Morgunblaðið - 14.08.1945, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.08.1945, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. ágúst 1945 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. \Jilverji ilripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU FRIÐ UR Á FÖSTUDAGSKVÖLD barst sú frjett, að Japan bvð- ist til að gefast upp. Bandamenn hafa tekið boði Japana og alger friður getur því orðið þá og þegar. Frjett þessi vakti að vonum stórkostlegan fögnuð, eink- um í Bandaríkjunum og Englandi. Stríðinu, með öllum þess hryðjuverkum og hörmungum er lokið. Þeir, sem enn voru að senda vini sína og nánustu ættingja undir hina miskunarlausu drápsvjel, vita að þessu er nú lokið. Þeir, sem eiga ættingja og vini í pyntingaklóm hins gula djöfuls, gera sjer vonir um að sjá þá aftur innan skamms. ★ Styrjöldin, sem nær því allur heimurinn hefir tekið þátt . í, hefir nú staðir í sex ár. Á þessum árum hefir komið í ljós, að í mannseðlinu er viðurstyggilegri mannvonska og gjörsamlegar siðvana dýrseðli en venjulegir menn hefðu trúað. Það hefir sannað, að lærdómsleg menntun og sið menntun eiga ekkert skylt hvor við aðra. En um þetta er gagnslaust að sakast. Við höfum vaknað af fölskum draumi um vaxandi siðmeningu um víða ver öld til þess veruleika, að maðurinn í sinni verstu mynd, er viðurstyggilegasta dýr jarðarinnar. Flesta hryllir við því liðna — styrjaldarárunum, sem að baki eru — og vilja gleyma þeim, ef þess er kostur. - En hvað er þá framundan? Ekki er að vænta þess, að mannkynið endurfæðist til fullkominnar siðmenningar í einm svipan. Eina vonin er, að menningarþjóðirnar hafi raunverulega sigrað og sofni nú ekki á verðinum. En hver trygging er fyrir þdssu? — Yfirlýsingar sigurvegaranna eru fagrar. — Baráttan á að hafa verið háð fyrir frelsi og jafnrjetti allra þjóða og landa. En vjer vitum betur Vjer vitum að „hinar sameinuðu þjóðiF’ hafa gjörólíkar skoðanir og fyrirætlanir í mannrjettindamálum. Vestur- veldin hafa lýst því yfir, að þau berðust-ekki til landa, að þau krefjist jafnrjettis til handa öllum menningarþjóð um og fullkomins lýðfrelsis. Gagnvart okkur íslendingum Jaafa þau staðið við þetta. En við vitum líka að í Rússlandi er ekkert lýðræði. Þar er algert einræði. Og nú er ejkki einu sinni á það minst lengur, að Rússar gefi aftur frjáls þau lönd, sem þeir kúguðu undir sig í byrjun stríðsins. Þótt vjer fögnum friðnum, þýðir ekki að neita því, að veður eru válynd, og kvíði smáþjóða fyrir ofbeldi hins sterka, er engan veginn burt numinn. ★ En þrátt fyrir þetta ber okkur íslendingum að búa skip vor svo sem byr friðsamlegra skifta þjóða í milli sje nú í vændum. Við verðum að gera ráð fyrir því, að viðskifta- lífið færist brátt í eðlilegt horf. Stríðið hefir skapað þá illu nauðsyn að ríkisvaldið legði hömlur á athafnir manna á flestum sviðum.Stríðið hefir líka skapað mönnum skilyrði til margháttaðra klækja í viðskiftum. Óheilbrigður atvinnurekstur hefir skapast og margháttuð samtök myndast til þess að raka saman fje í skjóli hafta og vöruskorts. Öllu þessu ber að sópa á brott, og