Morgunblaðið - 27.04.1945, Síða 5
Föstudagur 27. apríl 1945.
5
bíOBG.UNBLAÐIÐ
Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna
Ritstjórn: Sambandsstjórnin.
Eiga ungmennafjelögin
að vera unglingadeildir
í Framsóknarflokknum?
í SIÐU Sambands ungra
sjálfstæðismanna hjer í blað-
inu 8. febr. s.l. var það gagn-
rýnt, og talið ósamrýmanlegt
nauðsynlegu hlutleysi ung-
mennafjelaganna, að Daníel
Ágústínusson, framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins,
skuli jafnframt vera hinn raun
verulegi framkvæmdastjóri U.
M. F. í. Einnig var gagnrýnd
sú ráðstöfun stjórnar U.M.F.I.
að tilnefna Daníel af sinni
hálfu til setu í íþróttanefnd
ríkisins og þar með tryggja
Framsóknarflokknum 2/3 hluta
þeirrar nefndar, sem á hverj-
um tíma skiftir niður því fje,
sem ríkið leggur af mörkum í
íþróttasjóð til styrktar íþrótta-
mannvirkjum og hinni frjálsu
iþróttastarfsemi landsmanna.
En eins og menn muna skipaði
Hermann Jónasson á sínum
tíma Guðmund Kr. Guðmunds-
son, taumþægan Framsóknar-
mann, til þess að vera formann
íþróttanefndarinnar. Guðmund
ur var síðan endurskipaður af
utanþingsstjórn Dr. Björns
Þórðarsonar.
Eins og gefur að skilja, þar
sem pólitísk aðstaða er annars
vegar, hafa Framsóknannenn
unað því hið versta, að á þetta
skuli hafa verið minst. Gerir
Daníel Ágústínusson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins og sambandsritari U.
M. F. 1, þessa Morgunblaðs-
grein að umræðuefni í löngu
máli, sem hann skrifar í Tím-
ann 23. febr. s.l. Spyr hann þar
með hinu mesta yfirlæti, hvort
leiðbeina þurfi ungmennafje-
lögum og svarar sjer síðan sjálf
ur á þá leið, að svo sje áreið-
anlega ekki og lýsir yfir, að því
er virðist í nafni sambands-
stjórnar U. M. F. í., að öll sú
gagnrýni, sem færð sje fram
varðandi þetta efni, skuli skoð-
ast sem níð og rógur um ung-
mennafjelögin, einungis flutt í
því skyni að sundra iingmenna-
f j el agshrey f ingunni.
Annar snögt um smærri spá-
maður heldur en Dartíel er,
Olafur nokkur H. Guðmunds-
son að nafni, tekur svo upp í
Tímann 16. mars s.l. aðalatrið-
in úr grein Daníels að viðbættu
sínu persónulega þakklæti til
sambandsstjórnar U. M. F. í.
fyrir ágætlega unnin störf og
lýsir yfir þeirri vissu sinni, að
engu breyti það um álit sannra
ungmennafjelaga á Daníel
Ágústínussyni og öðrum for-
ystumönnum U. M. F. L, þó
óvandaðir blaðasnápar í
Reykjavík geri sjer það til
dundurs að skrifa lymsku-
blandnar greinar um sambands
stjörnina.
Grein þriðja Framsóknar-
mannsins mun skrifuð áður
heldur en umræður hófust um
mál það, sem hjer að framan
hefir verið rifjað upp að
nokkru. Er höfundur hennar
Jónas Baldvinsson á Lundar-
brekku, og má skoða tillag Jón-
asar til þessa máls, hugleiðing-
ar hans út af skoðun, sem fram
kom í útvarpserindi, sem einn
af stjórnendum U M. F. 1, Gest
ur Andrjesson bóndi á Hálsi,
flutti 2. des. 1944, en þar var-
aði hann við því, að ungmenna
fjelögum væri á einn eða ann-
an hátt blandað inn í þá bar-
áttu, sem landsmálaflokkarnir
heyja sín á mjlli.
Þessi ungi Framsóknarmaður
andæfir skoðun Gœts á Hálsi
og kveður ungmennafjelögin
hafa verið „einskonar ungliða-
deildir samvinnufjelaganna",
og vill auðsjáanlega ekki, að
þar vrerði nokkur breyting á.
Eiga ungmennafjelögin sam-
kvæmt þessu að vera nokkurs-
konar fjelög ungra Framsókn-
armanna og er þá auðskilin við
kvæmni Daníels Ágústínusson-
ar, þegar á það er minst, að
það sje ósamrýmanlegt hlut-
leysi þeirra að þeim sje stjórn-
að af aðalskrifstofu Framsókn-
arflokksins í Reykjavík.
