Morgunblaðið - 11.07.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. júlí 1945 — Thor Thors Í'ramh. af bls. 7. ekki þátt í þeirri ráðstefnu, en<ia þótt við höfum átt fulltrúa á öllum helstu alþjóðaráðstefn um á styrjaldarárunum. Þetta mál hefir orðið hjer pólitískt deilumál hjer innanlands og get jeg því ekki blandað mjer í þær umræður. Jeg óska þó ekki að það fari leynt, að mjer þótti miður að við skyldum ekki verða meðal stofnþjóða hins nýja Alþjóðabandalags. Stjórn Bandaríkjanna viðurkenndi að íslendingar hefðu lagt af mörk um alt, sem þeir megnuðu til að tryggja sigur bandamanna, og engra frekari aðgerða var óskað af okkar hálfu. íslend- ingar urðu hinsvegar að við- urkenna að hjer hefði ríkt ó- friðarástand við Nasista, eftir að þeir margsinnis höfðu ráð- ist á íslenska menn, íslensk skip og jafnvel landið sjálft. Það var sameiginleg ákvörðun 3ja leiðtoga heimsins, hins fallna, mikla forystumanns Bandaríkjanna, Roosevelts for seta, Churchills og Stalins, að engar aðrar þjóðir skyldu taka þátt í ráðstefnunni í San Francisco en þær, sem augljós- lega hefðu starfað með banda- mönnum í stríðinu og teldust í hópi hinna sameinuðu þjóða. — Þetta var ófrávíkjanlegt skil- yrði, og jeg er þeirrar trúar, að meiri líkur hefðu verið til þess að leysa málið, ef innan- landsdeilur hefðu ekki bland- ast í það. Meðan á ráðstefnunni stóð, gerði íslenska ríkisstjórnin alt, sem í hennar valdi stóð, með itrekuðu tilmælum við forráða menn ráðstefnunnar, til að öðl- ast þátttöku, en það mál strandaði, þrátt fyrir ákveðinn stuðning Bandaríkjanna og Breta, á vandkvæðum, er aðr- ar þjóðir, er líkt stóð á um og íslendinga, sköpuðu. Væntan- lega gefst íslendingum síðar kostur á því að verða viður- kenndur aðili á þessu þjóðanna þingi. Starf semliráðsins: Þau tæplega fjögur ár, sem nú eru liðin frá stofnun sendi- ráðsins í Washington, hafa ann ir þess verið mjög miklar. Sendiráðið hefir fjallað um all ar umsóknir um vöru-útvegun til landsins, um útvegún skipa og um sölu á íslenskum afurð- um, sem seldar hafa verið til Bandaríkjanna. Þetta eru ó- venjuleg störf fyrir sendiráð, en stríðsástandið hefir beint þeim þangað. Jeg hefi átt því láni að fagna að eiga ágæta samverkamenn. Henrik Sv. Björnsson var fyrsti sendiráðsritari um '2ja ára skeið, og síðastliðið ár hefir Magnús V. Magnússon gegnt því starfi. Þórhallur Ásgeirs- son hefir verið fulltrúi við sendiráðið um 3ja ára skeið. Meðferð íslands á utanríkis- málum sínum er fyrsta tákn þess, að þjóðin er fullkomlega sjálfstæð. Aldrei kemur til mála að fela þau öðrum en íslendingum. Þó er það aug- ljóst mál, að íslendingar geta ekki haft sína eigin starfsmenn nema á örfáum stöðum, og er þá bjargarráðið að fela íslend- ingum og íslandsvinum að gegna, án sjerstakra launa, ræðismannastörfum fyrir ís- lendinga víða um heim, og þurf um við ekki að kvíða því að finna ekki hæfa og áhugasama menn, sem fúsir eru til slíkra starfa. ísland hefir nú slíka ræðismenn á 6 stöðum víðsveg ar um Bandaríkin og hafa þeir alsstaðar rækt starf sitt með ágætum. Það er auðvitað hlutverk hverrar ríkisstjórnar að ákveða utanríkisstefnu íslendinga á hverjum tíma, en lítil þjóð eins og íslendingar hafa eigi ráð á öðru en að sýna öllum erlend- um þjóðum fulla velvild og kurteisi í hvívetna. En á því þykir mjer nokkur skortur, bæði í ræðu og riti. Minning Andrjesar Straumland í DAG verður borinn til graf ar hjer í bænum Andrjes Straumland skrifstofumaður, forseti Sambands íslenskra berklasjúklinga. Andrjes /ar fæddur í Skál- eyjum á Breiðafirði 26. maí 1895 og átti þar heima fram yfir fevmingaraldur. í Skáleyj- um er fegurð mikil. Fjallahring urinn glæsti á þrjár hliðar, en á einn veg rennur saman him- inn og haf. Hvert sem horft er getur að líta eyjar og sker, þar sem selurinn látrar sig og fugl arnir syngja um dásemdir til- veru'nnar og íylla líf æskunnar unaði og töfrum. Sje það rjett, sem jeg efa ekki, að náttúran hafi mótandi áhrif á skapgerð 'mannsnna, hlýtur þessi staður j að hafa við sig flest það, sem skapað getur bjartsýna menn ■ og víðsýr.a, drenglynda og 1 kjarkn ikla. En einmitt þannig jkom Andrjes Straumland mjer fyrir sjónir Og því lengur, sem I jeg kyntist honum, því betur ’ skildist mjer, að það voru þess- ir þættir í skapgerð hans, sem Komst til Argentínu London í gærkvöldi. I DAG kom þýskur kafbát- tir til hafnar í Argentínu. •— Voru bátsmenn kyrrsettir, en báturinn gerður upptækur. — Áhöfnin var 45 menn. Hefir