Morgunblaðið - 03.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. des. 1944 Utg-: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartan'sson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Siprjón Benedikts- son. jámsmíður á Siglufirði (Jíltverjl ilrij-ctr: í I/’ diMjíetja Ííii Fjárlaga-afgreiðslan NÝLEGA var hjer í blaðinu skýrt frá helstu breyting- artillögum, sem fjárveitinganefnd gerir við fjárlagafrum- varpið 1945. Var þess þar m. a. getið, að nefndin legði til að rekstrarútgjöldin á frumvarpinu hækkuðu um 17.6 milj. kr. Á móti kom 13.1 milj. kr. hækkun á tekjuáætl- uninni, þannig að frumvarpið verður með rúml. 5.5 milj. kr. halla á sjóðsyfirliti, samkv. tillögum nefndarinnar. Fjárveitinganefnd gerir grein fyrir tillögum sínum í ítarlegu áliti. Við lestur þessa álits hlítur það að vekja athygli, að sjö nefndarmenn telja sig hafa sjerstöðu um veigamikil atriði. Um þetta segir svo í nefndarálitinu: „Pjetur Ottesen og Þorst. Þorsteinsson óska að taka fram, að þeir telji fjárhag ríkissjóðs á næsta ári teflt í tvísýnu með þeirri hækkun á tekjuáætluninni, sem felst í tillögum nefndarinnar. Helgi Jónasson og Jónas Jónsson óska að taka eftir- farandi fram: Við höfum fyrirvara og óbundnar hendur um endanlega afgreiðslu til fjárlagafrumvarpsins, eftir því meðal annars, hvernig ræðst um tekjuöflun og með- ferð frumvarpsins á Alþingi. Þóroddur Guðmundsson og Lúðvík Jósefsson taka fram, að þeir gangi út frá, að ríkisstjórnin mun fyrir 3. umr. bera fram till. sínar um nýja tekjustofna. ríkissjóði til handa — ennfremur að þeir telji að fært hefði verið að fella niður einstaka útgjaldaliði, sem og að betur hefði farið á að veita meira fje til annara framkvæmda. Guðm. í Guðmundsson tekur fram, að hann gengur út frá því, að ríkisstj. muni fyrir 3. umr. bera fram tillögur sínar um nýja tekjustofna ríkissjóði til handa í samræmi við samkomulagið um myndun ríkisstjórnar“. Þetta var það, sem hinir sjö nefndarmenn í fjárveit- inganefnd vildu taka fram. ★ Þegar nú þess er gætt, að fjárveitinganefnd þingsins er skipuð 9 mönnum en af þeim eru sjö með fyrirvara um tillögur, sem nefndin flytur sameiginlega, verður eigi komist hjá að almenningur dragi af þessu þá ályktun. að eitthvað — og það meira en lítið — sje athugavert við vinnubrögð þessarar virðulegu þingnefndar. Því að hitt verður ekki ætlað, ^ð gamlir og reyndir þingmenn geri slíkar athugasemdir til þess eins, að hreinsa eigin samvisku. Allar breytingartillögur fjárveitinganefndar eru born- ar fram af nefndinni í heild. Af þessu leiðir að hver ein- staka tillaga hefir hlotið meiri hluta samþykki í nefnd- inni. Hins vegar er þess ekki getið, hve stór meiri hluti hefir verið með hverri einstakri tillögu. Hitt er ljóst, að þeir nefndarmenn, sem í minni hluta voru, töldu ekki ástæðu að gera þann eina ágreining, sem markaði stefnu þeirra — þ. e. að kljúfa neíndina. Þess vegna er ekki unt að taka alvarlega þann fyrir- vara eða sjerstöðu þá, sem hinir sjö nefndarmenn hafa skráð í nefndarálitinu. Því naumast ætlast þessir sjö þing- menn til að almenningur fáist til þess að leggja trúnað á það, að allur sá aragrúi tillagna, sem neíndin flytur sameiginlega, sjeu verk þeirra tveggja nefndarmanna, sem engan fyrirvara eða sjerstöðu hafa. ★ En þessi vinnubrögð fjárveitinganefndar sýna, að það er orðin brýn og aðkallandi nauðsyn að setja í stjórn- skipulög landsins fastar skorður við meðferð fjárlag- anna. , Það á að vera verk ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma að ákveða hver heildarútgjöld fjárlaganna skuli vera. Hún á að marka heildarstefnuna. Vilji þingið breyta til, verð- ur það að vera innan þess ramma, sem stjórni.n setur. Þessa bragarbót verður að gera, svo