Morgunblaðið - 23.09.1945, Page 14

Morgunblaðið - 23.09.1945, Page 14
14 wökgunblaðið Sunnudagur 23. sept. 1945 3efer JÓNATAN SCRIVENER Cftir (Jíaude ^Jdou^Llon 32. dagur Það var augljóst, að Rivers hafði átt marga og ólíka kunn- ingja um ævina, því að hann virtist heima í flestu, sem á góma bar, og hafði á reiðum höndum svör við því, hvernig leysa bæri sjerhvert vandamál. Það var auðsjeð, að umræðuefn in höfðu öll svipaða þýðingu fyrir hann, því að hann gerði þeim öllum sömu skil. — Af því, hvernig hann ræddi um hlutina, var ekki hægt að ráða annað en að íbúar jarðarinnar væru einskisnýt- ir bjánar og heimskingjar. En ef þeir vildu nú samt sem áð ur reyna að bæta ráð sitt, þurftu þeir ekki annað en hlýða á hann, sem vissi allra meina bót. — Látbragð hans var svo seiðandi, að þegar mað- ur sat og hlýddi á hann, var maður nærri því farinn að trúa því, að mann væri auðsýndur sjerstakur heiður og hamingja með því að fá leyfi til þess að hlusta á hann. Hann var búinn að minnast lítillega á bannlögin, trúmál, vísindi, hrörnun vestrænnar menningar og það hlægilega fyrirbæri, sem menn kölluðu hjónaband, þegar næsti rjettur var borinn á borð. — Alt í einu sagði hann snöggt: „Lítið ekki upp' Þarna er Otto Strong“. „Hver er það?“ spurði jeg. „Hann var einu sinni mesti indælis maður, en núna ....!“ Rivers bandaði með hend- inni. „Hann þjáðist af vanmáttar- kend, en nú er hann orðinn svo hrokafullur, að það er ekki tal- andi við hann. Guði sje lof fyr- ir, að hann skyldi ekki koma auga á okkur“. Eigi jeg að vera alveg hrein- skilinn, hefði jeg heldur viljað ræða við þennan Otto Sti’ong en vera nauðbeygður til þess að virða fyrir mjer innihald svörtu skálarinnar, sem hafði verið sett fyrir framan mig. Það líkt- ist spaghetti, en dýrkeypt reynslan hafði kent mjer, að maturinn í þessari veitingastofu var ekki allur þar sem hann var sjeður. Og traust mitt jókst «kki við það, þótt einmana mar þvari krýndi þessa hvítu kássu. „Þetta lítur út eins og spag- hetti“, sagði Rivers. „En það er nú dálítið annað“. Jeg beið í þeirri von, að hann segði mjer, hvað það væri. En hann tók til matar síns eins og | maður, sem er aö framkvæma j helgisið. Hann handljek af mik! illi leikni einhver annarleg tól, sem nota bar til þess að flytja matinn upp í munninn með. —{ Jeg heimtaði gaffal, þótt jeg' væxl á því hreina með, að með því vekti jeg almennt hneyksli. • Jeg komst að því. að mjóu,! hvítu lengjurnar voru gamall marhálmur. Jeg svitnaði af skelfingu, og misti gaffalinn nið ur. Jeg gat ekki að því gert að horfa með aðdáun á Rivers, sem át með bestu lyst. Og alt í einu 1 læsti sig um sál mína sá illi grunur, að eitthvað annað hefði verið borið á borð fyrir hann en mig. En þegar jeg gætti bet- ur að, sá jeg að þetta, sem hann hámaði í sig var alt að einu og það, sem var í minni skál. „Þjer eigið að borða marþvar ann síðast“, sagði Rivers, eins og hann væri að tala við lítið, fávita barn. Jeg ákvað að reyna að koma mjer úr þessum vanda með því að grípa til margþvældrar skreytni: „Ef jeg á að segja al- veg satt, þá er jeg ekkert svang ur. Jeg borðaði í seinna lagi í morgun“. „Það var leiðinlegt! En þjer skulið ekki fást um það. Þjer getið reynt eitthvað af því, sem þeir eru vanir að bera fram á eftir þessu“. En jeg kveikti mjer í vindl- ingi, til þess að gefa honum í skyn, að jeg myndi ófáanlegur til þess að borða meira af þessu japanska hnossgæti. Jeg leit í kringum mig í stofunni. Jeg tók eftir því, að margir voru að borða þessa hvítu orma — hættu aðeins til þess að fá sjer að reykja eða tala saman. Jeg tók einnig eftir því, að allir skildu marþvarann eftir þang^ að til síðast. „Sjáið þjer stúlkuna þarna?