Morgunblaðið - 14.08.1945, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. ágúst 1945
'Stftí
„Þóra er nærxú komin með sína lest”, sagði Elliði við
pabba sinn, „og það er verið að láta upp hjá Agli, Bergur
er að teyma á milli, en Helga litla er að komast til fólks-
ins. Það komast nokkurir hestarnir inn í dag”.
XXII.
Uppskeran.
Ein vikan leið eftir aðra. Tíðin var hin besta. Þetta
sumar þótti eitt hið ágætasta, sem komið hafði lengi.
Allar hlöður á Felli voru orðnar fullar um leitir. — Ná-
grannarnir stungu saman nefjum um það, að engin furða
væri, þótt heyjaðist á Felli, þar sem hver stundi væri
notuð og aldrei litið upp frá verki um sláttinn.
Þegar nágrannar Jósefs voru lausir við verk að sumr-
inu, og ljetu eitt og annað eftir sjer, þá gekk allt sinn
vanagang á Felli, þar unnu allir af kappi, Fellsfólkið
mátti ekki tefja sig.
Kaupafólkið og Kalli var drifið burtu'fyrir leitirnar.
Fekk hver það kaup, sem hann átti að fá, og það rtómum
joeningum.
Næsti vetur var harður. Hey gengu víða fljótt upp.
Fjöldamargir voru orðnir heylausir um sumarmál í kring
um Jósef á Felli. Horfði nú til vandræða fyrir þeim eins
og oft áður, en Jóteef átti nóg hey, og hann ljet engan
tómhentan frá sjer fara, er til leitaði í heyvandræðunum.
Að lokum voru fyrningar á Felli eftir alla hjálpina, og
það var algengt.
Sáu þá margir, að ekki var einskisvert að nota vel
sumarið eins og hann Jósef á Felli gerði.
E n d i r .
Viðlegan á Felli
JJjtlr dJatlqrím J/óni
onáóon
55.
38. dagur
Hvolpurinn var til sölu, og
áður en varði var hann orðinn
rjettmæt eign Cluny Brown.
Hún trúði því vart, að hún ætti
þetta litla yndislega dýr, sem
hún hjelt á í fanginu, og var
sífelt að nema staðar til þess
að horfa á það og dást að
því. „Það er engu líkara en
jeg hefði gefið henni tunglið",
hugsaði Belinski með sjer.
„Hvers vegna máttir þú ekki
eiga hund, ef þig langaði til
þess?“ spurði hann. „Það gat
jc-g aldrei skilið“.
„Ekki jeg heldur. Jeg gat
aldrei skilið, hvers vegna jeg
mátti ekki gera alt það, sem
mig langaði til. Það virtist
aldrei nein skynsamleg ástæðá
til þess að banna mjer það. Við
getum bara litið á Arn frænda“.
Það var Arn frændi, já!
Cluny tók í hönd Belinski, og
þau leiddust saman til String-
götu. Þegar þau voru komin
að húsinu, þar sem Arnold
Porritt bjó, hringdu þau dyra-
bjöllunni.
XXIX Kafli.
„Það er jeg, Arn“, sagði
Cluny Brown.
Andartak stóð Porritt graf-
kyrr og horfði á hana. Hann
hafði aldrei verið skjótur að
hugsa nje átta sig á hlutunum,
og þegar frænka hans, sem
hann hugði vera í Devonshire,
birtist þarna alt í einu, var það
nær of mikið umhugsunarefni
fyrir hann. En það, sem ruglaði
hann rnest, var, að við hlið
hennar stóð ókunnugur maður,
sem hefðu átt að vera hr. Wil-
son, en var alls ekki hr. Wil-
son. — Porritt stóð því kyrr og
velti þessu öllu fyrir sjer, þar
til Cluny misti þolinmæðina.
„Ætlarðu ekki að bjóða okk-
ur inn?“ spurði hún og ýtti dá-
lítið við honum.
Porritt herfði aftur á
bak og Cluny gekk inn með
Belinski á hælunum. Þegar þau
voru komin inn í stofuna, virti
Porritt Belinski mjög vandlega
fyrir sjer. En hvernig sem hann
athugaði manninn, gat hann
ekki sjeð, hver staða hans væri
í þjóðfjelaginu, og það fanst
honum hábölvað. Cluny kysti
frænda sinn ástúðlega á kinn-
ina og sagði því næst: „Þetta
er hr. Belinski, frændi, og við
ætlum að giftast“.
„Þetta er ekki rjetti maður-
inn“, sagði Porritt.
