Morgunblaðið - 14.09.1945, Page 6
.'X-'V'-
Föstudag'ur 14. sept. 1945
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriítargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
» kr. 10.00 utanlands.
I lausaaölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
ABYRGÐARLEYSI
ÞEIR menn úr hópi stjórnarandstæðinga, sem að und
anförnu hafa mælt fyrir vaxandi kröfum um verðhækk-
un afurða og í-íkistryggingar á verði, vinna óþarft verk.
Ábyrgðarleysi þeirra gengur ótrúlega langt, einkum
þegar þess er gætt, að sumir þeirra hafa staðið hvað
fastast að því að skapa það ástand, sem nú blasir við.
Frá árslokum 1942 til ársloka 1944 var framfærslu-
vísitalan skráð næstum óbreytt, eða kring um 270 stig.
En hún hækkaði á tímabilinu frá vetrarbyrjun 1942
til jafnlengdar 1944 raunverulega um full 30 stig.
Niðurgreiðslan á verðlagi kjöts, mjólkur o. fl., var leyni-
ráðstöfun til að halda skráðri vísitölu óbreyttri. Hún
hefir kostað ríkissjóð yfir 20 milljórJr króna á ári og
ástandið að þessu leyti er óbreytt enn. Það eitt hefir
breyst, að framleiðslukostnaður nefndra vara hefir auk
ist og þess vegna þyrfti nú enn hærri upphæð til að
halda þessu fyrirkomulagi óbreyttu.
★
Fyrir liggur því sú spurning, hvort þessu eigi að halda
áfram, eða sleppa öllu lausu og láta vísitöluna hoppa
upp í það, sem verða myndi, ef niðurgreiðslunum væri
hætt. Þá færi hún nú eitthvað yfir 300 stig, eða varla
lægra en 310 stig. Útsöluverð á kjöti myndi hækka um
3—4 krónur á kg. að minsta kosti og annað eftir því.
Fyrir ríkissjóð þýddi það að vísu minni greiðslur, enda
þótt laun og kaupgjald við opinbera vinnu hækkaði. En
fyrir atvinnuvegina myndi það valda hækkun, sem þeir
ekki gætu mætt með því útflutningverði á afurðum, sem
nú er. Hætt er því við, að meiri éða minni stöðvun kæmi
í útgerðina. Iðnaðurinn hætti að geta selt með enn hækk-
andi verði, og landbúnaðurinn fengi nýja hækkun á
framleiðslukostnaði á næstu mánuðum. Þess utan kæm
ist hann í þá hættulegu aðstöðu, að skyndileg verðhækk-
un í útsölu á afurðum hans yrði til að torvelda sölu að
meira eða minna leyti. Þá hættu hafa margir bændur og'
bændafulltrúar sjeð fyrir og því hefir þeim verið mjög
á móti skapi sú aðferð, að vörur þeirra væru seldar til
neytenda langt undir sannvirði, miðað við .framfærslu-
kostnað.
★
Þeir stjórnarandstæðingar, sem nú gala hæst um
nauðsyn á verðhækkun og framhaldi ríkistrygginga,
hafa undanfarið látið svo sem þeir vildu lögfesta afurða
verð og kaupgjald og hirða ekkert um hvað það kostaði
í vinnudeilum og öðru. Þegar svo fer gerð sú litla og sjálf
sagða breyting, að taka ekki kjötið af hálfvöxnum lömb
um og nokkra poka af rúmlega hálfsprottnum kartöfl-
um inn í vísitöluna í rúman mánuð, þá fer blað þeirra,
Tíminn, að áfella ríkisstjórnina fyrir það, að hún sje að
falsa vísitöluna neytendum í óhag! Svo langt gengur á-
byrgðarleysi þeirra, er þar ráða.
★
Eins og ástandið er sjá það allir menn, að ekki er hægt
að halda áfram á sömu braut, að stríðinu loknu. — Það
verður að komast á jafnsljettu í þessum efnum, fyr eða
síðar. En það er ekki heppilegt að taka nein stór stökk.
