Morgunblaðið - 02.08.1945, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.08.1945, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 2. ágúst 1945. — Ræða forseta FramK. af bls. 2. Sá mikli áhugi; se'm nú virö- i|t y(!ra með íslendingum til jfess að nota meiri fjárráð en1 við höfum áður haft, til að bæta framtíðarlífskjör þjóðarinnar með því að taka í þjónustu okk ár tækní nútímans, kemur ekki að gagni, nema fyrst og fremst sje lögð áhersla á það, að afla sem bestrar þekkingar á því, hvernig á að nota þessa tækni og tækin, svo þau skili rjettum og miklum afköstum. Hjer eig-. um við mikið, enn óunnið verk fyrir höndum. Verk sem verða mun til þess að efla og auka trúna á land og þjóð, ef vel tekst. Verkleg kunnátta. Við verðum í þessu «ambandi að gera okkur Ijóst, að þeir óvenjulegu tímar, sem verið hafa undanfarið, geta ekki hald ið áfram. Vegna mikillar eftir- spurnar eftir vinnuafli hefir verið slakað til á kröfunum um kunnáttu á ýmsum sviðum. Fólk, sem ekkert eða lítið hefir lært til þeirra verka, sem því hefir boðist, hefir tekið boðinu um vinnu, sem þekkingu þarf til, án þess að hafa þá þekk- ingu. Þetta er ekki nema mann- legt. En af þessu getur leitt hættu, ef ekki er við gert í tíma, ekki síst fyrir yngri kyn- slóðina, sem á það göfuga hlut- verk að byggja up öryggi lýð- veldisins. Sumir, sem eru á- h.ugasamir og námfúsir, munu iáera verkin smátt og smátt. Aðrir dragast aftur úr og missa rháske af þeim dýrmætu árum, sem auðveldast er að læra. Auk þess verður margskonar vinna óeðlilega dýr af þessum ástæð- um og á sinn þátt í að auka dýrtíðarbölið. A öðrum sviðum er hætta á að menn sjeu of fastheldnir við gamlar venjur og meira eða minna úrelt vinnubrögð, sem ekki standast í nútíma kepni. Og sú hagsýni fær ekki staðist til lengdar, að afla sjer nýrra tækja, sem annað hvort koma ekki að fullum notum vegna þekkingarskorts á meðferð þeirra, eða, endast miklu skem- ur en ella af sömu ástæðum. stendur, meðan við erum að afla nýrra nútímatækja og læra að fara með þau,vmá búast við því, að við verðum að leggja meira að okkur en undanfarið, svo við getum staðið öðrum á sporði. Eitt af því, sem aukin tækni nútímans hefir leitt af sjer, er það, að færa lönd og þjóðir nær hver annari. Það er ekki sennilegt að menn taki upp aftur kjörorðið um að löndin eigi að reyna að „vera sjálfum sjer nóg“ um allar þarfir, eins og vildi brydda talsvert á milli styrjaldanna. Jafnvel ekki lönd sem eiga svo margskonar nátt- úruaucfæfi, að möguleiki væri á að afla allra þarfa þjóðarinnar í landinu sjálfu. Því fjær er þetta okkur, sem byggjum ey- land, sem að vísu á ýms nátt- úruauðæfi, en þarf nú og mun ávalt þurfa að afla sjer frá öðrum talsvert mikils, af þörf- um sínum. Til þess að geta það án þess að eyða fjármununum, þarf viðunandi markaði fyrir útflutningsframleiðslu okkar. Vöruvöndun og framleiðslu- kostnaður sem sje stilt svo í hóf að hann sje sambærilegur við framleiðslukostnað þeirra annara, sem leita sömu mark- aða, er óumflýjanlegt skilyrði fyrir þessu. Engin þjóð mun telja telja sig hafa efni á því að kaupa okkar framleiðslu hærra verði en samskonar vör- ur eru fáanlegar annarsstaðar. Við mundum ekki fara fram á slíka greiðasemi, enda væri