Morgunblaðið - 02.08.1945, Side 5
Jimtudag'ur 2. ágúst 1945.
MOBGUNBLAÐID
5
Prófessor Sigurður Mugnússon
NININGARORB
sem á sínu sviði mun mega telja
merkilegt brauðryðjendastarf í
íslenskum landbúnaði.
En Sigurður Magnússon ljet
sjer eigi nægja að inna af hendi
dagleg störf heilsuhælisins. —
Hann varð að vinna að berkla-
vörnum á víðari vettvangi. ■—
Þanndg sat hann í milliþinga-
nefnd um berklav^rnir 1919
og eru berklavarnalögin frá
1921 árangurinn af starfi þess-
arar nefndar. Munu lög þessi
ávalt talin þjóðinni til stór
sóma og hefði betur farið. að
þeim hefði þá þegar verið
fylgt til hins ýtrasta. Og er
Hjukrunarfjelagið Líkn ákvað
að setja upp hjálparstöð fyrir
berklaveika, varð Sigurður
fyrsti læknir þeirrar stofnunar.
Gegndi hann því sem auka-
starfi um margra ára skejð -—-
án nokkurs endurgjalds.
Hann var óvenjulega víðles-
inn maður bæði í læknisfræði
og öðrum bókmentum. Hann
ljet ristörf talsvert til sín taka.
Ritaði hann fjölda margar
greinar, einkum um berkla-
veiki í ýms erlend læknarit og
er óhætt að fullyrða að Sig-
urður Magnússon muni hafa
verið einn hinn þekktasti ísl.
læknir erlendis.
Jeg tel að Sigurður Magnús-
son hafi verið óvenjulega far-
sæll maður. Sem ungur læknir
beitti hann sjer að ákveðnu
marki og sá áður en lauk mik-
inn og fagran árangur af starfi
sínu. Og jeg hygg, að hann hafi
einnig verið hamingjusamur
maður. Hann var kvæntur Sig-
ríði Jónsdóttur prófasts Árna-
sonar frá Bíldudal. Var þeim
fjögurra barna auðið, sem öll
eru á lífi og hin mannvænieg-
ustu. Var heimili þeirra hjóna
ávallt til fyrirmyndar í hví-
vetna.
Jeg minnist þess, að er próf.
Sigurður varð sjötugur að áldri
þá hafði hann nýlega látið af
í störfum sem yfirlæknir Vífils-
j staðahælis. Blaðamaður spurði
! hann hvort hann kynni eigi illa
við sig eftir að hann Ijet af
yfirlæknisstarfinu. En hann
svaraði: „Jeg gæti ekki hugs-
að mjer að hafa haft starf á
hendi, sem jeg kysi fremur en
berklalæknisstarfið.
En þegar jeg hætti, þá fann
jeg til svipaðra tilfinninga, eins
og er jeg áður í sumarfríinu
steig á skipsfjöl til þess að fara
til útlanda, þegar landfestar
losnuðu og jeg vissi með sjálf-
um mjer, að allt ónæði, allar
símahringingar náðu ekki leng-
ur til mín, allri ábyrgð var af
mjer ljett“.
Þannig fórust honum orð, er
hann ljet af lífsstarfi sínu. —
Hann hafði reynst trúr og dygg
ur þjónn þjóðar sinnar.
Þeir eru margir, sem sakna
læknis síns við fráfall Sigurðar
Magnússonar. En aðrir sakna
hins mæta manns og lækna-
samtökin góðs fjelaga. Og ís-
lenska þjóðin öll á að baki að
Sjá einum af helstu forvígis-
mönnum sínUm. á' sviði liell-
brigðis'málanná um nálegá’álð.-
arþriðjungs skeið.
Sigurður Sigurðsson.
HANN andaðist í Landakots
spítala þ. 20. f. m. eftir stutta
legu. Með honum er fallinn í
Valinn einn hinn þekktasti
læknir þessa lands og fyrsti
merkisberi í baráttunni gegn
'berklaveikinni hjer á landi.
Próf. Sigurður var fæddur
24. nóv. 1869. Hann lauk lækna
prófi við Hafnarháskóla 1901.
Veturinn 1901—2, var hann
settur kennari við læknaskól-
ann hjer. Árin 1902—7 dvaldi
Sigurður við framhaldsnám í
Danmörku, bæði á almennum
sjúkrahúsum og heilsuhælum.
Starfaði sem læknir í Reykja-
vík 1907—9, en fór þá utan til
að búa sig undir að veita Víf-
ilsstaðahæli forstöðu, enda
sjálfkjörinn í þá stöðu. Tók
hælið til starfa árið eftir, 5.
sept. 1910 og gegndi Sigurður
fyrst læknisstörfum þar og síð-
ar yfirlæknisstörfum fram til
ársins 1939, eða um tæpra 30
ára skeið.