Ef ungmennafjelagar ætlast
til að þeim sje í framtíðinni
sýndur jafn mikill trúnaður
eins og hingað til, verða þeir,
sem þar hafa forystu, að vera
vel á verði gagnvart ásælni ein-
stakra stjórnmálaflokka, og það
er síst til styrktar aðstöðu U.
i M. F. í. í þeim deilum, sem nú
eru uppi um framtíðarviður-
I kenningu sambandsins af hálfu
ríkisvaldsins, ef grein Daníels
I Ágústínussonar í Tímanum 23.
febr. s.l., á að skoðast sem grein
: argerð af hálfu sambandsstjórn
| ar U. M. F. 1 í tilefni af þeirri
' gagnrýni, sem fram er komin
vegna tilhneigingar Framsókn-
arflokksins til að misnota ung-
mennafjelagshreyfinguna sjer
til framdráttar og þeirrar að-
stöðu, sem flokknum hefir ver-
ið gefin í því sambandi.
Þetta mál verður ekki rætt
hjer nánar að þessu sinni, en
það verður áreiðanlega fylgst
með því, hvað skeður í þessu
efni og frá því skýrt og það
gagnrýnt — ef þörf krefur, al-
veg án tillits til þess, þótt ung-
um Framsóknarmönnum finnist
fátt um, að sagt sje frá fyr-
irætlunum þeirra í þá átt að
hafa ungmennafjelögin að
„ungliðadeildum samvinnufje-
laganna“.
ftBST \f> vroi.TSA l
•.umorNm.AOTW
Þrótfmikil efling og
endurnýjun Sfefnis
í Hafnarfirði
MIKILL ÁHUGI og vaxandi
þróttur hefir færst í Stefni,
fjelag ungra Sjálfstæðismanna
í Hafnarfirði, á þessum vetri.
Síðasti aðalfundur fjelagsins
var haldinn í desembermánuði
og var þá kosin ný stjórn í fje-
lagið. Hana skipa: Árni Ágústs-
son, formaður, Jóhannes
Bjarnason, varaformaður, Har-
aldur Sigurjónsson, ritari, Ein-
ar Sigurjónsson, gjaldkeri, og
Helgi Kristjánsson, fjehirðir. I
varastjórn eiga sæti Páll Dan-
íelsson, Eggert Isaksson og
Guðlaugur Þórðarson.
Þessi nýja stjórn fjelagsins
hefir lagt mikla áherslu á að
efla starfsemi þess. Hóf hún
m. a. undirbúning að því þegar
1 stað að koma á fót stjórnmála
námskeiði á vegum fjelagsins,
og naut til þess atbeina Jó-
hanns Hafstein, formanns Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna.
Stjórnmálanámskeiðið hófst
með góðri þátttöku hinn 12.
mars s.l., og hafa reglubundn-
ir fundir verið haldnir síðan.
Jóhann Hafstein hefir veitt leið
beiningar á námskeiðinu, en
mælskuæfingar farið fram
meðal þátttakenda og fyrir-
lestrar verið fluttir.
Fjelagsfundur var haldinn
mánudaginn 16. þ. m. Stjórn
fjelagsins hafði skrifað ungum
stúlkum í Hafnarfirði brjef og
leitað eftir þátttöku þeirra í
fjelaginu. Margar stúlkur
mættu á þessum fundi, og voru
samþyktar inntökubeiðnir frá
20 stúlkum. Hefir fjelagið einn
ig auk þessa aukist að með-
limtölu frá síðasta aðalfundi.
Stjórnmálanámskeiði fjelags-
ins er nú um það bil að ljúka.
Næstkomandi laugardag efnir
fjelagið til skemtisamkomu,
sem haldin verður í húsi Sjálf-
stæðisfjelaganna í Hafnarfirði.
Munu þar koma fram og flytja
stuttar ræður þátttakendur í
stjórnmálanámskeiði fjelagsins.
Á þessa skemtun munu koma
í heimsókn meðlimir í Heim-
dalli, fjelagi ungra Sjálfstæðis-
manna í Reykjavik. Ollum
Sjálfstæðismönnum í Hafnar-
firði er heimill aðgangur að
þessari skemtisamkomu.
Með þessari skemtisamkomu
fjelagsins má segja, að hinni
eiginlegu vetrarstarfsemi fje-
lagsins sje um það bil að ljúka
og er þess vegna þess að vænta.
að Sjálfstæðisfólk í Hafnar-
firði fjölmenni á skemtunina.
Samstarf og góðvild
þarf að ríkja milli
sveita og kaupstaða
MEÐAL stefnumála ungra! mynduð, að undanteknu sumr-
Sjálfstæðismanna er að vinna
að auknum skiiningi og sam-
vinnu á milli sveita og kaup-
staða. Er því ekki úr vegi að
síða S. Ú. S. láti þessi mál til
sín taka.
