Morgunblaðið - 08.08.1945, Blaðsíða 12
lart vil
veikistiifelli
Reykjavík
VART hefir orðið við 4—5
sj úkdómstilfelli af svokallaðri
rnænuveiki, eða lömunarveiki
hjeT í bænum. Magnús Pjeturs-
son hjeraðslækrúr er nú að
safna skýrslum um þessi til-
felii og kynna sjer málið, og
verður ekki að svo stöddu frek
ar sagt um þessi sjúkdómstil-
felli.
Skýrði hjeraðslæknir Morg-
unblaðinu svo frá í gærkveldi,
að þegar búið væri að rannsaka
þetta til hlitar, myndi hann j
geta gefið almenningi nánari 1
upplýsingar, en þangað til væri
best að forðast allar bollalegg-
ingar um sjúkdómstilfelli þeSsi.
Bækist&Svar Eisenhowers í Frankiuri-am-Main
liio yill afnám
fcðnungsstjórnar
London í gærkvöldi,
í RÆÐU, sem Tito marskálk-
ur flutti í þingi Júgóslafíu i dag
íagði hann til, að konungsstjórn
yrði afnumin í Júgóslafíu.
Sagði hann að konungsstjórn
væri ekki í samræmi við það
stjórnskipulag, sem nú væri í
landinu. Ennfremur sagði hann,
að nafn Pjeturs konungs væri
tengt starfsemi Mihailovitch, er
nú hefir verið stimplaður stirðs
glæpamaður.
Um sama leyti var tilkynt,
að stríðsglæpamálanefnd Júgó-
slafíu hefði hafið rannsókn á
ferli Páls prins, föðurbróður
Pjeturs- konungs, á síðustu ár-
um. ‘ —Reuter.
Þessi mynd. sem tekin var f /rir stríð, er af skrifstofubyggingu I G. Farben Frankfurt-
am-Main. 1 Jiessu liúsi hefir Eisenhower hershöfðingi nú aða’stöðvar sínar, en áður hafði
hann aðsctur sitt í störu skólahúsi í Rhcinvs í Frakklandi.
Miðvikudagur 8. ágúst 1945
Áuka- Rúnaðar-
þintj kom saman
í gær
m'lNAÐAKÞlNG var sett í
gær. Bjarni Ásgeirsson, for-
seti 1 túnaðarfjelags Islanda
setti þingið með ræðu og gerðl
grein fyrir störfum þess.
Pyrsti varaforseti þingsina
var kjörinn Pjetur Ottesen og
amiar varaforseti Jón í Deild-
artnngu. Ritarar i’orstei iin
sýslumáðnr og Hafsteinn á
Gunnsteinsstöðum.
Því næst var kosið í nefndir
Fimm fulltrúar voru ókoinn-
ir til þings.
öskar Jónsson í. R.
sefur mel í 1500
tn. hlaupi
Ryður 18 ára gömlu
meti
Á innanfjelagsmóti ÍR. í gær
kvöldi setti Óskar Jónsson nýtt
íslandsmet í 1500 metra hlaupi.
Hljóp hann vegalengdina á
4:9,4 mín. Annar varð Sigur-
gísli Sigurðsson á 4:29,2 mín.
Gamla metið í 1500 metra
hlaupi var 4:11,0 mín. Setti
Geir K. Gígja það í Kaupmanna
höfn árið 1927.
Amerísk herflugvjel
nauðlendir að Nesi
í Selvogi
menn, sem í vjelinni voru
Íslandsmótið:
K.R. vann Fram
6-0
ÍSLANDSMÓTIÐ hófst í gærkvöldi. Lítið var um dýrðir,
engin setningarathöfn nje þvílíkt. Fram og K. R. kepptu, og fóru
leikar þannig, að K. R. sigraði með sex mörkum gegn engu. Var
eitt sett í fyrra hálfleik, en fimm í þeim síðari. Fram vantaði
markmann sinn, Magnús Kristjánsson, sem er veikur, og mun
það hafa átt sinn mikla þátt í því að mörkin voru svona möi'g.
Annars átti K. R. betra lið.
13
tlv.
...51
rr*
ómelddlr
TVEGGJA HREYFLA amerísk herflugvjel, af gerðinni „C-
47“, nauðlenti í þoku og dimmviðri aðfaranótt mánudags á tún-
inu að Nesi í Selvogi. Vjelin skemmdist talsvert, en allir, sem
í vjelinni voru, 13 að tölu, björguðust ómeiddir. Það má telja
sjerstakt kraftaverk, að mennirnir, sem í vjelinni voru, skyldu
síeppa ómeiddir, því túnið, sem vjelin lenti á, er varla meira
en 50—70 metrar.
Var með hiluð radiotæki.
Flugvjelin var að koma frá
Bretlandi og voru farþegar og
áhöfn allt atnerískir hermenn.
Dimmt var og þoka, er flug-
vjelin kom yfir landið og gat
hún ekki haft neitt samband við
ílugstöðvar hjer, vegna þess,
að radiotæki vjelarinnar voru
biluð.
Flugmaðurinn flaug í- tvær
klukkustundir yfir Reykjanes-
skagann og heyrðist meðal ann
ars til flugvjelarinnar hjeðan úr
Reykjavík, en ekki var hægt
að koma neinum merkjum til
flugmannsins:
Skömmu fyrir klukkan 1 um
nóttina sáu flugmennirnir
bóndabæ og reyndist það vera
Nes í Selvogi. Allt í kringum
túnið eru grjótgarðar og hraun-
grýti.
