Morgunblaðið - 04.05.1945, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagnr 4. maí 1945
85
ara
sr. Þorvaldur Jakobsson
í DAG er sjera Þorvaldur
Jakobsson 85 ára gamall. Hann
e<: fæddur 4. maí 1860 á Stað-
arbakka, sonur sjera Jakobs
Fínnbogasonar og Þuríðar Þor-
valdsdóttur prófasts í Ilolti
Böðvarssonar. Hann útskrifað-
i úr latínuskólanum 8. júlí
188 í og úr prestaskólanum 5.
sept. 1883. Vígður 16: s. m. til
Staðar í Grunnavík, veittur
Brjánslækur 28. maí 1884 og
Sauðlauksdalur 26. ágúst 1896.
Hann er nú til heimilis á Oldu-
götu 55 hjer í bæ.
I fyrrakvöld hringdi einn
skóiabróðir minn til mín og fór
þess á leit, að jeg tæki að mjer
að rita greinarstúf um afmæl-
ísbarnið, einskonar afmælis-
kveðju frá nemendum hans úr
Fiensborgarskólanum. Þá var
mjer ekki kunnugt um, að hinn
góði, gamli kennari okkar ætti
afmæli í dag og hafði því ekki
aflað mjer neinna upplýsinga
ta æfiferil hans og æfistarf
annað en það, sem jeg' þekti til
aí eigin raun. Og með því að
jeg hafði ekki nema stutta
kvöldstund til þess að semja
þessa ritsmíð, varð jeg að láta
mjer nægja að byggja hana á
þeirri persónulegu kynningu,
sem jeg hefi haft af sjera Þor-
valdi sem nemandi hans. Hjer
er því alls ekki um ítarlega af-
mælisgrein að ræða, heldur
nókkrar minningar, sem ná að
eins yfir 2—3 ár úr æfi þessa
aldna, merka manns.
Nú er jeg alls ekki viss um,
að sjera Þorvaldur kunni ökk-
nr nemendum sínum nokkra
þökk fyrir að fara að minnast
hans opinberlega og birta um
hann blaðagrein. Sjera Þor-
váldur hefir komið mjer þann
íg fyrir sjónir, að hann kæri
sig lítt um, að veður sje gert
út af honum og verkum hans.
Kann er ekki gefinn fyrir að
láta mikið á sjer bera. Vil jeg
nu biðja sjera Þorvald vél að
Virða og firtast ei, en meta okk-
ar góða vilja — eins og hann
varð oft að gera, þegar hann
var kennari okkar.
Árið 1921 flutti sjera Þor-
valdur frá Sauðlauksdal til
Háfnarfjarðar og var kennari
við Flensborgarskólann til árs-
ins 1934. Kendi hann þar stærð
fræði og íslensku. Er skemst
frá því að segja, að honum
fórst hvorttveggja jafn vel. Fór
þar saman alt í senn, ágæt þekk
ing kennarans á námsgreinun-
um, meðfæddir kennarahæfi-
leikar og mikill persónuleiki,
sem nemendur báru lotningu
fyrif. Á prestskaparárum sín-
um stundaði hann jafnan
k.enslustörf. Munu þeir æði
margir, sem nutu leiðsagnar
hans fyrir lítið eða ekkert
ændurgjald. Var í þá daga fátt
svo kallaða framhaldsskóla
æg ennþá minna um peninga,
svo nærri má geta, að kensla
•sjera Þorvaldar hafi verið vel
þegin. Sjera Þorvaldur var því
«ngíhn viðvaningur sem kenn-
*>"i, er hann kom í Flensborg,
•«nda kom brátt í ljós, að hann
Jktmni að taka verk sitt föst-
um tökum. Þar var eKkert hik,
þar' var sama festan og örygg-
ið, sem einkennir þennan gamla
fræðimann.
Sjera Þorvaldur er maður
rammíslenskur í skapi, þjett-
ur á velli, þjettur í lund. Hann
er skemtilegur mjög í viðræð-
um og manna fyndnastur.Og þó
er hann mikill alvörumaður,
með viðkvæmt og göfugt
hjarta, Hann er gagnmentaður
í íslenskum fræðum og auk
þess latínumaður og grísku-
maður. Mun þeim nú farið æði
að fækka, íslensku mentamönn
unum af gamla skólanum, er
lesa klassiskar bókmentir á
frummálinu sjer til skemtunar.
