Morgunblaðið - 22.11.1945, Síða 2
í
é
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 22. nóv. 1945.
Hef alitaf haft
gaman af ú kenna
M. E. JESSEN skólastjóri
Vjelstjóraskólans á sextugsaf-
mæli í dag. Nemendur hans og
samstarfsmenn hafa, ákveðið
að gera þenna dag hátíðlegan
fyrir hinn vinsæla skólastjóra.
Fyrir nokkrum dögum hitti
jeg Jessen að máli á heimili
hans við Ægisgötu, og talaði
við hann um eitt og annað, er
á daga hans hefir drifið, síðan.
hann kom til Islands.
— Það er nú orðið æði mikið
af æfinni, sem jeg hefi verið
hjer, ^egir hann. Því jeg kom
hingað haustið 1911 og hefi átt
hjer heima síðan. Var þá ekki
nema 25 ára gamall.
— Það atvikaðist þannig?
— Að þáverandi ráðherra
Islands, Kristján Jónsson, hafði
snúið sjer til skólastjórans við
Vjelstjóraskólann í Höfn, And-
reasar Grathwohl og beðið
hann að útvega hingað mann,
til þess að taka að sjer kenslu
við vjelstjóranámskeið, er átti
að byrja þá um haustið.
Grathwohl benti á mig og
jeg var tilleiðanlegur til þess
að reyna þetta, hafði þá nýlega
tekið hið meira vjelstjórapróf.
Það var einhver æfintýralöng-
un, ef rak mig af stað hingað.
Fyrsta prófið tók jeg árið
1906, og hafði þá verið 5 ár
við vinnu í skipasmíðastöðinni
Burmeister & Wain. En síðan
rjeðist jeg vjelstjóri hjá skipa-
útgérðarfjelaginu L. H. Carl,
og fóf í siglingar. Fór jeg víða
á þeim árum, eins Og gengur,
m. .a. til Svartahafsins, sá
margt og lærði. Tók síðan meira
prófið á 8 mánuðum.
— Og ílentist svo hjer, þó
kensluskilyrði væru ekki sem
best.
— Þau voru vitanlega afleit.
Undirbúningur lítill undir
skólahaldið, er jeg kom liing-
að. En Páll Halldórsson skóla-
stjóri Stýrimannaskólans, sem
alt vildi gera til þess að menta
sjómennina, flutti úr svefnher-
berginu sínu, svo það gæti or.ð-
ið kenslustofa. Þar var jeg svo
og kendi. Nemendur voru ekki
nemá'þrír í fyrstunni. Og þeir
hættu áður en námskeiðið
skyldi að rjettu lagi vera úti.
Þurftu að fara á skip. Svo þetta
var ekki efnilegt.
— Og launin lítil.
— 100 krónur á mánuði. En
meðan jeg sigldi hjá Carl fjekk
jeg 135 krónur á mánuði og
alt frítt. Fyrstu tvö árin, sem
jeg var hjer, var staðan hjá
Carls-fjelaginu mjer opin, ef
mjer kynni að leiðast hjer.
— En yður leiddist ekki.
— Nei, aldrei. Því satt að
segja hefir mjer altaf þótt
gaman að kenna. Þá verður
kenslan fyrst verulega skemti-
leg, þegar maður finnur áhuga
hjá nemendunum. Vjelstjór-
arnir hafa komið í skólann til
þess að læra sem mest og sem
best. Það hefir verið auðfund-
ið. Þeir þurfa líka að leggja
æðimikið á sig, segir skólastjór-
inn og tekur út úr bókaskáp
sínum stórar bækur, textabæk-
ur méð myndabókum. Er önn-
ur bókin um gufuvjelina, með
tilheyrandi myndabók, og hin
um mótora. Það þarf mikinn
áhuga meðal manna, sem hafa
ekki fengið þjálfun á skóla-
bekkjum, ef þeir eiga að læra
það, sem er í þessum bókum, á
skömmum tíma, ásamt reikn-
ingi, eðlisfræði, tungumálum o.
fl. o. fl.
— Hvernig komust menn af
hjer, áður en vjelstjóranám
byrjaði?
— Það var erfitt, en gekk
samt furðanlega, vegna þess,
M. E. Jessen.
hve margir voru hjer framúr-
skarandi duglegir. Menn, sem
t. d. höfðu verið á hvalaveiða-
bátum Ellefsens, höfðu fengið
kunnleik á vjelunyskipanna og
lærðu þannig að bjarga sjer.
