ef Poppea hefði ekki gefið Otho undir fótinn, en það gerði hún, Hún virtist engu láta sig varða litla soninn þeirra, sém Eftir F. Matania Flestir munu hafa lesið um hinn illræmda Rómverja- keisara Neró, sem sumar sagnir segja, að hafi látið kveikja í Rómaborg, en færri munu hafa heyrt getið um hina illræmdu Poppeu Sabinu, sem síðar varð kona hans og átti raunverulegai sök á mörgum verstu glæpaverkum Nerós. I eftirfarandi grein er lauslega skýrt frá æfiferli og afrekum konu þessarar. Rufius var svo hreykinn af.. Hún hafði með algeru lilfinn- ingaleysi lagt mann sinn Rufius og Otho á metaskálarnar og fundið, að sá síðarnefndi vóg meira. Eftir að hún giflist Otho varð einkennileg breyting á lifnað- arháttum hennar. Hún var mjög treg til þess að koma opinber- lega fram í fyrri viðhafnar- skrúða sínum. Fjekst hún sjald- an til þess að fara út úr höll sinni, og var hún þá klædd skykkju með löngum ermum og bar slæðu líkt og Austur- landakonur. Á ökuferðum sín- um um stræti Rómaborgar ljet hún einnig sem minst á sjer bera. Öll þessi dul varð til þess, að allra augu beindust að þessari leyndardómsfullu konu, þegar hún kom á mannamót. Heima fyrir var hún samt jafnskraut- leg og áður í veislum sínum. Neró var einnig kvæntur. Þegar hann var seytján ára að aldri, hugðist móðir hans, Agrippina, tryggja hann enn betur í sessi með því að láta hann ganga að eiga hina ungu Octaviu, dóltur Claudiusar keis ara. Var hún bæði hógvær, lít- illát og elskuleg og hæfði því alls ekki jafn ófyrirleitnum þorpara ög Neró. Neró sýndi henni heldur enga ástúð, heldur beindi allri athygli sinni að Acte, sem hafði verið flutt sem ambátl frá Litlu Asíu tii Róm- ar og gefið þar frelsi. Ást Nerós á þessari grísku fegurðardís komst á það hátt stig, að hann ljet af drýkkjuveislum sínum og_orðrómur gekk um það, að hann hefði í hyggju að ganga að eiga' hana. Þessi orðrómur um það, að setja ætti gríska ambátl í hásætið i Róm, varð til þess, að einhverjrtm var boð ið að „uppgölva“ það, að kon- ungabióð rynni í æðum henn- ar, og væri hún dóttir Attulus- ar konungs. Ágrippina varð skelfingu lost in við þessi tíðindi og almenn- ingsálitio studdi hana. En íil framkvæmdanna kom aldrei, því að fingur örlaganna beind- ust nú að stórkostlegasía þætt- inum í sögu Claudiusarættar- innar. Neró fellur fyrir íegurð Poppeu. AF EINHVERJUM ástæðum ljet Otho aldrei nokkurt tæki- færi ónotað til þess að hæla konu sinni á hverl reipi í nær- veru Nerós. Sá tími hláut því óhjákvæmilega að koma, að Neró ljeti í ljós þá ósk sína að sjá þessa frábæru konu. Þegar hánn að lokum leit hana augum, varð hann meira en lítið hrifinn af framkomu hennar og hegðun. Hún hafði hulið líkama sinn klæðum jafn vel enn betur en óflekkaðar meyjar voru vanar að gera, og gat ekki að líta annað af líkama hennar en andlitið og fagurlega snyrtar hendurnar. Neró var með öllu óvanur slíkri siðvendni og fjekk því á- kafa löngun til þess að kynnast Poppeu betur. Heimsólti hann hana þvi brátt aftur og fjekk þá að sjá hana í allri sinni dýrð. Varð hann töfraður af yndis- þokka hennar og gáfum og geðjaðist því mjög vel að opin- skárri aðdáun hennar á honum. Hún vissi mætavel hvernig hún átti að ná íökum á þessum ástríðufulla unga manni, og