Sjera, Þorvaldur Ijet sjer
ekki nægja að vera kennari
okkar, hann leitaðist líka við
að liðsinna okkur og hjálpa á
alla lund utan skólans. Hið á-
gæta heimili hans í Hafnar-
firði Stóð okkur jafnan opið.
Var það mikils virði fyrir okk-
ur piltana, sem urðum að hýr-
ast í miður vistlegri heimavist
og vorum ókunnugir og að sjálf
sögðu einmana í Hafnarfirði.
Og er skólanum var lokið og
við tókum að stunda ýmsa
vinnu í Firðinum, þá fylgdist
hann með okkur og bauð okkur
heim. Erú okkur ógleymanleg-
ar margar ánægjustundir heima
hjá þeim heiðurshjónum, sjera
Þorvaldi og hinni ágætu konu
hans, frú Magdalenu Jónas-
dóttur. Okkur fanst við vera
komin heim, heim til góðra for
eldra. Hið hlýja viðmót þeirra
og glaðværð örfaði okkur og
hresti, svo við fórum frá þeim
sem nýir menn.~
Að endingu, sjera Þorvaldur.
Gamlir nemendur yðar úr
Flensborgarskólanum senda yð
ur bestu heillaóskir á þessum
merkisdegi, með kæru þakk-
læti fyrir liðnar samveru-
stundir. Við vonum, að æfi-
kvöld yðar verði bjart og fag-
urt, að þjer njótið góðrar heilsu
þar til þjer flytjið hjeðan burt.
Og okkar heitasta ósk er, að
íslenska þjóðin eignist marga
fræðara á borð við yður.
Eiríkur Sigurbergsson.
wumiuiiiiuuuiuiuuuuuimiiuiumuiiiiiiiujuuBBi
Morgunkjólar f
Morgunkjólaefni
Sumarkjólaefni E
Blússuefni g
Golftreyjur =
Barnapeysur (ull) j|
frá 16 kr.
ANDRJES PÁLSSON |
Framnesveg 2. fí
Sími 3962.
Sperrle og von
London í gærkvöldi.
í DAG voru handteknir í
Suður-Þýskalandi tveir mar-
skálkar. Það voru þeir Sperrle
og von Weichs. Sperrle var
einn af þeim flugmarskálkúm,
sem stjórnaði flugfl.o'ta í árás-
|um á. Dretland 1940, en von
Weichs var sá, som stýrði
Vörn Þjóðverja á Balkanskaga
og undanhaldinu þaðan. Það
var þrið.ji ameríski herinn uem
handtók þessa marskálka.
— Reuter.
IIERDlS var komin af góð-
um ættum, vestfirskum. For-
eldrar hennar voru sæmdar-
jhjónin Anna Þórarinsdóttir og
Eiríkur Kristjánsson, búendur
að Tannanesi og síðar að IIóli
í Mosvallareppi í Önundar-
firði.
Af nánustu ættingjum lifa
Herdísi þrjú systkini, sonur og
fjögur sonarbörn. Við fráfall
hennar er orðið skarð fyrir
skildi í fámennum ættingja-
hóp hennar nánustu.
Ilerdís heitin var um ýmsa,
þluti mikilliæf og gagnnxex’k
kona. Ilún átti í ríkum mæli
þann dugnað, skapfestu og
viljaþrek, sem verið hefur að-
alsnxark okkar bestu kvenna,
alt frá dögunx Bergþóru. Iíún
var „vinur vina smna“, hjálp-
söm með afbrigðum og sýndi
]>á oft þau raungæði, senx ekki
]áta berast á torg. Ilún ]jet
sjer mjög umhugað um sonar-
börnin, ung o.g lítt á legg kom-
in, þau áttu umhyggju henn-
ar franx í andlátið.
Herdís hafði átt við van-
heilsu að stríða um nokurra,
ára skeið og síðast legið rúm-
föst og }xungt haldin að sjixkra
þúsiixu Sólheimum. lljúkrunar
] iði og starfsfólki Sólheima
var hún mjög þakklát fyri r
ágæta umönrran og bað um að1
færa því sínar bestu þakkir.
Ilerdís var trúuð. Ilún trúðr
á guðlega forsjón, xyettlæti
og náð. Trú hennar var henni'
styrkur í hinum ýmsu erfið-
leikum lífsins og gaf henni að>
síðustu þrek til að inæta með;
djörfung þeim sem engintí
dauðlegur fær umflúið.
Þannig er gott að lifa og
gett að deyja.
