Morgunblaðið - 04.05.1945, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.05.1945, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. maí 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánssori (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintákið, 60 aura með Lesbók. HR UNIÐ HVER STÓRVIÐBURÐURINN rekur annan, sem færir öllum þjcðum heims þann fagnaðarboðskap, að ógn- arherveldi hins þýska nasisma sje að hrynja í rúst, og að nú megi á hvaða augnabliki sem er vænta þess, að hinar hrjáðu og undirokuðu þjóðir Evrópu verði leystar undan okinu. Churchill forsætisráðherra Breta tilkynti í breska þing- inu síðastliðinn miðvikudag, að allur liðsafli Þjóðverja á Ítalíu og í suður og vestur-hjeruðum Austurríkis hafi gefist upp skilyrðislaust. Er hjer um að ræða miljón manna her. sem lagt hefir niður vopn. Samningurinn um uppgjöfina var undirritaður í Napoli síðastl. sunnudag, en vopn skyldu lögð niður frá og með hádegi á miðviku- dag (2. maí). Er þar með lokið einum mikilvægasta þætti styrjald- arinnar, er hófst með innrás bandamanna í Afríku. Þótti sú herferð hin djarfasta, enda við mikla erfiðleika að etja, ekki síst vegna hinna löngu og hættulegu herflutninga. Mun þessi herferð bandamanna, sem lyktaði með glæsi- legum sigri, jafnan verða talin eitt mesta afrek hernað- arsögunnar. Þriðjudaginn 1. maí tilkynti þýska útvarpið í Ham- borg, að aðalforingi nasista og einræðisherra Þýskalands, Adolf Hitler, væri fallinn. Þýska útvarpið vildi bersýni- lega láta líta svo út sem foringinn hefði fallið í orustu og þar með dáið hetjudauða. Síðar kom sá kvittur — og var einn af fyrri leiðtogum nasista borinn fyrir honum — að Hitler hefði framið sjálísmorð. Fylgdi það sögunni, að vinur og samherji Hitlers, Göbbels útbreiðslumála- ráðherra hafi einnig framið sjálfsmorð. Hvað er hið sanna í þessu efni verður ekki sagt á þessu stigi. Skiftir heldur ekki miklu máli. Aðalatriðið er, að þessir tveir böðlar mannkynsins eru horfnir af sjónarsviðinu. Sólarhring eftir að fregnin um fall Hitlers var send út, kemur tilkynning frá Stalin þess efnis, að Berlín, höf- uðborg Þýskalands, sje fallin. Rekur nú hver tilkynningin af annari frá banda- mönnum. Her Montgomerys brýst til Eystrasalts og þar með er Danmörk einangruð frá Þýskalandi. Hin mikla verslunarborg, Hamborg, er gefin upp, án bardaga. Og hvaðanæfa berast fregnir um uppgjöf þýskra herdeilda. Þetta eru í stuttu máli tíðindin, sem borist hafa síðustu sólarhringana. __ Vá ar shripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hin breytta ásýnd. ÞAÐ, SEM er að gerast í heim inum um þessar mundir, nefn-1 um við stórviðburði. Sjálf ásýnd heimsins er að breytast, því hún er í rauninni ekki annað en þeir menn, sem fremst standa í at- hygli fólksins hverju sinni. Eng- inn finnur þessar breytingar kannske betur en blaðamaðurinn sem er vanur að heyra nöfn manna endurtekin í frjettunum dag eftir dag. Svo einn góðan veðurdag heyrast þau varla nefnd, en ný nöfn taka að hljóma í frjettunum og verða á allra vörum. Heimurinn breytir um svip. Hann breytir um menn, og einmitt það, hversu fljótt og; óvænt menn yfirgefa sjónarsvið sögunnar oft og tíðum, ætti að geta sannfært* okkur betur um það, en nokkuð annað, að afl, sem við ekki þekkjum, stendur að baki tilverunnar. Einn maður getur í dag haft meiri áhrif á líf als mannkyns, en nokkur ann ar, — á morgun er hann aðeins nafn í sögunni. • Fyrir einu ári. FYRIR einu ári, í maíbyrjun 1944, var mest um rætt yfirvof- andi innrás bandamanna á meg- inlánd Evrópu, enda hófst hún mánuði síðar. Þá töluðu menn um þá, sem lagt höfðu ráðin og væru að leggja ráðin á þetta mikla hernaðarfyrirtæki, og um hina, sem lögðu ráðin á varnirnar, og undirbjuggu þær. Þá var að sjálf sögðu talað um hina þrjá stóru, sem rjeðu fyrír bandamönnum, — nú eru aðeins tveir eftir af þeim. Einn er horfinn af sjónar- sviði sögunnar, Roosevelt Banda ríkjaforseti. Þá heyrði maður í frjettunum daglega talað um Erwin Rommel marskálk, sem altaf var að