“ sagði Rivers. „Néi — þessa þarna, hjá dyrunum — með svarta hattinn? Það er nýja fyr irmyndin hjá Pepstone. — Jeg dansaði við hana í gærkvöldi. Hún er hraustleg — finst yður það ekki? Hún borðar allan sinn mat hjer“. Jeg var í þann veginn að svara, þegar hann tók til máls á ný. í þetta sinn hjelt hann langa ræðu um sjóhernaðinn, og kom með nokkrar spaklegar uppástungur um það, hvernig hann yrði rekinn með sem best- um árangri. Hann lauk máli sínu með því að segja: „Jeg skal viðurkenna, að Jap anarnir eru hættulegir“. Síðan fjekk hann sjer aftur vænan skerf af marhálminum. Þar eð Rivers beið sjaldnast eftir því, að jeg svaraði sjer, hafði jeg nægan tíma til þess að virða hann fyrir mjer. Og mjer datt í hug, hvort jeg hefði nú loks verið svo heppinn að hitta fyrir sýnishorn af þessari „nú- tímaæsku“. sem blöðin ræddu svo mikið um. Það var augljóst, að Rivers lifði einungis fyrir gleðina og þótt hann virtist hafa megna fyrirlitningu á eldri kynslóðinni, þóttist hann ekki of góður til þess að láta hana ’sjá fyrir sjer. Jeg fann, að jeg myndi geta sýnt honum fulla hreinskilni, svo að jeg mintist á þetta við hann. „Þjer eigið við, að jeg láti móður mína og föðurbróður sjá fyrir mjer? Já — vitanlega'geri jeg það. Það var undarlegt, að þjer skylduð segja þetta. Scriv sagði mjer, að jeg afneitaði for- tíðinni, en lifði samt sem áður á henni. Hann sagði, að það væri þessvegna, sem jeg værí góður Evrópubúi, því að Evrópa ' lifði á fortíðinni og Amerika á framtíðinni. Jeg veit ekki, hvað hann átti við með því. Hvað segið þjer um það?“ Jeg kom honum aftur að efn inu. Jeg hafði ekki gaman af að hlýða á hann nema þegar hann ræddi um sjálfan sig, og til allr J ar hamingju var það hans un aðariðja. j „Heimspeki mín er mjög ein ' föld og auðskilin“, tók hann til máls. „Jeg hefi ekki í hyggju að vinna. Jeg hefi gaman af að vera í samkvæmum, dansa, breyta til — vera með skemti- legu fólki. Jeg get komist af án þess að vinna — og hversvegna skyldi jeg þá vera að því? Það myndi ekki vera heiðarlegt gagnvart þeim sem atvinnulaus ir eru“. Hann kveikti sjer í vindlingi. „Jeg skal segja yður leyndarmál mitt, ef þjer kærið yður um. Það skýrir, hvernig jeg er og flest nútímafólk, sem eitthvað hefir komist áleiðis“. Jeg sagði honum, að jeg hefði mjög gaman af að heyra það. „Hlustið þjer þá á, kæri vin- ur. Jeg tilheyri kynslóð, sem er fastráðin í því, að þjást ekki. Það er allur leyndardómurinn. Jeg skal viðurkenna það“, hjelt hann áfram, „að jeg á ekki heið urinn af þessari setningu. Jeg las hana í einhverju smáblaði, en um leið og jeg sá hana, vissi jeg, að þetta var sannleikurinn um mig. — Þjer hafið sennilega aldrei hitt mann af mínu tagi áður?“ „Jeg hefi hitt margt fólk um ævina, sem hefir liðið hart nær óbærilégar kvalir vegna þess að það var fastráðið í því, að þjást aldrei“, svaraði jeg. „Jæja. Það hefir sennilega trúað á alskonar bölvaða vit- leysu. Það geri jeg ekki. Jeg ætla aldrei að verða gamall. — Þegar jeg er orðinn sextugur ætla jeg að vera nákvæmlega eins og jeg er nú. Þjer megið ekki ætla, að jeg sje hrokafull- ur, en jeg er sannfærður um, að jeg og mínir líkar eru það mikilvægasta, sem styrjöldin hefir skapað. Við höfum sjeð í gegnum svo margt, og haft hug- rekki til þess að sætta okkur við fánýti hlutanna“. Jeg varð að viðurkenna, að þetta hefði jeg aldrei heyrt áð- ur. „Að sætta sig við fánýtið? Vit anlega verður að gera það. All- ir þeir, sem ekki eru alveg skyni skroppnir, hljóta að sjá, að alt er fánýtt í þessu jarðlífi — og af hverju á maður þá ekki að sætta sig við það og reyna að skemta sjer?“ •niinniiniiBimpuflgmwwi^-iaagowitiWww 3k or L 'affnuá ^snorlacuió hæstarjettarlögmaður f Aðalstræti ö. Sími 187S = aDiuuinmiiuiiiiaattauiie'nMsxuxwuuiiiiiiuiiiuiii Œggert Claessen Einar Ásmundsson hæstrjettarlögmeim, Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Aliskonar lögfrœðistörf Stríðsherrarrn á Mars 2>, 'ren^faóa^a Eftir Edgar Rice Burroughs. 