Morgunblaðið - 12.06.1945, Síða 2

Morgunblaðið - 12.06.1945, Síða 2
MO'RGUNBLAÐIÐ Þriðjudag'ur 12. júní 1945, Stoínþing Sambands íslenskra sveitafje- laga sett í gær STOFNÞING Sambands íslenskra sveitarfjelaga var gett í Alþingishúsinu í gær. Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnaF Reykja |t íkur, setti þingið. Flutti hann eftirfarandi ræðu: ..Háttvirta samko.ma. Tildrögin til þessarar sam- lomu eru þau, að eftirlitsmað- jur sveitarstjórnamálefna, hr. Uónas Guðmundsson, fyrv. al- Jþm., skrifaði bæjarstjórnum Ueykjavíkur og Hafnarfjarðar 25. jan. 1943, og mæltist til jþess, að þær veldu sinn mann- ánn hvor, til þess að taka sæti á nefnd ásamt honum, með það áyrir augum að koma á sam- l>andi milli sveitafjelaga lands- Sns til eflingar hagsmunamál- vim þeirra, og ef verða mætti iil þess að auka skilning á gildi -.Jielrra og þýðingu fyrir þjóð- ; í jelagið. • Urðu bæjarstjórnirnar við ‘J>es3um tilmælum og kusu for- jseta sína, þá Guðmund Ás- hjornsson og-Björn Jóhannes- i6on til þess að taka sæti í nefnd jinni. j Nefndin tók svo til starfa í jmarsmánuði 1943 og hefir jjscarfað öðru hvoru síðan, með jjpeim árangri, sem nú liggur 'fyrir þessari ráðstefnu. ! Allur undirbúningur þessa ,ji áls hefir verið meiri erfið- ýteikum bundinn vegna þess, að i •Jtjer er um nýmæli að ræða hjá |okkur, svo og vegna þess, að jistyrjöldin hefir gert mjög erf- jitt að afla ýmsra upplýsinga nm starfshætti slíkra sambanda •i rlendis, sem hefðu mátt verða [okkur til leiðbeininga, þó um jatlólíka staðhætti sje að ræða. j Þó að jeg í upphafi gæti þess m vrer tildrögin eru til þessarar xáðstefnu, vil jeg taka þáð fram, að næstu árin á undan jiöí5u orðið nokkrar lauslegar •umræður um nauðsyn þess að xnynda samband milli þessara saðila að hætti nágrannaþjóð- íjnna. Þessar umræður leiddu í Ijós, sað skoðanir voru nokkuð skift- % íir, sumir litu þannig á, að sam- -vinr.a milli bæjarfjelaga annars vegar og sveitafjelaga hins vegar væti lítt hugsanleg, jafn- vel óeðlileg. Eðlilegra væri að Bífca á þessa aðila sem andstæð- •tnga. Undirbúningsnefndin lítur alt fcjðrum augum á þessi mál. Hún •teiur samvinnu ekki aðeins seskilega, heldur nauðsynlega. Mun það koma í Ijós við nán- írri yfirvegun og aukna sam- vinnu, að sameiginlegu málin •^ru fleiri og margþættari en í rfyrstu virðist. Það má heldur uldrei gleymast, að einstaklings Uyggjan verður að hafa sín tak xnörk. Stórþjóð hefir ekki ráð á auundrungu. Hvernig ætti þá •smáþjóð að hafa ráð á henni. Dtföfum það ávalt í huga, að við crum-öll í sama bát. Ekki að- cins bæjarfjelögin eða sveita- D jeíögin, heldur öll þjóðin. Neíndin sá sjer ekki annað 'íært en að semja dagskrá fyr- ír þetta stofnþing, sem að sjálf- sögðu er á valdi þingsins að breyta, ef ástæða þykir til, þeg- ar það er formlega tekið til starfa. Ennfremur höfum við leyft okkur að skipa þá herra Björn Jóhannesson forseta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, Hinrik Jónsson bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum og Ólaf B. Björns son forseta bæjarstjórnar Akra- ness í kjörbrjefanefnd og mun hún síðar gera grein fyrir störf um sinum. Með þeirri einlægu ósk, aá þetta stofnþing Sambands ís- lenskra sveitarfjelaga megi verða til gagns og gleði fyrir þátttakendur og bera ávaxta- ríkan árangur fyrir bæja- og sveitarfjelög, sem hjer eiga fulltrúa og þjóðina í heild, býð jeg ykkur öll hjartanlega vel- komin, og lýsi hjer með stofn- þingið sett“. Finnur Jónsson fjelagsmála- ráðherra ávarpaði þingið. Þingstörfin hófust á því, að kjörbrjefanefnd skilaði áliti. Hafði Björn Jóhannesson, for- seti bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar, orð fyrir nefndinni. Þvínæst voru kosnir fundar- stjórar. Gert er ráð fyrir, að fundir þingsins