það óvænlegt til þess • að tryggja sjálfstæði okkar og öryggi í framtíðinni, að vera háðir slíkri hjálp frá öðrum. Jeg tek nú við forsetastarfinu með óbreyttum ásetningi um að rækja störf mín samkvæmt við urkendum venjum nútímans í lýðfrjálsum ríkjum, þar sem þjóðhöfðingjavaldið er þing- bundið. Þjónustuhugur minn við heill og hag allrar þjóðarinn ar er og óbreyttur. í þeim anda mun jeg með guðs hjálp reyna að rækja störf mín þann tíma, sem mjer er ætlað meðan mjer endist heilsa og líf. Verðum að leggja að okkur. 8EST AÐ AUGLYSA I Á meðan þetta millibilsástand MORGUNBLAÖINÖ. — Potsdam Framh. af 1. síðu. ins. Einnig rhunu aðrir þátttak endur í ráðstefnunni kveðjást í kvöld. Truman hittir Bretakonung. Truman forseti mun leggja af stað frá Potsdam til Plymouth með flugvjel á morgun (fimtu- dag). I Plymouth fer hann um borð í beitiskipið ,,Augusta“, sem flytur hann til móts við Georg VI Bretakonung, sem er um borð í breska herskipinu „Renown“ skammt frá Ply- mouth. Með konungi verður Halifax lávarður, sendiherra Breta í Washington, en Elísa- beth drottning verður ekki við- stödd. Um borð í „Renown" snæðir Truman hádegisverð með konungi og Halifax. Síðan fer konungur með Truman um borð í „Augusta" og kveður hann þar. Að því búnu leggur forsetinn af stað til Bandaríkjanna, og munu bresk skip fylgja skipi hans nokkuð á leið. Auk þess fylgir skipi hans ameríska beiti skipið „Philadelphia". - íþrótfakeppni Svía og Dana Framhald af 6. síðu. 4x400 m. boðhlaup: — 1. Sví- þjóð 3:15,8 mín., 2. Danmörk 3:19,6 mín. Keppnin var sjerstaklega hörð í 400 og 800 m. hlaupunum. — í 800 m. leiddi Liljequist 500 fyrstu metrana, þá fór Holst- Sörensen fram úr honum, ’en Svíinn fylgdi fast á eftir. — Á síðustu 30 metrunum hófst svo harðvítug barátta um fyrsta sætið. Er 10 metrar voru eftir, leit enn svo út sem Holst-"Sör- ensen myndi vinna, en Liljequist hafði að pína sig fram úr hon- um. í 400 m. hljóp Holst-Sören- sen á innstu braut. Svíinn Sjö- green var greinilega fyrstur mest hlaupið. Þegar 10 metrar voru eftir, var hann 1,5 metr. á undan, en þá tók Holst-Sörensen viðbragð og náði fyrsta sætinu. Gæía fyigir trúlofunar- hringunum frá Sigurþór Hafnarstr. 4. María Sæmundsdóttir • Hvítárvöllum sjötug Það er tæplega að jeg geti áttað mig á, eða trúað því, að mín góða vinkona María Sæ- mundsdóttir á Hvítárvöllum sje sjötug í dag, jeg gæti frekar hugsað mjer hana tuginum yngri. Þessi fríða kona er enn teinrjett, með ljettar og mjúkar hreyfingar, þrátt fyrir anna- mikið dagsverk, sem mjer er óhætt að fullyrða, að hefir ver- ið frábærlega vel af hendi leyst. Jeg held, að jeg þekki enga konu, sem mjer finst eiga jafn ákveðið skilið að heita góð hús- móðir og Maríu á Hvítárvöll- um, þar er ekkert tómlæti eða hálfverk, Enda sýna verkin merkin. Hverjum, sem komið hefir að Hvítárvöllum, þar sgm hún hefir búið í 42 ár, dylst þess eigi, hvílíkt reglu- og myndar- heimili þar er. Jeg veit,að jafn- vel þó að næg efni hafi verið fyrir höndum, þá hefir þó þetta stóra og gestkvæma heimili út- heimt alveg sjerstaklega mikla og einhuga starfskrafta, og kona eins og María, sem naum- ast hefir gefið sjer tíma til, eða haft áriægju af, að dveíja, þó ekki væri nema næturlangt frá heimili