ferðast um virkja- svæðin í Frakklandi og yfirlíta alt. Nú er hann elnnig horfinn af sviði viðburðanna. Og menn bollalögðu um það, hvort Adolf Hitler myndi ekki sjálfur hafa með höndum yfirstjórn varn- anna, — sá maður, sem hafði komið eins mikið við heirnssög- una og nokkur annar síðan um 1920. — Og nú er hann líka horf inn af sjónarsviðinu. Mussolini skotinn á Ítalíu. Og Jósep Göbbels, sem af ýmsum var nefnd ur „snjallasti hershöfðingi Þjóð- verja“ og af öllum, hvort heldur samherjum eða óvinum, viður- kendur slyngasti áróður3maður allra tíma. — Einnig hann er far inn úr hópi lifenda að sögn. • Nýir menn í staðinn. OG í frjettirnar koma nýir menn í staðinn. Altaf eru þar menn, sem ber hæst. Fyrir ári voru ekki margir hjer á Islandi, sém vissU nokkur deili á amer- ískum öldungadeildarmanni, Truman að nafni. Nú er nafn hans á allra vörum, hann hefir stigið fram á það leiksvið sög- unnar, þar sem hinir fáu, en stóru ferðast. Og Edward Stettinius. — Hann var fyrst nefndur í sam- bandi við láns- og leigulögin. Nú er hann utanríkisráðherra Banda ríkjanna. Dönitz kafbátaforingi er nú mjög um ræddur, sem ekki er furða, þar sem hann tók við af Hitler. Hann var að vísu nokk uð umræddur áður, en þögn hafði verið um hann um langa hríð. Og alt í einu steig sænskur maður inn á leiksvið sögunnar. Nafn hans var á alira vörum í nokkra daga. Það var Folke Bernadotte greifi, sá sem afsal- aði sjer forðum tign sinni sem prins, að vísu mjög kunnur mað- ur erlendis, en minna hjer. Og nafn hans mun altaf á komandí tímum vera tengt lokaþættinum í þessari miklu styrjöld. Aðrir menn hafa aðeins sjest sem óljós ir skuggar upp á síðkastið, nöfn- um þeirra rjett brugðið fyrir: •— Göring marskálkur biður um lausn vegna heilsubrests, Himl- er reynir að komast að sam- komulagi við Breta og Banda- ríkjamenn, svo hverfa þeir aftur út í myrkur óvissunnar. Enginn veit, hvar von Ribbentrop er nú, hann sem áður var sífellt að semja við erlenda stjórnmála- menn. Petain er nú í haldi í Frakklandi, nafni Lavals skýtur alt í einu upp úr þögninni, hann hefir flogið til Spánar og verið • kyrrsettur þar af Franco ýini sínum. En enn standá tveir menn kyrrir á miðju sviði hinna dag- legu frjetta. Stalin gefur út til- kynningu um fall Berlínar, Churchill segir í breska þinginu frá uppgjöf þýska hersins á ítal- íu. Við þá uppgjöf er og þýskt nafn tengt: Von Viedinghof hers höfðingi. Hans . minnist sagan vai;la fyrir annað. —■ Von Rundstedt er fangi og sjúkur að auki. Horty ríkisstjóri Ungverja- lands einnig í haldi, og það eru líka marskálkarnir ]>ýsku von Lizt, sem var á allra vörum sum- arið 1941, er hann sótti sem hrað ast suður Balkanskagann, og von Leeb, sem mest var talað um, þeg ar hann sótti. að Leningrad um haustið sama ár. Það voru rússnesku marskálkarnir Zukov og Koniev, sem tóku Berlín, hve- nær koma þeir næst við frjett- irnar? • Fyrirspurn til barnaverndarnefndar. EFTIRFARANDI hefir Sigríð- ur Eiríksdóttur beðið mig að koma á framfæri: „I skýrslu Barnaverndarnefndar, sem birt hefir verið í dagblöðum bæjarins undanfarna daga, er þess getið,, að í Reykjavík megi stúlkur inn an 18 ára ekki sækja danslthki hermanna, en í Keflavík er aldur inn miður við 16 ár. Hver er á- stæðan fyrir þessum aldursmun í sambandi við þessi skemtiatriði ungra stúlkna, og hefir barna- verndarnefnd samþykkt þetta?“ Önnur fyrirspurn. A. B. skrifar: „Góði Víkar: -— Viltu gjöra svo vel að upplýsa mig og marga aðra um það, hverj ir þeir alþingismenn voru, sem greiddu mótatkvæði gegn tillögu forsætis- og utanríkismálaráð- herra á lokuðum þingfundi 27. febr. s. 1. Og eins um þessa þrjá, sem ekki greiddu atkvæði?