Morgunblaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 10
10 > MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 8. febrúar 1945 — Utan úr hesthúsinu barst bjartur, tenór Cupide að eyrum hans. Það lá vel á þeim litla þessa dagana. Það Jjet nærri að hann tilbæði Clint eins og guð sinn. Hann snerist í kringum hann eins og skopparakringla, reyndi að apa eftir göngulag hans, mállýsku og drafandi rödd. Clint hafði gaman að því að kenna honum kúreka-mál- lýsku, sem dvergurinn sló síð- an um sig með í eldhúsinu hjá Kaka. — Síðan Nikulás Dulaine andaðist, hafði honum ætíð ver ið stjórnað með harðri hendi af konum — Ritu — Bellu, Clio, Kaka. — En nú voru þeir tveir, karlmennirnir á heimilinu. — Hann reykti vindla Clint, og fægði stígvjel hans, burstaði föt hans og kebdi hestunum. — Þeir fóru saman á veðreiðar og' hestauppboð. — Það mátti með sanni segja, að Cupide nyti þess í ríkum mæli að vera til, um þessar mundir. — Clint stóð enn í sömu spor um. Hann hugsaði með sjer: — Þjer er best að hypja þig hjeð- an, drengur minn, ef þú vilt ekki komast í einhver vand- ræði. — Alt í einu heyrði hann að Clio var farinn að syngja. Hún hafði fallega alt-rödd, — djúpa og hljómmikla, og söng- ur hennar var látlaus, en hríf- andi. Maðurinn leit enn einu sinni í kringum sig. Blóðið tók að renna örar um æðar hans og hjartað að. slá hraðar. Hann vissi, að hann myndi ekki geta farið. — Hann gaut augunum í áttina til eldhússins. Þar rjeð Kaka ríkjum, Kaka, sem gat verið hvorttveggja, tryggur bandamaður og hættulegur ó- vinur. Hún þekti ekki það fyr- irbæri, sem gáfaðir menn nefna hinn gullna meðalveg. Hann hafði eitt sinn sagt við Clio: „Þessi svertingjakerling þín hatar mig eins og pestina. Hún fussar og sveiar í hvert sinn, sem hún kemur auga á mig. Jeg þyrfti að taka hana í karphúsið“. „Henni er ekki illa við þig, persónulega. Henni ér aðeins í nöp við karlkynið. Hún fjekk þá reynslu af því að vera með mömmu og Bellu frænku, að í kjölfar karlmannsins sigldu alt af tár og tregi“. — Hann lallaði í hægðum sín um að eldhúsdyrunum. Hann stóð andartak kyrr í dyragætt- inni og virti Kaka fyrir sjer. Hún leit ekki upp frá vinnu sinni. — Hann gekk inn á mitt gólf og sagði: „Þjer er heldur illa við mig, kerlingin — er það ekki?“ Hún leit illúðlega á hann, en ansaði engu. „Það er annars undarlegt", hjelt hann rólega áfram, ,,að þegar jeg hitti mann sem mjer geðjast ekki að — eða, sem ekki geðjast að mjer — verð- ítr " altaf annarhvor okkar að víkja. — Jeg ætla að verða hjer kyrr“. Hún horfði á hann hatursfull um augum. Síðan tók hún að ryðja úr sjer fúkyrðum og for- mælingum á frönsku, þar eð hún vissi, að hann skildi ekki orð í þeirri tungu. „Dóni! Búri! Kúasmali — svei aftan! Jeg hata þig! Je t’déteste!“ ,,Það er naumast“, drafaði í Maroon. „Því miður kann j:eg ekki þessa golfrönsku sjálfur, en jeg fyllist aðdáun í hvert sinn, sem jeg heyri aðra tala hana. — Jeg hygg, að þú hafir ekki beinlínis verið að skjalla mig. — Síðasta orðið, sem þú sagðir, skildi jeg —“. I einu vetfangi var hann kom inn við hlið hennar. Með annari hendinni tók hann utan um handleggi hennar og sveigði á bak aftur, en með hinni utan um ökla hennar. Hann hóf hana hátt í loft upp, eins og hún væri fis. Hún gaf frá sjer hálfkæft óp og horfði á hann með óttablöndnu hatri. Hún var orðin gráföl í andliti. Clint Maroon horfði á hana. Aúgu hans voru ekki lengur blá. Þau voru stálgrá. En hann brosti lítið eitt, þegar hann tók til máls aftur, og rödd hans var góðlátleg eins og venjulega. „Nú gæti jeg molað í þjer hvert bein, kerli mín, ef mjer biðist svo við að horfa“. Hún sneri höfðinu og reyndi að læsa tönnunum í handlegg hans. „Vertu róleg! Jeg ætla ekki að gera þjer neitt mein. Við eigum eftir að verða góðir