Niðurgreiðslunum er ekki hægt að hætta í einni svipan.
Og að hækka þær kemur ekki til mála. Þær verður að
lækka smátt og smátt. og það ó'heppilega dýpi, sem búið
hefir verið til milli skráðrar og raunverulegrar vísitölu
verður að brúa frá báðum bökkum. Sú ríkisstjórn, sem
hefir stuðping meginþorra þjóðarinnar og hefir almenn-
ingshag sem sitt sjónarmið, hún getur það. Hún verður
að leita viturlegra ráða í því efni. Þó einhverjir angur-
gapar eða þröngsýnir stjettaskrúfumenn geri kröfur á
kröfur ofan, ber að láta slíkst sem vind um eyrun þjóta.
Tilgangur þessara manna er, að rægja stjórnarflokkana
hvorn gegn öðrúm. Það ætti öllum heiðvirðum mönn-
um að vera Ijóst. Nú ríður á að brúa djúpið alveg á
sama hátt og nauðsyn ber til að byggja,aftur þær brýr
yfir stórvötn, sem náttúruöflin hafa brotið niður.
MORGUNBLAÐIÐ
\Jibuerji ibri^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Of hratt logið!
„GÓÐI LJÚGÐU ekki svona
hratt, jeg hefi ekki við að trúa“,
var einu sinni haft eftir lands-
kunnum manni. Nú mætti breyta
þessari setningu örlítið og leggja
ríkisstjórninni þessi orð í munn
til ritstjóra sumra blaðanna hjer
í bænum: „Góðu ljúgið ekki
svona hratt, við höfum ekki við
að leiðrjetta“.
Það er nú að verða næstum
daglegur viðburður, að ríkis-
stjórnin eða stjórnskipaðar nefnd
ir sjái sig tilneydd að mótmæla
allskonar slúðri og missögnum,
sem koma fram í opinberum blöð
um um sendimenn stjórnarinn-
ar. Það fer varla sá fulltrúi rík-
isins til útlandsins, að ekki sje
byrjað að gera honum upp sakir
um leið og hann stígur upp í flug
vjelina.
Það er engu líkara en að það
sje alt eintómir stigamenn, sem
ríkisstjórnin velur til utanfara.
Það er eitthvað bogið við þessa
blaðamensku. Eitthvað rotið við
þessar sífeldu ákærur og æru-
meiðingar. Og það er ekki leng-
ur tekið meira mark á þessu
nöldri en svo, að menn nenna
ekki að bera af sjer sjálfir sak-
ir, eða láta níðhöfundana sæta
ábyrgð fyrir orð sín.
•
Vitlaus meiðyrða-
löggjöf.
EF TIL VILL stafar þetta af
því, að við höfum vitlausa meið-
yrðalöggjöf, sem ekki er svo
framfylgt, þegar á á að herða.
Einhverntíma las jeg um meið
yrðalöggjöf, sem mig minnir að
sje í Frakklandi. En hún er á
þá leið, að ef ráðist er á einhvern
mann með meiðyrðum, eða ein-
hverjum ásökunum á prenti í
opinberu blaði, á sá, sem ráðist
hefir verið á, rjett á því að bera
af sjer sakir í sama blaði, sem
á hann rjeðist, og greinin má
vera jafnlöng til andsvara, eins
og árásargreinin var og skal birt
ast á sama stað í blaðinu, þar
sem árásargreinin birtist, með
jafnstóru letri.
Þetta held jeg að væri ágætis
ráð til þess að losna við árásar-
greinarnar og meiðyrðin í ís-
lenskum blöðum.
Ætli þeir, sem blöðunum
stjórna, færu ekki að hugsa sig
um að ráðast á menn með per-
sónulegum svívirðingum, ef þeir
væru neyddir til að birta leið-
rjettingar í blaði sínu?
•
Sendiherrar íslands.