að afla menningarlegt \'iðskiftalíf. Hið mikla tákn opinbers eftirlits, nefnda- fargan og stríðsspekulationir verða að víkja fyrir full- komnu viðskiftafrelsi. ★ Það er sífelt talað um það, að við íslendingar höfum „farið vel út úr stríðinu”. Við höfum ekki yerið á vígvöll- unum, en grætt fje og fátt eða ekkert brostið. En þetta er ekki alveg rjett. Við höfum verið á þeim vígvellinum, sem kannske er ægilegastur, en það er hafið. Hersveitir okkar hafa að sönnu verið þar vopnlausar. En þeim hefir ekki að heldur verið þyrmt. Við gleymum ekki þeim at- burðum, þegar Þjóðverjar voru að murka lífið úr skips- höfninni á Reykjaborg, Fróða og fleiri íslenskum fiski- ;;skipum.iVið.gleymum ekki morðupunii sem framin voru á •'■skipshöfnum og farþegum Fossanna. Það er rík ástæða1 til. ' þess fvrir allh Islendinga að fagna því, að-þéssar ógnír vofa ekki lengur yfir. : Nýr svipur á bænum. REYKVÍKINGAR, sem fara langt yfir skamt í frítímum sín- um, til þess að leita að friði og íegurð, ættu eínstalra sinnum að breyta til og skoða sig um frá sínum eigin bæjardyrum, það er einkar fróðlegt og skemtilegt að ganga um borgina og um- hverfi I góðviðri á sunnudegi. Fjöldi manns, sem búið hefir hjer árum saman, mun taka eftir því, að það er margt skemtilegt og fallegt að sjá. Það þykir sennilega heldur lít- ilfjörieg skemtiferð, að fara í gönguferð hjer út á Seltjarnar- nesið. En þar er vissulega margt að siá. Og þeir bæjarbúar, sem ekki þekkja bæinn sinn, hefðu senni- lega mest gaman af að kynnast þeim nýja svip, sem er að koma á bæinn. Á jeg þar við gatna- gerðina og endurbætur á göt- um bæjarins. Það er t. d. nýr svipur á syðra tjarnarendanum, brúnni og umhverfi, síðan Skot- húsvegurinn var malbikaður. Það verður iíka skemtilegrá umhverfi Sólvaliakirkjugarðsins, þegar lokið er við malbikun Suðurgöt- unnar. Þannig mætti lengi telja, en best er fyrir bæjarbúa að kynnast þessu af eigin reynd. • Byrjað á Tjarnar- götunni. NÚ ER BYRJAÐ að lagfæra Tjarnargötuna, frá Slökkvistöð- inni ög suður úr. Það verður skemtileg gata og umhverfi Tjarnarinnar mun fá á sig alt annan svip. Jeg yrði ekki hissa, þó gamli „Rúnturinn" breyttist. Skemtigöngufólkið hyrfi af Aust urstræti á góðviðriskvöldum og góðviðrisdögum og leitaði suður með Tjörn. Það yrði að minsta kosti róm- antískara umhverfi fyrir þá? sem eru : siíkum hugleiðingum. Rafmagnsvagnar. OFT HEFIR það hvarflað að mjer, þegar jeg hefi staðið í olíu- reykskýi frá afturénda einhvers strætisvagnsins hjer á götuhorn- unum, hver munur það væri, ef strætisvagnar bæjarins væru raf knúðir. En það er ekki einungis hreinlætið, sem því veldur, að rafknúðir vagnar eru betri, held- ur éru þeir þægilegri í alla staði. Það er svo að segja enginn hávaði frá þeim og ef göturnar eru í sæmilegu lagi, þá er það alveg eins og að sitja í hægindastól heima hjá sjer, að ferðast með slíkum vögnum. Einhver skriður mun nú loks- ins vera kominn á að fá rafmagns vagna til að annast ferðir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Yrðu það miklar framfarir. Það er víst alveg óþarfi fyrir