“ •— Eftir ]iví sem jeg hefi komist næst voru það framsóknarmenn irnir allir, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni, en þrír þing- menn voru fjarstaddir. FRÁ frændþjóðunum r I Morgunblaðinu fyrir 25 árum En hvað tekur við að loknum hildarleiknum? Hvernig tekst sigurvegurunum að „vinna friðinn”, eftir að þeir hafa unnið stríðið? Snemma í þessari styrjöld, sagði hinn mikli foringi og mannvinur, Roosevelt forseti, hvert ætti að vera takmark lýðræðisþjcðanna að ófriðnum loknum. Hann sagði, að tryggja bæri þjóðunum ferfalt frelsi: 1) málfrelsi, 2) trú- arfrelsi, 3) freisi án skorts (öryggi gegn skorti) og 4) frelsi án ótta (öryggi gegn ótta). Þetta voru hin fjögur meginatriði, að dómi þessa mikla foringja, sem yrðu að vera hornsteinar lýðræðisþjóðanna í framtíðinni. En hvernig tekst þjóðunum að byggja upp í þessum anda? Þessari spurningu er ekki unt að svara. En óneitanlega bendir margt til þess, að bið geti orðið á því, að öllum þjóðiim verði trygð þau fjögur boðorð lýðræðsins, sem Roosevelt forseti orðaði svo meistaralega. Ekki er ósennilegt, að norrænu þjóðirnar verði í hópi hinna fyrstu, sem tryggja þegnum sínum þessi fjögur meginatriði lýðræðis framtíðarinnar. Frelsishugsjd'nin er þeim í blóð borin. Þær standa framarlega í menningu og hafa sýnt í verki, að þær keppa að hinu setta marki for- setans. _. . En á meðan svo gr, að voldugar þjóðir fást ekki til að kyggja upp á þes-sym grundvelli, yerður engri þjóð trygt frelsiánótta. f.F/ari ÍSLENSKIR listamenn höfðu efnt til listsýningar í Kaupmanna höfn um veturinn 1920. Er skýrt frá þessu í Morgunblaðinu og sagt, að „þetta litla sýnishorn íslenskrar listar“ hafi „vakið eftirtekt og virðingu erlendra listdómara". Verða hjer birt um- mæli danska blaðsins „National- tidende" um sýninguna, en þau voru birt í Mbl. 18. apríl. „Nationaltidende" skrifa á ]>essa leið: „Maður verður fyrir frumleg- um og hressandi áhrifum — eins og við mátti búast — á islensku sýningunni hjá Kleis. Búast mætti við, að íslendingum væri það bagi, að hafa ekki við neina erfðakenningu að styðjast í list sinni, en þetta hefir orðið til þess, að þeir eru látlausari en ella mundi. Kristín J. Stefánsson hefir haldið þessu látleysi, þrátt fyrir viðkynninguna við nýtísku list. Hún er sú í flokki málaranna, sém best hefir varðveitt isleriska blæinni og munu íslendingar teija það hinn mesta kost á henni óg rrauðsynlegasta skilyrðið til þess, að hún geti tekið framför- um í list sinni. Og hjer í Dan- | mörku hefir það einmitt aukið henni álit, að hún fer svo blátt áfram með hin tilkomumiklu verkefni, verkefni frá heim- kynnum sínum. Hið mikla útsýni, og máske einnig útþrá, sem skín svo glögt út úr myndinni „Heim- ili mitt á íslandi", ber það með sjer, að í þessari konu er efni i mikilhæfan málara. Og í sömu átt bendir blærinn yfir mynd- inni „Fjallaskarð“, þar sem lest in er á ferð upp brattan skafl, og margar aðrar myndir með hin um silfurbjarta yfirlit. Hvorki Asgrímur Jónsson nje Jón Stefánsson, sem báðir eru1 mjög vel gefnir málarar, hafa staðist eins vel erlend áhrif. Sá fyrnefndi hefir — að því er virð- ] ist vegna áhrifa frá Jóni Stefáns- syni — sagt skilið við hinn hreina, einfalda og viðkunnan- lega stíl, sem forðum var honum tamur og sem hið tilkömúmikla málverk hans „Hekla“ bér vott um, og er farinn að temj a sjér i hinn draugalega „expression- isma“, sem Jóni hefir tekist svo vel að sýna, í fallegri mynd af ungri, íslenskri stúlku og í mörg um landslagsmyndum. Þeir sækj ast báðir eftir að sýna hina níst- andi alvöru, sem við eðlilega telj um sjerkenni íslendingseðlisins, og J)eim tekst það. Hjá Þórarni Þorlákssyni og Guðmundi Thorsteinsson, sem aflnars er ekki hægt að finna lík listamannseinkenni hjá, hverfa heimkynnaeinkennin næstum því alveg, þó á sinn veg sje hjá hvor- um. Landslagsmynd, jálfsmynd og innanhússmynd Þórarins er hugsuð og máluð í fullu sam- ræmi við danska málaralist, en hjá Guðmundi virðast áhrifin koma utan að. Teikningarnar, sém að mestu leyti eru að efni til spunnar út úr íslenskum æfin- týrum, eru Ijettar og leikándi eins og Parísarlist, skuggamynd- irnar (Silhuetter), sem málarinn riotar mislita brjefsnepla í, líkj- ast nýtísku málverkunum, og hin ar einföldu útsaumsmyndir sýna bæði hugarflug og gáfu til að gera hugmyndir sínar skiljan- legar“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.