Guðmundar Björnssonar
landlæknis mun jafnan minst,
sem forystumanns berklavarna
hjer á landi. «í ræðu og riti
vann hann ötullega að því, að
stofnað yrði hjer heilsuhæli
fyrir berklaveika. Mun stofnun
Heilsuhælisfjelagsins 1906 vera
hin fyrsta þjóðlega vakning, er
verður vart hjer á landi á sviði
heilbrigðismála.
Vífilsstaðahæli var árangur
þessara samtaka. Var það þeg-
ar í stað langmyndarlegasta
sjúkrastofnun þessa lands, og
stendur enn, sem veglegt merki
þess, hve þjóðleg samtök mega
sín.
Sigurður Magnússon varð
sjálfkjörinn fyrsti læknir þess-
arar stofnunar. Ber það ljóst
vitni því trausti, er borið var
til hans og mentunar hans.
Hjer skal eigi gerð tilraun
til að rekja nákvæmlega stjórn
hans og læknisstarf við þessa
stofnun í tæpa þrjá áratugi.
Alþjóð er þetta löngu kunnugt.
En hins skal getið, sem og al-
kunnugt er víða um lönd, að
fáar munu þær heilbrigðisstofn
anir, er krefjast öruggari stjórn
ar en stór berklaheilsuhæli, er
Sigurður Magnússon.
hýsa bæði konur og karla. —
Hinn langvinni sjúkdómur get-
ur stundum haft sljófgandi
áhrif á skapgerð manna og orð-
ið þess valdandi, að þeir gefi
tilfinningunum lausan taum-
inn. Slíkri hættu er aðeins
bægt í burt með stjórnsemi og
góðu samstarfi hjúkrunarfólks
og sjúklinga. Og þegar þess er
gætt, að hjer er um að ræða
eina hina fyrstu stofnun hjer-
lendis, er krafciist: fullkomins
aga, sem Islendingum er ekki
ríkt í blóð borinn, þá hygg jeg
að kveða megi aipp úr um það,
að yfirleitt hafi vel tekist.
Hin margvíslegu læknisstörf
við hælið báru öll vitni því, að
stjórn þess hafði á hendi vel
menntaður og víðlesinn læknir,
sem ljet eigi nýjungar 1 grein
sinni fram hjá fara. Þannig var
loftbrjóst meðferðin, sem
happadrýgst hefir reynst allra
aðgerða við lungnaberkla tekin
í notkun á Vífilsstaðahæli
mjög snemma, og jafnvel fyrr,
en i sumum nágrannalöndum
okkar.
Sem stofnun mun Vífilsstaða
hæli lengi bera merki Sigurðar
Magnússonar, ekki eingöngu að
því er tekur til læknisstarfa,
heldur og rekstrar hælisins að
öðru leyti. Meðal annars mun
hann hafa átt ríkari þátt en
almennt hefir verið viðurkennt
í hinum myndarlegu búnaðar-
framkvæmdum á Vífilsstöðum,
Enskir hattar
sgætt úrval nýkomið.
„Geysir" h.f.
Fatadeildin.
Getum bætt við nokkrum
bifreiðsisfjórum
við smábílaakstur.
r>
't .. m
i
f$nd&a,ótö(i Siteindórá
M«i* / »iií
ilpuugjðf
RoGkefellersjóisms
til Húskóluns
handa á næsta ári um
byggingu fyrir tilraunaslöð í sjúk-
STJORN ROCKEFELLERSJOÐSINS í New York hefir ný-
lega ákveðið að gefa Háskóla íslands allt að 150.000 dollara
(nærri miljón króna), gegn jafnmiklu framlagi annarsstaðar frá,
til að koma upp tilraunastofnun í sjúkdómafræði og kaupa áhöld
til hennar. (Var skýrt frá þessu í Morgunblaðinu 30. maí síðastl.,
en nú hefir borist eftirfarandi grein um þetta frá Háskólanum):
Er gert ráð fyrir að stofnun
þessi starfi aðallega að rann-
sóknum á búfjársjúkdómum. —
Þar sem síðasta Alþingi veitti
l. 000.000 kr. í sama tilgangi, ef
framlag fengist annarsstaðar
frá, eru nauðsynleg skilyrði
fengin til að þetta mál komist
í framkvæmd.
Hjer á landi hefir lengi verið
vakandi áhugi fyrir að koma
upp sjerstakri stofnun til rann-
sókna búfjársjúkdóma, einkum
vegna skæðra sjúkdóma, sem
undanfarín áratug hafa hrjáð
bústofn landsmanna. Nú getur
þessi hugmynd komist í fram-
kvæmd með þeim myndarskap,
sem æskilegt er um slíka stofn
un, og verður væntanlega ekki
langt að bíða uns unt verður að
hefja framkvæmdir í málinu.
