Morgunblaðið - 23.09.1945, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.09.1945, Qupperneq 2
o KORQUNBLAÐIB Sunnudagur 23. sept. 1945 Samræming í launakjörum Verslunarfólks VERSLUNARMANNA- B’JELAG REYKJAVÍKUR, sem nú er eitt fjölmennasta fjelag bæjarins, með um 1500 fjelaga, stendur um þessar mundir í samningum við Verslunarráð íslands um samræmingu í launakjörum verslunarfólks. Enn fremur hefir fjelagið á prjónunum mörg önnur hagsmunamál verslunarfólks. Morgbl. hef- ir snúið sjer til formanns Verslunarmannafjel. Reykja víkur, Odd Helgason, og spurði hann tíðinda af fje- lagsstarfseminni, og fó'rust honum orð á þessa leið: — Að afloknum sumarleyf- um fer að færast aftur líf í alla f jelagsstarfsemi, sem að mestu liggur niðri yfir sumarmánuð- ina, hjá flestum fjelögum, og taka þá stjórnir fjelaganna til óspiltra málanna með að semja áætlanir um vetrarstarfið, og svo má einnig Segja um stjórn V. R. Mörg stórmál. Mörg stórmál og aðkallandi liggja nú fyrir hjá V. R. til úr- lausnar, svo sem launakjaramál verslunarfólks, breyting á lok- unartíma sölubúa, stækkun á mánaðarriti fjclagsins „Frjáls Verslun“,' stofnun sjerdeilda innan V. R., svo nokkur mál sjeu nefnd. 1—• Næstkomandi þriðjudag verður fyrsti almenni fjelagsfundurinn á þessu starfs ári og verða þar rædd launa- kjör verslunarfólks og breyting á lokunartíma sölubúða m. a. Latmakjaranefnd. Launakjaranefnd fjelagsins hefir unnið undanfarna mánuði við að semja reglugerð um launakjör verslunarfólks og liggur reglugerðin frammi hjá Verslunarráði íslands til at- hugunar og umsagnar, svo jeg tel ekki tímabært að ræða það mál nánar að svo stöddu. Þó vil jeg aðeins taka það fram, að óvissa sú, er ríkt hefir í þess um málum til þessa hefir verið verslunarstjettinni í heild mjög bagaleg á margvíslegan hátt og vonandi tekst með reglugerð þessari að skapa samræmi í launakjörin, svo sem gert hefir verið hjá starfsmönnum ríkis og bæja. Sjerdeild. Eins og getið hefir. verið í dagblöðum bæjarins hafa sölu- merin hjer í bæ stofnað með sjer fjelagsskap, og er það ætl- un þeirra að starfa sem heild innan V. R., enda er það í sam- ræmi við lög fjelagsins. Fjelagsheimilið. Fyrst við erum farnir að rabba svona saman, vil jeg nota tækifærið og minnast á Fjelags heimili V. R., sem nú er búið að starfa um nokkurra ára skeið, og hefir átt sinn mikla þátt í vexti og velgengni fje- lagsins. Þar hittast fjelagar að máli, ræða áhugamál sín, tefla, spila og þar eru veitingar fyrir fjelagsmenn daglega frá kl. 3 og fram eftir kveldinu. Þetta hefir alt haft mikla þýðingu Samtal við Odd Helga- son formann V. R. Oddur Helgason fyrir fjélagsmenn, og ekki hvað síst nú á stríðsárunum. Námssjóður Thor Jensens. Þá vil jeg einnig minnast á Námssjóð Thor Jensens, sem fjelagsmenn gera sjer miklar vonir um, en eins og við báðir vitum, er sjóðurinn stofnaður af velunnara fjelagsins, heiðurs manninum Thor Jensen og hef- ir hann gefið sjóðnum 80 þús. krónur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja, verslunarmenn til framhaldsnáms. Þá hefir V. R. í huga að koma sjer upp sumardvalarsta<T''fyrir fjelagsmenn, og svo síðast en ekki síst Verslunarhöll. Þannig fórust Odai Helgasyni orð. Mikill áhugi ríkir nú fyrir fjelagsstarfseminni og má bú- ast við skemtilegu fjelagslífi í vetur. Frjettir í stuttu mali PRAG í gær: — Montgomery marskálkur kom hingað í dag og var tekið forkunnar vel. — Hann lagði blómsveig á leiði