vin- ir“. — Augnatillit hennar sann aði hið gagnstæða. — „Jú — við eigum eftir að verða perluvinir. Clio hefir aldrei skemt sjer neitt um æv- ina. — Nú skulum við þrjú — Cupide, þú og jeg — sjá um að hún fái allar óskir sínar upp- fyltar, nái í auðugan eigin- mann og verði hamingjusöm. Jeg ætla ekki að gera henni neitt illt. Jeg ætla aðeins að hjálpa henni“. Hann setti hana niður á gólf- lið aftur, og klappaði kumpán- lega á öxl hennar, um leið og ;hann sagði: „Jeg elska þig vegna þess að þú elskar hana“. Kaka leit á hann. „Eigið þjer við, að hún verði rík — giftist virðingarverðum manni?“ ,,Já, vitanlega. En við verð- um að fara varlega“. Hún leit aftur á hann, og augu hennar voru eins og í gam alli galdranorn, djúpúðug og rillkvittin. „Hvað segið þjer um að fá franskan kjötbúðing til kvöld- verðar í kvöld — þ. e. a. s„ ef þið Clio ætlið að borða heima?“ „Er hann góður?“ „Já. — Það er gott að hafa karlmann á heimilinu til þess að matreiða fyrir. Jeg er orðin þreytt á því, að hafa aðeins kvenfólk í fæði — þótt Clio litla borði að vísu á við margan karlmanninn“. VII. Kapítuii. „Faire du scandale“, sagði Clio upp úr þurru. „Hvað þýðir það?“ spurði Clint. „Jeg ætla að vekja hneyksli. Ekki stórkostlegt hneyksli •— aðeins nóg til þess að tekið verði eftir því“. Þau höfðu nýlokið við að snæða kvöldverð og sátu inni í dagstofunni. Það var hálfrokk- ið í herberginu. Clio var í hvít- um kjól, svo að hár hennar og augu sýndust enn dekkri en ella. „Þú minnir mig á lind, sem við rákumst eitt sinn á, rjett hjá Brazos“, sagði hann. „Hún var svo svalandi og fersk að sjá tilsýndar, að við flýttum okkur að krjúpa hjá henni til þess að fá okkur að drekka. En þegar við snertum vatnið, brend um við okkur — því að þetta var hver“. Hún hló. „Einhverntíma för- um við saman til Texas, Clint, — áður en jeg er sest í helgan stein með mínum virðulega, ríka eiginmanni“. „Ertu að reyna að stríða mjer?“ Hún yppti öxlum og bros hennar varð glettnislegt. „Nei. Hefi jeg ekki altaf sagt, að jeg ætlaði að krækja í ríkan mann?“ „Hm — jeg gleymi því altaf, að þú ert ekki annað en smá- telpa, sem stolist hefir í fínu fötin af mömmu sinni“.« Hún rjetti úr sjer. „Jeg er fullorðin, og jeg hefi hugsað mjer að leika illilega á heim- inn og mennina“. „Þú segir ekki satt!“ sagði hann, eins og hann væri að tala við skemtilegt barn. „Viltu hlusta á mig andartak? Við höfum ekkert að gera hjer í New Orleans. En áður en við förum, þarf jeg að gera dá- lítið“. „Hvað skyldi það vera? — Þú ert svo illkvittnisleg á svip- inn------“. „Nei, jeg er ekki illkvitnis- leg, Clint. — En það væri ekki furða, þótt svo væri, því að —“ „Jeg elska þig ejns og þú ert“ tók hann fram í fyrir henni. „Jæja, hlustaðu þá á mig. — Cupide og Kaka hafa komist að því fyrir mig, að það er dóttir — Charlotte Thérése“. „Dóttir?“ endurtók hann. — „Hvað áttu við? Dóttir hvers?“ Hún sagði, þolinmóð: „Dóttir föður míns, Nikulásar Dulaine. Hún heitir Charlotte Thérése. Það er hálfsystir mín, eins og þú veist — „Hálfsystir þín, já-------“. „Auðvitað er hún hálfsystir mín! — Jæja, hún er fimmtán ára gömul — Kreóli í húð og hár — alin upp eftir ströngústu siðareglum. — Næsta vetur held ur hún innreið sína í sam- kvæmislíf borgarinnar. — En verið gæti að það kæmi babb’ í bátinn, ef gamalt hneyksli í fjölskyldunni yrði vakið upp að nýju“. Clint hafði setið og hallað sjer makindalega aftur á bak í sætinu. Nú settist hann snögg- lega upp. „Hvað áttu við? Þú hefir þó ekki fjekúgun í hyggju?“ „Clint! Hvernig getur þjer dottið annað eins í hug?“ „Það var svo einkennilegur svipur í augum þínum----------“. Landið græna Æfintýr eftir E. Nesbit. 