Morgunblaðið - 05.09.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1945, Blaðsíða 8
MOROONBLA f) !Ð Miðvikudagur 5. sept 1945 ts Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jonsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Öla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með LesbðJt. Samanhurður SÍÐAN Búnaðarráð var skipað, hafa þeir Timamenn látið svo sem nú væri verið að taka einhver völd af bænd- um. Þetta hefir verið básúnað í Tímanum og einstaka bændur hafa iátið fá sig til mótmæla gegn þessari ægi- legu valdaskerðingu. Út af þessu þykir rjett að gera enn á ný lítilsþáttar sam anburð á því, sem var og nú er. Frá því ríkisstjó'rn Her- manns Jónassonar tók þessi mál í sínar hendur með bráða- birgðalögum sumarið 1934, hafa Tímarnenn nær óslitið farið með völdin í landbúnaðarmálum, og það er ekki að furða þó þeir miklist af þeim völdum, sem þeir hafa fengið bændum í hendur. ★ Með hinum nýju bráðabirgðalögum eru fjó'rar nefndir úr valdakerfi Tímamanna afmáðar og í þeim voru 20 menn. — Þær voru þannig skipaðar: 1. Kjötverðlagsnefnd, fimm menn: Formaður skipaður af ráðherra; einn tilnefndur af S. í. S.; einn af Alþýðu- sambandinu; einn tilnefndur af Sláturfjelagi Suðurlands og Kaupfjelagi Borgfirðinga í sameiningu og einn til- nefndur af Landssambandi iðnaðarmanna. 2. Mjólkursölunefnd, sjö menn: 2 skipaðir af ráðherra, 1 frá Alþýðusambandinu, 2 frá Mjólkurbandalagi Suður- lands, 1 frá S. í. S. og 1 frá bæjarstjórn Reykjavíkur. 3. Mjólkurverðlagsnefnd, fimm menn: 1 skipaður af ráðherra, 2 frá Mjólkurbandalagi Suðurlands, 2 frá bæj- arstjórn Reykjavíkur. 4. Sölunefnd garðávaxta, þrír menn: 1 skipaður af ráð- herra, 1 frá Grænmetisverslun ríkisins og 1 frá Búnað- arfjelagi íslands. ★ Af þessum 20 mönnum eru 7, sem hægt er að segja að sjeu bændafulitrúar, þó' eigi hafi þær stofnanir,’ sem þá hafa tilnefnt, neitt umboð haft frá bændum til vals á mönnum, nema ef vera kynni Mjólkurbandalag Suður- lands, sem tilnefnir fjóra menn. Ráðherrann skipaði til formensku þá menn, sem höfðu pólitísku sjónarmiðin fyrst og fremst fyrir augum. Páll Zóphóníasson hefir lengi verið formaður tveggja nefnd- anna, einmitt sá maðurinn sem hefir orðið bændum lands- ins til mestra óhappa, og Sveinbjörn Högnason hefir ver- ið hinn aðalvaldamaðurinn. ★ í staðinn fyrir þessa tuttugu menn kemur nú ein fimm manna verðlagsnefnd, skipuð bændum og bændafulltrú- um eingöngu. Aðnr aðilar koma þar ekki til greina. Eins og áður er sagt, er formaður skipaður af ráðherra og til þess valinn fræðimaður á sviði Verðlagsmálanna, sem ekkert hefir blandað sjer í stjórnmáladeilur. Fjórir eru kosnir af 25 manna Búnaðarráði, sem í eru valinkunn- ir menn úr öllum hjeruðum landsins. Að með þessu sje bændur sviftir völdum, er eitt hið mesta öfugmæli og álíka hlægileg vitleysa eins og ,,und- anvillinga“-nafnið sem Tíminn gaf þessum 25 bændum áður en þeir voru skipaðir. En nú er vert fyrir bændur og aðra að athuga saman- burðinn og hugleiða í kyrþey hvor leiðin muni hagsmun- um þeirra hollari. ★ Tíminn telur aðeins þrjá Framsóknarmenn í Búnaðar- ráði. Má vera að þeir sjeu ekki fleiri, þó flestir hafi haldið það, að þessir menn munu ekki hafa verið skipaðir af því að þeir eru Framsó'knarmenn, heldur þrátt fyrir það. Þeir hafa reynst dugaridi menn við þýðingarmikil störf og er treyst til að láta hagsmuna sjónarmið ráða en ekki flokks- brask, eins og margir Tímamnn eru þektir að. Hitt þarf enginn sem til þekkir að undrast, þó ríkisstjórnin kjósi fremur að hafa vandasöm mál í höndum stuðningsmanna en andstæðinga, og síst ættu þeir menn að undrast slíkt, sem á löngum valdatíma hafa gengið lengst allra manna í því útiloka sína andstæðinga frá völdum og áhrifum. ÚR DAGLEGA LÍFINU Merkilegur i'jelagsskapur. EINN