óþekta hermannsins og talaði í útvarp. JAVA í gær: — Komið hefir til óeirða hjer á Java í sam- bandi við kröfur Javabúa um sjálfstæði. LONDON í gær: — Dalton fjármálaráðherra sagði í dag, að takmarkaður yrði allur inn- flutningur til Bretlands á vör- um, sem greiða þyrfti í doll- urum. Hann sagði, að erfiðir tímar væru fyrir höndum, en Bretar myndu sigrast á öllum erfiðleikum. PARÍS í gær: — Hertoginn af Windsor og £rú hans, komu hingað í dag frá Le Havre, en þangað komu þau með amer- íska skipinu Argentína frá Bandaríkjunum. PARÍS í gær: — De Gaulle hershöfðingi hjelt ræðu í dag og kvatti Frakka til að gera skyldu sína við hjeraðskosn- ingarnar, sem fram eiga fara í Frakklandi í dag. Hann sagði, að Frakkar myndu sjálfir gæta hagsmuna sinna við Rín og þeir myndu hjálpa íbúum Indo- Kína, til þess að endurheimta sjálfstæði sitt. Verkfalla-alda í WASHINGTON í gær: — Þó ekki sjeu nema 100.000 verk- smiðjuverkamenn í Bandaríkj- unum — 1/8 af 1% af öllum verksmiðj uverkamönnum Bandaríkjanna — sem eru í verkfalli, þá eru aðrir 100.000 verkamenn iðjulausir vegna verkfallanna, segir í tilkynn- ingu frá atvinnumálaráðuneyt- inu. Fordverksmiðjurnar í De- troit hafa sagt upp 50.000 verka mönnum vegna þess, að 4500 verkamenn í Kelsey Hayes hjólaverksmiðjunum, sem fram leiðá hjól og hemla fyrir Ford, eru í verkfalli. í New York hefir verkfall tæplega 2000 skrifstofufólks hjá Westinghouse fjelaginu or- sakað, að 40.000 aðrir verða að vera iðjulausir. Verkföll í olíuframleiðslunni, ásamt verkföllum í Detroit og New York, munu brátt verða leyst, eftir því sem talsfnaður atvinnumálaráðuneytisins hjer segir. John Gibbson, aðstoðar at- vinnumálaráðherra hefir hald- ið ræðu í sambandi við vinnu- Bandaríkjum deilurnar í Detroit og sagði hann, að verklýðsfjelögin hefðu rætt um að láta fara fram atkvæðagreiðslu í sambandi við 30% kaupkröfuhækkun, en samt sje enn útlit fyrir, að hægt verði að leysa vinnudeil- urnar með samningum. Bæði verkamönnum og atvinnurek- endum sje Ijóst, að hækka þurfi kaupið sökum hækkandi fram- færslukostnaðar og vegna mink andi eftirvinnu í verksmiðjum. Gibbson sagði í ræðu sinni, að forystumenn verklýðsfjelag anna hefðu látið svo ummælt, að þeir væru því fylgjandi, að 30% launahækkun kæmi smátt og smátt og næði hámarki þeg ar framleiðsla verksmiðjanna hefði komist á hámark. Loks bentí hann á, að vinna myndi stöðvast í nokkrum verk smiðjum um hríð vegna þess, hve stríðið endaði skyndilega og vegna þess, að breyta þarf vjelum verksmiðja í samræmi við friðarframleiðslu. MONTE CARLO í gær: — Churchill fyrverandi forsætis- ráðherra er kominn hingað á leið sinni frá Ítalíu. Haraldur Sigurðsson píanóleikari fær heiðursverðlaun Væntanlegur hingað um næstu helgi DÓRA OG HARALDUR SIGURÐSSON eru væntanleg hingað til lands flugleiðis um næstu helgi. Eins og áður hefir verið frá skýrt hjer í blaðinu munu þSu halda hjer tónleika á vegum Tónlistarfjelagsins. Eru nú liðin 7 ár síðan Haraldur kom hjeg síðast, enda fjörður milli frænda, styrjaldarárin, en áður var það venja þessara ágætu listamannshjóna að sækja okkur heim á tveggja til þriggja ára fresti, og voru þá jafnan hinir mestu aufúsugestir. Fjelagarnir, er vilja koma upp skemli- garði í Reykjavík EINS OG getið var um hjer í blaðinu í gær, hafa nokkrir menn sótt til bæjarráðs um leyfi til að koma upp skemti- garði hjer í bænum. Eftirfar,- andi upplýsingar um fyrirætl- anir þeirra fjelaga, sem