Morgunblaðið - 02.08.1945, Síða 4

Morgunblaðið - 02.08.1945, Síða 4
4 MORGUNBLAÖIÐ Fimtudagur 2. ágúst 1945. Til sölu Vjelskipið „ILEANA“ .GG 312, sem er 53 sinálestir að stœrð og með, sem ným, 120 IIK. Ðolinder vjel, er til sölu og afhendingar í ágústlok, að aflokinin síld- veiði við Island í sumar. . Skiþið er bygt úr eik 1934 hjá 3. W. Biirg, JlálsÖ. Kinnig' gæti fylgt hringnót, 189x28 faðnia. Víentanleguin tiiboðum sje skilað til (L.rían dson ~S>i Borgarfjarðarferðir l.7m næstu helgi vet’ður skipaferðum til Akraness og Borgarness þannig háttað: Til Borgamess fer M.s. Laxfoss “á Jaugardag kl. 14, á sunhudag kl. 11, og á mánudag kl. 13. Til baka aftur kl. 19. Til Akraness: Frá Reykjavílt: Frá Akranesi/. á laugardag* Víðir kl. 7 kl. 9 i— — — 14 -T- 16 — — — 18 21 á snnnndag Laxfoss 7 9 — Víðir — 11 — 18 16 O 1 á rnánudag Laxfoss 1 — 9 ( Víðir — 11 16 ‘) t Lax foss — 1 o — 22,30 1 1 24 AV. — Farmiðar, sem gilda á laugardag með- Lax- fossi til Borgarness og Víði til Akraness báðar eftir- miðdagsferðirnar, verða seldir á fimtudag, föstudag og laugardag í afgeiðslu skipanna Tryggvagöíu 10. SSlatlacjrímur Sími 6420. % * Verslunin Asbyrgi f I verður lokuS á laugardaginn 4. ágúst. Viðskiftamenn eru vinsamlegast beðnir að gera innkaupin á fimtudag og föstu- dag, eftir því, er þeim hentar. Verstnnin___Jsburcji t I, i, ♦♦♦■»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦»♦■»»♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦«♦♦♦«>♦♦♦♦♦ | Botnvörpuskip Getum útvegað smíði á nokkrum togurum írá einni elstu og þekkstustu skipasmíðastöð í Englandi, sem byggt hefir fjölda botnvörpuskipa undanfarna ára- tugi. Afgreiðslutími tilt.ölulega stuttur cl samið er strax. Nánari uppl. gefnar væntanlegum kaupendum. !i j^órtur SueinSSon (JT* (o. í.j. \ »♦♦*» ♦ » • ♦ » ♦♦♦»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦»<»<♦■»♦♦■♦«>%■♦♦ «♦»« Guðjón Jónsson kaupmaður sextugur MJER FINNST ótrúlega stutt síðan Guðjón á Hverfisgötu 50 átti fimmtugsafmæli og veldur þar sjálfsagt nokkru um, að hann hefir; ekki gefið sjer tíma til að eldast að undanförnu. Einhvers staðar hefi jeg lesið það, að áldur manna ákvarðist af þeim s|álfum, en verði ekki mældur rlárum. Guðjón Jóns- son er áreiðanlega gildur liðs- maður í þeirri allt of fámennu sveit, sem styður þessa kenn- ingu, því að hann er enn í raun og veru ungur maður. Guðjón Jónsson er auð- kenndur maður, hvar sem hann fer. Veldur því meðal annars hið eldheita æskufjör hans. Jeg hef aldrei kynnst glaðlyndari manni. Skap hans er beinlínis smitandi. Gleði hans þolir eng- an sálardofa í návist sinni. Ef heimur grætir, er . gott að blanda geði við slíka menn. En undir glaðværð Guðjóns býr þung alvara og vafalaust ríkt skap. Öll hálfvelgja er honum fjarri. Viljaþrekið er óbilandi, og sú er trúa mín, að slíkir menn teldu sjer hvern þann dag glataðan, sem ekki hefði fært þeim eitthvert örðugt við- fangsefni, eitthvað til að glíma við og stæla þrekið á. Guðjón hefir verið sá gæfu7 maður að lifa langmerkasta tímabilið í sögu íslands og vera virkur þátttakandi í fjölbreyttu athafnalífi. Hann er fæddur að Búrfellskoti í Grímsnesi 2. ág. 1885, næstyngstur 9 systkina. Foreldrar hans voru þau hjón- in, frú Ingveldur Gísladóttir og Jón Bjarnason bóndi, bæði ætt- uð úr Ölfusi, Jón frá Auðsholti, en Ingveldur frá Kröggólfsstöð um. Er Guðjón náskyldur þeim mæta gáfumanni Ögmundi heitnum Sigurðssyni, skóla- stjóra í Hafnarfirði. Guðjón fór 15 ára gamall í atvinnuleit til Reykjavíkur. — Sennilega hefir hann farið þangað gangandi, því að þá brunuðu ekki bílar um hjeruð eins og nú. Einkennilegt atvik varð þess þó valdandi, að hann ílentist þá ekki í bænum, held- ur rjeðst í vinnumennsku til frænda síns, Jóns bónda Sig- urðssonar á Búrfelli í Gríms- nesi. En árið 1903 fór Guðjón aftur til Reykjavíkur og hefir dvalist þar lengst af síðan, eða í um það bil 40 ár. Hann nam um skeið bakaraiðn hjá Edvard Frederiksen, var síðan 4 sum- ur í vegavinnu með