Morgunblaðið - 12.06.1945, Side 6

Morgunblaðið - 12.06.1945, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÖ Þriðjudagur 12. júní 1045. i Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.slj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. HORFT UM ÖXL LANDSFUNDUR Sjálfstæðismanna verður settur hjer í bænum næstkomandi fimtudag. Næsta dag flvtur fundurinn til Þingvalla og þar verður honum haldið áfram í tvo daga. Síðasti landsfundur Sjálfstæðismanna var haldinn fyrir tveim árum og er tilhögun fundarins nú ráðgerð með svipuðum hætti og þá, enda reyndist það fyrirkomulag ágætlega. Svo sem kunnugt er var það sjálfstæðismálið, sem setti svipinn á síðasta landsfund. Frumræða Bjarna Benedikts- sonar borgarstjóra í því máli á landsfundinum vakti ó- skifta athygli fundarmanna, enda var hún langsamlega sterkasta innleggið sem fram hafði komið í málinu, eftir að andstaðan gegn lokaskrefinu var risin upp. Og þessi gagnmerka ræða verkaði langt út fyrir landsfund Sjálf- stæðismanna. Hún komst inn á hvert einasta heimili á landinu og var lesin með mikilli athygli. Er ekki efi á, að með þessari ræðu var raunverulega brotin öll andstaða gegn sjálfstæðismálinu. Eftir flutning hertnar fór smám saman að myndast órjúfandi þjóðfylking um framgang málsins, sem kom í ljós við þjóðaratkvæðagreiðsluna. ★ Síðan seinasti landsfundur Sjálfstæðismanna var hald- inn fyrir tveimur árum, hafa merkir viðburðir gerst i íslenskum stjórnmálum. Og þegar litið er yfir stærstu við- burðina, hljóta Sjálfstæðismenn alveg sjerstaklega að fagna því, að með þeim rættust einmitt óskir landsfund- arins 1943. Sjálfstæðismálið var leitt til farsælla lykta og lýðveldi stofnað, með þeim glæsileik, sem alþjóð er kunnugt. — Mynduð var þingræðisstjórn í landinu undir forustu Sjálfstæðisflokksins. í þessu máli markaði landsfundur- inn 1943 stefnuna, með svohljóðandi ályktun: „Landsfundur Sjálfstæðismanna haldinn á Þingvöll- um 18. og 19. júní 1943 lítur svo á, að þingflokkur Sjálf- stæðismanna hafi gert alt, sem í hans valdi stóð til þess að mynduð yrði þingræðisstjórn á síðastliðnu þingi. Telur landsfundurinn æskilegt, að Sjálfstæðisflokkur- inn vinni að því að koma á sem víðtækastri stjórnar- samvinnu í landinu og að mynduð verði þingræðisstjórn, er njóti stuðnings meiri liluta Alþingis”. Á síðastliðinu hausti tókst þingflokki Sjálfstæðismanna að koma á þriggja flokka samstarfi um myndun þing- ræðisstjórnar. Þetta samstarf varð að vísu ekki eins víð- tækt og þingflokkur Sjálfstæðismanna hafði kosið og beitt sjer fyrir. Hann vildi allsherjar samstarf allra flokka. En Framsókn skarst úr leik á síðustu stundu. — Þingflokkur Sjálfstæðismanna ljet hinsvegar ekki þetta hafa þau áhrif, að hafna því samstarfi við aðra flokka. sem fáanlegt var og þingræðisstjórn var mynduð, með víðtækum málefnasamningi, sem alþjóð er löngu kunn- ur. Þvi miður gat ekki ríkt alger eining í þingflokki Sjálfstæðismanna, um þessa stjórnarmyndun; fimm þing- menn flokksins vildu ekki styðja stjórnina, en voru nán- ast hlutlausir. ★ Það verður m. a. verkefni landsfundarins sem nú kemur saman, að leggja dóm á aðgerðir þingflokksins í þessu stórmáli. stjórnarsamstarfinu. Sá dómur getur ekki orðið nema á einn veg, Öll þjóðin veit það nú, hvað vanst við stjórnarsam- starfið. Atvinnuvegirnir hafa starfað af fuilum krafti. — Þarf ekki að lýsa því, hvaða þýðingu þetta heíir haft fyrir þjóðarbúskapinn í heild. Hinu þarf heldur ekki að lýsa, hvernig nú væri umhorfs í þjóðfjelaginu, ef sundrung- aröflin hefðu fengið að ráða á s.l. hausti og alt farið í bál og brand. Sjálfstæðismönnum er ljóst, að margir og miklir erfiðleikar geta orðið á vegi í náinni framtíð. En þeir trúa því, að þeir erfiðleikar verði