yfirvöldin að óttast, að atomork- an komi það fljótt til sögunnar, að rafmagnsvagnar yrðu úreltir á næstu árum. Þá þyrfti fyrst að athuga, hvort ekki væri heppi- legt að koma upp rafmagnsbraut austur yfir Fjall. Hugmynd, sem hreint ekki er ný, en hefir |>ó ekki verið veitt athygli sem skyldi. e Brjef frá iðnnema. FRÁ IÐNNEMA hefir mjer bor ist eftirfarandi brjef, sem jeg birti í heild, því brjefið sýnir áhuga ungra manna fyrir þeirri sjergrein, sem þeir vilja nema og fullnuma sig í, en sJíkum mönnum þurfum við einmitt mjög á að halda um þessar mund ir. Brjefið er á þessa ieið: „Iðnskólinn í Reykjavík er viðurkendur af öllum sem til þekkja sem mjög hæfur skóli. Skólinn hefir á að skipa ágæt- um skólastjóra og prýðilegum kennurum. Skólinn hefir líka stöðugt leitast við að fjölga náms greinum, svo að nú geta flestir iðnnemar fengið þá bóklegu und irstöðu, sem þeir þarfnast, jafn- hliða sínu verklega námi. Þó er nú orðin á ein undantekning. Jeg læri t. d. logsuðu og rafsuðu sem sjergrein, en um þær greinar fær maður enga bóklega fræðslu í Iðnskólanum. En nú skrifa jeg þjer, Víkverji minn, til þess að koma því á framfæri við rjetta aðila, hvort ekki væri hægt að kippa þessu í lag, þar sem þetta fag er orðið mjög svo þýðingar- mikið og full ástæða til að halda, að þýðing þess iari stöðugt vax- andi. Slílra kenslu í Iðnskólanum hefi jeg hugsað mjer þannig, að hún yrði kend í fyrirlestraformi. Skýrt j^rði frá undirstöðu fyrir handgóðri suðu, blöndun á kar- bít, mismuni á mótstöðu og „rót- arandi“-vjelum o. s. frv. Veit jeg, að þetta yrði mjög kærkom- ið öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Vona jeg að þessar línur verði teknar til velviljaðrar at- hugunar og að kensla verði tek- in upp i fyrnefndri námsgrein þegar á næsta vetri“. • Karlmennirnir og regnhlifarnar. REYKVÍSKIR KARLMENN virðast hafa hina mestu skömm á regnhlífum. Það er hrein und- antekning ef hjer á götunum sjest maður með slíkt þarfaþing. I slíku rigningarbæli, sem Reykja vík er, hefði mátt búast við, að hver einasti maður ætti regn- hlíf og þyrði ekki að fara milli húsa án þess að hafa slíkt verk- færi með sjer. Nú verður hver og einn að ráða þvi sjálfur, hvort hann vill nota regnhlíf eða verða rennvotur og eyðileggja föt sín að óþörfu. Að- eins er bent á þá staðreynd hjer, a'ð regnhlíf er nauðsynlegt verk- færi, sem er til þæginda og stór- sparnaðar. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI TONI HOWARD, ein af frjetta riturum Newsweek í París, brá sjer til hernámssvæðis Banda- ríkjanna í Þýskalandi í síðastlið- inni viku. Hún sendir nú eftirfar- andi írásögn af því, hvernig Þjóð verjar koma fram við Banda- ríkjamenn og hvernig Banda- ríkjamönnum líst á sig í Þýska- landi „Þegar ameriskir hermenn komu heim eftir heimsstyrjöld- ina fyrri, voru menn hissa á því í Ameríku, að komast að raun um það, að þeir voru hrifnari af þýsku þjóðinni, en nokkurri ann ari Evrópuþjóð. Og enn furðu- íegra er það í dag, að komast að því, eftir að hafa farið um þvert og endilangt hernámssvæði Bandaríkjamanna í Þýskalandi, að