er sá f jelagsskapur hjer í bæ, sem er bæði þarfur og merkilegur, þó hann láta lítið yf ir sjer dags daglega og menn fái að vera í friði fyrir samskotum hlutaveltum, happdrætti og öðru slíku af hans hendi. En það er mörgum, sem þykir vænt um jietta fjelag. Við og við birtast auglýsingar í dagblöðum bæjar- ins frá þessu fjelagi: „Tónlistarfjelagið: Adolf Busch fiðlusnillingur heldur tónleika“, eða önriur heimsfræg nöfn eru birt og skýrt frá því, að þessir snillingar á tónlistarsviðinu sjeu á vegum fjelagsins hingað komn- ir. Fáir vita, að það eru aðeins 12 menn í þessu fjelagi og að það heíir ekki verið skift um stjórn í fjeiagmu frá því það var stofn- að. Scmu mennirnir hafa unnið að áhugamálum fjelagsins, ekki aðeins endurgjaldslaust, heldur ,og með óskiljanlegri þrautseigju og dugnaði. Eir.n af fjelögunum Tónlistar- fjelagsins hjelt stutta ræðu, eftir fyrsta hljómleik Rögnvalds Sigur jónssonar um daginn. Hann skýrði þá fyrir áheyrendum með einni setningu ástæðuna fyrir því, að þeir legðu á sig vinnu ög fyrirhöín til að halda Tónlistar- fjelaginu við. „Jeg hefi stundum verið að því spurður“, sagði hann, „hvernig á því standi, að jeg nenti að eyða ölium mínura frístundum í starf semi fyrir Tónlistarfjelagið. En svarið er: „Eitt svona kvöld borg ar alla fyrirhöfnina“. • Menningaratriði. STARFSEMI Tónlistarfjelags- ins eykur menningarlífið í höf- uðstaðnum. Skólinn, sem Tónlist arfjelagið hefir kornið upp af eig- in rammleik veitir ungum og efnilegum tónlistarnemendum tækifæri til |)ess, að mennta sig og þioska. Tækifæri, sem ekki væri til, eí fjelagsins hefði ekki notið við. Það er starfsemi Tónlistarfje- lagsins að þakka, að meðal okkar hafa risið snillingar á tónlistar- sviðinu eins og Rögnvaldur Sig- urjónsson. Listamaður, sem á- byggilega á eftir að gera garðinn frægan og verða landi sínu og þjóð til sóma. Fleiri munu vafalaust fylgja á eftir. Starfsemi Tónlistarfjelagsins ryfjast upp fyrir mönnum þegar á vegum fjelagsins koma snilling ar, eins og Busch, en bæjarbúar mega vissulega muna þetta fjelag og þann skerf, sem það og hinir tólf meðlimir þess hafa lagt til menningarmála bæjarins. • TónlistarhölL EITT AF áhugamálum Tónlist arfjelagsins og allra tónlistarunn I enda er að komið verði upp tón- j listarhúsi, eða höll, hjer í bæn- j um. Það hefir ekki verið rætt ' mikið um það mál opinberlega upp á síðkastið, en margir hafa | enn áhuga fyrir því máli. Það er hart, að hljómlistarunn endur skuli þurfa að læðast um miðnæturskeið til að hlusta á listamenn sína. Að vísu hefir orð ið nokkur bót á þessu síðan for- stjórar Gamla Bíós sýndu þann skilning að fella niður kvik- myndasýningar kl. 7 til þess, að hægt væri að halda merka hljóm leika. En samt er ástandið í þess- um efnum ekki betra en svo, að bjö.ða verður meisturum eins og Busch upp á loftræstingalaus húsakynni, eins og Tripolileik- húsið, til að flytja einhver stór- feldustu tónverk, sem til eru. • Heimilisvinnuvjelar. í SAMBANDI við skrif mín um bíla og bílaflutning í dálkunum í gærmorgun skrifar „húsmóðir“ mjer brjef um annað atriði, sem ekki er síður þýðingarmikið, en það er innflutningur á heimilis- vinnuvjelum. „Það getur verið ágætt, að menn fái bíla og annað, sem eyk ur þægindi og lífsgleði. En í því sambandi vildi jeg minna ráða- menn þjóðarinnar á, að miklar framfarir hafa orðið á ýmsum heimilisvinnuvjelum undanfarin ár. Alskonar vjelar og tæki hafa verið fundin upp til þess að ljetta húsmæðrum störfin. Má jiað telj ast heppilegt einmitt nú þegar ungar stúlkur vilja helst ekki lengur vinna á heimilum. Til eru þvottavjelar, rafmagns- strokvjelar, sjálfvirk suðutæki, margskonar, ísskápar, ryksugur og hvað það heitir nú alt. Nú eru þessi tæki sem óðast að koma á markaðinn og vildi jeg leyfa mjer