Morgunblaðið - 04.05.1945, Page 10

Morgunblaðið - 04.05.1945, Page 10
10 MORGUNBLAÐIti Föstudagur 4. maí 1945 Á SAMA SÓLARHRING Eftir Louis Bromfield 35. dagur Hún husgaði einnig um það, hvílíkt lán það skyldi vera, að Filip væri fríður sýnum, auk þess að vera loðinn um lófana og háttsettur ,í þjóðfjelaginu. Hann var að vísu hvorki gáf- aður nje skemtilegur, en hún gat ekki krafist þess að fá alt. Meðan Janie klæddi sig í kjólinn, tók hún með sjálfri sjer að leika hlutverk ástfang- innar stúlku — ungrar stúlku, sem er ástfangin í fyrsta sinn. Hún tautaði fyrir munni sjer setningar og orðtæki, sem hún hugði frumleg, en voru í raun rjettri úr reyfurum, sem hún hafði einhverntíma lesið. Hún hugsaði um „fallega svarta hár- ið hans“ og ,,hve heitt hún elsk aði sveipinn framan í því“ — ,,um sterklegar hendur hans, og snertingu þeirra, þegar hann leiddi hana yfir götu, þar sem mikil umferð var“. Þegar hún hafði loks lokið við að klæða sig og snyrta, var hún búin að telja sjálfri sjer trú um, að hún væri alvarlega ástfangin af honum, sem raun- ar var ekkert erfitt, því að hann var ungur, fallegur og ferskur borið saman við fyrri elskhuga hennar, leikarann Duncan Kane og leikhússtjórann Her- man Livingstone. Hún dró hengið til hliðar og stóð fyrir framan hann, grönn og yndisleg.' Hún brosti blítt og sagði: „Jæja, þá getum við lagt af stað. Mig langaði ekk- ert til þess að borða á einhverju veitingahúsi í kvöld, svo að jeg ljet Octaviu framreiða kvöld- verð handa okkur heima hjá mjer. Við verðum þar tvö ein. Er þjer það nokkuð á móti skapi?“ Hvort honum var það á móti skapi! Hjarta hans lamdist um. Nú var alt fullkomið. — Hann myndi verða einn með henni í kvöld, og þá gæti hann sagt henni hug sinn allan, án þess nokkur truflaði þau. Ást hans var svo mikil að hún olli hon- um sársauka — varnaði honum máls. Hann gat aðeins horft á hana í þögullri aðdáun. 4. Ibúð Janie var á annari hæð í stóru húsi í austurhluta borg- arinnar. Hún var mjög látlaus og blátt áfram, nærri því of lát- laus íyrir svo fræga leikkonu. En Janie var vel ánægð með íbúð þessa. Hún var ódýr, svo að hún gat lagt a. m. k. helming- inn af kaupi sínu í banka. Hún eyddi ekki peningum sínum í óþarfa munað. Skartgripi og loðkápur fjekk hún að gjöf frá aðdáendum sínum, er sjaldan fengu meira að launum en þá vafasömu ánægju, að fá að gefa henni slíkar gjafir. Vinir hennar komu sparifje hfennar fyrir í arðbærum fyrir- tækjum, svo að það var orðin all-álitleg fjárfúlga. — Þegar hún giftist Filip, myndi hann taka að sjer fjárreiður hennar, svo að hún þyrfti ekki að standa í þakkarskuld við neinn. Þegar þau komu inn 1 dag- stofuna, sá Filip, að þar var lágt á borð fyrir tvo. Dagstof- an var lítil, en vistleg, veggir hennar prýddir myndum af Janie í hinum ýmsu hlutverk- um hennar, og þótt furðulegt mætti heita, hafði henni tekist að teygja fram hökuna á öllum myndunum, svo að línurnar í hálsinum nytu sín sem best. — Kvenlegir aðdáendur hennar höfðu sagt henni, að þegar hún gerði það, væri hún bara alveg eins og Duse. Hún henti kápu sinni og hatti á legubekkinn, kastaði til höfð inu og andvarpaði feginsam- lega. „Þá er jeg frjáls. Nú er jeg kona ■—■ ekki lengur leik- kona, sem hlekkjuð er list sinni“. Og á næsta andartaki tók hún að leika hlutverk hinnar ungu húsmóður, sem hefir yndi af því að búa til mat, nostra við heimili sitt. Filip stóð eins og glópur á gólfinu. Hún gekk til hans og hjálpaði honum úr frakkanum. „Við skulum koma fram í eld- hús, og þeyta okkur egg“. Hann horfði undrandi á hana. „Ertu ekki þreytt?“ Hún hló og hristi höfuðið. — „Jeg er aldrei þreytt, þegar vel gengur, og í kvöld gekk mjer prýðilega“. „Þú ert dásamleg kona“, sagði hann. Hún klappaði honum á öxl ina. „Þú ert indæll! Komdu nú með fram“. Hún tók í hönd hans og leiddi hann fram í eldhúsið. Þar setti hún á sig hvíta svuntu, og tók síðan til við matargerðina. Á meðan ljet hún dæluna ganga, talaði eins og höfundar Ije- legra reyfara hugsa sjer, að hefðarfólk tali, og hefði hann ekki verið eins blindaður af ást og raun bar vitni, hefði hann áreiðanlega sjeð, að það var einhver bjánaleg tilgerð í tali hennar. — Hann var mjög undr andi yfir því, að hún skyldi kunna að búa til mat. „Oh — jeg hefi ekki altaf verið fræg leikkona. Einu sinni var jeg eins og hver önnur venjuleg ung stúlka. — Jeg var vön að hjálpa mömrnú við