Morgunblaðið - 02.08.1945, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.08.1945, Qupperneq 6
6 MOKGUNDLAOIÐ Fimtudagur 2. ág'úst 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. \Jilverji íLrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. ,Sigrai‘ Alþýðublaðsins ÞAÐ ER dálítið broslegt, — en þó um leið ekki alveg ófróðlegt — að lesa Alþýðublaðið og Tímann þessa dag- ana, og sjái hvernig þetta spyrðuband tekur kosningaúr- slitunum í Bretlandi. Alþýðublaðið lætur sjer sýnilega ekki nægja, að lifa í endurminningunum um alla kosningasigrana, sem það hefir sjálft unnið á íslandi, einkum upp á síðkastið. — Stærstu sigrar Alþýðublaðsins virðast alls ekki lengur vera unnir á innlendum vettvangi, heldur einhversstaðar út um heiminn, í þessari eða hinni heimsálfunni eða hvar vetna þar sem fyrir finst einhver flokkur sem kennir sig við verkalýðinn eða „demokratíið“ og hlotið hefir sigur í kosningum. Við munum stóru fyrirsagnirnar í Al- þýðublaðinu: „Stór sigur Alþýðuflokksins í Ástralíu“! — „Glæsilegur sigur Alþýðuflokksins í Svíþjóð.“ o. s. frv. ★ Þessa dagana er það sigur Verkamannaflokksins í Bret- landi, sem stígur Alþýðublaðinu til höfuðs. Morgunblaðið myndi lofa Alþýðublaðinu að njóta þessarar verðskuld- uðu sigurvímu í friði, ef Alþýðublaðið hefði ekki verið að bekkjast til við Morgunblaðið í sambandi við kosningaúr- slitin í Englandi, sem nýlega voru gerð heyrim kunn. En Alþýðublaðið hefir ekki látið sjer nægja, að draga fram verðleika sína í sambandi við kosningaúrslitin í Englandi. Blaðið íyllist einnig heilagri hneykslan yfir ótrygð Morgunblaðsins í garð íshaldsflokksins breska. Morgunblaðið sjer ekki ástæðu til að fara að rökræða þessi mál, en endurtekur aðeins það, sem það hefir áður sagt — ummælin, sem Alþýðublaðið hefir sýnilega firrst við fyrir hönd bræðranna í Framsókn — að breski íhalds- ílokkurinn gerði sjer ekki nægjanlega ljóst viðhorf hinna nýju tíma, heldur fataðist honum eins og Framsóknar- flokknum á íslandi og verður því utan gátta, eins og Fram sóknarflokkurinn er og verður hjer á landi. En varðandi ótrygðina, er gaman að minna Alþýðu- blaðið á, að þetta sama blað hefir mjög oft á undanförnum árum miklast af trygð*sinni við Bretland. Og blaðið hefir engin orð kunnað nægilega sterk til þess að lofa afrek hins breska stjórnmálaskörungs, Winston Churchills. Samt sem áður sjer Alþýðuflokkurinn ástæðu til að senda Bretum hamingjuóskir í tilefni kosningaúrslitanna, það er að segja, að samfagna og samgleðjast „hjartanlega“ yfir því, að breska þjóðin skuli nú hafa lósnað við þenna foringja, sem Alþýðublaðið hefir sýnt mesta „trygð“, meðan hann fór með völdin. ★ Það er rjettlátt að viðurkenna, að hinum afdönkuðu Tímamönnum er meiri vprkunn, þótt þeir beri sig ekki vel um þessar mundir og reyni að sletta úr rekunni. Því hvar sem þeir hej’ra um kosningaósigur, verður þeim hugsað til sjálfra sín og þeir mintir á hvað þeirra bíður. Og enda þótt flestir að öðru leyti skilji mjög á milli hins