S. J.
Sigurður Guðm undsson
Sextugur arkitekt með
vaxandi umbótaáhuga
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
arkitekl kom heim til mín í
gærmorgurx, er hann var á leið
til vinnu sinnar, því jeg hafði
farið fram á það, að hann segði
mjer eitlhvað frá lífi sínu og
starfi. Hann á sextugsafmæli
í dag.
-— Hvað kom til að þú lagð-
ir út á þá braut, að verða arki,-
lekt?, spyr jeg Sigurð.
— Frá því jeg var barn. lang
aði mig alltaf til þess að ]æra
að mála. Jeg var að myndast
við að teikna heimilisfólkið,
eins og börn oft g'era. Ekkert
merkilegt við það.
Á árunum fyrir fyrra stríð
var jeg tvö ár kennai’i í Flens-
borg. Fansl það engin framlíð-
aratvinna, enda hafði ekki
mentun til að kenna þar alls-
konar fög. Á þessum árum kynt
ist jeg Rögnvaldi heitn. Ól-
afssyni. Það var prýðismaður í
alla staði. Þá fór jeg að hugsa
um, að það gæti verið eins gott
að vera arkitekt eins og málari
og sigldi 1915 til Hafnar. Fór á
Akadem;ið þar og var þar síöan
mikið lil, þangað til ái’ið 1924.
Þ. e. a. s., jeg vann oft á leikni-
stoíum samhliða náminu. Því
jeg var illa staddur með pen-
inga.
Fyrsta bygging. sem jeg fekk
er nokkuð kvað að, var Auslur
bæjarskólinn hjerna árið 1924.
Síðan fór jeg að byggja ýms
íbúðarhús. Þá var það orðið
algent hjer að steypa hús. En
jeg var því ókunnugur, er jeg
kom frá Danmörku. Hafði varla
sjeð þar steinsteypu.
Jeg gerði hjer ýmsar tilraun-
ir, sem ekki þóttu mjög aðgengi
legar fyrst í stað. — T. d- að
byggja þunna jálnbenta veggi
og grófhúða húsin í staðinn fyr
ir að sljetthúða þau o. fl. En
um þetta er getið í Iðnsögunni.
Oþarft að endurtaka það. ^
— Hvað um ytra útlit hús-
anna?
— Ekki gott að segja mikið
um það. Þau þóttu undarleg
sum húsin, sem jeg teiknaði. —
Hús Kjartans Thors hjerna við
Laufásveginn, þótli t. d. helst
til sjerkennilegt. Jeg teiknaði
það fyrir Gunnlaug Claessen
táfif
d.oklor. Fólk hneykslaðist á þvi
að húsiS skyldi vera að heita
má gluggalaust að götunni. —
Þegai’ fólk sá hinar hliðarnar,
sagði það: ,,Nú! Það eru þá
gluggar á því! En það eru járn-
gluggar eins og á fjósi“.
— Hvernig reynast járn-
gluggarnir?
— Vel, þegar þeir'eru gal-
vaniseraðir. Annars ekki.
Þegar jeg hafði gert frum-
drætli að skólanum, skrapp
jeg út aftur ‘ 1925. Byrjaði svo
ekki fyrir alvöru fyrr en eftir
að jeg kom heim út þeirri ferð.
Jeg hefi altaf haft gaman af að
Uppdráttur að merki, sem sýn-
ir afstöðu fyrirhugaðs turns við
Hóladómkirkju.
fei’ðast, og gagn af því um leið.
Jeg fór um Þýskaland og Aust-
uri’íki meðan jeg var við nám.
En seinna hefi jeg ferðast um
England, Holland og Belgíu.
En ekki komist suður að Mi'ð-
jai’ðarhaíi ennþá.
— Hvaða stórhýsi gerðir þú
næst á eftir Austurbæjarskól-
anum?
— Það var Elliheimilið
Gi’und við Hringbraut, þá Stú-
dentagarðurinn gamli, þá
Landakotsspítalinn nýi og
Stykkishólmsspítali. Svo kom
nýi Garður, Sjómannaskólinn
og Bálstofan, sem reisa á í Foss
vogi. En þær byggingar komu
til sögunnar eftir að við Eirík-
ur Einarsson gerðum fjelag
með okkur.
Og nú síðast er það Þjóð-
minjasafnið. Jeg hefi líklega
notið frændsemi við Sigurð
Eramh. á hls. 7.
Hugmynd að kapellu að Hallormsstað, eftir Sig. Guðm.