yfirunnir ef þjóðin ber gæfu til að standa saman. ÚR DAGLEGA LÍFINU Hún kemur í dag. HÚN KEMUR í dag þessi lang þráða bók, sem er einsdæmi, að gefin sje út í heiminum, útsvars- skráin. Og víða um götur qg torg, hús og hýbýli. upphefjast hrylli- leg óp og. vein, ásamt algjörlega óhæfilegu orðbragði. Það er dálít ið kaldhæðnislegt við það, að kaupa aðra eins bók og útsvars- skrána dýrum dómum, bara til þess að gera sjálfan sig fokvond an yfir hinum geigvænlegu skatta og útsvarsbyrðum, sem lagðar eru mönnum á herðar. Það getur ver ið, að það sje misráðið, að steypa þessu flóði reiðinnar yfir bæinn á einum degi, en menn eru hjer svo rójegir, þó þeir kanske reið- ist rösklega, að ekki kemur til al varlegra uppþota, Hópganga nje annars slíks, sem frjettirnar segja okkur að þurfi svo lítið til í öðrum löndum. En menn hafa að minsta kosti nóg til þess að tala um daginn þann, og einnig ýmislegt sjer til dægradvalar, ef þeir eru forvitnir um hagi ná- ungans, þar sem þeir geta eftir útsvarsskránni reiknað nokkurn- veginn út tekjur hvers manns, sem þeir kæra sig um. • Stórfurðuleg útgáfa. ÞAÐ ER í hæsta máta einkenni legt, að maður skuli ekki vera iaus við aðra eins útgáfu eins og þessa. Slík útgáfa, sem útsvars- skrárinnar hjer, þekkist hvergi í víðri veröld, enda þyrftu bæk- urnar að vera bæði margar og stórar, ef ætti að gefa út í slíku formi nöfn allra þeirra, sem borga til hins opinbera í London t. d. —• En hvar sem er annars- stáðar en hjer, þá þykir það bara ekki almenn háttvísi, að gefa slíkt og þvílíkt út, og sýnir það eitt, að við erum enn smærri og kotungslegri, en við höldum okk ur vera. Og með útgáfu þessarar leiðu skruddu leiðum við meira bölv og ragn yfir bæinn, en ann- ars myndi þekkjast nokkurn dag ársins. Er ekki komið mál að hætta svona útgáfustarfi? Finst ekki mönnum nóg að borga út- svarið, þótt þeir borgi ekki út- svarsskrána líka dýrum dómum? • Hesta-hirðing.. G. skrifar: „Síðastliðinn hvíta- sunnudag gekk jeg ofan á hafn- arbakkanrf. Við hann lágu mörg erlend skip, stór og smá, og fjöldi manna um borð á þeim öllum. Meðan jeg stóð þarna við, komu 4 menn ríðandi ofan á hafnar- bakkann. Það voru útlendingar. Mjer varð starsýnt á hestana, en ekki mennina, sem á þeim sátu. Að vísu voru klárarnir að sjá í allgóðum holdum. En það var annað athugaverðara. Sumir þeirra voru svo framúrskarandi óhreinir að undrun sætti. Voru þeir brynjaðir taðkleprum upp á lend og miðjar síður. Voru þeir sjáanlega orðnir gamlir og harð- ir. Báru þeir vitni um að skepn an hafi verið látin liggja.í sínum eigin saur um lengri tíma. Hjer í bæ er til hestamanna- fjelag. Jeg þykist vita að það muni láta hirða hesta sína snild arldga, enda ekki annað sæm- andi. En fjelagið þarf að gera méira en halda sínum eigin reið skjótum þrifalegum. Það má ekki þola að aðrir menn hjer í bæ geri hesta sína að gangandi taðhaug- um. Fjelagið ætti að koma því til vegar að menn, sem hirða hesta sína sjerstaklega illa og notá þá óhreina til vinnu, fyrir sig eða aðra, verði sektaðir fyrir það. En á hinn bóginn ætti að verðlauna menn fyrir að hirða hesta sína afburða vel. Er ekki hesturinn ennþá búinn að vinna fyrir því, í allar þær aldir, sem hann er búinn að þjóna íslendingum, að vera „klipptur, og þveginn, hvern vinnudag háns ó árinu. Hætta af eitrun. Fyrir nokkrum dögum sá jeg í fisksölubúð nokkrar veiðibjöllUr spyrtar saman og hafðar til sölu, eins og annað matarkyns. Nú vita allir að veiðibjöllum má granda með eitri, og mun þáð vera gert all-víða. Er því all-bí- ræfið að versla með dauðar veiði bjöllur til manneldis, þó að sagð- ar sjeu skotnar. Ekki veit fisksal inn, hvernig fuglinn er deyddúr, sem hann kaupir. En vísvitandi mun enginn selja eitraðan fugl. Nú getur viljað