virðulega og heiðarlega breska íhaldsflokks og bitl- ingaþýanna í ó'fyrirleitnasta flokknum, sem til hefir verið á íslandi, Framsóknarafturhaldinu, þá mun það þó sam- eiginlegt fyrir þessa flokka, að það mikla hrun, sem varð í breska Ihaldsflokknum við síðustu kosningar, vita nú allir að bíður Framsóknarflokksins og það í miklu stærra mæli. Bitlingahjörðin í Framsóknarflokknum á fyllilega skil- ið, að fá afhroð í kosningum, og þá ekki síður hinir þröng- sýnu, eiginhagsmuna og valdagráðugu aðalforingjar flokks'íns, Eysteinn Jónsson og Hermann Jóhasson. S.lzk forusta hlaut fyrr eða síðar að lenda í ógöngum. Það hefir sannast áþreifanlega, að Eysteini Jónssyni lætur betur að telja títuprjóna og skamta einn þar, sem þriggja er þörf, heldur én virk þátttaka í stórhuga stjórnmálabaráttu. Og þegar hinn pólitíski vindhani á Hermanni Jónas- syni bilar, þá er sá maður vissulega verðla u naverður, sem getur bent á aðra verðleika þess manns, til stjórn-' málaforystu. ■ ■ * #i * ... - - - . . .. - fc* . - év.. - »>;».*>. Flutningaörðugleikar. FRJETTIR í gær hermdu, að 200 manns hefðu sótt um far með Lagarfossi til Islands frá Kaup- mannahöfn, en aðeins hefði ver ið hægt að taka 25 farþega í ]>ess ari ferð. Áður hafði ríkisstjórn- in tilkynnt, að gefnu tilefni, að það væri þýðingarlaust fyrir fólk, að sækja um flugferðir frá Norðurlöndum, nema um brýnt erindi væri að ræða. H;er er hið mesta vandamál á ferðinni, sem bæta verður úr eft- ir bestu getu hið allra fyrsta. ís lendingar á Norðurlöndum eru vafalaust margir mjög illa settir um þessar mundir, atvinnu- og fjeíausir, en hjer heima vantar fólk í vinnu. Það hlýtur að vera hægt, að senda Esjuna í eina ferð til Norð urlanda til að sækja það fólk, er vill og þarf að komast heim. Ferð in þyrfti ekki að taka langan tímá og annað verður að sitja á hakanum fyrir þessu. Er þess að vænta, að gerð verði nú þegar gangskör, að senda Esj- una, eða annað farþegaskip til Norðurlanda. • Farþegaskip til New York. SÖMU sögu er að segja með íslendinga í Ameríku, sem þurfa að komast heim. Það væri nauð- synlegt að senda farþegaskip til New York í haust til að sækja fólk, sem þarf að komast heim og fara með farþega, sem vilja komast vestur. Bandaríkjastjórnin hefir sýnt mikinn vinarhug og greiðasemi með því, að taka farþega í flug- vjelum hersins til og frá Amer- íku. En það hafa ekki allir ráð á að greiða á fjórða þúsund kr. fyrir farið frá Ameríku. — Sjer- stakiega ekki námsmenn,. sem hafa lagt hart að sjer fjárhags- lega til að geta stundað dýrt nám vestan hafs. Gæti ekki komið til mála, að Bretar leystu Brúarfoss fyrir eina ferð vestur um haf. Það myndi bæta stórum úr og aök þess spara gjaldeyri, ef það þykir eitthvað atriði. Yfirvöld og einkennis- búningar. NÝLEGA var á það bent hjer í dálkunum, að búið væri að færa fógetana okkar íslensku „úr bux um og frökkum" og mætti þvi ekki greina „hver maðurinn er“. Þetta stafar af því, að íslenska lýðveldið hefir ekki enn komið sjer upp gullhnappaforða