þegar hann yfirgaf höll hennar, var hann algerlega á hennar valdi. Neró heimsótti hana nokkr- um sinnum oftar og í hvert sinn ljek Poppea þann djöful- lega leik sinn, að æsa hann upp og hrinda honum frá sjer til skiftis. Þóttist hún verða að hrinda honum frá sjer vegna ■ þess að hún væri trygg eigin- kona og dyggur þegn Octavíu keisarainnu. En að minnast á orðið ,.skylda“ við mann, er forsmáði alt sem heilagt var, gaí ekki haft önnur áhrif en þau, að trylla hann enn meir. Sagnritarinn Tacitus segir okkur, að hún hafi gefið honum þetta svar með tár í augum. Hún kvaðst ekki geta látið að óskum hans nema glata um leið síöðu sinni í þjóðfjelaginu, ástríkum eiginmanni, sem væri einn af máttarstólpum ríkisins, auði, hamingju og heimili. Hvað keisarann sjálfan snerti, þá gæti hann sem áður leitað fróunar hjá ambált sinni og hlíft Otho við miklar þjáning- ar. Þetla svar var neistinn, sem kveikli í bálkestinum. Agrippina reynir að koma vitinu fyrir son sinn. AGRIPPINA sá, að hjer var enn meiri hætta á ferðum en með Acte, því að Poppea myndi aldrei láta sjer nægja það að vera hjákona keisarans. Hún ákvað því að spyrna við fótum 'og heimtaði viðtal við son sinn. Það samtal var einvígi milli svarinna fjandmanna, þar sem annar var vopnaður takmarka- lausu hugrekki en hinn ótak- mörkuðu valdi. Síðustu orð hennar voru: — „Minstu þess, að jeg hefi gefið þjer keisaradæmið“. Gaf hún með því til kynna, að hún gæti svift hann því aftur. Neró skildi hvað hún átti við. Hann svaraði engu, en í huga hans myndaðist ógeðsleg fyrirætlun, sem lauk með móðurmorði. Hann endurtók heimsóknir sínar til Poppeu og kom í hvert skifti aftur enn heillaðri en áður. Otho, sem elskaði konu sína mjög heitt, skyldi nú hví- líkum þjáningum hann myndi hafa valdið Rufiusi, sem í ör- væntingu sinni hafði framio sjálfsmorð. Olho sá nú sjálfur, að hann hafði enga möguleika til þess að halda í konu þá, sem hann elskaði. Skap Nerós var orðið svo ægilegt, að það skelfdi alla, sem nálægt honum komu. í höllinni var- andrúmsloftið orðið svo þrungið, að allir vissu, að þetta hlaut að enda með skelfingu. Ekki varð heldur langt að bíða fyrsta höggsins. Otho var útlægur gerr frá hirðinni og sviflur öllum opinberum slörf- um. Venjulega var það svo, að slíkri skipun fylgdi vísbending um það, að sá, sem hlut álti að máli, skyldi fremja sjálfs- morð, eftir að hafa arfleitt keis arann ao eignum sínum. En tveir fyrverandi ráðgjafar Ner- ós, sem ætíð höfðu reynt að styðja málslað rjettlætisins, björguðu lífi Othos. Töldu þeir keisarann á að senda hann sem landstjóra til Lusilaniu. Það er víst engin nauðsyn að geta þess, að hann var að sjálf- sögðu neyddur lil að skilja konu sína eftir. Næst var Agrippina rekin úr höllinni og svift öllum sjerrjetl indum sínum. En Poppea var ekki enn ánægð, því að hún vildi láta ryðja Agrippinu úr vegi fyrir fult og alf. Torveld- lega gekk að fá menn iil níð- ingsverksins, en að lokum var það Anicetus flotaforingi, sem afreksverkið vann. Octavíu rutt úr vcgi... TRYLT af þessari velgengni sinni, sneri Poppea sjer nú að því að ryðja aðaihindruninni, Octaviu, úr vegi. Undir því yf- irskini, að hún væri ófrjó, var hún send i útlegð til Campaníu. Nokkrum dögum síðar fór f