Morgunblaðið - 16.08.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1945, Blaðsíða 1
32. árgangur. 182, tbl. — Fimtndagur 16. ágúst 1945. Isafoldarprentsmiðja h.f. „Zletjan Irá Verdtsn“ dæmd tii dauða í París En dómnum verður ekki fullnægt London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. DÓMURINN yfir Philippe Petain marskálki var kveðinn upp í nótt sem leið, og var niðurstaða hans sú, að kviðdómurinn kvað upp-dauðadóm yfir „Hetjunni frá Verdun“, sem árið 1916 stöðv- aði sókn Þjóðverja og var talinn hafa bjargað Frakklandi. I dómnum var lagt til, að dauðadómnum yrði ekki fullnægt vegna hins háa aldurs Petains. Ds Gaulle tekur ákvörðun um það, hvort dómnum skuli fullnægt, og er talið víst, að.hann leggi til, að það verði ekki gert. Petain, sem nú er 89 ára gam all, tók dauðadómnum með mikilli ró. Áður en dómendur drógu sig í hlje, til að berá sig \ saman, og rjettinum var lokað, fjekk marskálkurinn að mæla nokkur orð. Hann sagði meðal annars: „Það eina, sem fyrir mjer vakti, var að yfirgefa ekki föð- urland mitt, til þess að geta reynt að lina þjáningar þess. Og hvað sem annars kann að ske, þá mun franska þjóðin ekki gleyma þessu“. Dauðaþögn var í rjettinum, meðan Petain mælti þetta og sást að margir komust við. Að þessu loknu krafðist hinn opin- beri saksóknari enn, að mar- skálkurinn yrði dæmdur til dauða. Petain var í dag fluttur í flug Vjel til fangelsis eins suður í Pyreneafjöllurr , þar sem hann mun eiga að sitja til æfiloka. Uranium finst á Nýja-Sjálandi London í gærkveldi. Á TVEIM stöðum á Nýja- frjálandi hafa fundist urani- umnámur. Er þetta mjög mik- iivægur fundur, því að urani- wii er éitt mikiisverðasta efn- ið við framleiðsiu atóm- Sprengna. — Reuter. ASvarley átök íKína London í gærkvcidi. áÍA'ARTjEG deila liefir kom ið upp í Kína milli ríkisstjórn- arinnav og'stjórnar kommiín- ista í norðvesturhlnta lands- ins. Chu Te, foringi kommún- istahersveitanna, neitar að láta hermenn sína nema stað- ar í sókninni til Mansjúríu. Qhjákvæmilega hlýtur til á- rekstrar að koma, ef hersveit ir Chu Te*fa.ra yfir landamæri, Mausjúríu og taka þar til við afvopnun japanskra hermanna Til þess að reyna að miðla málum hefir Cliiang Kai-shek boðað Mao Che Tung, leiðtoga kommúnista á sínn fnnd. Reuter. Knud Zimsen fyrv. borgarstjóri á sjötugs af- mæli á morgun. í tilefni þessa afmælis hans birtist grein í næsta blaði. 7 milj. hermanna leysiir úr hemum Washington í gærkvöldi. liTRT hefir verið í Washing- ton tilkynning þess efnis, að 7 miljónir Bandaríkjameim verði leystir úr herþjónustu á næsfa ári. — Reuter. JtfiorgmtbíaMþ VEGNA ÞESS, að vinna fellur niður í prentsmiðj- unni í dag, kemur blaðið ekki út á morgun. Athygli auglýsenda skal vakin á því, að auglýsing- ar, sem birtast eiga í blað- inu á laugardag eða sunnu- dag, þurfa að hafa borist augiýsingaskrifstofu blaðs- ins fyrir kl. 19 á föstudag. Enn er barist í Mansjúríu, Burma og á Luzon Fulltrúi japönsku her- stjórnarinnar fer til móts við IVflacArthur á föstudag London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. í