og þessvegna verða embættismenn ríkisins flestir, nema lögreglu- þjónar, að ganga eins og auð- svartur almúginn til fara. Það mætti kannske segja, að við ættum að hafa fengið nóg af úniformum á undanförnum ár- um. Annar hver maður, sem geng ur um götuna hefir verið eins og vel skreytt jólatrje. Afleiðingin af þessU skrauti er m. a. sú, að 200 íslenskar stúlkur eru orðnar amerískar húsmæður og senni- lega enn fleiri bara mæður. Við, sem viljum að íslenskir embættismenn sjeu sæmilega til fara og beri ytri merki síns valds erum ekki bara að hugsa um heið ur hins íslenska lýðveldis. — Það getur vel verið, að á bak við liggi einhver gagnráðstafana hug mynd. En sleppum öllum gamni og ræðum þetta í alvöru. Frásögn tollvarðar. TOLLVÖRÐUR einn hjer í Reykjavík, gamall kunningi minn, sem ekki vill láta nafns síns getið og tekur fram, að hann tali fyrir sig, en ekki fyrir Toll varðafjelagið í heild, hitti mig á dögunum í sambandi við skrafið um einkennismerkin. Hann skýrði mjer frá, að toll- stjórinn hefði skipað svo fyrir í júní í fyrrasumar, að kórónu- hnapparnir skyldu víkja og svart ir hnappar koma í staðinn til bráðabirgða. En þó liðið sje ár og hálfur annar mánuður í við- bót, ríkir þetta bráðabirgðaá- stand ennþá. Frjettst hafi, . að nefnd hafi verið skipúð til þess, að athuga þessi mál og eigi sæti í nefndinni tollstjóri og nokkrir sýslumenn. En þessir heiðurs- ménn hafi ekki getað komið sjer saman um gerð skrautsins og þar við sitji. En það hefir hlerast frá nefndarfundum, að flestir vilji halda sjer við gylta borða um húf urnar. Þetta segir sögumaður minn, að tollverðir sjeu almennt á móti. Þeir vilji fá svarta borða um húfur sínar og smekklegt merki. Tollvörðurinn segir að ástæðah. til þess sje sú, að tollverðir verði oft að vinna verk, þar sem lítil prýði sje að gyltum borðum, t:d. í kolalestum skipa, vinna við vörur og fleira. Ennfremur sje nú svo komið, að margar stjettir manna sjeu'farnar að skreyta sig með gullborðum, bak og fyrir og hafi gyltar umgjarðir um húfur sínar. Nefnir hann þar t. d. bif- reiðastjóra, innheimtumenn gas og rafmagns. Einkennisbúninga- fargan. TOLLVÖRÐURINN, sem jeg hefi alla visku mína í þessum efn um frá, bendir á, að einkennis- búningafarganið sje orðið hin mesta plága. Bístjórar eru skreytt ir eins og flotaforingjar og inn- heimtumenn gefa marskálkum lítið eftir í klæðaburði. Tollvörðurinn segist . treysta tollstjóranum til þess, að bjarga málum tollvarða og sjá til þess, að þeir fái einfaldan svartan borða á sínar húfur með smekk legu merki. Að öðru leyti er hann þeirrar skoðunar, að það þurfi að hafa eftirlit með þessum ein- ‘kennisbúninga-faraldri, þannig að hver sem er geti ekki klínt á sig tignarmerkjum og fata- skrauti. FRA FRÆNDÞJOÐUNUM Frjálsar íþróltir: Landskepni Dana og Svía NÝLEGA fór fram í Stokk-1 nólmi landskepni í frjálsum; íþróttum milli Svíþjóðar og Danmerkur. Úrslitin urðu þau, að Svíarnir báru glæsilegán sig- ur úr býtum. Hlutu þeir alls 138 stig gegn 65, sem