hann haft útivist Hanga, því það eru nákvælega tveir mán- uðir síðan styrjölclinni lauk. — Reuter.. gerðu hann sterkan í starfi og farsælan, pó að björg harma og vanheilsu lægju þungt á brjósti honum. Þegar Andrjes var á 16. ári kendi hann fvrst sjúkdóms síns. Rúmlega tv tugur að aldri fór hann á Vífilsstaðahælið og var þar sjúklingur öðru hverju í 4 eða 5 ár. Hann var tvö ár við nám í Ruskin College í Oxford og síðan um skeið í Rússlandi. Þráin til náms og þroskva var óslökkvandi í brjósti hans, enda voru gáfumar góðar. En veik- indin fjötruðu vængi hans og gerðu honum erfitt um flug. Hann fór þá til Ameríku í þeim tilgangi að freista að fá bót meina sir.na. Þar var hann í tvö ár, gekk þar undir skurð- aðgerð og var undir hendi slingra lækna, en alt kom fyrir ekki. Hann kom aftur heim með ólamaðan kjark og bjart- sýni á lífið og mennina. Fyrir 10 árum var enn gerð á hon- um vandasöm aðgerð hjer heima og þá með góðum ár- angri. Var nú heilsa hans með besta móti, þangað til á síð- asta hausti, að veikin tók sig upp á ný með meiri krafti en fyrr. Hann iagðist í sjúkrahús skömmu eídr nýárið og háði þrotlausa baráttu um líf og dauða uns hvíldin kom 5. þ.m. Andrjes Straumland átti mörg áhugamál, eins og títt er um vel gefna menn. Um skeið ljet hann stiórnmál allmjög til sín taka og gat þá oft verið skeleggur í kappræðum, enda var maðurinn vel talaður og rökfimur. En allra manna var hann sáttfúsastur, og aldrei vissi jeg hann gera sjer far um að flæma náungann niður, það var líka ólíkt eð|i hins bjart- sýna manns, sem ætíð leitaði að því góða í fari annara. Aðaláhugamál Andrjesar síð ustu æfiárin var starfsemi Sambands íslenskra berkla- sjúklinga (S. í. B. S.). Hann var einn af írumkvöðlum þess, að sambandið var stofnað árið 1938. Var hann þá kosinn for- seti S. í. B. S. og endurkosinn jafnan síðan. Starf og fram- kvæmdir S. í. B. S- eru alþjóð kunnar. Þar hafa margir unn- ið að, en fáir eða enginn sýnt meiri áhuga og fórnfýsi en ' Andrjes Straumland. Hann var frá upphafi foringinn. Og í starfi sínu fyrir S. í. B. S. kom glögt í ljós -fjelagslyndi hans og fjelagsþroski. Honum tókst að skipuleggja sóknina, sam- eina kraftanr — og vinna sigra. Við þetta verkefni var 1 raun og veru allur hugur hans til hinstu stundar. -— S. í. B. S. hafði árum saman unnið mark- vist að því að koma upp vinnu heimiii fyrir berklasjúklinga. Andrjes tók fyrstu skófluna úr grunni hins fyrsta húss þess í Reykjaiandi 3. júní 1944 og vann þar daglangt við gföft. Húsin tóku að rísa. Vonir hans og berklasjúklinga voru að ræt ast á undra skömmum tíma. En Andrjesi auðnaðist ekki að vera við vígslu, heimilisins eða sjá hið starfandi líf 40 vist- imanna þar, eins og það er nú. j En ' merkið stendur, þótt mað- urinn falli. S. í. B. S. hefir þegar lagt fram drjúgan skerf til heil- brigðismála á íslandi. Og þeg- ar tímar líða, mun það koma í ljós, að Andrjes Straumlartd hefir reist sjer óbrotgjarnan minnisvarða með fjölþættu starfi sínu í þágu sambandsins. Andrjes var giftur Sigrúnu Straumland hjúkrunarkonu, og áttu þau eina dóttur, sem enn er á barnsaldri. Voru þau hjón in samhent í því að gera heim- ili sitt smekklegt og aðlaðandi, og var heimilislíf þeirra mjög gott. Frú Sigrún studdi mann sinn á allan veg í starfi hans fyrir S. í. B S. En frábært þol- gæðr og dxmalausa fórnfýsi hefir hún sýnt í hinni löngu legu hans, þar sem segja má, að hún hafi naumast vikið frá rúmi hans. Um 3eið og berklasjúklingar minnast Andrjesar Straum- lands með þakklátum huga, senda þeir eftirlifandi konu hans samúðarkveðjur. Vjer ,,æðrumst ei við lífsins skapadóm“. Starfinu verður haldið áfram. Minningarnar um fallinn foringja hvetja til dáða. Kristinn Stcfánsson. Skrifstof ustúlka óskast á skrifstofu hjá innflutningsfyrirtæki. Þarf að vera dálítið vön vjelritun enskra brjeí'a. Góð laun. Umsóknir merktar „Strax“, sendist blaðinu í dag. — í 1) Grímumaður. (hugsar): — Ilún cr.nsof- um klukkustundum hafa horft á föður þessa barns ur, það er einmitt það. Jeg er brjálaður. Sálarlíf £ndi. Gott. Jeg ætlá áð fara og fá mjer ai' feykja. myrtan. mitt er ekki í samræmi við ríkjandi hugmvndir í > 2) Grímumaður (hugsar): r— Það er erfitt, jafn- 3) Grimumaður (hugsar): — Jeg hlýt að hafa þjóðfjelaginu............Og ekki er hægt áð shua víð, vel fyrir mig, að trúa, því, að jeg skuli fyrir nokkr- verið brjálaður að fara að eiga við þetta. Brjálað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.