hermehnirnir úr þessu stríði eru alveg á sama máli og feður eirra í fyrra stríði. ,,Nú, ef jeg get ekki verið heima hjá' mjer, þá vil jeg lang- helst vera hjerna- í Þýskalandi", sagði vjelfræðingur einn og horfði hugsandi á lítinn vjelbát, sem var á leiðinni niður eftir Rín. „Þetta minnir mig á Wis- consinfijótið“. „Lítið á þenna veg“, sagði einn bifreiðarstjórinn, þegar hann ók mjer eftir fjórfaldri bílabraut.. „Maður skyldi halda, að. maður væri a ^atnamótum héima í Pefinsýlvániu1'. '.Samgöngur eða ekki samgöng ur ýið fólkið", sagðþ einn her-: maður við mig í Priedberg, „þá er það vingjarnlegt og auðvelt að umgangast það. Það er eigin- lega alveg eins og fólkið heima í Kansas. Og svo ættuð þjer að líta inn í húsin þess. Nýtísku hús og alt tandurhreint og fágað". Jeg fór til Bæjaralands, Wiirt- emberg, Hessen og Nassau, — alls staðar var sama sagan, — ó- breytta hermanninum, er sjald- an hugsar um hcimspóhtík, og sættir sig við það sem kemur fram við hann, án þess að rann- saka orsakirnar, finst þýskt fólk og land véra mjög líkt sinni eig- in þjóð og landi. Og afleiðingin er sú, að með rjettu eða röngu, tekur hann Þýskaland fram yfir öll önnur Evrópulönd og er ekki seinn á sjer að segja manni hvers vegna það er. Honum geðjast vel að hrein- lætinu í Þýskalandi, og hinum ágætlega ræktuðu sveitum, vel bygðum Vegum og snotru bæjum, sem koma honum eitthvað meira aðlaðandi fyrir sjónir, én vín- vafðir múrar annara landa. Það eru engir mykjuhaugar. fyrir ut- an fjósdyrnar á bóndabýlununri. engin náðhús á gatnamótum í borgunum. Og þessu eru hermenn irnir hrifnir af. — Fólkið er lag- lega og jiokkalega klætt, og yf- irleitt sæmilega í 'holdum. Her- maðurinn er kúðvitað þes.súrneð- vítandi, áð'þetta ef'gért á'ltöstn- að annará Evrópútíúa, sem hú fefu illa tii fará ög'áVé’ta. ;En f dag- legu lífi sínu í Þýskalandi nú, sjer hann ekki stefnuna sjálfa, heldur aðeins árangur hennar. Flestir hermennirnir segja að sjer finnist þýsku stúlkurnar lag legri en enskar og franskar stúlk- ur. Og svo er hitt, sem jeg ekki veit, hvort kemur af því að stríð- ið er búið, eða hinu, að sigur- vegarar eru venjulega í hávegum hafðir, en þýska þjóðin er sem stendur mjög vingjarnleg í garð Bandaríkjamanna. Hermennirn- ir, sem fljótir eru að finna hlýj- una, svara henni í sömu mynt. „Þetta er indæl þjóð“, sagði loftskeytamaður einn í Wiesbad- en við mig. „Fólkið er svo ein- lægt og gott í sjer. Jeg skil ekki, að þessi þjóð hafi getað herjað eins og hún gerði“. Á Chiem-vatni í Bæjaralandi sá jeg Bandaríkj ahermenn, þýsk ar stúlkur og börn synda saman, hlæja og kaffæra hvert annað með sama frjálsa galsanum og í Ameríku, .— þetta myndi mað- ur sjaldan sjá í Englandi eða Frakklandi. Hermaður frá Tex- as, sem er í loftvarnarsvéit í þriðja hernum, sagði: „Maður skyldi halda að _ maður væri heima, ef ekki væri hjer talað annað mál“. Svo útskýrði hann, eins og margir aðrir hermenn í Þýskalandi gera, að þetta kæmi af ^»4 .já^ .^aþfexli Þjóðverja væri .yfiríeitt líkara geðsíagi Framhald 4 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.