ekki þurfi lengur að búa við handahófsverk við afgreiðslu fjárlaganna. <§X^<^<$><$><^<$'<$*$h$><$X$><$X$><$><§> mu Á morgun verður hinn al- kunni hagleiks- og dugnaðar- maður, Sigurjón Benediktsson, járnsmiður á Siglufirði, 75 ára. Sigurjón er fæddur að Marð- arnúpi í Vatnsdal 4. desember 1869. Fluttist hann á barns- aldri með foreldrum sínum, Benedikt Pjeturssyni trjesmið og Hólmfríði Helgadóttur, út á Skagaströnd og ólst þar upp. Á unglingsárunum stundaði hann sjómensku á Skagaströnd og einnig sunnanlands. Síðar fór hann til Reykjavíkur og lærði járnsmíði. Ekki gerðist Sigurður samt járnsmiður að loknu námi. Hann settist að á Blönduósi og lagði stund á trje smíðar og beykisstörf. Sjóróðra stundaði hann einnig, var lengst af formaður og lenti oft í hinum mestu svaðilförum á hinum oft úfna Húnaflóa. Eft- ir 15 ára dvöl á Blönduósi flyt ur Sigurjón til Siglufjarðar og gerist þar járnsmiður og verð- ur það hans æfistarf. í 35 ár, má heita óslitið, dag eftir dag, frá morgni til kvölds, stendur Sigurjón í smiðju sinni og hamrar járnið. Brást hann þó oft fljótt við, ef komið var með báta eða skipaviðgerðir, þó ekki væri á venjulegum vinnu- tíma, enda mun fjöldi útgerð- armanna um land alt vera hon- um þakklátir fyrir að hann hugsaði jafnan meira um að greiða úr vandræðum þeirra, en sína eigin hvíld. — En fyrir 2 árum bilaði heilsan svo hann varð að hætta störfum. Árið 1891 kvæntist Sigurjón Kristjönu Bessadóttur frá Sölvabakka, sem hefir alla tíð reynst honum hin ágætasta kona og mjög samhent á allan hátt, enda hafa þau með dugn- aði sínum og atorku skapað sjer og sínum fagurt og myndarlegt heimili, þar sem ríkir framúr- skarandi snyrtimenska í smáu sem stóru. Eiga þau 5 börn á lífi, öll gift og hin mannvænleg- ustu. — Nýtur Sigurjón nú ást- ríkrar umönnunar eiginkonu barna og tengdabarna. Á þessum merkilega afmælis degi, óska jeg honum og hans nánustu, allra heilla og þakka honum alla vinsemd á liðnum árum og bið guð að gefa honum friðsælt æfikvöld. Vinur. London: — í síðastliðnum októbermánuði fórust hjer í Bretlandi 375 manns af völd- um umferðaslysa, þar af 80 börn, en 10.400 manns meidd- ust meira eða minna. Útigangshestar. FÓLK í Kleppsholti hefir kvartað yfir því, að útigangshest #ar, sem þar eru, geri því átroðn- ing. Vaða þeir heim að húsum, þar sem illa er girt og hýma við húsin, þvælast fyrir utan dyra og valda öðrum leiðindum, fyrir ut- an það, að þeir naga alt gras- kyns í kringum húsin, alt niður í rót, og þykir fólkinu að vonum hvorki gott traðk þeirra nje nag. Hjer kémur og það til, að hestar þessir hafa ekki nema snapir þarna kringum húsin, og fer ekki hjá því, að þeir verði illa haldn ir, þegar á líður. Ættu eigendur þeirra ekki að láta þá ílækjast svor.a, heldur koma þeim eitt- hvað, þar sem þeim gengur bet- ur að fá nóg að bíta. Fínir menn og rjómi. H. skrifar mjer: „Herra Víkverji! Mig langar til að senda þjer nokkur orð um rjómann. í>að, að ráðherrar og fyrver- andi ráðherrar fá heimsent bæði mjólk og rjóma, á sama tíma og aðrir híma í biðröðum án þess að fá nokkuð, er sú alkunna, að menn undrar hvernig þessir virð ingamenn geta verið án þess að stinga upp í sig rjómapelanum á opinberum mannfundum. En þeg ar misrjettið er jafn mikið og raun er á meðal þeirra, sem neð ar eru í þjóðfjelagsstiganum, er ekki laust við að ýmsir verði ó- nægðir. Þegar venjulegur utangarðs- maður kemur í mjólkurbúð snemma morguns, og biður um rjóma, fær hann venjulega þau svör, að hann sje ekki til. Honum verður litið á afgreiðsluborðið og sjer þar milli 30 og 40 krúsir og koppa af hinum sundurleitustu gerðum, í þann mund sem utan garðsmaðurinn er að yfirgefa búðina og þó venjulega ekki fyrr en um klukkutíma seinna, kem- ur í