Morgunblaðið - 14.08.1945, Side 2

Morgunblaðið - 14.08.1945, Side 2
s IIORG UNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. ágúst 1945 íslandsmeistaramótið í frjálsum íþróttum: 2 íslandsmet og 2 drengjamet sett j AÐALHLUTI Meistara- móts íslands í frjálsum í- þfróttum fór fram um síð- uistu helgi. Tvö íslandsmet voru sett á mótinu og tvö drengjamet. Kjartan Jó- hannsson, ÍR, setti met í 400 ro hlaupi. Hljóp hann á 50.7 s£k., og bætti með því met Ífrá því fyrra (51.2 sek.) hálfa sekúndu. Er þetta v/. íslandsmetið, sem Kjart- ah setur í sumar, ef tvö boð- hitaupsmet eru talin með. — Þá bætti Jón M. Jónsson, KR, met sitt í 400 m grinda- hlaupi um heila sekúndu — Mjóp nú á 1:00,9 mín. V estmannaeyingu rinn, Hallgrímur Þórðarson, stökk 3j45 m í stangarstökki og sétti þar nýtt drengjamet. llyrra metið var 3.41 m, sett af Torfa Bryngeirssyni KV, fýrr í sumar. Þá bætti Magn ús Þórarinsson, Á, drengja- níet sitt í 400 m hlaupi úr 54,0 sek. í 53,8 sek. Verður keppninni lýst hjer í tetórum dráttum: í 100 og 200 m hlaupunum .sigraði Haínfirðingurinn Sæ- v$r Magnússon ljett. Náði hann tiltölulega mun betri tíma í 200 m. en vindurinn, sem annars háði Tnjög kepninni fyrri dag- inn, var frekar hagstæður í því hlaupi. Hann var á eftir í beygj uhni og að mestu á hlið á beinu brautinni. Hefir það sennilega hjálpað eitthvað. ,400 og 800 m hlaupin vann Kjjartan Jóhannsson, ÍR, glæsi- leiga. í 400 m sétti hann nýtt ísjandsmet eins og áður er sagt, en 800 m hljóp hann innan víð 2 mín., þrátt fyrir óhag- stætt veður og var 6,4 sek. á uþdan næsta manni. ;í 5000 m hlaupinu hljóp með sdm gestur ameríski hlaupar- ipn Victor Dyrgall. Varð hann langfyrstur, hljóp á 15:55,2 mín, sem er besti tími, sem hlaupið hefir verið hjer á landi, en íslandsmetið setti Kaldal út í Danmörku. Er það 15:23,0 mín. Oskar Jónsson, sem var fyrstur íslendinganna, fjekk stjng, er nokkuð var eftir af hlaupinu. Hefði tími hans ann- ars orðið betri en hann var. í hástökkinu stökk Skúli Guðmundsson, KR, 1,90 m og er það besta afrek mótsins, og hlýtur hann fyrir það Meist- aiiamótsbikarinn. Kjartan Jóhannsson, ÍR, hljóp 400 m. á 50.7 sek. og 800 m. innan við 2 mín. — Skúli Guðmunds- son, KR, vann Meistaramótsbikarinn með 1.90 í hástökki. — Jón M. Jónsson, KR, setti nýtt me; í 400 m. grindahlaupi Stangarstökkið sigraði Vest- mannaeyingurinn Guðjón Magn ússon og annar Vestm. setti þar nýtt drengjamet, eins og áður er sagt. Þorkell Jóhannesson, FH, braut nú þriðju stöngina í sumar í kepni í þessari grein. Var það á hæðinni 3.50, og hætti hann við svo búið. Oliver Steinn, FH, varð ís- landsmeistari í langstökki í 6. sinn. Eftir þennan aðalhluta meist aramótsins hefir KR og ÍR feng ið 5 meistara hvort, FH hefir fengib 3, Knattspyrnufjel. Vest mannaeyja 2 og Umf. Selfoss 1. Besta afrek mótsins er há- stökk Skúla Guðmundssonar, KR, sem gefur 909 stig; Annað besta afrekið er 400 m hlaup Kjartans Jóhannssonar, IR, er gefur 834 stig, þriðja besta af- rekið 800 m hlaup Kjartaps, sem gefur 