Hafsteinn Pjetursson búnað-
arþingsfulltrúi, bóndi á Gunn-
steinsstöðum, flutti erindi í út-
varpið nýlega á vegum bænda
og húsmæðraviku Búnaðarfje-
lagsins. Ýmislegt var gott í er-
indi hans, en hann ræddi eink-
um viðhorf sveita og kaupstaða
manna hverra til annarra og
nauðsyn á góðvild og skilningi
á milli þessara aðila. Er vel
farið, ef þessi, að sögn, vænt-
anlegi frambjóðandi Fram-
sóknarfl. í Austur-Húnavatns-
sýslu beitti sjer fyrir því *inn-
an Framsóknarflokksins, að
hann hætti því þjóðskemdar-
starfi að rægja saman sveitir
og kaupstaði. Sú iðja hefir ver-
ið ósleitilega stunduð af Fram-
sóknarflokknum frá stofnun
hans og til þessa dags. For-
ystumenn flokksins, sem flest-
ir hafa hreiðrað um sig í vel-
launuðum stöðum í Reykjavík,
hafa reynt að ala á öfund og tor
trygni milli bænda og kaup-
staðarbúa. Því miður hefir
j þessi þokkalega starfsemi bor-
ið nokkurn árangur, öllum til
tjóns, nema valdaklíku Fram-
sóknarflokksins, sem hefir lát-
ið öldur stjettarígs og sundr-
ungar lyfta sjer til valda. Af-
urðasölumál bænda, einkum
mjólkurmálin, hafa þeir tekið
í þjónustu sinnar pólitísku
starfsemi. Þar sem aðaláhuga-
málið virðast vera kjósenda-
hagsmunir og dutlungar Svein-
bjarnar Högnasonar eða Eg-
ils i Sigtúnum og að skapa sem
mesta tortrygni og úlfúð um
þessi mál, í stað helibrigðra
verslunarhátta og að leitast við
að efla gagnkvæmt traust og
samvinnu á milli framleiðenda
og neytenda, sem er hagsmuna-
mál beggja aðila.
Þrátt fyrir rógsiðju ýmsra
framsóknarleiðtoga, er vaxandi
skilningur á því meðal alls al-
mennings í svgitum, að vel-
gengni og góð kaupgeta við
sjávarsíðuna er fyrsta skilyrð-
ið fyrir velsæld í sveitunum, og
gagnkvæmt. Hafsteinn Pjeturs-
son komst svo að orði, í áður-
nefndu erindi, að sveitunum
væri að blæða út. Þetta er harð-
ur dómur um stjórnarforustu
inu 1942.
Vilhjálmur Þór var landbún-
aðarráðherra utanþingsstjórn-
arinnar, en hann á sæti í mið-
stjórn Framsóknarflokksins. —
Allan valdatíma flokksins hef-
ir hann fyrst Qg fremst talið
sig vera bændaflokk og ætíð
sagst vera að vinna að viðreisn
sveitanna. Sá, sem þetta ritar,
er sammála Hafsteini Pjeturs-
syni um það, að forusta Fram-
sóknar í landbúnaðarmálum
hafi orðið þeim atvinnuvegi á
margan hátt til niðurdreps, en
jeg er ekki sammála honum
um það, að sveitunum sje að
blæða út. Jeg byggi þá skoðun
Framhald á 8. síði*
Það er mjög ánægjulegt til Framsóknarflokksins á undan-
þess að vita, hvað Stefnir hef-
ir eflst og vaxið á hinum liðna
vetri og þess að vænta, að
förnum árum og sjerstaklega á
Yfirlýsing
ÚT AF ummælum. sem birt-
ust í blaði yðar 8. f. m., í grein,
sem nefnist „Ósamrímanlegur
erindisrekstur“, leyfum vjer
okkur að taka fram eftirfar-
andi.
Á fundum íþróttanefndar rík
isins hefir aldrei neitt málefni
verið skoðáð nje afgreitt með
visst stjórnmálalegt viðhorf
fyrir augum, nje til hagsmuna
nokkrum stjórnmálaflokki.
Allir nefndarmenn íþrótta-
nefndar ríkisins álíta það sem
óskráð lög, að starfsemi henn-
ar skuli algjörlega vera óháð
stjórnmálastefnum.
Allir nefndarmenn hafa jafn-
an haft þetta sjónarmið fyrir
augum í nefndarstörfum sín-
um, og er aldrei frá því hvik-
að, er um afgreiðslu mála hjá
nefndinni er að ræða.
Við leyfum okkur því að lýsa
tortrygni greinarhöfundar al-
gjörlega ástæðulausa.
Með þakklæti fyrir birting-
una.
Kristján L. Gestsson.
Þorsteinn Einarsson.
★
Athugasemd.
Ofanrituð yfirlýsing, sem
Þorsteinn Einarsson, íþrótta-
fulltrúi, hefir lagt kapp á að
fá birta sjer í síðu Sambands
ungra Sjálfstæðismanna, skift-
ir engu máli nje hrekur þá
staðreynd, að stjórn U.M.F.Í.
hefir með tilnefningu Daníels
Ágústínussonar í íþróttanefnd
ríkisins, gefið Framsóknar-
flokknum meirihluta. aðstöðu í
nefndinni. Þar sem ekkert var
að öðru leyti á íþróttanefndina
stjórn hans < Inr, ibúnaðarmál- minst, er yfirlýsingin algjör-
um. Frá árinu 1 7
framhald verði á þessari sókn : búnaðarráðb
fjelagsins og hafnfirsk æska
skipi sjer ótrauð í raðir þess.
rg. a
hefir land-
’ í ð verið
úr Framsóknarflokknum, þang
að til að núverandi stjórn var
lega þýðingarlaust gagn í sam-
bandi við umræður um ásælni
Framsóknarflokksins til ung-
mennafjelaganna.