búðina viðskiptavinur, rjett ir fram peninga með vinstri hendi, tekur við kopp í þá hægri. Ekkert orð, aðeins augun tala. Ef afgreiðslustúlkan er beðin skýr- ingar á fyrirbrigðinu, er svarið ávalt það, að krúsirnar innihaldi rjóma, sem tekinn sje frá fyrir sjúklinga. Aumingja Reykjavík, með sína mörgu sjúklinga. Eftirfarandi tvær sögur gerð- ust í sambandi við rjómann: • Þjónninn og dansleik- urinn. Húsmóðir hafði farið erindis- leysu í mjólkurbúð. Hálftíma síð ar kemur stallsystir hennar sem býr í sama húsi, úr sömu mjólk- urbúð með hálf pott af rjóma. Sú fyrri spyr skýringar á fyrirbrigð inu. Skýringin var sú, að af- greiðslustúlkan ætlaði á dansleik en hafði ekki getað fengið tekið frá fyrir sig borð til að sitja við á dansleiknum, og hálfpottinn af rjómanum hafði sú síðari fengið gegn því, að maður hennar, sem ' er þjónn, sæi um að festa henni borðið. • Súrmjólkin. Kona. kom í mjólkurbúð og bað um rjóma. „Ekki til“. Inn kemur önnur kona. Þýðingarmikið augnaráð, fer fram milli einnar afgreiðslu- 1 stúlkunnar og konunnar, sem síð ar kom. Rjett krukka yfir borð- ið, mælt í hana úr brúsa, borg- \ að, kvatt og farið út. Að þessari athöfn lokinni spyr kona sú, er ' fyrr hafði komið, en var þó ekki farin, hvað sje innihald brúsa þess, er mælt var úr. „Súrmjólk". „Jeg ætla að fá hálfpott af þess ari súrmjólk". Ðularfull augnaráð milli af- greiðslustúlknanna. Síðan mæld- ur hálf pottur af innihaldi brús- ans. Konan borgar fyrir hálf pott súrmjólkur, þakkar fyrir og fer. Þegar heim kom kannaði hún innihaldið, sem reyndist að vera ósúr rjómi, og ]jað jafnvel í þykkara lagi. • „Nei, sko. Pólití". FYRIR nokkru varð sá atburð- ur í íbúðarhverfi einu í Vestur- bænum, að lögregluþjónn kom þar í ljós á einu götuhorninu og stóð þar nokkuð langa stund. — Vakti þetta mikla undrun íbú- anna í hverfinu, þar sem þetta var óvenjuleg sjón. Börnin störðu gapandi á þenna stórvaxna mann og konu einni, sem þetta sá, varð að orði: „Nei, sko. Pólití“. Sýnir þessi undrunarupphróp- un konunnar, hve íbúunum þótti nýstárlegt að sjá laganna vörð. Tveir bátar keyplir fil Grundarfjarðar Frá frjettaritara vorum í Stykkishólmi: í HAUST hafa tveir bátar verið keyptir til Grundarfjarð- ar. Hlutafjelagið Hrönn keypti í okt. s.l., vjelbátinn Baldur E A 629, frá Dalvík.Er það vand- aður bátur, bygður úr eik í Sví þjóð árið 1935 og er 24 smál. að stærð. Útbúnaður allur er i ágætu standi og báturinn yfir- leitt vel með farinn. Hefir hann verið skírður um og heitir nú Jóhann Dagsson, og fær um- dæmis töluna S. H. 10. For- maður á bátnum verður Ás- mundur Jóhannsson, frá Kverná og kom hann með bát- inn að norðan. Er hann þegar byrjaður sjóróðra frá Grund- arfirði. Páll Þorleifsson frá Hömrum o. fl. hafa í þessum mánuði keypt vjelbátinn Fylkir G K 503, frá Keflavík, og er hann nýkominn til Grundarfjarðar. Er hann smíðaður í Reykjavík 1922, en stækkaður og endur- bygður árið 1939. Mb Fylkir er 24 smálestir að stærð, bygður úr eik og. furu og hefir verið vandað til byggingarinnar. — Heldur hann sama nafni áfram en fær umdæmistöluna S.H. 11. Formaður á Fylki verður Páll Þoileifsson. Páll hefir í mörg ár stundað sjóróðra úr Grundarfirði á mb Svan, sem margir kannast við undir nafninu Hamra-Svamtr. Hefir hann verið heppinn for- maður í þess orðs bestu merk- ingu. I byrju.n nóvember rak Svan á land í Grafarnesi og laskaðist hann og hefir nú ver- ið settur í dráttarbraut Stykk- ishólms, og hefir Skipasmíða- stöfin h.f. í Stykkishólmi tekiö að sjer endurbyggingu bátsins. Hjúskapur. f gær voru gefin saman í hjónaband að Mosfelli í Mosfellssveit ungfrú Jóna Krist jánsdóttir frá Álfsnesi og Jóhann es Ólafsson lögregluþjónn í Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.