816 stig og fjórða besta afrekið langstökk Olivers Steins, FH, sem gefur 770 stig. ÚRSLIT í einstökum greinum urðu annars sem hjer segir: 200 m hlaup: íslandsmeistari: Sævar Magnússon FH 23,5 sek. 2. Árni Kjartansson Á 24,0 sek. 3. Páll Halldórsson KR 24.6 sek. og 4. Hallur Símonarson ÍR 24.8 sek. (24.6 í undanrás). — íslm. 1944 varð Finnbjörn Þor- valdsson ÍR 23.5 sek. Hástökk: íslm.: Skúli Guð- mundsson KR 1.90 m. 2. Jón Hjartar KR 1.75 m. 3. .KoIbeinn Kristinsson, Selfoss, 1.70 m. og 4. Árni Gunnlaugsson FH 1,65 m. Skúli varð einnig íslm. ’44. þá með 1.94. Spjótkast: íslm.: Jón Hjartar KR 53.39 m. 2. Jóel Sigurðsson ÍR 53.37 m. 3. Brynjólfur Jóns-' son KR 43.38 m. og 4. Eyþór Jónsson FH 42,63 m. Jón varð einnig íslm. 1944, þá með 50.95. 800 m hlaup: íslm. Kjartan Jóhannsson ÍR 1:59.2 mín. 2. Brynjólfur Ingólfsson KR 2:05.6 mín. 3. Sigurgeir Ársælsson Á 2:06,2 mín. og 4. Hörður Haf- liðason Á 2:08,4 mín. Kjartan varð einnig íslm. 1944, þá á 2:02.5 mín. Langstökk: — íslm.: Oliver Kepnin um meistaratitilinn í Steinn FH 6.87 m. 2. Magnús spjótkastinu var afar hörð milli Jpns Hjartar, KR, og Jóels Sig- urðssonar, ÍR. Jón vann þá orrahríð með síðasta kasti sínu, sdm var 2 cm. lengra en Jóel hafði kastað. Þetta er í 6. sinn, sem Jón verður íslandsmeist- ari í spótkasti. Jóel gengur erf- iðlega að vinna Jón á meistara- mótunum, þótt hann beri sigur úr býtum á öllum óðrum mót- um sumarsins. Þannig reyndist það í fyrra og aftur núna. í kringlukastinu var einnig mjög hörð kepni um meistara- titilinn. Bragi Friðriksson, KR, vann Ólaf Guðmundsson, ÍR á aðeins 1 cm. Huseby kepti ekki í mótinu, hvorki kúlu, kringlu eba sleggju. Baldvinsson IR 6.25 m. 3. Þor- kell Jóhannesson FH 6.14 m. og 4. Oddur Helgason, Selfoss, 6,05 m. — Oliver varð einnig íslm. 1944, þá á 7,08 m. 5000 m hlaup: íslm.: Óskar Jónsson ÍR 16:47,0 mín. 2. Sig- urgísli Sigurðsson ÍR 16:54,6 mírr. 3. Steinar Þorfinnsson Á 18:08,4 mín. og 4. Ágúst Ólafs- son KV 18:23.8 mín. (Dyrgall hljóp á 15:55,2 mín. eins og á.ð- ur er sagt). Óskar varð einnig íslm. 1944, þá á 17:03,4 mín. Kúluvarp: íslm.: Jóel Sig- urðsson ÍR 13.44 m. 2. Bragi Friðriksson KR 13.14 m. 3. Gunnar Sigurðsson, Þing., 13.03 400 m grindahlaup: íslm.: Jón M. Jóndson, KR 1:00.9 mín (ísl. met). 2. Brynjólfur Jóns- son KR 1:03,4 mín. og 3. Ás- geir Einarsson KR. — Fleiri kepptu ekki. — Ekki hefir ýerið keppt í grindahlaupi áður meistaramóti hjer. 100 m hlaup: Islm.:. Sævar Magnússon FH 11.7 sek. 2. Árni Kjartansson Á 11.9 sek. 3. Bryn jólfur Jónsson KR 12.0 sek. og 4. Brynleifur Jónsson, Selfoss, 12.1 sek. íslm. 1944: Finnbjörn Þorvaldsson ÍR á 11.3. Stangarstökk: — íslm.: Guð jón Magnússon KV 3.50 m., 2, Þorkell Jóhannesson FH 3,45 m. 3. Hallgrímur Þórðarson KV 3.45 m (nýtt drengjamet) og 4. Kolbeinn Kristinsson, Selfoss 3.25 m. —- íslm.-1944 varð Guð- jón einnig, þá með 3.40. Kringlukast: íslm.: Bragi Friðriksson KR 39.68 m. 2. Ól- afur Guðmundsson ÍR 39.67 m. 3. Jón Ólafsson KR 38.45 m. og 4. Friðrik Guðmundsson KR 38,40 m. — íslm. 1944 varð Gunnar Huseby KR með 43.02 metra. 