Afskipti Rockefellersjóðsins
byrjuðu 1941, er dr. George K.
Strode, forstjóri alþjóða-heil-
birgðisdeildar Rockefellersjóðs-
ins, kom hingað til lands bein-
línis í þeim tilgangi að kynna
sjer, með hverjum hætti Rocke
fellerstofnunin gæti helst orðði
Islendingum að gagni. Kynnti
hann sjer ýmislegt í sambandi
við læknamenntun og heilbrigð
ismál og átti tal við kennara
læknadeildar Háskólans, land-
lækni og aðra, er forystu hafa
í heilbrigðismálum þjóðarinnar
m. a. þáverandi heilbrigðis- og
landbúnaðarráðherra. Var af
öllum þessum aðilum lögð mest
áhersla á, að unnt væri að koma
upp vandaðri tilraunastofnun
fyrir búfjársjúkdómum, auk
þess sem bent var á ýmislegt
fleira, sem vantaði, m. a. til að
bæta kennslu í lífeðlisfræði,
lyfjafræði og heilbrigðisfræði.
Skömmu eftir þessa heim-
sókn barst Háskóla íslands
15.000 dollara gjöf til kaupa
á tækjum handa læknadeild, og
var með því fje unnt að bæta
úr áhaldaskorti kennaranna í
lífeðlis- og lyfjafræði.
Fjárframlag til bufjársjúk-
dómastofnunar kom til mála, en
frestað var að taka ákvörðun
um það, sumpart vegna þess
hve tímar voru erfiðir. Málinu
hefir samt verið haldið vak
ingar í málinu, átti sinn mikils
verða þátt í að málið fjekk
þessa endalykt.
Háskólinn hefir að sjálfsögðu
þakkað þessa miklu gjöf og virð
ir mikils það traust sem Rocke-
fellersjóðurinn hefir sýnt hon-
um.
Skipuð hefir verið nefnd til
að undirbúa byggingu þessarar
stofnunar og eru horfur á, að
húsagerðin geti hafist á næsta
ári.
- Embæltistaka $or-
seta
Pramhald af 1. síðu
ioga blessun. Að lookum var
sunginn sálmnrinn „Faðir
andanna".
Forseti og forsetafrú og gest
ir geng'u síðan til Alþingis-
hússins.
Athöfnin í Alþingishúsinu.
Sjálf embættistakan fór fram
í neðri deildar sal Alþingis. Stól
forseta hafði verið komið fyrir
á miðju gólfi gengt svalaglugg
anunq, sem sæti boðsgesta voru
í hálfhring út frá forsetastóln-
um. Forsetafrú sat til hliðar við
forseta, á hægri hönd en á
vinstri hönd hans sátu Olafur
Thors forsætisráðherra, þá for
seti hæstarjettar og forseti sam
einaðs þings. Karlakór undir
stjórn Jóns Halldórssonar söng
lýðveldislag Emil Thoroddsen:
„Veit nokkur fegra föðurland“.
Þórður Eyjólfsson forseti
Hæstarjettar las upp ákvæði
stjórnarskrárinnar frá 17. júní
1944 um forsetakjör og setti
hinn fyrsta þjóðkjörna forseta
Islands inn í embætti. Hákon
Guðmundsson hæstarjettarrit-
ari bar forsetaeiðstafinn, sem
forseti skrifaði undir.
Er forseti hafði skrifað undir
gekk hann út á svalir Alþingis-
hússins og' ávarpaði mann-
fjöldann, sem safnast hafði þar
saman, nokkrum orðum og bað
menn hrópa ferfalt húrra fyrir
fósturjörðinni. Síðan ljek Lúðra
sveit Reykjavíkur ,Jeg vil e'lska
mitt land“, en mannfjöldinn
ndi, bæði af fyrrverandi og nú | hylti forSeta með lófataki.
verandi ríkisstjórn, og mun á-
kvörðun Alþingis, um myndar-
legt framlag í þessum tilgangi
hafa valdið miklu um, hve
rapsnarleg gjöf Rockefeller-
spéðsins varð. Björn Sigurðsson,
lfeáknir, sém í suiiiar Var send-
liiftil New Yórk af rikisstjórn
Forseti flutti síðan ávarp.
(Ávarp forseta er birt í heild
á bls. 2).
Er forseti hafði lokið máli
sinu söng karlakórinn þjóðsöng
inn. • \ •. ::
Að ath'ofn þessari lokinni tók
forseti á móti heillaóskum í Al-