Danir fengu. — Síðast þegar þessi kepni fór fram 1943 unnu Svíarnir með 131 stigi gegn 72. Úrslit í hinum einstöku grein- um urðu annars sem hjer segir: 400 m. grindahlaup: — 1. Six- ten Larsson, Svíþjóð, 53,2 sek., 2. Ole Dorph Jensen, Danmörk, 53,6 sek., 3. Arne Wallander, Svíþjóð, 54,9 sek. og 4. Preben Lang, Danmörk, 57,7 sek. Hástökk. — 1. Assar Duregárd, S., 1,93 m., 2. Gunnar Linde-' krantz, S., 1,90 m., 3. John F. Hansen, D., 1,85 m. og 4. Ivar Vind, D., 1,85 m. Kúluvarp: —-1,- Herbert Willny S., 15,08 m., 2. Gösta Almquist,! S., 13,90 m., 3. Alf Jörgensen, D.,' 13,42 m. og 4. Viggo Petersen, D., 13,18 m. 800 m. klaup: — 1. Hans Lilje-1 kvist, S., 1:50,7 mín., 2. Niels Holst-Sörensen, D., 1:50,8 mín., 3. Ivar Bengtsspn, S., 1:52,5 hnín. og 4. Albert' Rasmussen, D., 1:58,2 rnin....... ' '' 100 m. fclaup: — 1. Olle Laós- ker, S., 10,9 sek., 2. Hákonsson, S., 11,0 sek., 3. Tage Egemose, D., 11,3 sek., og 4. Börge Sou- gaard, D., 11,3 sek. Þrístökk: — 1. Preben Larsen, D., 14,90 m. (nýtt danskt met), 2. Bertil Johnsson, S., 14,79 m., 3. Áke Halgren, S., 14,68 m. og 4. Chr. Kjær, D. 10 km. hlaup: — 1. Gösta Jac- obsson, S., 30:12,0 mín., (nýtt sænskt met), 2. Tore Tillmann, S., 30:15,2 mín., 3. Knud Paul- sen, D., 32:03,6 mín. og 4. Erik Simonsen, D., 53:13,4 mín. Sleggjulcast: — 1. Bo Eiriks- son, S., 53,65 m., 2. Erik Johans- son, S., 50,66 m., 3. Fritz Ras- mussen, D., 49,69 m. og 4. Victor Petersen, D., 48,14 m. 4x100 m. boöhlaup: — 1. Sví- þjóð 42,4 sek. og 2. Danmörk 43,2 sek. 110 m. grindahlaup: — 1. Hákon Lindemann, S:, 14,6 sek., 2. Her- man Kristoffersson, S., 15,0 sek., 3. Edwin Larsén, D., 15,3 sek. og 4. Gle Dorph Jensen, D'., 15,7 sek. Kringlukast: — 1. Gunnar Berg, S., 46,67, m., 2. Bengt Wilkner, 43,72 m., 3. Poul Lar- sen, D., 42,05 pi! og 4. Alf Jörgen- áeh, D., 40,24 m. 400 m. hlauþ: — 1. Niels Holst- l Sörensen, D., 48,3 sek., 2. Anders Sjögren, S., 48,5 sek., 3. Folke Alnevek, S., 49,4 sek., 4. Knud Greenfort, D., 50,4 sek. Stangarstökk: — 1. Allan Lind- berg, S., 3,90 m., 2. Sundquist, S., 3,80 m., 3. Helmer Petersen, D., 3,65 m. og 4. Axel Wieberg, D., 3,65 m. 200 m. hlaup: — 1. Oluf Læss- ker, S., 22 sek., 2. Stig Hákons- son, S., 22,5 sek., 3. Börge Stou- gaard, D., 22,8 sek. og 4. Mogens Bækgaard, D., 23,7 sek. 1500 m. hlaup: — 1. Arne And- ersson, S., 3:47.0 mín., 2. Rune Persson, S., 3:48.2 mín., 3. Emil Andersen, D., 3:55.8 mín. og 4. Aage Poulsen, D., 3:58,6 mín. Spjótkast: — 1. Svend Erick- son, S., 70,77 m., 2. Gunnar Pett- ersson, S., 63,49 m., 3. John Han- sen, D., 62,88 m. og 4. Thorkild Hansen, D., 62,13 m. 5000 m. hlaup: — Áke Durk- felt, S., 14:37,0 mín., 2. Gösta Öst- brink, S., 14:42,0 mín., 3. Alf Olesen, D., 14:45,6 min. og 4. Kaj Hansen, D., 15:10,0 mín. Langstökk: — 1. Göran Vax- berg, S., 7,24 m., 2. Gustaf Strand S., 7,13 m., 3. Preben Larsen, D., 6.69 m. og 4. Olaf Thomsért, D„ 5,17 m. (lneiddist). Framhald á 8. Kiðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.