400 m. hlaup. íslm.: Kjartan Jóhannsson ÍR 50.7 sek. (ísl. met). 2. Brynjólfur Ingólfsson KR 52.9 sek. 3. Magnús Þórar- insson Á 53.8 sek. (nýtt drengja met) og 4. Páll Halldórsson, KR 53.9 sek. — Kjartan varð einnig íslm. 1944, þá á 52.3 sek. Þrístökk: —■ íslm.: Oddur Helgason, Selfoss 13.33 m. 2. Jón Hjartar KR 13.23 m. 3. Anton Grímsson KV 12.69 m. og 4. Þorkell Jóhannesson FH 12.52 m. íslm. 1944 varð Skúli Guðmunlsson KR á 13.61 m. Sleggjukast: — íslm.: Símon Waagfjörð KV 38.14 m. 2. Áki Gránz KV 36.20 m. 3. Helgi Guðmundsson KR 36.03 m. og 4. Gísli Sigurðsson FH. — íslm. 1944 varð Gunnar Huseby KR með 37,86. 1500 m hlaup: —íslm.: Ósk- ar Jónsson ÍR 4:16.0 mín. 2. Sigurgeir Ársælsson Á 4:19,2 mín. 3. Hörður Hafliðason Á, 4:20,8 mín. og 4. Stefán Gunn- arsson Á 4:22.2 mín. 110 m grindahlaup: — íslm.: Skúli Guðmundsson KR 16.9 sek. 2. Brynjólfur Jónsson KR 17.9 sek. og 3. Ólafur Níelsen Á 20.7. (Fleiri kepptu ekki). Skúli varð einnig íslm. 1944, þá á 17.4 sek. Þ. Reykjafoss fer fil Svíþjóðar Reykjafoss lagði af stað hjeð- an kl. 8 í gærkveldi til Svíþjóð- ar. Með skipinu fóru 7 farþegar. Voru það: Frú Ester Sigurðs- , „ , son, Jakobsen trúboði með konu m og 4. Jón Ólafsson KR 12.62 og tvö börn, Bjarne Klingsen metra. og Dagmar Nilsen. Mikllr viðskipta- möguleikar milli Sví- þjóðar og Islands Kapt. Gornelius skýrir frá árangrinum af dvö| sinni hjer á landi KAPT. SVEN-ERICK CORNE- LIUS, sænski kaupsýslumaður- inn, er dvalið hefir hjer á landi um tveggja mánaða skeið, til að kynna sjer möguleika á aukn- um viðskiftum milli Islands og Svíþjóðar, skýrði í gær tíðinda mönnum blaða frá því, að ný- lega hefði verið stofnað hjer ís- lenskt hlutafjelag með því markmiði að greiða fyrir við- skiftum milli landanna. Telur Cornelius möguleika á viðskift um milli Svía og íslendinga vera mjög mikla og skýrði hann að öðru leyti svo frá: — Þegar fór að líða á Ev- rópustyrjöldina kom í ljós mik- ill áhugi í Svíþjóð fyrir aukn- um verslunarviðskiftum við ís- land. Á árinu 1944 var í Sví- þjóð stofnað verslunarfjelag, er nefndist íslandsfjelagið h.f, (Islandsbolaget A.B.) og hafði gamall íslandsvinur, flotakap- teinn N. Unnérus, stutt að þeirri stofnun, en tvö stór sænsk fyrirtæki stóðu fjárhagslega á bak við A.-B. Sveaexport, hvað verslun snerti og Salén- skipafjelagið viðkomandi flutn ingum á sjó. í stríðslokin hafði íslandsfjelagið hf, samband við ýms sænsk framleiðslu- og verslunarfyrirtæki, er áhuga höfðu á íslandsviðskiftum, og voru þau öll á einu máli um það, að sjálfsagt væri að stuðla að sem beinustum og milliliða- lausum viðskiftum við ísland, sem unt væri og að sænsku fyrirtækin, sem áhuga hefðu á þesum efnum, leituðu í heild eftir viðskiftum við ísland og einhver aðili fenginn þar, sem tæki að sjer fyrirgreiðslu máls ins. Það varð úr að jeg færi til íslands í þessu skyni, en jeg er einn af forstjórum Sveaex- port og einnig hluthafi í ís- landsfjelaginu h.f. Jeg hefi dvalið hjer