sínu, hún hefir sannar- lega verið alveg óskift í starfi sínu, enda mun Hvítárvalla- heipiilið vera talið með mynd- arlegustu heimilum landsins. Það er mótað af listrænum smekk, sem Maríu er í blóð bor- inn. Þessi prúða, fallega, en hlje dræga kona, hefir verið með af- brigðum listhög í verkum sín- um, hvað sem hún hefir tekið sjer fyrir hendur, hvort heldur það hefir vérið hinn fínasti út- saumur, eða annað sem vanda- samt var. Verkhyggni, hagsý.ni og nýtni prýða þessa góðu konu. Jeg kyntist Maríu ekki fyr en um það leyti, sem hún varð fyrir þeirri þungu raun að missa lífsförunaut sinn, Ólaf Davíðs- son. Börnin þeirra 9 voru að vísu flest upp komin, en mikið áfall og þung sorg var það hénni. En hún ljet ekki bugast með hjálp sinna efnilegu barna, hjelt hún öllu í sama góða horf- (. inu. Nú á síðari árum hafa veik- indi á hennar nánustu ástvinum mjög oft kvatt að dyrum hjá henni, og þó að það hafi tekið hana sárt, þá hefir hún ætíð borið alt slíkt' með hetjulund og frábærri stillingu. Hvítárvellir standa í þjóð- braut. Þar eru vegamót. Flestir telja það fegursta staðinn 1 öll- um Borgarfirði. Það hefir því verið alveg óvenjumikil gesta- koma þar, enda gestrisni þar þjóðkunn, og það er á allra vit- orði, sem þangað hafa komið, að húsfreyjan hefir ekki brugð ist skyldum sínum á þeim vett- vangi, en það vita kanske færri, að á heimili hennar hefir dval- ið, um langt áraskeið aumingi, sem hefir þurft umönnunar og aðhlynningar við, eins og barn, en þar hefir María allra síst brugðist skyldum sínum, og sýnir það best hversu mikill mannvinur hún er, því til þess þarf hreina fórnfýsi. Jeg veit að hún hefir haft góðar efnalegar ástæður, en jeg veit líka, að þær eru ótaldar og ómældar gjafirnar, sem hún hef ir gefið, en þær hafa verið gefn ar í kyrþey, því María er kona, sem ekki gerir góðverk til að sýnast. Það verða margir í dag sem hugsa hlýtt til afmælisbarnsins, og heillaóskir og hlýjar kveðjur streyma hvaðanæva að. Mar§- ir rjetta þjer, kæra vin- kona, hlýja vinarhönd, og jeg vil vera ein af þeim. Sigríður Bjömsdóttir. ÍW ^ Efiir Robert Storm | NOPEÍ I'LU BE ÖEE'-Nö vou, , BRAINV! ] VOU K.NOW PUIL CORRIQAN WIN65 WEE-TWARD TO INVEöTIQATE ^WELL, IT'S ÖOOD TO BE BACK ) ^ — AWD SEE 7HE SAME OLD < UNFA/WLIAR FACES. jf WlLDA! so qlAD TO SEE VOU ! 0EEN OUT OF TOWN, I SEE ... MELLO, BRAINV ! VEB, 1- I'VE BEEN GATí-IERING MATEPIAL FOR AVOTMER OH , I'VE 6EEN TRVINö TO FIND A JOB.. DISBARRED ATÍORNEV5 AREN'T EXACTLV IN DEAtAND, 1) Á meðau i-9 er á vesturleið til þess að rann- ^saka barns, og - orðtilraunina, er Wilda Dorré vá gangi, á ý (hi^gsar): — Gott er nú ,yað vera koÁiií iítm‘ -'ög sjá sömu. gömlu, ókunnu ... íautjitin aftuj'. - i :•• <v . . • « . 2) Brainy: — Wilda! Það er gaman að sjá þig. Þú vinnu. En eins og þú veist, þá er nú ekki mikil hefir eklíi Vferið í bBénúín, eða hHtað? Wilda;: L— Sæll, eftirspurn eftir lögfræðingum, sem hafa verið svíft- Brainy. jíeg hgf ,v.erið. að yiða að. jnjpiyeftii í aðra, ;i*. mál flalnihgsley-fi. pá^tum við ekki . . . Wilda: leynilögr^glysögú. En HváT héfir þó alið iihánninnf ‘ Néi; "Sj'aumsf síðári"* * ■3þ Brainy: —*• Jeg hef Verið áð leita mjer að at- • . , .,. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.