19 En í sama bili og fuglinn hló, breyttist alt aftur í sitt fyrra horf. Varð þvottahúsið fóstra konungsdóttur aft- ur, einbýlishúsið fagra varð aftur konungur, og annað fólk bara það, sem það hafði verið áður, og allar hinar skörpu gáfur Matthildar hurfu burt eins og ljós hefði verið slökkt. Og hláturfuglinn sjálfur datt í tvennt, og varð annar helmingurinn bara venjulegur hani, en hinn helmingur inn ryðgaður vindhani, eins og hafður er uppi á húsburst um og snýst í sífellu fyrir vindinum. Og hefir hvorugur hluti hins brotna fugls brosað aftur, eins og segir um suma bjartsýnismenn veraldarsögunnar, þegar vonir þeirra urðu að engu. Nú sendi hinn þakkláti konungur allan herinn, sem nú var skreyttur fínustu einkennisklæðum, til þess að fylgja Matthildi og Hróðnýju heim. En Matthildur var skelfing syfjuð. Hún hafði verið gáfuð svo lengi, að hún var nú orðin alveg uppgefin. Það er nefnilega alveg sjer- staklega þreytandi að vera mjög gáfaður, eins og þið haf ið sjálfsagt heyrt, — já, sumir eru svo gáfaðir að þeir geta aldrei gert handarvik, bara þessvegna. Og herinn hlýtur að hafa verið syfjaður líka, því hver hermaður- inn hvarf eftir annan, og þegar Matthildur komst heim, var aðeins einn eftir og það var þá lögregluþjónninn heima á horninu. Daginn eftir fór Matthildur að tala við Hróðnýju um landið græna og hláturfuglinn og konunginn, sem varð að einbýlishúsi, en Hróðný sagði bara: „Hvaða bull er þetta í þjer, stelpa. Reyndu að hætta því!“ Þá skildi Matthildur auðvitað að Hróðný kærði sig ekki um að vera minnt á það, þegar hún var nöldurs- sjálfsali, svo auðvitað hætti hún að minnast á þetta þar sem hún var eins og við vitum, allra kurteista stúlka. Matthildur nefndi ekki ævintýri sín við neinn annan, því allir hjeldu að hún hefði verið hjá stórfræknu sinni. Og hún vissi að hún myndi verða send til hennar aftur, ef upp kæmist, að hún hefði verið annarsstaðar, en það kærði hún sig síst um. Hún hefir oft óskað sjer þess, að Hróðný tæki aftur skakkan vagn, en öðruvísi veit hún að ekki er hægt að komast til landsins græna, en einu sinni þegar þær tóku skakkan vagn, þá fóru þær als ekki þangað, heldur í miklu leiðinlegra þorp, en það, sem frænkan bjó í. En það ætti engin lítil stúlka að búast við því að sjá Landið Græna nema einu sinni á ævinni. Og margir okk ar líta það aldrei augum. , ENDIR Verkamaður einn, sem vann hjá gömlum Gyðingi, fór til hans og bað um launahækkun vegna þess, hve hann hefði mik ið að gera. — Hvað segirðu, sagði gamli Gyðingurinn, þú hefir það mjög rólegt, þar sem þú í raun og veru vinnur ekki neitt. — Sjáðu nú til: Það eru 365 dagar í árinu. Á hverjum sólarhring sefur þú 8 klukkustundir. Það eru 122 dag ar og þá eru eftir 243. Átta stundir á dag áttu frí. Þá eru eftir 121 dagur. Jeg gef þjer klukkustund á hverjum degi til matar. Það eru 15 dagar til við- bótar. Þá eru eftir 106. — Þú vinnur ekki á sunnudögum. 52 dagar eru þar og 54 eftir. Þú vinnur ekki nema hálfan dag- inn á laugardögum — 26 frídag ar frá enn, 28 eftir. Þú hefir hálfsmánaðar sumarleyfi ár- lega og vika fer í veikindi. Þá eru ekki nema sjö dagar eftir til að vinna. Ekki vinnur þú á nýjársdag, afmælisdag Was- hingtons, 4. júlí, 1. maí þakk- argjörðadag og jólin heldur þú helg, auk þess sem fleiri dagar fara forgörðum hjá þjer. ■—- Jeg ætti ekki annað eftir en að fara að hækka launin þín. ★ Skipbrotsmaður einn hafði verið heilt ár á eyðiey og varð frá sjer numinn af gleði, er hann sá einn morguninn, að skip hafði lagst við akkeri í lít- illi vík við eyna og að sjómenn voru að láta niður bát. Þegar sjómennirnir komu í land á bátnum, kastaði einn skips- mannanna blaðapakka til mannsins á eynni og sagði: — Skipstjórinn biður að heilsa yður og biður yður að segja til um, þegar þjer hafið lesið þessi blöð, hvort þjer vilj ið láta bjarga yður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.