Morgunblaðið - 14.09.1945, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 14. sept. 1945
(7e9 er
JÓNATAN SCRIVENER
Cftir Ctaude JJoacflitovi
23. dagm
,,Þeir eru aðeins í essinu
sínu, þegar þeir eru eitthvað
að starfa og reynast því prýði-
lega, þegar í harðbakkann
slær. Vegna þess, hve heiðar-
legir þeir eru, verða þeir oft
trúgjarnir. Æfintýraþráin, sem
blundar í brjóstum þeirra, ger-
ir það að verkum, að þeir skapa
heil heimsveldi í hjáverkum
sínum. Þeir kunna að sigra, en
þeir kunna ekki að neyta sig-
ursins. Þeir geta ekki stjórnað,
og þess vegna spilla lýðskrum-
arar og skriffinnar stjórnar-
fari þeirra. Menn af þessu tagi
dóu þúsundum saman í styrj-
öldinni, meðan tækifærissinn-
ar náðu völdunum, með svik-
um og undirferlum. Þessir
menn eru sviknir, blektir og
fyrirlitnir af þeim tungu-
mjúku, sem geta fengið aðra
á sitt band með fagurgala sín-
um. Jeg er á því, að þjer eigið
heima í hópi þessara manna“.
Hann horfði nú á mig með
samskonar undrunarsvip og
lítið barn horfir á sjónhverf-
ingamann. Það, sem hann
sagði, var svo einkennandi fyr-
ir manntegund þá, sem jeg
hafði verið að lýsa, að jeg var
rjett búinn að skella upp úr:
„Hjerna — þjer fáist ekki
við ritstörf eða neitt því um
líkt?“
,,Nei“, svaraði jeg. „Jeg
skrifa ekki. Jeg er sneyddur
öllum hæfileikum í þá átt“.
„Og þjer segið, að enska
þjóðin skilji þessa menn ekki?“
„Nei — hún gerir það ekki“,
svaraði jeg, „og allra síst þess-
ir rithöfundar, sem þykjast
vera að lýsa þeim í bókum sín-
um. Menn af þessu tagi eru
sjaldan ætlaðir vera hug-
sjónamenn og ljóðahneigð sú,
sem þeim er runnin í mesrg og
bein, er oftast virt að vettugi.
Hugsjónir þeirra fá ekki að
líta dagsins ljós, af því að
þeir eru fámálugir og ljóða-
hneigð sú, er leynist með þeim,
er ekki viðurkend vegna þess,
að hún kemur aðeins í ijós í
gjörðum þeirra. En til þess að
Þúka þessari skilgreiningu
minni, verð jeg að viðurkenna,-
að jeg hygg, að manntegund
þessi sje að deyja út. Þeir, sem
ekki fjellu á vígvellinum hafa
orðið. . . . ‘.
„Eins og jeg“, tók hann fram
í. „Þeir hai'a með öðrum orðum
sieð : gegnum alt saman“.
„Eí það voru ekki köld rök,
sem opnuðu augu þeirra“, hjelt
jeg áfram. „Menn, eins og
þjer, læra aðeins af reynslunni.
Jeg held, að þjer hafið ætlað að
segja mjer frá einhverri reynslu
sem þjer hafið orðið fyrir'1.
Hann reis á fætur og náði sjer
í wiský.
„Það var sannleikskorn í því,
er þjer sögðuð", sagði hann því
næst. „Jeg hefi ekki hugmynd
um, hversvegna þjer eruð svo
margfróður. En jeg á heima í
þessum hópi manna, sem þjer
voruð að lýsa. — Jeg ætla að
segja yður frá því, sem fyrir
mig hefir komið, síðan jeg kom
heim úr stríðinu. Þjer skulið
ekki eiga von á miklu, svo að
þjer verðið ekki fyrir vonbrigð
um. — Er jeg ekki annars að
halda fyrir yður vöku?“
„Nei — auðvitað ekki“.
„úetta er dálítið undarlegt —
finnrt yður það ekki?“ hjelt
hann áfram. „Hjer sitjum við,
í íbúð Scrivener, og eigum hon-
um það að þakka, að við skyld-
um noKkurn tíma hittast“.
,,C g þjer hafið hitt hann einu
,-iuni — en jeg hefi aldrei sjeð
hann“, bætti jeg við, eftir
stutta þögn.
„Hefir ungfrú Mandeville
þekkt hann lengi?“
„Tvo eða þrjá mánuði, að
því fer mjer hefir skilist“.
Middleton sagði ekkert.
Hann horfði á mig, og augna-
ráð hans var þungbúið. Jeg
vissi, að hann hafði aðeins
minst á Scrivener til þess að
tefja tímann. Það var nærri því
grátlegt að sjá, hve hræddur
hann var um að verða að at-
hlægi.
Hann reis snögt á fætur og
tók að ganga um gólf. Svo sett-
ist hann aftur. „Mikil blessuð
guðsgjöf er vínið“, hrópaði
hann. „Það leysir hlekkina af
sálunum — hjálpar mönnunum
til þess að finna sjálfa sig.
Brennivínslaust er ekki hægt
að þreyja í þessum heimi“.
Hann þagði andartak og hjelt
síðan áfram: „Þegar stríðinu
var lokið, var jeg alveg í öng-
um mínum. Hafði ekkert fyrir
stafni. Þjer vitið, hvernig á-
standið var þá. Svo fjekk jeg
atvinnu í Kanada. Jeg dvaldi
einnig um nokkurt skeið í
Bandaríkjunum. Vann þar dag-
launavinnu. Síðan flæktist jeg
aftur heim til Englands. Þá
kom tvent fyrir“.