AÐALSTÖÐVUM MacArthurs hershöfðingja er talið, að dregist geti fram í miðja næstu viku að uppgjafarskil- málar Japana verði undirritaðir. MacArthur, sem á að undirrita skilmálana fyrir hönd bandamanna, hefir skip- að yfirherstjórn Japana að senda fulltrúa til þess að ræða iilhögun uppgjafarinnar. Fulltrúinn hafi umboð frá Jap- anskeisara til þess að undirrita sáttmálann, og í för með honum verði sjerfræðingar í her- og flotamálum Japan. Fulltrúinn leggi af stað á föstudag með hvítmálaðri flugvjel frá Japan áleiðis til smáeyjar í grend við Okin- avva, en þar taki amerísk flugvjel við honum og flytji hann til aðalstöðva MacArthurs. Á fyrri sigurdegi sínum í gær hylltu Bretar ákaft Georg kon- ung og drotningu hans. Urðu þau að koma þrisvar fram á svalirnar á Buckinghamhöll- inni, því að mannfjöldinn heimtaði svo ákaft að fá að sjá þau og hylla. Rýmkað um sköml- un í Bandaríkjunum Washington í gærkveldi. VEGNA ÞESS að heimsstyrj- öldinni er lokið, hefir verið á- kveðið að hætta nú þegar í stað skömtun á bensíni, 'ljósaolíu, niðursoðnum mat og grænmeti. Rýmkað verður um skömtun á ýmsum nauðsynjavörum öðr- um. — Reuter. Þakkarguðþjónustur Elutiar á sunnudag Biskupinn yfir íslandi hefir farið þess á leit við alla þjón- andi presta landsins, að þeir flytji þakkarguðþjónustu í kirkjum sínum n. k. sunnudag, í tilefni alheimsfriðar. De Gaulle til fundar við Truman London í gærkveldi. J)E öAULLE hersliöfðingi mun innan skarns Teggja af stað til Washingtón til við- ræðna við Truman forseta. Forsetinn bauð fyrir alllöngu síðan De Gaulle að koma til Washington og ræða við sig; ýms aðkailandi mál. Á leiðinni til Washington mun De Gaulle koma við í Kanada, fneðal annars í borg- unum Ottawa og Montreal. — Renter. Verslunum bæjar- ins lokað i dag ÖLLUM VERSLUNUM bæjarins og skrifstofum þeirra verður lokað í dag vegna þess að friður hef- nú verið saminn á Kyrra- hafsvígstöðvunum. — Er þetta samkvæmt upplýs- ingum, sem blaðið fjekk hjá Verslunarráðinu í gær. Síðasta herstjórnartilkynn ingin frá aðalstöðvum Mac Arthurs var gefin út í dag. Segir þar, að herir banda- manna hafi hætt sókn á öll- um vígstöðvum, en skærur sjeu þó ennþá á nokkrum stöðum á Norður-Luzon. í herstjórnartilkynningu Rússa, sem gefin var út í kvöld, segir að Rússar haldi áfram sókn sinni í Mansjúr- íu, og frá aðalstöðvum Mountbattcns lávarðs er til- kynt, að skærur geisi á nokkrum stöðum i Suður- Burma. Mansjúría. í tilkynningu frá Anton- ov, yfirmanni herforingja- ráðs Rússa, sem lesin var í útvarpi frá Moskva í kvöld, segir, að Rússar muni halda áfram sókn sinni, þar til Jap anar leggi niður vopnin. Jap önsku herirnir, sem Rússar eigi í höggi við, hafi enn ekki fengið neina skipun um að gefast upp. í herstjórnartil- kynningu Rússa er sagt', að rússnesku hersveitirnar sæki fram á Öllum vígstöðv- um og hafi tekið mikinn fjölda borga og bæja, enda þótt mótspyrna Japana hafi verið hörð sumsstaðar. Burma. Smáskærur geisa enn í Suður-Burma, og stafar það Framh. á bls. 8. 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.