til að skotmaður- ur drepi veiðibjöllu, sem er orðin sýkt af eitri, án þess að hann háfi hugmynd um það. Ef hún kemst á sölutorgið eru afieiðingarnar auðsæjar. En hver ber ábyrgðina af slysi, sem hjer kann að verða. Ekki skotmaðurinn, ekki fugla- salinn. Heldur hvílir hún á þeim, sem bjó til lögin Um eitrun veiði- bjöllunnar. Hann hafði ekki vit á að setja inn í lögin ákvæði, sem bánnaði alla verslun með þenna fugl. Það er mál til komið að nema úr gildi þessi eiturlög, því að lík- ur eru til, að þau vinni þeirri fuglategund mest tjón, sem þeim var upphaflega ætlað að vernda. A INNLENDUM VETTVANGI Hraðfrysfing Haustið 1932 hraðfrysti Sænsk- ísl. frystihúsið ca. 5 tonn af dilka kjöti. Kjötið var hraðfryst í heil um skrokkum eftir Ottesens-hrað frystiaðferðinni, sem frystihúsið hefir einkaleyfi á. Var kjötið geymt fram á sumarið 1933 og var þá á bragðið sem nýtt væri. Jafn framt var þetta sama haust gerð ur samanburður á hraðfrystu og hægfrystu kjöti, er það þiðnar. Voru fyrst samtímis tvö Jæri jafnstór, annað hraðfryst, en hitt hægfryst og bæði geymd jafnlang an tíma. Síðan voru skorin jafn- stór stykki úr báðum lærunum og þau látin þiðna. Kom þá í ljós, að hægfrysta kjötið missir 5 til 6 sinnum meiri safa, en hið hrað- frysta, sem missir tillölulega lít- ið af krafti sínum. / * ★ Þrátt fyrir þennan góða árang ur 1932, hefir frystihúsið ekki hraðfryst kjöt síðan til sölu á opnum markaði, en hefir hinsveg ar hraðfryst svo að segja árlega síðan lítilsháttar af dilkakjöti í stykkjum (læri, bóga og hryggi). Síðastliðið haust stóð til að hrað- frysta nokkurt magn af dilka- lærum til sölu á innanlandsmark aði. Af óviðráðanlegum ástæðum varð ] >ví ekki við komið þá, en ráðgert er að hraðfrysta nokkuð af dilkakjöti á hausti komanda til sölu innanlands. ★ Þö hraðfrysting sje nokkuð dýr ari en hægfrysting, er þó kostn- aðaraukinn vegna sjálfrar frysti- aðferðarinnar ekki það mikill, að þeir fáu, sem hjer hafa kynst gæðamuninum á hraðfrystu og hægfrystu kjöti eftir nokkra mánaða geymslu, telji eftir sjer að borga þann verðmismun. Esja fer fi! Kafnar um miðjan mán- uðinn . MS. ESJA fer frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar um miðjan þennan mánuð. Skipið tékur farþega eftir því sem rúm leyfir. Væntanlegir farþegar verða að útfylla skýrsluform, sem afhent verða á skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins. Upp- lýsingar þessar verða að hafa borist Skipaútgerð ríkisins í síðasta lagi á hádegi íimtudag- inn 14. júní næstkomandi. Auk þess verða farþegar að hafa meðferðis gilt vegabrjef; en fyrir þessa sjerstöku ferð þarf ekki vegabrjeísáritun danska sendiráðsins hjer. Hinsvegar hafa dönsk stjórnarvöld áskil- ið sjer rjett til að neita farþeg- um landgÖngu, er þau telja sjerstakar ástæður fyrir hendi. (Tilkynning frá rikis- stjórninni.) Ifinsvegar hefir það mjög auk- inn kostnað í för með sjer að skera úr kjötinu öll beinin og pakka því í dýrar umbúðir, óg gildir sama regla um það og hraðfrystan fisk. Hersýning norska heimahersins Frá noreska blaða- fulltrúanum: NÚ ER mönnum orðið það kunnugt, að í norska heima*- hernum voru yfir 50.000 manns, þegar Þjóðverjar gáfust upp. 12.000 menn, sem valdir voru úr þessum hóp, komu fram á hersýningu á torginu fyrir fram an konungshöllina s.l. laugar- dag. Konungur og ríkiserfing- inn voru viðstaddir hersýning- una. Þúsundir manna höfðu safn- ast saman til þess að hylJa her- mennina. Sendiráð hættir störfum. London:---Þýska sendiráðið í Dublin hefir hætt störfum, og fengið írskum stjórnarvöldum lyklana að byggingunni. Sendi- herrann er fluttur í hús, sem hann hafði keypt sjer fyrir ut- an borgina, og hygst að búa þar í bráðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.