• Hann þagnaði skyndilega og
krampadrættir fóru um andlit
hans. Það leið góð stund áður
en hann hjelt áfram:
„Mjer bauðst góð atvinna í
Suður-Ameríku og jeg varð
ástfanginn. Það hafði ekki
komið fyrir mig áður. Ástin
hafði verið mjer eins og hvert
annað óþekt hugtak. Svo varð
hún alt í einu lífið sjálft. Skilj-
ið þjer mig?“
„Já“, svaraði jeg.
„Jeg varð ástfanginn á rjett-
um tíma. Jeg var tekinn að
þreytast á lífinu og tilverunni.
Það var farið að renna upp
fyrir mjer, að alt það, sem jeg
hafði trúað á, væri aðeins hje-
gómi, og það, sem jeg hafði
gengið út frá sem gefnu, væri
blekking. Þá kom hún alt í
einu, og gaf mjer trúna á ný.
Jeg get ekki skýrt það betur.
Þjer eruð ef til vill fær um að
geta í eyðurnar?"
„Jeg held að jeg skilji yð-
ur“, sagði jeg. „Þjer gátuð aft-
ur trúað á lífið, þrátt fyrir ef-
ann í sál yðar“.
„Já. Mjer fanst einhvern
veginn, að þrátt fyrir alt stæði
lífið á styrkum grunni, sem
ekki væri hægt að hagga. Jeg
get ekki gleymt þessum vik-
um. Mjer verður oft hugsað til
þeirra núna. Jeg naut þess eins
að lifa — vera til. Það var mjer
nóg. Mjer fanst alt svo hreint
og ósnortið — ef þjer skiljið,
hvað jeg á við. — Við hjetum
hvort öðru heitorði. Jeg held,
að ættingjar hennar hafi ekki
verið neitt sjerlega hrifnir af
þessum ráðahag, en við feng-
um samþykki þeirra. Og jeg tók
þessa atvinnu í Suður-Amer-
íku“.
Hann þagnaði. Það var eins
og hann hefði gleymt mjer.
Hann sat álútur og horfði í
eldglæðurn^r, eins og minn-
ingarnar, sem hann var að
segja frá, öðluðust líf þar. And-
litssvipur hans var gjörbreytt-
ur — eins og oft vill verða,
þegar menn taka að rifja upp
ljúfar endurminningai*. Rödd
hans var lág og raddblærinn
var einnig breyttur.
„Þessi kona var mjer alt.
Vera má, að henni hafi fundist
jeg leiðinlegur. Jeg veit það
ekki. En nærvera hennar ein
gaf mjer eitthvað. Hvað var
það? Getið þjer sagt mjer,
hvað það var?“
„Ef til vill hefir hún gefið
vonum yðar byr undir báða
vængi“.
, Já“, sagði hann, nærri því
eins og hann væri að tala við
sjálfan sig. „Þetta er ef til vill
góð skilgreining á hamingj-
unni“. Eftir stutta þögn spurði
hann, og glotti við: „Þjer get-
ið máske gert ógæfunni jafn
góð skil?“
„Alt, sem ýtir undir ótta
mannanna, skapar ógæfu. En
við skulum ekki skeyta neitt
um skilgreiningarnar. Þjer
skuluð halda áfram“.
Eftir stundarkorn tók hann
aftur til máls: „Jeg get ekki
skýrt yður frá því, sem jeg
lifði þessar vikur, af því að jeg
kanr^ ekki að nota orð. Jeg
hafði oft heyrt talað um fólk,
sem var ástfangið. Jeg hafði
aldrei vitað af eigin raun, hvað
það orð fól í sjer. Jeg hygg, að
veigamesta þýðingin, sem ást-
in hafði fyrir mig, hafi verið
sú, að hún fól alt í sjer. Hún
tengdi saman í eina heild alla
þætti lífs míns. Hún varð upp-
haf heims míns — drottnari
veraldar minnar. — En hvern
fiandann varðar okkur um alt
þefta! Það er framhaldið, sem
r/æst.u máli skiftir“.
Hann hleypti brúnum. Svip-
ur hans varð reiðilegur á ný.
Hann hreyfði sig órólega í sæt-
mu og fálmaði með höndunum
út i loftið. Það hafði djúp áhrif
á mig að sjá, hve sambandið
milli tilfinninga hans og svip-
brigða var náið. Endurminn-
ingarnar höfðu náð að gjör-
breyta honum andartak. Svo
náði nútíðin aftur valdi á hon-
um og meitlaði hann í mót sitt.
Augun JeghyÐI
með GLERAUGUM frá TÝLI
LISTERINÉ
TANNKREM
i*- -«■ A A A A .♦» .♦« .♦» i*. i*i A A é*. .*• > ■« « « « *
Fyrirliggjandi:
Ranaslípivjelar
j IMHIHNHIHUIHIHI
t "
$
NOKKRAR
Jötun- Lensidælur
— sjálfsjúgandi tannhjóladælur —
óvenjulega traustbygðar og kraft-
miklar — úr kopar og ryðfríu stáli.
með fastri og lausri reimskífu og
á undirstöðu. — Eru nú loksins
fyrirliggjandi.
Vjelsm. Jötunn h.f.
Hringbraut. — Sími 5761.
| Matsvein og háseta
i
X vantar. Upplýsingar í Fiskhöllinni
$ eftir kl. 2 í dag.
y
y
H4*******?*** *> •>*> *♦**»»•**> •> *«* ♦***> *> ♦> *> •> ♦♦*♦> *> *> ****** *»»»»«*
•:•«
Cutex
fegrar
hendur
~ yðac
Lakkið sem end-
ist, gljáir og er
auðvelt að bera
á —■ í hvaða lit
sem þjer óskið.
4—5
CLTEX
ALT TIL IIAND-
SNYRTINGAR.