Hjer voru tveir lærðir, erlend-
ir vjelstjórar, er jeg kom, Jen-
sen, sem kom með ,,Jóni for-
seta“ 1907, og Dichmann, er
kom með togaranum „Snorra
Sturlusyni“ nokkru síðar. En
tveir lærðir, íslenskir vjelstjór-
ar voru þá hjer, Haraldur Sig-
urðsson og Ólafur T. Sveins-
son. Þeár höfðu báðir tekið próf
Haraldur var spurður, hvort
hann vildi taka að sjer vjel-
stjóranámskeiðið 1911. Hann
vildi það ekki. En jeg held, að
Ólafur hafi aldrei verið spurð-
ur. Hefði jeg vitað af honum
hjer, áður en jeg kom, þá hefði
jeg heimtað að fá að vita, hvort
hann vildi taka námskeiðið að
sjer. Ef hann hefði viljað það,
þá hefði jeg vitanlega aldrei
komið.
En að jeg yfirleitt nokkurn-
tíma varð vjelstjóri, það á jeg
einu vasaúri að þakka. Jeg á
það enn. En það á nú orðið
erfitt um gang.
— Hvernig stóð á úri þessu,
sem hafði svo mikil áhrif á æfi
yðar?
— Þá þarf jeg að segja
frá uppvexti mínum. Jeg er
fæddur í Arósum, og þar voru
foreldrar mínir uns jeg var 6
ára. Þá fluttu þau til Hafnar.
Faðir minn var upprunalega
sjómaður, en varð nú dokku-
formaður hjá Burmeister &
Wain. Foreldrar mínir voru fá-
tæk. Börnin voru 8. Jeg hafði
brennandi löngun til þess að
verða skurðlæknir. Jeg gekk í
barnaskóla í Baadsmands-
stræde í Kristjánshöfn. Þegar
jeg útskrifaðist þaðan, fjekk
jeg úr í verðlaun fýrir góða
frammistöðu.
Úr því jeg gat ekki gengið
skólaveginn til þess að verða
skurðlæknir, þótti mjer það
betra en ekki að geta orðið
„vjelalæknir“. En til þess að
jeg gæti klofið kostnaðinn við
námið á Vjelstjóraskólanum í
Höfn, varð jeg að fá þar frí-
pláss. Er jeg sótti um það til
skólastjórans, tók hann því
þurlega. Þá mintist jeg á verð-
launin frá barnaskólanum og
sýndi honum úrið. Hann fjekk
nokkm-n ríkisstyrk fyrir hvern
nemanda, sem útskrifaðist úr
skóla hans. Þá sagði hann, að
úr því jeg hefði fengið þessi
verðlaun í hinum fyrri skóla
mínum, þá myndi jeg líklega
ljúka prófi hjá sjer. Þannig
fjekk jeg ókeypis kenslu. Fjekk
jeg nú 25 krónur að láni hjá
fjelögum mínum til þess að
kaupa mjer bækur. Og þá var
björninn unninn.
Það voru þessi verðlaun, sem
björguðu mjer, og urðu til þess,
að jeg er hjer.
— Og nú er Vjelstjóraskól-
inn þrítugur.
—- Já. Það var haustið 1915,
sem hann var stofnaður. Hann
fjekk húsnæði í Iðnskólanum.
Þá varð hann í tveim deildum.
Þetta fjekst m. a. fyrir það, að
vjelstjórar beittu sjer fyrir þess
um umbótum. Síðan skólinn
var stofnaður hafa útskrifast
262 vjelstjórar, 32 vjelgæslu-
menn og 56 raffræðingar.
— Hvað getið þjer sagt mjer
af nemendum yðar?
— Ekki annað en alt hið
besta. Mjer hefir líkað afbragðs
vel við þá. Og þeir hafa verið
mjer svo góðir, að því verður
ekki með orðum lýst. Þeir hafa
kept um að sýna mjer vin-
semd, gefið mjer gjafir á af-
mælisdögum skólans og á af-
mælisdögum mínum og ótal
mörgum sinnum. Mjer hefir oft
þótt nóg um örlæti þeirra. Það
verð jeg að segja. Þetta hefir
vitanlega verið ánægja fyrir
mig.
En ánægjulegast hefir það
verið, hve nemendurnir hafa
staðið sig vel, þegar þeir hafa
komið út í lífið og vinnuna.