Þetta voru fyrstu orðin, sem
hann hafði mælt, síðan frænka
hans birtist, og þau gerðu það
að verkumv að málið lá nú ljós-
ara fyrir en áður. Porritt fann,
að hann stóð aftur á traustum
grundvelli og Cluny vissi nú
nákvæmlega hvað það var, sem
húp þurffi að berjast gegn.
„Hm. . . . mjer finst nú að þú
gætir sagt, að það væri gaman
að sjá okkur“, sagði hún.
„Evað er þessi hvolpur að
gt-ra hjer?“
„Jeg á hann. Við keyptum
hann á leiðinni hingað. Þú get-
ur hjálpað okkur til þess að
finna eitthvert nafn á hann“.
Cluny tók hvolpinn upp og
str. uk honum blíðlega. Hann
hixtaði dálítið um leið, og Porr-
itt sagði, þungur á brúnina:
„Hann er veikur. Þú mátt ekki
fara með hann fram í eldhús-
ið“.
„Hvernig á jeg að búa til mat
handa okkur, ef jeg fer ekki
fram í eldhúsið?“ spurði Cluny,
og þrammaði um leið af stað og
skildi mennina tvo eftir.
— Porritt hjelt áfram að ein-
blína án afláts á Belinski, sem
svaraði augnaráði hans með
samúðarbrosi. Hann vissi þá
þegar miklu meira um Porritt
en gamli maðurinn myndi
nokkru sinni fá að vita um
hann.
„Mjer þykir það mjög leitt,
að þetta skyldi koma svona
flatt upp á yður“, sagði hann
loks. „í raun rjettri skeði þetta
alt svo skjótt, að jeg ei vart
búinn að átta mig á því ennþá.
— Nafn mitt er Adafn Belinski.
Jeg er Pólverji — rithöfundur.
En við ætlum til Bandaríkj-
anna“.
Það, sem maðurinn sagði,
virtist mjög auðskilið, En Porr-
itt. botnaði þó hvorki upp nje
niður í því.
„Hvar er hinn maðurinn?“
spurði hann loks.
„Hr. Wilson — lyfsalinn? Jeg
geri ráð fyrir að hann sje heima
hjá sjer — í Friars Carmel“.
„Jeg býst við, að hann hafi
í raun rjettri verið lyfsali?“
spurði Porritt, órólegur á svip.
„Já — það held jeg nú. Hr.
Wilson er sennilega besti lyf-
salinn, sem nokkru sinni hefir
komið í nágrenni Friars Car-
mel. Hann lærði við háskólann
í Nottingham“.
„Það var og“. Porritt dró
djúpt andann. „Fyrir tveim
dögum síðan kom hann hingað
og kvaðst vilja giftast Cluny.
Jeg gaf fúslega samþykki mitt
til þess. — Tveim dögum seinna
komið þjer, og segist ætla að
kvænast henni. Það er erfitt
að botna nokkuð í þessu“.
v „Við getum ekki gert annað
en tjá hr. Wilson samúð okk-
ar“.
„Auk þess —“, hjelt Porritt
áfram. „Ef hr. Wilson er jafn
eigulegur maður og 'þjer segið
— og er það í raun rjettri al-
veg í samræmi við álit það, sem
jeg hafði á honum — þá getur
stúlkan ekki verið með rjettu
ráði, ef hún ætlar sjer að hrygg-
brjóta hann. Jeg leyfi henni það
aldrei. — Þjer getið beðið og
fengið bita með okkur, en ef
þjer kærið yður ekki um það,
skulið þjer bara fara“.
Aður en Belinski fjekk svig-
rúm til þess að svara, rak Cluny
höfuðið inn um dyrnar og sagði:
„Arn — það getur ekki verið,
að þú hafir borðað tólf egg á
tveim dögum“.
„Jeg gaf Öddu helminginn“,
svaraði Porritt.
„Það er til mikils að vera að
senda þjer ný egg! Nú eru ekki
nema fjögur eftir“.
„Þú getur borðað þetta, sem
umfram er“, sagði Porritt.
„Jæja. Þú ættir að ná í bjór,
meðan jeg er að taka til mat-
inn“.
„Mig langar ekkert í bjór“,
hreytti Porritt út úr sjer.
„Þá geturðu gefið hr. Bel-
inski glas. Jeg er viss um, að
þú hefir gefið Wilson bjór“,
sagði Cluny þrákelknislega.
★
Það var næsta furðulegt, en
það var engu líkara en Wil-
son væri staddur þarna hjá
þeim. Cluny var svo utan við
sig, að hún lagði á borð fyrir
fjóra. Porritt, sem hafði ber-
sýnilega orðið meira en lítið
hrifinn af Wilson, hjelt heil-
langa lofræðu um hann, meðan
þau sátu að snæðingi. Cluny
gat ckki með góðri samvisku
gert annað en samþykkja það,
sem hann sagði og Belinski gat
heldur ekki andmælt orðum
hans. Það var ekki hægt að and
mæla þeim. Hvernig, sem á var
litið, var hr. Wilson fullkominn
og gallalaus maður.