Flugmaðurinn freistaði samt
að reyna að lenda á túninu. —
Þurfti hann að fljúga rjett yfir
bæinn til þess, að reyna að ná
sem mestu af túninu fyrir flug-
vjelina til að renna á.
Lendingarhjól vjelarinnar
skemmdust og enn fremuji'
hreyflar hennar.
í Nesi fengu flugmennirnir
góðar viðtökur og var símað
þaðan til hersins um slysið.
Leikurinn sem slíkur var
frekar ljelegur, enda voru að-
stæður þær, að tæplega var
hægt að búast við góðum leik.
Völlurinn var ákaflega blaut-
ur. og 'pollar miklir um hann
allan. Veðrið var hins vegar
gott, þótt þokuslæðingur væri
stundum yfir vellinum.
Leikurinn var lengi vel jafn,
og var liðin um hálf klukku-
stund af leiknum, áður en K.
R. skoraði. Eftir það voru þeir
miklum mun meira í sókn all-
an leikinn í gegri, að undan-
skildum fyrstu mínútunum í
síðari hálfleik, er Fram sótti sig
nokkuð. En þeir voru ákaflega
slyppifengir að skjóta, og yf-
irleitt lítill heildarsvipur á lið-
inu. Bestu menn virtist mjer
í liði Fram þeir Karl G. og Þór-
hallur.
Hjá K. R. var framlínan æði
snörp, en vörnin virtist stund-
um nokkuð reikul í ráði, eins og
sjest hefði ef við sterkari sókn
hefði verið að etja. Óli B. Jóns-
son ljek nú framvörð og styrkti
það liðið. Jón og Hörður unnu
mikíð. Hörður skoraði að minsta
kosti 3 mörk.
Dómari var Frímann Helga-
son. Valur og Víkingur keppa í
kvöld, og skulum við vona að
völlurinn verði þá betri.
J. Bn.
Kviknar í Englands-
banka.
LONDON: Fyrir nokkrum
dögum urðu næturverðir í Eng
landsbanka varir* við að kvikn
að var í einu herbergi bankans.
Þeir gátu slökkt eldinn með
vatni í fötum, áður en slökkvi-
liðið kom á vettvang.
Kaukarkeppa í
Veslmannaeyjum
Handknattleiksflokkur kvenna
úr Haukum í Hafnarfirði hefir
að undanförnu verið í Vest-
mannaeyjum og háð þar 3 leiki.
Að vísu var flokkurinn ekki
eins sterkur og hann getur best
verið, þar sem nokkrar af bestu
stúlkunum gátu ekki farið. —•
Haukar töpuðu tveim leikjun-
um: fyrir úrvali 1 — 4 og fyrir
Tý 1 — 3, en unnu Þór 4 — 1.
Má af þessu sjá, að handknatt-
leiksstúlkur Vestmannaeyja
eru skæðar orðnar. Búumst við
við þeim á landsmót næst.
Lagarfoss verður 3
daga í Gaulaborg
K.höfn 4. ágúst.
Einkaskeyti til Mbl.
LAGARFOSS fór hjeðan í
dag fyrir hádegi. Fjörutíu far-
þegar voru með skipinu. Engir
erfiðleikar urðu fyrir neinn
þeirra að komast burtu. Skipið
rnun liggja í 3 daga í Gauta-
borg. — Páll Jónsson.
Fyrsta skautasýningin
LONDON: Nýlega var opnuð
í Bretlandi fyrsta skautahlaupa
sýningin, sem þar hefir verið
haldin í sex ár. Þetta er í Lond
, on og taka bestu listhlauparar
jBreta þátt í sýningunum.
Lítil síld enn, þrátt
g&tt veðnr
rnjAu
Sjómenn vonasl elfir síldargöngu
með næsla siórslraum
Frá frjettaritara vorum á Siglufirði í gærkvöldi.
SAMA SÍLDARLEYSIÐ er ennþá, þrátt fyrir gott veður. Helst
hefir orðið síldar vart á Grímseyjarsundi og hafa nokkur skip
komið með síld til söltunar. Á síðasta miðnætti hafði alls verið
saltað hjer á Siglufirði 2543 tunnur. — Hæsta söltunarstöðin
hjer er Pólstjarnan h.f., með 684 tunnur.
Alls hefir verið saltað á öllu landinu í 3010 tunnur.
Von um síld í strauminn.
Heyrst hefir til nokkurra
skipa, sem eru á leið inn með
síld til söltunar. í dag er lygnt
og gott veður og vona sjómenn
almennt, að síldin gangi nú í
þénna stórstraum.
Rauðáta og glæráta á sömu
slóðum.
Frjettaritari yðar hefir átt
tal við Sigurleif Vagnsson, sem
veitir rannsóknarstofu Háskól-
ans hjer fórstöðu. Segir hann,
að áta sje svo breytileg, að á
Grímseyjarsundi sje bæði rauð-
áta og glæráta úr síld, sem
veidd er á líkum slóðum.
Hjaltcyri.
Frjettafitari vor á Hjalteyri
símat' í gærkvöldi, að engin
skip hafi komið þanghð í gær
með síld.