nefnd- ir voru í greininni í gær, hefir Morgunblaðið fengið til birt- ingar: Þeir Alfreð Andrjesson leik- ari, Ásberg Sigurðsson lögfræð ingur, Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, Lárus Ingólfsson leikari, Pjetur Pjetursson út- varpsþulur, Steingrímur Jó- hannesson veitingaþjónn og Valur Gíslason leikari hafa sótt til bæjarráðs um land und ir skemtistað og menningar- garð fyrir bæjarbúa. Er hug- mynd þeirra sú, að koma þar upp með tímanum. hentugum skemtunar- og hvíldargarði, þar sem fólk á öllum aldri geti leitað sjer hvíldar og hressing- ar við vægum inngangseyri. Þeir fjelagar hafa um lang- an tíma unnið að undirbúningi þessa máls og kynt sjer starf- rækslu svipaðra garða erlend- is eftir bestu föngum með öfl- un upplýsinga, fyrirkomulags- teikninga og hugmynda um skemtiatriði. Hafa þeir mynd- að þennan fjelagsskap í því skyni að geta hver um sig unn- ið sem mest að framkvæmd- um, án þess að verða um of upp á aðra komnir um aðstoð, enda hafa þeir allir nokkra reynslu, hver á sínu sviði. Þeir hafa einn ig gert gangskör að því að tryggja sjer aðstoð færra sjer- fræðinga og afla þeirra áhalda, sem inn þarf að flytja, en þeim telst þó til, að meginhluti verks ins verði af íslenskum höndum unninn, enda verður að miða allar framkvæmdir fyrst og fremst við íslenska staðhætti. Senda kanínur. LONDON: Til þess að bæta úr kjötvandræðunum í Bret- landi í vetur, ætla Nýsjálending ar að senda þangað að minsta- kosti svo mikið kanínukjöt, að það verði nóg í kjötrjetti handa þrem miljónum fjölskyldna yfir vet.Urinn. Virðuleg heiðursverðlaun. í nóvembermánuði s.l. fjell Haraldi mikill heiður í skaut, því þá hlaut hann „Ove Christ- ensens Ærespris“, að upphæð kr. 2.500, sem veitt eru án um- sóknar bestu tónlistarmönnum Danmerkur og annara Norður- landa. Meðal þeirra, sem áður hafa verið til þess útvaldir að hljóta þau verðlaun, er sænska tónskáldið Ture Rangström, fiðluleikararnir Peder Möller og Emil Telmany, óperuöng- konap Tenna Frederiksen og cellóleikarinn Louis Jensen. Það er því mikil upphefð og verðskulduð fyrir Harald Sig- urðsson að vera kjörinn í hóp þessara afreksmanna á tónlistar sviðiriu, og sýnir álit það, sem hann nýtur meðal frændþjóð- anna. Þau Dóra og Haraldur munu hafa hjer stutta viðdvöld að þessu sinni, en vonandi verður það árlegt tilhlökkunarefni i framtíðinni, nú þegar menn eru aftur frjálsir ferða sinna, að fá að hlýða á hina göfugu list þeirra. Veri þau hjartanlega vel komin til landsins. .. <• * Söngskemtanir Birgis Halldórssonar á Norðurlandi Frá frjettaritara vorum. Akureyri, fimtudag. VESTUR-ÍSLENSKI söngv- arinn, Birgir Halldórsson, hjelt söngskemtun hjer í samkomu- húsi bæjarins í gærkvöldi, miðvikudag. Á söngskrá voru alls 19 lög eftir erlenda og inn- lenda íiöfunda. Af erlendum höfundum var Schubert fyrirferðarmestur með 4 lög. íslensku lögin voru eftir Jón Leifs, Sigfús Einars- son, S. Kaldalóns og Steingrím J. Hall, tónskáld í Vesturheimi. Auk þess varð söngvarinn að syngja aukalög og endurtaka mörg lög. Viðtökur tilheyrenda voru hinar hjartanlegustu og var söngvarinn margkallaður fram með miklu lófataki og honum færður blómvöndur. Aðsókn að söngskemtuninnl var allsæmileg, en hefði þð mátt vera stórum betri, sjer- staklega af hálfu söngmanna bæjarins. Undirleik annaðist dr. Victor von Urbantschitsch, og svo sem vænta mátti af hinni mestu snild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.