Morgunblaðið - 14.09.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1945, Blaðsíða 1
32. árg'angur. 204. - - tbl. Föstudagur 14. september 1945. Isafoldarprentsmiðja h.f. Persar minna stórveldin á geíin loforð Um að fara með herina burt London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morguo blaðsins frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Persíu sendir í dag sendiráðum Breta, Rússa og Bandaríkjamanna í Teheran orðsendingu, þar sem stórveldin eru mint á gefin loforð um það að fara með heri sína úr landinu, er styrjöldinni er lokið. Er sagt í orðsendingum þessum. að venjulegt ástand geti ekki orðið í landinu fýrr en herirnir sjeu allir farnir. Þá kvarta Persar yfir því við Rússa, að þeir hafi bannað pers neskum lögreglusveitum að fara til norðurhjeraða landsins fyrir nokkru, og hefði þetta leitt til uppsteyts innan persneska hers ins og lögreglunnar. Er svo að orði komist, að ýmsir af liðsfor ingum hersins sjeu nú hlaupnir úr honum og upp um fjöll og fyrnindi, til þess að æsa ýmsa hálfvilta kynflokka þar til upp- reisnar og hermdarverka. Bent er á það í þessu sambandiýað shkt geti orðið þjóðinni og öllu öryggi í landinu stórhættulegt. Andsföðuflokkum Búlgarfustjórnar leyft að bjéða fram London í gærkvöldi. TILKTNT var í Sofia í kvöld að Búlgarmstjórn hefði nú á- kveðið að leyfa andstöðuflokk urn sínum að taka þátt í kosn ingum þejm, sem í hönd fara þar í landi, „hvort sem þeir vildu ganga til kosninga sam- einaðir, eða hver fyrir sig". ens og það er orðað í tilkynn- Dansfc-íslensku viðræðunum lokið SAMKVÆMT UPPLÝSING- UM, sem utanríkisráðuneytinu hafa boristt frá sendiráði Is- lands í Kaupmannahöfn, hófust fundir islensk-dönsku samn- inganefndarinnar hinn 5. þ. m. i Kaupmannahöfn. Fundarhöld um var frestað hinn 12. þ. m. og verður þeim haldið áfram síðar í Reykjavik. Islensku nefndarmennirnir halda heim- leiðis í dag yfir Stokkhólm. Skortur yfir- vofandi í Bretlandi í vetur Washington í gærkveldi: Það hefir komið fram í við ræðum þeim um viðskipta mál, sem nú fara hjer fram milli Breta og Bandaríkja manna, að mjög ríður nú á því, að Bretum berist hjálp bæði um fæði og klæði á vetri komanda, því annars kunni að fara mjög illa. Breskir embættismenn, sem þátt taka í umræðum þessum, hafa leyst frá skjóðunni og sagt nákvæm lega frá því, hvernig mál- in standa. Segja þeir að Bretar sjeu nú í ,.kapp- hlaupi við tímann“, til þess að re» na að koma í veg fyrir neyð í landinu í vetur. Þeir lögðu áherslu á það, að samningum um þessi alvarlegu niál yrði að hraða, sem mest mögu- legt er, ef ástand Breta í vetur ætti ekki að verða stórhættulegt, þannig að þeir þyrftu að eyða öllu, sem til cr í landinu af mat væluni. — Hafa allmargir umræðiifundir vcrið haldn ir um þetla í dag. — Reutcr. Kosningar fara bráð- leqa fram í Austurríki London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. RENNER forsætisráðherra Austurríkis, stjórn hans og stuðn ingsmenn hafa glaðst mjög yfir tilkynningu þeirri, sem her- námsstjórn Austurríkis gaf út eftir fyrsta fund sinn, og þar sem lýst var yfir því, að haldnar skyldu frjálsar kosningar eins fljótt og skilyrði sjeu fyrir hendi. mgunni. Talið er víst, a'ð stjórnin hafi gert þetta vegna þess, að Bretar og Bandaríkjamenn sendu henni harðorð mótmælii fyrir nokkru, varðandi yfir- gangi hennar og ólýðræðis- legt framferði í hvívetna. — Reuter. Von Busch látinn í fangabúðum ÞÝSKI marskálkurinn von Busch, er látinn í fangabúðum í Bretlandi. Hann var 60 ára að aldri. Hann stjórnaði víða herj um fyrir Þjóðverja í nýafstað- inni styrjöld, meðal annars var honum teflft á móti Montgo- mery á síðustu vikum stríðsins. — Von Busch var verður graf- in í breska setuliðsbænum Ald ershot. — Reuter. í tilkynningunni var sagt, að jafnaðarmönnum, kommúnist- um og Þjóðflokknum skyldi heimilt að starfa um alt Aust- urríki. — Blað jafnaðarmanna, Arbeiterzeitung segir, að þessi tilkynning tákni tímamót. Renner vonast til þess að geta bráðlega haldið viðræðufund í Vín, þar sem mæti einn fulltrúi frá hverju fylki landsins, fyrir hvern stjórnmálolokkinn um sig. Forsætisráðherran ætlast til að þar verði rætt um þrjú meg- inmá: 1) Hvernig sveitahjeruð in geti sent tiT Vínar afgang sem þau hafa af matvælum. 