Morgunblaðið - 22.11.1945, Page 1
Þriggja flokka stjórn mynduð í Frakklandi
Grikkjakofiungur
mófmælir fresfun
þjóðarafkvæðis
Aþena í gærkvöldi.
GEORG Grikkjakonungur
hefir opinberlega mótmælt
þeirri ráðstöfun stjórnarinnar
að fresta um þrjú ár áður ákveð
inni þjóðaratkvæðagreiðslu um
framtíðarstjórnskipulag Grikk-
lands. — Sagði konungur, að
lýðveldissinnar stæðu að þess-
ari ráðstöfun. Myndi hún tefja
efnahagslegar umbætur í land-
inu, auk þess, sem hún væri
móðgun við grísku þjóðina, sem
hefði óskoraðan rjett til þess,
eins og aðrar þjóðir, að ákveða
sjálf stj órnarfyrirkomulagið í
landinu. — Reuter.
Japamkir sfríðsglæpamenn
Saxar ánægðir
með umbæfur
London í gærkveldi.
ÞÝSKA frjettaþjónustan á
hernámssvæði Breta í Þýska-
landi skýrir frá því, að blaðið
„Sachsische Landezeitung“ hafi
látið í Ijós eindregna ánægju
yfir þeim breytingum, sem
gerðar hafa verið á skipun bú-
jarða í Saxlandi. — Af 31694
landbúnaðarVerkamönnum, —
jarðeignalausum bændum og
leigulendingum hafi 24676 ver-
ið fengnar ,jarðir til ábúðar.
— Reuter.
Genf óhenfug
bandalagsborg
London í gærkvöldi.
ÞAÐ ER almennt álitið meðal
stjófnmálamanna í London, að
Genf, sem var aðsetursstaður
þjóðabandalagsins sáluga, sje
svo illa í sveit sett, að tæpast
komi til mála, að bandalag
hinna sameinuðu þjóða leiti at-
hvarfs þar. — Líkur þykja fyrir
því, að nú sje verið að athuga,
hvaða borg sje hentugust í
þessu skyni. — Reuter.
Damasklnos ríkis-
sfjóri segir af sjer
Aþena í gærkvöldi.
DAMASKINOS, erkibisk
up, ríkisstjóri Grikklands,
hefir sagt af sjer. Kanello-
poulis, forsætisráðherra frá
farandi ráðuneytis, hefir
fult vald og umboð til þess
að taka að sjer að gegna
störfum ríkisstjóra, þangað
til ný stjórn hefir verið
mynduð. - Ef til vill vinna
ráðherrar nýrrar stjórnar,
sennilega undir forsæti Sop
houlis, embættiseiða sína í
kvöld. — Reuter.
ÞESSIR ÞRÍR JAPANAR eru með þeim efstu á lista, sem
kærðir eru fyrir stríðsglæpi. Þeir eru, talið frá vinstri: Shigetaro
Shimada flotaforingi, sem var yfirmaður japanska flotans er
árásin var gerð á Pearl Harbor, Shinenori Togo, utanríkisráð-
herra í ráðuneyti Tojos og Okinorbu Kay, fjármálaráðhcrra í
sama ráðuneyti.
Alfir erkðglæpamennirnir
segjast saklausir
Frá rjetfarhöldunum í Nurnberg
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl
frá Reuter.
RJETTARHÖLDUNUM yfir helstu stríðsglæpamönnum Þýska
lands, sem hófust í Nurnberg í gær, var haldið áfram í dag.
Þau hófust á því, að sakborningarnir voru beðnir að svara því
játandi eða neitandi, hvort þeir fyndu sig seka af ákærum
þeim, sem á þá hefðu verið bornar. Þeir svöruðu allir neitandi.
Göring uppivöðslusamur.
Göring vildi ekki láta nei-ið
nægja, heldur stóð hann upp
og bjóst til vífilengna. „Jeg get
ekki tekið þessa ákæru gilda“,
sagði hann. En þegar hjer var
komið, sagði forseti rjettarins,
að Göring hefði ekki verið beð
inn um að flytja ræðu heldur
svara játandi eða neitandi, —
hvort hann fyndi sig sekan.
Lögleysa?
Einn þýsku verjandanna ljet
svo um mælt í rjettinum, að lög
leysa væri að dæma sakborning
ana samkvæmt lögum, sem sett
voru eftir að hin meintu afbrot
voru framin. Slíkt væri ábyggi
lega einsdæmi í veraldarsög-
unni. — Því var til svarað af
dómaranna hálfu, að þessi mót-
bára yrði ekki tekin til greina.
Ræða Jacksons.
Robert Jackson, aðalákær-
andi Bandaríkjanna, tók síðan
til máls. Sagði hann, að sið-
menningin myndi ekki þola það,
að ákærðum yrði ekki refsað
Þeir hefðu ráðist freklega á
hana, og myndi hún ekki þola
aðra slíka árás. — Sagði hann,
Framhald n « «ií)u
Brefar rýma
hersföðvar
á Azoreyjum
London í gærkvöldi.