HVER OG EINN einasti íslend
ingur, sem ferðast erlendis, er
sendiherra síns lands. Af fram-
komu hans er þjóðin dæmd. Is-
lendingar eru yfirleitt svo sjald-
sjeðir gestir meðal annara þjóða,
að víða er litið á þá sem eitthvað
sjerstakt. „Nei, er það íslend-
ingur?“ Þá er sjálfsagt að skoða
hann í krók og kring. Mæla hann
og vega. Fyrst er að sjá, hvort
þetta sje nú fkki Eskimói og síð-
an er undrast yfir að hann skuli
ekki vera Eskimói o. s. frv.
Af þessum ástæðum er það
meiri vandi fyrir Islendinga að
ferðast meðal erlendra þjóða, en
þegna hinna stóru landa. úað
gerir ekki svo mikið til, þó að
Rússi, Breti eða Bandaríkjamað
ur hagi sjer illa erlendis. Hann
er tekinn sem undantekning,
vegna þess, að vitneskja um
þessar þjóðir er yfirleitt meiri
en um smáþjóðirnar. En þegar
íslendingur kemur illa fram, þá
er hann tekinn sem samnefnari
fyrir alla þjóðina.
Alvarlegt mál.
ÞETTA ER mjög alvarlegt
mál. íslendingur, sem hefir með-
mælabrjef frá ráðherra upp á
vasann, má ekki nota það til þess
að „slá sjer upp“ við þjóna á
drykkjukrám. íslenskur náms-
moður við erlendan skóla hefir
cirki leyfi til að liggja í fylliríi
og forsóma námið. íslenskur
verslunarmaður má ekki pretta
erlendan viðskiftavin.
Þó við ættum allar fornsögur
i neimi og Plato og Sokrates
hefðu verið fslendingar til við-
bótar við SnorÆ, þá myndi það
ekki vega upp á móti slíku at-
hæti
Islendingar ættu heldur ekki
að slá sjer upp á því, hvað þeir
h-iia „grætt á styrjöldinni“. Það
getur verið gaman að því að kom
ast í erlend blöð, en ef það er
á i'ostnað þjóðarinnar, eða höfð
eru ummæli, sem koma henni
íiia, þá er betra að hafa ekki
tengið viðtal við sig í erlend
blöð.
* •
Ætti að senda þá
heim.
ÞVÍ MIÐUR hefir þetta alt
komið fyrir, sem hjer að fram-
an er lýst og margt miklu verra.
Ræðismenn íslands og sendiherr
ar erlendis kunna margar sög-
ur, sem þeim er ekki Ijúft að
halda á lofti. Það hafa komið
íslendingar til erlendra þjóða,
sem hafa gert okkur mikið ó-
fagn.
Það þyrfti að veita ræðismönn
um vald til þess að senda þessa
menn heim, eða taka af }>eim
vegabrjef þeirra, þannig, að þeir
nevðist til að fara heim til föð-
urhúsanna. íslenskir menn fá
ekki vegabrjef hjer, nema að
peir sjeu skuldláusir við bæj-
arfjelag og skattinn. Það ætti
eins að vera hægt að neita vand-
ræðamönnum um vegabrjef, eða
taka þau af þeim, er þeir sýna
s:g sem vandræðamenn.
Ný vegabrjef.
OG ÚR ÞVÍ jeg mintist á
vegabrjef, er rjett að minnast
þess, að loksins erum við búin
að fá ný vegabrjef. Kórónuvega-
brjefin eru búin að vera og
skjaldarmerkisvegabrjef komin
í staðinn. Lögreglustjórinn er
þó ,,konunglegur“ enn um stund,
því stimpillinn hans er með
kórónu. En það mun stafa af því,
að ekki hefir verið hægt að fá
nýja stimpla gerða ennþá. Þeir
munu þó vera á leiðinni.
•
Skjahlarmerkið.
MÖRGUM finst að skjaldar-
merkið íslenska hafi verið ó-
heppilega valið. í litlum stimpl-
um verður það að klessu og land-
vættirnir hverfa. En því verður
sennilega ekki breytt á næst-
unni, þar sem búið er að gera
miklar og dýrar ráðstafanir í
sambandi við það.