verði sex, og stjórnar hver maður einum fundi. Kosnir voru: Guðmund- ur Ásbjörnsson, Ólafur B. Björnsson, Björn Guðmunds- son, Friðrik Hansen, Sigurjón Jónssomog Björn Jóhánnesson. Fundarritarár voru kosnir Karl Kristjánsson og Eiríkur Páls- son. Þá voru kosnar fastanefndir m þingsins, laganefnd, sem fjalla á um frv. til laga fyrir Sam- band íslenskra sveitarfjelaga, dagskrárnefnd, fjárhagsnefnd og allsherjarnefnd. Jónas Guðmundsson lýsti til- högun þingstarfanna og skýrði frá því, að bæjarstjórn Hafn- arfjarðar hefði boðið fulltrúum þingsins til Hafnarfjarðar í dag, en bæjarstjórn Reykjavíkur til Ljósafoss og til kvöldvérðar að Valhöll á morgun. Kl. 5 hófst annar fundur þingsins í Kaupþingssalnum. Fundarstjóri var Ól. B. Björns- son, forseti bæjarstjórnar Akra ness. Til umræðu var frumvarp til laga fyrir Samband ísl. sveitarfjelaga. — Undirbúnings nefnd hafði samið frumvarp þetta og sent það bæjar- og sveitarfjelögum til athugunar. Jónas Guðmundsson eftirlits- maður gerði ítarlega grein fyr- 'ir frumvarpinu. Eftir nokkrar umræður var því vísað til alls- fherjarnefndar þingsins. Þá voru tekin til meðferðar ýms önnur mál, er þingfulltrúar vildu hreyfa. Næsti fundur þingsins er í dag kl. 10 árd. Eftir ltádegi, eða kl. 1.15 fara fulltrúar til Hafn- arfjarðar í boði bæjarstjórnar- innar. Kl. 5 e. h. hefjast svo fundir að nýju. Framúrskarandi náms- maður heiðraður vestra. Sigurbjörn Þor- björnsson SIGURBJÖRN ÞORBJÖRNS- SON verslunarmaður hefir fengið mikla viðurkenningu fyr ir framúrskarandi hæfileika við nám sitt í Minneapolis. Hann hefir undanfarin tvö ár stundað nám í hagfræði og skyldum greinum við Minnes- otaháskóla. Hann er útskrifaður úr Verslunarskólanum, en vann síðan um tíma hjer í Skattstof- unni. Er Sigurbjörn hafði lokið árs prófi við háskólann í síðastliðn um mánuði, var hann sæmdur verðlaunapeningi af fjelagi, sem heitir Alpha-Kappa Psi, Er það fjelag þeirra, sem num- ið hafa verslunarfræði og hag- fræði við háskóla þennan. En verðlaun þessi fær sá, sem á 3. námsári sínu fær hæstu einkunn í skólanum. Er þetta í fyrsta sinn, sem verðlaun þessi eru veitt útlendingi. Um leið var Sigurbjörn kjör- nn f jelagsmaður í Beta-Gamma -Sigma-fjelaginu, en það er fjelag viðskiftafræðinga, er nær til allra háskóla í Banda- ríkjunum. Til þess að mönnum hlotnist þessi heiður þurfa þeir ekki einungis að hafa háa einkunn í námsgreinum sínum, heldur líka að ganga undir ýms aukapróf, til þess að sönnur sjeu færðar á, að þeir sjeu mikl um hæfileikum búnir á öðrum sviðum. Enn fremur var Sigurbjörn kjörinn heiðursfjelagi í Beta- Alpha-Psi-fjelagið, en í því eru menn, sem hafa stundað há- skólanám í endprskoðun við háskóla í Bandaríkjunum. Fær einn nemandi við Minnesota- háskólann inngöngu í þetta fje- lag á ári hverju, sá, sem hefir hæsta einkunn í bókfærslu, endurskoðun og skattamálum. Var Sigurbirni boðið sem heið- ursgesti að sitja veislu lög- giltra endurskoðenda í Minne- sotaríki, þar sem tilkynt var hve mikill frami þessa ís- lenska námsmanns væri orðinn. I veislu þessari sátu 250 manns. SMIPAIITCEPO Lam^rnxi (1 • 44 „ðverrir Vörumóttaka til Snæfeilsnes- hafna, Búðárdals og Fiateyjar árdcgis í dag. Ingileif Þórðardóttir Minnin garorð í dag verður borin til hinstu hvílu fröken Ingileif Þórðar- dóttir, Sóleyjargötu 23 hjer í bænum. Hún var fædd að Reykjakoti í Biskupstungum 2. nóv. 1875. Foreldrar hennar voru þau hjón in Þórður Þórðarson og Ragn- heiður Þorleifsdóttir, bæði ætt- uð úr uppsveitum Árnessýslu. Strax eftir fæðingu Ingileif- ar, misti móðir hennar heils- una, og ólst hún því upp með föðurfólki sínu, fyrst hjá ömmu sinni, Sesselju Þórðardóttur, Ijósmóður, á Syðri-Reykjum, og síðan hjá föðurbróður sín- um, Jóni Þórðarsyni og konu hans, Guðrúnu Magnúsdóttur, að