2) Hvort sveitahjeruðin sjeu reiðubúin að samþykkja ýmsar ráðstafanir, sem stjórnin hefir gert, og 3) hvort ekki sje til- tækilegt að mynda nýja bráða- birgðarstjórn. Yfirleitt er mikill áhúgi ríkj- andi á því í hinum þrem stjórn málaflokkum, að mynduð verði samsteypustjórn til kosninga, þó eru bæði Þjóðflokkurinn og kommúnistar reiðubúnir að hafa stjórn Renners áfram, en ýmsir eru frekar á því, að skipta beri um stjórn, vegna af stöðu Breta og Bandaríkja- manna. Líklega geta kosningar farið fram í desember n. k. — Falangisiakveðjan logð nsðisr London í gærkvöldi. EFTIR stjórnarfund í spönsku stjórninni í gær, hefir verið gefin út tilskipun þess efnis, að kveðja Falangista- flokksins spánska, sem svipar mjög til ítölsku fasistakveðj- unnar, skuli lögð niður og ekki notuð framvegis. — Reuter. Clmrchill efstir ú listu yfir Bretu, sem Þjóðverjur ætluðu uð hundtuku London í gærkveldi. Einkaskeyli til MbL frá Reuter. FYRIR skömmu fannst í aðalstöðvum Gestapo í Berlín, listi vfir þá menn á Bretlandi, sem Þjóðverjar ætluðu að handtak?., i ef þeir hefðu sigrast á Englandi. Nafn Winstons Churchills er i efst á lista þessum, sem annars er sagður sýna mætavel, hversu j vandvirknislega Gestapo gekk fram í slíkum efnum. Nöfn bresku konungsfjölskyldunnar munu ekki hafa verið á lista þessum. Schmeling fyrir herrjetti LONDON: — Nýlega var Max Schmeling, fyrrum lieiins meisiari í hnet'aleik leiddur fyrir breska herrjett í lLain- borg sagkaðúr um að hafahaft fölsk skýrteini, er hann hefði jsýnt hermömnim, og einnig iii n það að hafa ætlað að gefa jút bók handa þýskum æskulýð. í óleyfi herstjórnarinnar. -— , Schmeling var sýknaður af ihvorttveggja ákærunni. — Reuter. Terauchi veikur TERAUCHI marskálkur hinn japanski, átti að koma til viðræðna um uppgjöf við .Mountbatten flotaforingja á morgun, skv. skipun hans. Nú hefir Terauchi tilkynt, að hann sje alvarlega veikur og geti því ekki komið. Verður því að fresta samningum.— Hinn jap- anski marskálkur er kominn allmikið vfir sjötugt. — Reuter. Fjöldi frægra manna. Meðal þeirra, sem á listanum voru, er fjöldi frægra Breta og annara sem í Bretlandi dvöldu. Voru það t. d. Beaverbrook lá- varður, Duncan Sands, tengda- sonur Churchills, Baden Powell skátahöfðingi (nú látinn), frú Astor, Chamberlain fyrrum for sætisráðherra (nú látinn), Noel Coward leikari, Jacob Epstein myndhöggvari, Poul Robeson söngvari. David Low skopteikn ari. Fáum var gleymt. Fjöldinn allur var á nstanum af kunnustu blaðamönnum og útvarpsfyrirlesurum Breta, svo sem Vernon Bartlett, einnig á- kaflega margir af flóttamönn- um frá ýmsum þjóðum, sem í Bretlandi dvöldu. Einnig voru þar allir leiðtogar Oddfellowa og Rotaryfjelaga á Bretlandi. —• A listunum munu hafa verið tugir þúsunda af mönnum og konum. Horðingjar dæmdir London í gærkvöldi. Á NOITÐrU f'TALÍr voru dag dænidir af herrjetti banda, manna sjö skæruliðar ítalskir, sem brotist höfðu inn í fang- elsi í Vizeriza og myrt þar 54 fasista. Þrír af mönnum }>ess- um voru dæmdir til dauða og skotnir, tveir voru dæmdir í æfilangt fangelsi og tveir voru sýknaðir, þar sem þeir höfðu ekki tekið virkan þátt í morð- um þessuin. Allir þeir, seiu- dæmdir voru báru fyrir rjett- inum, að þrír aðrir metin hefðu skipulagt morðferð þessa, en ekki tekið þátt í henni og hafa þeir ekki náðst LONDON: Bretakonungur hefir veitt manni að nafni Axel Larsen, Viktoríukrossinn fyrir mikla hreysti á Ítalíu. — Maður þessi var danskur að ætt, en Indverskur þegn. Larsen fjell í viðureign þeirri, sem hann gat sjer mestan orðstý í. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.