fram konunglegt brúðkaup, og Poppea varð keisarinna í Róm. En þólt Octavía væri í útlegð, naut hún enn hylli þjóðarinnar og við lá að uppreisn brydist út. Styttum af Poppeu var varp að til jarðar og þær brotnar, en styttur af Octaviu voru born ar um götur borgarinnar, girtar blómsveigum. Neró neyddist til að kveðja fyrverandi konu sína aftur íil höfuðborgarinnar og fólkið heilsaði henni með mikl- um fögnuði. Með bitrum huga hlustaði Poppea á trylt fagn- aðarlæti múgsins, en fólkið gerði sjer litla grein fyrir því, að með fagnaðarlátum sínum var það að kveða upp dauða- dóminn yfir Octaviu. Svivirðilegt samsæri xrar gerí, og Octavía var enn send í út- legð, í þetta sinn til Pandataria eyjar. Anicetus tók að sjer það hlutverk, að stytta henni aldur, og hjelt hann það loforð sitt. Eftir að hver svivirðilegi glæpurinn hafoi þannig rekið annan, reyndi Neró að vinna sjer aftur hylli fólksins með allskyns leikum og skemtunum. " Sjálfur söng hann opinberlega, Ijek i sorgarleikjum og ók vögn um í hringleikhúsinu. Vakti mest af þessu gremju Poppeu, því að henni fanst slíkur leik- araskapur ekki samboðinn keis ara. I þeim tilgangi að hefja veg keisaradæmisins, efndi hún til veisluhalda og allskonar mun- aðar, sem nálgaðist algert brjál æði og kostaði of fjár. Hún vildi ekki baða sig í vatni. Mjólkin ein hæfði húð hennar, og þá fyrst og fremst ösnu- mjólk, því að hún var sjaldgæf- ust. Fimm hundruð ösnur voru hafðar í þessu skyni einu og fylgdu þær ætíð með, ef hún férðaðist eitthvað. Baðförin sjálf var stórfengleg alhöfn. Poppea Ijet sig engu skifta aðgerðir keisarans í þá átt að gefa lýðnum skemtanir og taldi það ekki rýra virðingu hans. Hefir rómverski sagnaritarinn Dyone Cassius lýst einni slíkri hátíð — svalli og drykkjuskap — sem fram fór í fæðingarbæ keisarans, Anzio. Aftur á móti var hún mjög mótfallin til- hneigingum hans að koma per- sónulega fram á leiksviði. Dag nokkurn ávítaði hún hann, eftir eina slíka sýningu. Þetta >tiltæki hennar varð til þess að trylla svo hið ótámda skap hans, að hann misþyrmdi henni alvarlega. Þetta gerðist skömmu áður en erfingi krún- unnar átti að fæðast, og var þessi meðferð mjög- örlagarík bæði fyrir barnið og móður- ina. Ein eftir aðra fjellu persónur þessa harmleiks fyrir krafti of- beldisins. Neró sjálfum var bú- ið það hlutverk að refsa konu fyrir glæpsamlega hjegóma- girnd hennar og gera úl af við sitt eigið afkvæmi. Sú eina, sem lifði af þenna harmleik, var gríska ambáttin Acte. Hún reyndist honum írú eftir að hann hafði mist ríki sitl og var eltur sem glæpamaður. Einn dyggan þjón átti hann, sem að- stoðaði hann við að fremja sjálfsmorð, sem eftir hans eigin orðum „svifti heiminn þeím mesta listamanni, sem nokkru sinni hafði lifað“. lumiiuiiiiiiimimiiimiimiitiiiiimiiiiiiiitimitiiuiiiD I þúsundir I | munnu | 1| lesa Morgunblaðið á hverj- M S um degi. Slik útbreiðsla er s 1 langsamlega met hjer á || j§ landi, og líklega alheims- = = met, miðaS við fólksfjölda = H í landinu. — Það, sem birt- H s ist í Morgunblaðinu nær if = til helmingi fleiri manna =5 § en í nokkurri annari útgátfu = jf hjer á landi. §j imiiiiHUiiiiiiiiiiiiimiimuiiiiiiiiiimiiimiiimiiiiitb BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.