Tómasi Petersen, rjeðst því næst um- sjónarmaður á Hótel Reykja- vík hjá frú Margrjetu Zoéga og gegndi því umfangsmikla starfi þar til þetta mikla gisti- og veitingahús brann til kaldra kola í stórbrunanum vorið 1915. Vár Guðjón síðan um skeið bústjóri hjá frú Zoéga á tveim jörðum, er hún rak bú- skap á í Mosfellssveit. En árið 1917 stofnaði Guð- jón verslun sina á Hverfisgötu 50 og hefir rekið hana þar síð- an. Fyrir þeirri starfsemi var af ýmsum ókunnugum fáu, góðu spáð. Ýmsar raddir voru uppi um það, að á þessum stað hefði aldrei verslun þrifist. — Nágrannakaupmaður sagði við mig 1918, að ekki n)undi líða á löngu, þar til verslun Guð- jóns færi á hausinn, raunar væri eigandinn bráðduglegur maður, en það þyrfti meira til en bjartsýni og dugnað, þarna þrifist aldrei verslun og auk þess væri vonlaust að reka verslun sem leigjandi í annars manns húsi! Einhvern veginn fór það nú samt svo, að versl- un piltsins frá Búrfellskoti varð á svipstundu ekki einung- is bæjarkunn, heldur og við- skiftamiðstöð fjölda utanbæjar manna úr fjarlægum hjeruð- um. Á þessu furðar að vísu engan, sem þekkir dularmögn ódrepandi dugnaðar, árvekni og þrautseigju. Farsæld dug- legra manna er jafnsjálfsögð og gengisleysi þeirra, sem bæði skortir atorku og framsýni. En raunar sýnast þessi einföldu rök dyljast mönnum furðu oft í mati þeirra á afkomu náung- ans, sem hjer á landi virðist fá- dæma vinsælt umræðuefni. Fyrir rúmum 20 árum gekkst Guðjón Jónsson fyrir því ásamt nokkrum öðrum mönnum, ætt uðum úr Árnessýslu, að árlega yrðu haldin hjer í bæ Árnes- ingamót, dreifðum sýslungum til kynningar og skemmtunar. En hann ljet ekki þar við sitja, heldur fjekk nokkra dugandi menn til liðs við sig til að stofna hjer öflugt Árnesinga- fjelag. Þetta fjelag er nú orðið röskra 10 ára gamalt, og hefir Guðjón ekki einungis verið líf- ið og sálin í því, heldur og for- maður þess óslitið frá upphafi. Aðalframkvæmd fjelagsins er hið mikla ritverk þess: Ámes- ingasaga, sem hafin er útgáfa á. — Fyrir hið óeigingjarna menn ingarstarf, sem* Guðjón hefir hjer stuðlað að af fölskvalausri ræktarsemi við átthaga sína, ber að færa honum bestu þakk ir á þessum tímamótum ævi hans. . Guðjón er kvæntur frænd- konu sinni, Sigríði Pjetursdótt ur frá Austurkoti á Álftanesi, ágætiskonu, sem stutt hefir mann sinn dyggilega í störfum hans öllum. Þau hjón eiga þrjú mannvænleg börn. „Drengur góður“, var fyrsta lýsingin, sem jeg heyrði á kaup manninum á Hverfisgötu 50, um það bil, er jeg kynntist honum fyrst fyrir röskum ald- arfjórðungi. Þau ummæli valdi honum sveitungi hans úr Gríms nesi, er þekkt hafði hann ung- an. Þau eru vafalaust sönn og við þau mætti bæta; allra manna greiðviknastur og traust astur vinum sínum. Og svo margir eru þeir orðnir, sem notið hafa einhvers góðs í við- skiftum sínum við Guðjón Jóns son, að trúlega berast honum og frú hans margar hlýjar kveðjur á þessum afmælisdegi. Sigurður Skúlason. Endurbæíur í Porfú- gal London í gærkveldi. EINN af talsmönnum stjórn- arinnar hefir í ræðu látið get- ið þeirra stórfenglegu fjelags- legu umbóta, sem Salazar- stjóimin hefir komið á í Port- úgal. Ljet hann svo um mælt, að Salazar hefði stigið feti framar í tillögunum en Bever- idge hinn breski, og væru þær þó ekki nærri allar komnar í framkvæmd enn þá. Sagði tals- maðurinn, að það væri dýrasti draumur Salazar, að sjá þær allar komnar í framkvæmd. Reuter. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< V erkamenn Verkamenn vantar strax, 10 stunda vinnudagur. Upplýsingar hjá ROBERT BENDIXSEN Hringbraut 48. Sími 5852. ^.Jdojjaard (^ Sdchu L. Ai. »#♦»♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦>»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦». •V**M V ■•I ..I iðiioro til solu Góð bújörð og veiðijöð til sölu í Árnessýslu. Upp- f Jýsingar gefur undirritaður kl. 12—1 og eftir kl. 5. -Steindór CjunntaucjSSon lögfr. Fjölnisveg 7. — Síini 3859.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.