Heiði á Álftanesi. Um tvítugsaldur stundaði hún nám við Kvennaskólann í Reykja^ík og stuttu síðar rjeð ist hún til Davíðs Östlund rit stjóra. Hjá þeim hjópum var hún í 18 ár, eða þar til þau fluttu af landi burt, en jafnan síðan hjelt hún sambandi og vináttu við þá fjölskyldu. Síðustu 25 árin starfaði hún á skrifstofu ríkisfjehirðis, en aðalathvarf sitt hin síðari ár átti hún hjá þeim hjónum, Jóel Þorleifssyni, móðurbróður sín- um og Sigríði Kristjánsdóttur, Skólavörðustíg 15. Taldi hún þar sitt annað heimili, þótt hún byggi á öðrum stað. Á miðjum aldri veiktist Ingi- leif af illkynjuðum sjúkdómi og átti alla tíð síðan við mikla vanheilsu að stríða. Reyndi þá oft verulega á þróttmikla skap gerð hennar, er hún varð í senn að berjast við sín eigin veikindi og sjá fyrir heilsulausri móður sinni, um fjölda ára. Á þeim erfiðu tímum hafa sjálfsagt margir rjett henni hjálparhönd, því að hún eignaðist margt góðra vina, vegna mannkosta sinna. Lengst af þeim tíma, sem hún var hjá ríkisfjehirði, starf aði hún sem fulltrúi hans. — í því starfi naut sín til fulls hins framúrskarandi trúmenska og samviskusemi, sem einkendi hana á óvenjulegan hátt. Gerði hún jafnan miklar kröfur til annara um skyldurækni í störf um, enda sýndi hún sjálf í verki þá einstöku umhyggju, sem hún bar fyrir heill og heiðri þeirrar stofnunar, er hún vann við, og munu húsbændur henrtar öruggir hafa skilið sitt ábyrgðarmikla starf eftir í hennar höndum, er með þurfti. Mánudaginn '4. þ. m. kl. 12 á hádegi var hún enn við starf sitt, glöð og full af áhuga, eins og vant var — en rúmlega klukkutíma síðar var hún dáin. Vinum hennar sem hryggj- ast yfir hinu sviplega fráfalli, er skeði með svo óeðlilegum hætti, má um leið vera það mik- ið gleðiefni að hún þurfti ekki að lifa starfslausu lífi síðasta áfangann. Slíkt hefði ekki orð- ið henni ánægjulegt. Samstarfsfólk hennar kveð- ur hana nú og þakkar minning- una, sem hún skildi eftir um hina glaðlyndu, hjálpfúsu og starfsömu konu. M Bj. Ingileif Þórðardóttir var óvenjuleg kona, óvenjuleg að dygð, viljaþreki og starfskröft- um. Hún átti 25 ára starfsafmæli við ríkisfjárhirsluna 1. þ. m., og held jeg að mjer sje óhætt að fullyrða að hún hafi ekki verið nema tvo eða þrjá daga fjar- verandi af skrifstofunni öll þessi ár. þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, sem hún hafði við að stríða um mörg ár. Hún hafði fágætan áhuga fyr ir starfi sínu, og aldrei kvart- aði hún þótt hún yrði að vinna •tímum saman eftir að aðrir voru hættir vinnu. Svo var samviskusemi henn- ar mikil, að hún fjekk sig ekki til að hætta fyrr en hún hafðí lokið við það, sem ógert var þann dag. Slík trúmenska er ó- venjuleg, enda var Ingileif ó- metanleg í. starfi sínu, og fæ jeg aldrei fullþakkað starf hennar og ástúð alla mjer til handa. 12. júní 1945. Ásta Magnúsdóttir. Drukklnn maðut brýlur rúður AÐFARANÓTT Jaugardng.s voru tvær stór'ar rúður bi'otn- ar í veitingarstofunni Lauga- Areg 81. — Þetta gerðist uiu kl. 3 um nóttina. — Sást þá til drukkins manns, er var að, brjóta rúðurnar með grjót- kasti.Umþaö bil er hann ha föi, brotið báðar rúðurnar, koiu maður.gangandi niður Barons- stíginn. Gaf maður þessi sig á tal við rúðujarlinn og sagð- ist hann ætla að kæra hann. — Ekki er vitað hvað þcim fór frekar á milli, en skömmvt síðar sáust þeir ganga samau upp Baronsstíginn. Rannsókn arlögre glan b i ð u r mann þennan er kom að. að> hafa tal af sjer hið fvrsta. B O R N E O Framh. af bls, 1. 1 km. Bandaríkjamenn hafa tek ið tvo bæi og fjallastöðvar á eynni. Japanar munu hafa mist. um 390.000 hermenn í bardög- unum á eynni. Frjettir frá To- kio herma að mikill herskipa- floti bandamanna væri úti fyr- ir ströndum Okinava.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.