eld- húsverkin". Síðan tók hún að segja hon- um hugnæmar smásögur frá bernsku sinni, frá erfiðleikum þeim, sem hún hafði átt við að etja, þegar hún kom fyrst til New York, eins síns liðs, til þess að leita sjer frægðar og frama. Hún kvaðst oft hafa soltið heilu hungri dögum sam- an, og það ljet nærri, að hann klökknaði, þegar hann hugsaði um, hve dugleg hún hefði verið. Þegar hún hafði lokið við að þeyta eggin, settust þau að snæðingi. Þegar komið var að kaffinu, hugsaði hún með sjer: „Jeg þoli þessa óvissu ekki lengur“. Hann setti dreyrrauð- an, þegar hann heyrði sjálfan sig segja: „Janie — mig hefir lengi langað tíl þess að spyrja þig að dálitlu11. Hún brosti og tók í hönd hans. „Við skulum setjast við arineldinn og tala um lífið. Þú ert svo góður, Filip“. Hún reis á fætur, og slökkti | öll Ijós í herberginu, nema ' - litla lampanum við arininn. — Hann dró stól sinn þangað, og settist við hlið hennar. Hún tók aftur í hönd hans og sagði: - „Það er gaman, að þjer skuli ekkert liggja á heim“. „Nei — jeg kæri mig yfirleitt ekkert um að fara heim aftur“. Nú biður hann mín áreiðan- lega, hugsaði hún. Jeg þarf að- eins að vera svolítið góð við hann, til þess að skerpa hug- rekki hans. Andartak ljet nærri, að hún yrði snortin f feimni hans og óframfærni. En hún hafði engann tíma til þess að hugsa frekar um það, því að hún sá þegar í huganum mynd- ir af sjálfri sjer í morgunblöð- unum, undir risastórum fyrir- sögnum: „Ungur, efnilegur að- alsmaður kvænist emni af vin- sælustu leikkonum okkar“. Það myndi skyggja á alla aðra við- burði dagsins. Menn myndu koma í hundraða tali 1 leikhús- ið til þess að horfa á hana. Með an hún braut heilann um þetta ljek yndislegt bros um hálf- opnar varir hennar. Eftir að hafa setið þögull nokkra hríð, sagði Filip loks: „Það er dálítið, sem jeg þarf að spyrja þig um Janie, og jeg hefi aldrei gert það áður. Jeg á við, að jeg hafi aldrei spurt neina konu að því áður, svo að jeg veit ekki almennilega, hvernig jeg á að fara að því. — Eh — viltu giftast mjer?“ Hún fór að hlægja. Hjarta hans herptist saman í angist. Hún hló að honum! En svo þrýsti hún hönd hans og sagði: „Jeg vissi vel, hvað þjer lá á hjarta, og jeg hefi altaf verið ráðin í því að giftast þjer, ef þú bæðir mig um það“. — Ná- kvæmlega þessa sömu se’tningu hafði hún sagt í fyrsta leikrit- inu, sem hún ljek í. Hún reis á fætur, og settist á knje hans, vafði handleggjun um um háls honum, og ilmur- inn úr svörtu, gljáandi hári hennar sveif á hann, eins og vín. Og svo kysti hún hann. Síðan sátu þau lengi þögul, störðu hálfluktum augum inn í eldinn og hlustuðu á, hve vind- urinn gnauðaði ömurlega á þekjunni. Loks varp Filip önd- inni og muldraði: „Aldrei hef- ir neinn maður verið eins ham- ingjusamur og jeg núna“. iiiiiiimiíiiiiiimuiiumiiiuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii Flugferðir 1 MAÍMÁNUÐI mun flugferðum vorum verða hag- að svo sem hjer greinir, eftir því sem veður og aðrar ástæður leyfa: Keykjavík — Akureyri — Reykjavík: Alla virka daga. Reykjavík — Egilsstaðir — Reykjavík: Tvisvar í viku — á .þriðjudögum og föstudögum. Reykjavík — Höfn í Hornafirði — Reykjavík: (með viðkomu að FAGURIIÖLSMÝRI í ÖR- ÆFUM þegar ástæða er til). Yikulega ■— á miðvikudögum. J^ólancló h.j^. | Enskt Tweed .fyrirliggjandi, tilvalið í telpukápur, drengjaföt, sport- fatnað, dömu og herra. Jóh. Karlsson & Co. Sími 1707. . Lítið timburhús við Reykjanesbraut, 2 herbergi og eldhús, til sölu. Nánari uppl.. gefur Málflutningsskrifstofa B'inars B. Guðmundssonar og Guðl. Þorlákssonar, Austurstræti 7. Símar 2002 og, 3202. Nýtt hús við Langholtsveg, tvær hæðir, 3 herbergi og eldhús á X <♦> hvorri hæð, til sölu. Nánari upplýsingar gefur Mál- x flutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og-Guðl. % Þorláksonar, Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202. $»<$><$>^$>^><^<^<$><$><^<^<$><$><$><^><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$><$^><$^^ Ódýr innanhússklæðning GIBS-PLÖTUR í 8, 9, 10 feta lengdum, 4 feta breidd. Fljót unnið. Falleg áferð. Jd i á o n & hoj m a n n <| Bankastræti 11. v Sími 1280. <| límir glervöru best. iimmiiminmnasnfmjiremmiiEíiiiiiniiiiniiiíiiii fimiiiiimiiiiuiiiniiimiuminmiiiumiumuniusas | Yifjacjniís YJlioríacluá 1 hæstarjettarlögmaður Aðalstræti 9. Sími 1875. Best ú auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.