að benda á, að þegar farið verður að ráðstafa gjaldeyri okkar til innkaupa á hinu og þessu, þá Alerði okkur húsmæðr- um ekki gleymt. Mjer finnst ekki ósanngjafnt að við fáum okkar „nýsköpun“ eins og aðrir og að einnig í þessu verði látið jafnt yfir alla ganga. Það verði ekki sett svo mikil höft á heimilisvinnuvjelar, að þær gangi kaupum og sölum á svört- um markaði, eins og nú er. Nýtísku vinnuvjelar eru nauð- syn og ekki neinn lúxus“. Jeg býst við að flestir taki und ir þessi orð húsmóður og skilji, að húsmæðurnar eru als góðs maklegar. • Skrílsæði. SKRÍLL rjeðist inn í skraut- garð við Samtún 28 í fyrrinótt og framdi þar hin ljótustu skemd arverk. Trje, sem voru orðin meira en mannhæðarhá, rósa- runnar og blóm var trampað nið- ur. Var engu líkara en að orusta hefði staðið þarna í garðinum. Eigandi garðsins kom heim seint í fyrrakvöld úr ferðalagi. Er hún leit út um gluggann hjá sjer,' sá hún unglingspilta við garðinn, en veitti þeim enga sjer staka athygli, en í gærmorgun, er hún komá fætur, sá hún sjer til mikilla leiðinda, viðurstygð eyði leggingarinnar. Lögreglan þyrfti að hafa upp á þessum skemdar- vörgum og láta þá fá makleg málagjöld. • Málning Safnahússins. ÚT AF biTefi, sem birtist í þessum dálkum þann 11. júlí s.l. um málningu Safnahússins, hefir „Víkár“, sem þá ritaði pistlana, fengið þær upplýsingar frá þeim, sem um verkið sáu, að það hafi verið unnið í ákvæðisvinnu, og þeir því ekki haft neinn hagnað af að fara sjer hægt við vinn- una. Einnig ósannað, að svo hafi verið. Ástæðan til þess að svo lengi hefir dregist að leiðrjetta þetta, er sú, að einhver hlutað- eigandi manna hefir jafnan verið fjarverandi úr bænum, síðan klausan birtist. I Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Samvinna jafnaðarmanna og kommúnisla. í ÖLLUM LÖNDUM Evrópu, þar sem kommúnistar eru í minni hluta og hafa enga von til þess að hafa áhrif á stjórn- mál einir, hafa þeir lagt hart að jafnaðarmönnum eða sósíal- demókrötum, að ganga í sam- vinnu við sig. Einskonar sam- fylking í væntanlegum kosn- ingum. En hvergi þar sem kommúnistar þykjast öruggir um kosningasigur, hai'a • þeir boðið jafnaðarmönnum samfylk ingu. Samfylkingartilbdð kommún- ista hafa fengið misjafnar við- tökur á f'lokksþingum sósíal- demókrata. Sumsstaðar algera neitun, en annarsstaðar hafa staðið harðar deilur um hvort samfylkja bæri með kommún- istum. Franski jafnaðarmannaflokk urinn samþykti að ganga ekki að boði kommúnista um sam- fylkingu. Leon Blum, hinn aldr aði bardagamaður franskra jafn aðarmanna, sem sat flest stríðs- árin í fangabúðum Þjóðverja, hafði þessi orð um samfvlking- una: „Við þurfum ekki að betla til neinna um stuðning. Jafn- aðarmannastefnan mun ráða ríkjum hjer eftir“. Ekki hafa allir verið á sama máli og Blum, því umræðurnar um sam fylkinguna stóðu í fimm daga og þeim lauk með því, að 274 greiddu atkvæði með samfyik- ingu, en 10.112 voru á móti. Daniel Meyer, ritari franska jafnaðarmannaflokksins hefir vafalaust talað fyrir munn margra jafnaðarmanna, bæði í Frakklandi og í öðrum lýðrgeð- islöndum er hann sagði: „Við kærum okkur ekki um samfylkingu, sern stjórnast af tækifærisstefnu. Kommúnistar eru ennþá rígbundnir Moskva, þeir framfylgja skipunum frá Moskva af blindu ofstæki. Sam vinna milli kommúnista og jafnaðarmanna kemur ekki til greina fyrr en Moskva hefir sýnt, að hún vill vera einlægur þátttakandi í alþjóða sam- starfi“. ★ Á Ítalíu var einnig haldin ráðstefna um samfylkingu. Þar gekk kommúnistum betur. Jafn aðarmannaforinginn Pietro Nenni var með samfylkingu og 70 af hverjum 100 fulltrúum flokksþingsins greiddu atkvæði með samfylkingu. En þessi sam þykt gekk ekki hljóðalaust fyr ir sig þar frekar en annarsstað- ar. Fraxnhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.