I SVARI við fyrirspurn, sem
fram var borin á fundi í neðri
málstofu breska þingsins í dag,
sagði John Strachey, aðstoðar-
flugmálaráðherra Breta, að
hann vonaðist til þess, að Bret
ar gætu bráðlega rýmt herstöðv
ar sínar á Azoreyjum. — Frá
þessum stöðvum hafa breskum
flugmönnum borist veðurathug
anir. — Strachey sagði, að svo
fáir hermenn, sem hægt væri
að komast af með, væru nú á
eyjunum. — Reuter
De Gaulle forsætis-
og landvarnamála-
ráðherra
París í gærkvöldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
DE GAULLE tilkynti í dag, að sjer hefði tekist að
mynda nýja stjórn í Frakklandi. Að henni standa þrír
stærstu flokkarnir, Kommúnistaflokkurinn, Jafnaðar-
mannaflokkurinn og Kaþólski flokkurinn, og auk þess
þrír smærri flokkanna. De Gaulle er sjálfur forsætisráð-
herra og landvarnamálaráðherra, en aðstoðarráðherrar
hans eru vígbúnaðarmálaráðherra, sem er kommúnisti,
(jg hermálaráðherra, sem er úr kaþólska flokknum (al-
þýðlegur lýðræðissinni). '
___________________________Auk de Gaulle skipa stjórn-
ina 21 maður, 5 frá hverjum
Óeirðir á Mið-Java
London í gærkvöldi.
BRESKAR hersveitir voru í
dag fluttar til Semarang á Mið-
Java til þess að bæla niður ó-
eirðir, sem þar hafa brotist út.
— Þá hafa þjóðernissinnar byrj
að skothríð á stríðsfangabúðir
í bæ einum, sem er um 400 kíló
metra frá borginni Magellan.
Indverskar hersveitir voru látn
ar ganga hraðgöngu frá Magell
an til bæjar þessa til þess að
hefta þessar aðfarir þjóðernis-
sinna.
Sök Japana ekki sönnuð.
Lawson, hermálaráðherra
Breta, hefir látið svo um mælt,
að engar sannanir hafi fengist
á þeirri staðhæfingu til stuðn-
ings, að Japanar hafi átt upp-
tökin að óeirðunum á Java. —
Hinsvegar bendi margt til þess,
að þeir hafi veitt þjóðernissinn-
um hernaðarlega aðstoð í upp-
reisninni. — Reuter.
stærstu flokkanna,
smærri flokkunum.
en 6 frá
Þingmenn fagna
Afllee
London í gærkveldi.
ÞINGMENN fögnuðu mjög
Attlee forsætisráðherra, er
hann gekk í þingsal í dag. —
Hann mun á morgun hefja um-
ræður um utanríkismál 1 neðri
málstofu breska þingsins á
morgun (fimtudag). Reuter.
Roberf Benchley
láfinn
New York í gærkveldi.
HINN þekkti gamanleikari
og kýmniskáld, Robert Bench-
ley, andaðist í sjúkrahúsi í New
York í dag, 56 ára að aldri. —
j (Robert Benchíey mun íslensk
[ um kvikmyndahússgestum vel
| kunnur. Hann ljek t. d. í mynd-
inni „Óður Rússlands,“ sem
hjer var sýnd fyrir skömmu).
Bidault situr áfram.
Bidault, sem var utanríkis-
ráðherra í fráfarandi ráðuneyti,
heldur því embætti. Ennfremur
gegna embættum fjármálaráð-
herra og innanríkismálaráð-
herra sömu menn og áður.
Nýju ráðherrarnir.
Hjer fara á eftir nöfn þeirra
manna, sem helstu ráðherraemb
ættunum gegna: Edmond
Michelet úr Katólska flokknum
er hermálaráðherra. Hann er 56
ára að aldri og var einn af stofn
endum mótspyrnuhreyfingar-
innar. Hann var fluttur í fanga
búðir í Þýskalandi í janúar
árið 1943.
Einn frá Buchenwald.
Iðnaðarmálaráðherra er Marc
el Paul, kommúnisti, 45 ára að
aldri. Hann var í mótspyrnu-
hreyfingunni á hernámsárunum
og vaí um hríð fangi í Buchen-
wald.
Thorez í stjórninni.
Maurice Thorez, kommúnisti,
sá, sem mest skammaði de
Gaulle, meðan tilraunir til
stjórnarmyndunar fóru fram
er ráðherrar án sjer-
stakrar stjórnardeildar. Hann
er aðalritari Kommúnistaflokks
ins. — Vincent Auaiol, jafnað-
armaður, er einnig ráðherra án
sjerstakrar stjórnardeildar. —•
Hann var um langt skeið ritari
Jafnaðarmannaflokksins. Hann
var fjármálaráðherra í stjórn
Blums í júní 1936 og dómsmála-
ráðherra í ráðuneyti Chautemps
1937 og 1938. — Pierre Tanguy
Pringent, jafnaðarmaður, er
landbúnaðarráðherra og hefir
verið það, síðan Frakkland varð
aftur frjálst. Hann var einn af
forvígismönnum mótspyrnu-
hreyfingar bænda. — Verklýðs
málaráðherra er kommúnistinn
Ambroise Croizat. Hann var áð
ur ritari sambands málmiðnað
arverkamanna.