28 og gat þaðan sjeð. að svalir þessar voru alt umhverfis herbergið, jeg leit því upp í loft gangsins, sem við höfð- um komið eftir, og sá mjer til mikillar ánægju, á enda á svölunum, ekki meira en fet yfir höfði mjer. Jeg stökk um leið þangað upp og kallaði á Woola. Þar uppi voru engin kvikindi og vegurinn var örugg- ur. Brátt vorum við í besta gengi niður af svölunum og inn í ganginn hinummegin við kvikindabúrið. Ekki tíu mínútum síðar vorum við komnir inn í ákaf- lega stóra hvelfingu úr mvítum marmara, og voru á veggjunum hinar einkennilegu gullnu rúnir og skraut- tákn svörtu mannanna. Úr miðju gó'lfi og upp í þak á þessum víðáttumikla sal reis geysimikil og digur súla, og jeg sá straks, að hún snjerist hægt um sjálfa sig. Jeg var þá kominn undir grundvöll Sólarmustersins. Einhversstaðar fyrir ofan mig var Dejah Thoris, og með henni voru þær Phaidor, dóttir Mathai Shang og' Thuvia frá Ptarth. En hvernig átti jeg að komast til þeirra, þótt jeg hefði nú fundið veikan blett á hinu stór- kostlega fangelsi þeirra, voru þó enn margar gátur ó- ráðnar. Jeg gekk umhverfis hina miklu súlu, sem jeg bjóst við að væri hol, og gáði að því, hvort nokkursstaðar væru dyr. Á gólfinu fann jeg örlítið radium vasaljós, og at- hugaði það, allforvitinn, hvernig á slíkum hlut stæði á þessum stað. Þá sá jeg alt í einu, að það var merkt Thurid. — Þá er jeg á rjettri leið, hugsaði jeg um leið og jeg stakk þessum örlitla hlut í púss það, er jeg bar við belti mjer. Svo hjelt jeg áfram leit minni að inngangi, sem jeg vissi að hlyti að vera einhversstaðar á næstu grösum, og rakst rjett á eftir á litla hurð, sem var neðarlega á súl- unni, en svo sniðuglega fyrirkomið, að maður, sem ekki fór fram með eins mikilli nákvæmni og jeg, hefði getað farið framhjá hurð þessari án þess að sjá hana. Þarna voru þá dyrnar, sem hægt var að komast inn í fangelsið um, en hvernig átti jeg nú að opna þær? Eng- inn húnn nje skráargat var þar á. Aftur og aftur rann- sakaði jeg gaumgæfílega alla hurðina, en fann ekkert, Leiðsögumaðurinn var búinn að endasendast með Ameríkan- anum um þvera og endilanga Evrópu og hafði gert ítrekaðar tilraunir til að benda honum á eitthvað, sem gæti hrifið hann verulega, en árangurslaust. Að siðustu spilaði hann í örvænt- ingu út aðaltrompinu og sýr.di ferðalangnum hina dýrðlegu út sýn yfir Alpana frá Lausanne í Sviss. — Er þetta nú ekki það fal- leg'asta, sem þú hefir nokkurn- tíma sjeð? spurði leiðsögumað- urinn með nokkrum kvíða í rómnum. — Well, sagði Ameríkaninn, ef maður tekur burtu fjöllin og vötnin, hvað er þá eftir? ★ Maður, sem nýlega var orð- inn faðir að fyrsta barni sínu, fann ástæðu til að fara út að skemta sjer í tilefni dagsins og tók kunningja sinn með sjer. Þegar þeir voru orðnir töluvert hífaðir, fóru þeir upp á spítal- ann til að skoða ungviðið. — Þetta er allra myndarleg- asta barn, sagði vinurinn. Sjálf- ur var jeg ekki nema þrjú pund ’ þegar jeg fæddist. — Hræðilegt, lifðirðu það af, spurði faðirinn. — Hvort jeg gerði, þú ættir að sjá mig núna. ★ — Heiðarleiki í viðskiptum, sagði verslunarmaðurinn við son sinn, er hlutur, sem þú verð ur að læra. Við skulum bara nefna daginn í dag sem dæmi. Það kemur til mín maður og borgar mjer hundrað krónur upp í skuld. Þegar hann er far inn, þá kemst jeg að því, að það eru tveir hundrað krónu seðlar , límdir saman. Hann er búinn að borga mjer tvö hundruð krón- ur í staðinn fyrir hundrað. Og hjer, lagsmaður, kemur heiðar- leikinn til athugunar. Á jeg að segja verslunarfjalaga mínum frá þessu, eða á jeg ekki að gera það? ★ * — Hvað er bankastjóri? — Maður, sem lánar þjef regnhlíf í sólskini og heimtar hana svo aftur, þegar hann fer að rigna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.