Heppilegra hefði verið að hafa
t. d. fálkamynd í skjaldarmerk-
inu. Bæði fallegra og þægilegra
í stimplum opinberra embættis-
manna, á einkennismerki, hnappa
A ALÞJÓÐA VETTVANGI
Viðlwrl Japana til faerfiámsliðxans
FRIÐUR — eilif ró. — Víða
í Japan er eyðileggingin óskap-
leg, en yfir öllu er blær friðar
og eilífrar kyrðar. Brúnir krakk-
ar syntu í hlýju vatni blárra
voga, og fiskimenn horfðu ró-
lega á orustuflota bandamanna.
Bændurnir, sem unnu á ökrun-
um, hirtu meira um búskap sinn
en fjö'da flugvjelanna, sem
svifu yfir með miklum hávaða.
Þ§ir litu ekki einu sinni upp.
Japanskir liðsforingjar heils-
uðu fimlega, symir vildu taka í
hendur hernámsmanna. Japönsk
blöð birtu myndir og greinar um
komu Bandaríkjamanna til lands
ins og gerðu jafn mikið úr þessu
og stærstu sigrum Japana áður
fyr.
Börn hlógu og veifuðu. For-
eldrar þeiira hinsvegar lokuðu
dyrum og gluggum á bárujárns-
skúrum þeim, sem fólk það bjó
í, sem hafði mist hús sín í loft-
árásum. Japanskar stúlkur skut-
ust burtu, þegar Bandaríkjaher-
mojjn nálguðust. Og fólk á göt-
um Tokio, — mennirnir klæddir
allskonar samsafni af einkenn-
isflíkum, en konurnar í svart-
ar síðbuxur og hvítar skyrtur, —
starði á hina nýkomnu með
fjandskap, sem það reyndi ekki
að leyna.
Þeir, sem gátu talað við komu-
menn, sýndu ákaflega misjöfn
viðhorf. Fáir gátu skilið, hvers-
vegna Tokio hafði orðið fyrir
sprengjuárásum, og gátu ekki
skilið neitt í því, að verið var að
bera þetta saman við árásir Jap-
ana á Manilla.
Sumir virtust mjög fegnir að
Bandaríkjamenn skyldu vera
komnir. Einn kaupsýslujöfur
sagði við ameríska liðsforingja:
„Alt slúðrið um Austur-Asíu
sem stórveldi hefir lengi verið
markleysa ein“. — Hann sagði,
að hættulegur skortur á ýmsum
efnum hefði verið farinn að
grafa undan veldi Japana fyrir
heilu ári. Og hann kendi hern-
aðarsinnunum um alt saman.
Ennfremur sagði hann, að fólk
I byggist, við því, að Tojo og aðr-
ir slíkir yrðu dregnir fyrir dóm.
| Þegar Saipan fjell, taldi hann að
. þjóðinni hefði verið Ijóst, að
. styrjöldin væri töpuð. Þeir, sem
höfðu verið í Bandaríkjunum (og
það hafði þessi kaupsýsluhöldUr
verið), voru vissir um það frá
upphafi, að hún hafði verið von-
I laus. Kaupsýslumaðurinn helti á
skálar fyrir liðsforingjana og
sig og skálaði við þá: „Verið vel-
komnir“, sagði hann. Borgarstjór
inn í Yokosuka, sem blaðamenn
sögðu að væri nákvæmlega eins
og Tojo, drakk skál Trumans
forseta.
Domaifrjettastofan sagði um
hóp amerískra flugmanna: „!. ..
Þeir voru mjög kátir og þægi-
legir í viðmóti, og virtust ekki
miklast neitt af sigrinum. Hin
prúða framkoma þessara manna
er atriði, sem sjerhver Japani
verður að hafa í huga, þegar
hann heíir samband við hernám3
F'ramh. á bls. 7.