á landi um tveggja mánaða skeið sem umboðsmað ur mjög margra sænskra fram- leiðenda, bæði til þess að kynna mjer möguleikana á auknum verslunarviðskiftum milli Sví- þjóðar og íslands og eins til þess, ef rjett sýndist, að lokn- um þessum athugunum að fá einhvern aðila hjer á landi, er tæki að sjer fyrirgreiðslu við- skiftanna hjer. Jeg komst að æirri niðurstöðu að mjög mik- ill áhugi væri hjer fyrir versl- unarviðskiftum við Sviþjóð og að nauðsynlegt væri að hafa hjer sjerstakan aðila er ann- aðist um fyrirgreiðsluna. Fyrir milligöngu mína hefir því ver- ið stofnað sjerstakt íslenskt hlutafjelag, sem verður sölu- miðstöð þeirra sænskra fram- leiðanda er að þessu standa, en aað eru fjölda mörg sænsk framleiðslu- og verslunarfyrir- tæki, eitt í hverri iðngrein, er á þenna hátt óska eftir að hafa einn umboðsaðila fyrir sig á íslandi. Tilgangurinn með stofnun æssarar sölumiðstöðvar á sænskum framleiðsluvörum, er sá, að íslendingum >gefist kost- ui' á að kaupa vörur þessar með sem-ódýrustu verði og sem allra beinast frá framleiðendunum sjálfum. En það er alls ekki til- ætlunin og sölumiðstöð þessi verði' nokkur einokun á sölu sænskra framleiðenda, en þeir, er að þessu standa, keppi með vörusölu hjer, með milligöngu gamalla og nýrra umboðsmanna á íslandi. Kapt. Cornelius er nú á för- um hjeðan. Hann lætur vel a£ dvöl sinni hjer og segist muni heimsækja ísland aftur, því að hjer muni áreiðanlega enginn dvelja um tveggja mánaðaí skeið, án þess að fá löngun tií að koma aftur. Við störfum hans tekur nú Rune Ahren- mark verkfræðingur. Sfúlkubarn lendir fyrir bíl og lær- brofnar SÍÐASTLIÐINN laugardag vildi það slys til á Múlavegi, að stúlkubarn varð fyrir vöru- bifreið og lærbrotnaði. Stúlka þessi heitir Hildigunnur Gunn- arsdóttir, til heimilis að Múla við Suðurlandsbraut. Slys þetta vildi til með þeim hætti, að er vörubifreiðinni, er; um getur, var ekið niður Múla- veg, voru tvö börn þar að leik. Fara þau yfir götuna fyrir bíl- inn, en bílstjórinn hægir á ferð inni. Þegar börnin eru komiií að mestu yfir veginn, ætlar bíl- stjórinn að beygja fyrir þau, en þá tekur annað þeirra, stúlk an, sem fyrir slysinu varð, við- bragð og snýr við. Beygir bíl- stjórinn þá í snarkasti og heml- ar. Bíllinn lenti við það út I skurð við veginn. Hafði stúlkan klemst milfi framhjólanna. Er. tekist hafði að losa hana, vat; þegar farið með hana á Lands- spítalann, og reyndist hún þá lærbrotin á öðrum fæti. Frakkar iaka við hernámssvæði ' í Berlín London í gærkveldi: I MORGUN fóru fram hái tíðahöld í Berlín í tilefni þesal að Frakkar tóku þá formlegai við hernámssvæði sínu þar 1] borginni. En samkvæmt sátti mála, sem æðstu menn her.ja) Bandamanna í Þýskaland| gerðu með sjer'í Berlín fyrifl nokkru, áttu Frakkar að hafa) með höndum hernám borgari innar, ásamt Bretum, Bandai ríkjamönnum og Rússum. Hernámssvæði Frakka efl tvö hverfi, sem áður voru áj svæði Breta. I þessum hverfi um búa um 350 þús. manns. — Reuter. !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.