„Hann sagði mjer, að umsetn
ingin í lyfjabúðinni ykist um
tíu af hundraði á ári hverju“,
sagði Porritt. „Það líkaði mjer
vel að heyra.-------Þar er ör-
yggi“-
„Já,hann er traustur. Og
hann er mjög góður við móður
sína“, svaraði Cluny.
„Við töluðum lengi saman.
Jeg held að mjer hafi aldrei
fallið eins vel við neinn mann,
við fyrstu sýn. Við komum okk-
ur saman um hvernig þessu
skyldi hagað, og . . .“.
Cluny bauð Belinski fjórða
eggið og þegar hann kvaðst
ekki hafa lyst á því, borðaði
hún það sjálf. Henni leið ágæt-
lega. Hún var algjörlega á-
hyggjulaus, því að hún fann
hið innra með sjer, að nú var
hún loks komin á rjetta hillu
í lífinu. Hún átti heima hjá
Adam Belinski. — Voru þau
ástfangin hvort af öðru? í raun
rjettri gat hún ekki svarað
þeirri spurningu. Hún gerði að-
eins ráð fyrir að svo væri. Hún
vissi heldur lítið um ástina.
Megnið af fróðleik sínum um
þau efni hafði hún úr kvik-
myndunum. En þar var fólkið
sífelt að kyssa og kjassa hvert
annað, þegar það var ástfangið
og þau Belinski höfðu1 alveg
leitt hjá sjer slíkar aðfarir.
Sigurgeir Sigurjónsson
hœstai éttarlögmaður
Skrifstofutimi 10—12 og 1-6.
Aðolstrœti 8 Sími 1043
Drukkinn maður spyr lög-
regluþjón: — Segið þjer mjer,
— hik, hvar er hinu megin á
götunni.
— Hvernig spyrjið þjer, auð-
vitað þarha fyrir handan, —
svarar lögregluþjónninn og
bendir.
— Skrítið, hik — jeg sem
var einmitt að koma þaðan og
þar var mjer sagt að það væri
hjerna.
★
Maður, sem vanur var að
smakka vín meira eða minna á
liverjum degi, var spurður,
nvernig honum hefði liðið á
spítala, sem hann var nýkom-
inn af eftir alllanga legu. —
Það var hroðalegt — svaraði
maðurinn — dögum saman lifði
maður ekki á öðru en mat og
vatni.
★
— Hvaðer að sjá á þjfer and-
litið maður, alt bólgið og þrút-
ið.
— Jeg lenti í handalögmáli
við náunga.
— Því kallaðirðu ekki í lög-
regluþjón?
— Þess þurfti ekki, þetta var
lögregluþjónn.
★
— Eiginkonan: — Hvað á
1 að að þýða að koma heim á
pessum tíma?
Eiginmaðurinn (drukkinn):
Jeg flýtti mjer heim af því jeg
hjelt kanske að þú værir ein-
mana, en jeg sje, að þú hefir
hana tvíburasyStur þína með
þjer.
Dómarinn: — Eruð þjer viss-
ir um, að ákærður hafi verið
drukkinn?
Vitnið: — Fullkomlega.
— Hvað hafið þjer fyrir yð-
ur í því?
— Jeg sá hann láta 25 eyr-
ing inn í brunaboðann á Alþing
ishúsinu, líta síðan á kirkju-
klukkuna og segja: Herra minn
trúr, jeg hefi þyngst um fjórtán
pund!
★
— Segið mjer, herra minn,
hvar er hornið?
— Þjer standið á því.
— Nú, það var ekki furða
þó jeg gæti ekki fundið það.
★
— Ertu að fiska?
— Nei, jeg er að drekkja
ormum.
★
Eiginkonan (er að lesa í
blaði): — Hjerna í blaðinu er
verið að segja frá hænu, sem
er með tvö hjörtu.
Eiginmaðurinn (utan við
sig): Já, jeg veit, jeg va'r að
spila við hana bridge um dag-
inn.
★
Ungfrúin (á hestbaki): Finst
þjer ekki, að maður fái höfuð-
verk af því að sitja á hestbaki?
Meðreiðarsveinninn: — Nei,
þvert á móti.
| |
| Alm. Fasteignasalan |
= er miðstöð fasteignakaupa. =
= Bankastræti 7. Sími 6063. s
itiiTiiiiiiimniiimmuimumiiiiiiiniiiimiiiiiiiiminii"