Því það verð jeg að segja, þó
yður finnist málið mjer nokk-
uð skylt, að íslenskir vjelsmið-
ir hafa staðið sig vel á undan-
förnum árum. Vegna þess, hve
duglegir þeir eru, er líka mik-
il eftirspurn eftir vinnu þeirra
og því stundum erfitt að fá
vjelstjóra á skipin.
Frá því árið 1912 hefi jeg
unnið að skipaskoðun. Fyrst
fyrir Veritas. En síðan 1921 fyr
ir Lloyds í London. Hefi jeg
altaf öðrum þræði starfað að
því að skemma skipin fyrir út-
gerðarmönnunum, taka þau í
sundur og setja þau saman
aftur. En altaf hefir þetta ver-
ið í bestu sátt við útgerðar-
mennina, sem altaf fylgjast vel
með skipum sínum. Því það er
einkenni íslenskra útgerðar-
manna, að þeir láta sjer ekki
nægja að sitja á skrifstofu
sinni. Þeir sannprófa með eig-
in augum alt sem kemur
rekstri þeirra við.
A síðustu árum hefi jeg t. d.
oft orðið þess var, hve erlend-
ir sjerfræðingar dást að vinnu
þeirra manna, sem vinná við
rafsuðu hjer. Þeir hafa stundum
ekki viljað trúa því, að það hafi
ekki altaf verið heilt, sem soð-
ið hefir verið saman í smiðj-
unum hjerna. Vinnan í smiðj-
unum er að vísu nokkuð dýr.
Og hún gengur stundum seint.
En það kemur ekki síst til af
því, að liún er vönduð.
Nú vildi jeg óska, að ekki
líði á löngu þangað til hægt
verður að byggja hjer t. d. tog-
ara. En það verður ekki gert
öðruvísi en að slík skipasmíði
verði framkvæmd jöfnum hönd
um og viðgerðirnar. Að hægt
verði að láta þá menn, sem
vinna að viðgerðum skipa, taka
ú togarabyggingar þá tíma árs-.
ins, sem lítið eða ekkert er að
gera við viðgerðirnar. Á þann
hátt er trygð stöðug vinna í
Framhald á bls. 11.
Reykvíkingar vilja
ekki glimflraiðanii
Fylgi rifrildisflokkanna
ört minnkandi
ANDSTÆÐÍNGAR Sjálfstæð-
ismanna leggja sig nú alla
fram um það að reyna að
hnekkja yfirráðum Sjálfstæð-
ismanna hjer í bænum. A sama
stendur, hvort það eru Komm-
únistar, Alþýðuflokksmenn eða
Framsóknarmenn, allir róa
þeir lífróður, til þess að reyna
,,að vinna grenið“, eins og þessi
rauða fylking komst svo smekk
lega að orði fyrir nokkrum ár-
um.
Reykvíkingar eru að vísu
staðráðnir í að hrinda enn einu
sinni áhlaupi þessarar þokka-
legu þrenningar. Engu að síð-
ur er lærdómsríkt fyrir menn
að gera sjer þess grein, hvað
við mundi taka hjer í bæjar-
fjelaginu, ef Sjálfstæðismenn
mistu meirihlutann.
Ástandið á Alþingi áður
en núverandi stjórn
var mynduð.
Allir vita, að óhugsandi er,
að nokkur einn flokkur annar
en Sjálfstæðisflokkurinn fái
hjer hreinan meirihluta. Það
sem þessvegna tæki við, ef
Sjálfstæðismenn glötuðu meiri
hluta sínum, sem vissulega verð
ur ekki, mundi því verða alger
glundroði og stjórnleysi.
Sennilega mundu kommún-
istar verða stærsti flokkurinn.
Menn eru nú farnir að sjá, hvað
leiðir af kosningasigrum þess
flokks. Kommúnistar unnu í-
skyggilega mikið á hjer á landi
við kosningarnar, sem fram
fóru á árinu 1942. Sá ávinning-
ur þeirra var meðal helstu or-
sakanna til þess, að um all-
langt bil reyndist ekki fært að
koma á reglulegri þingræðis-
stjórn hjer í landinu. Á Al-
þingi var hver höndin upp á
móti annari, glundroði, stjórn-
leysi og stefnuleysi ríkti svo til
algerra vandræða horfði.
Það var ekki fyrr en þetta
ástand hafði varað h.u.b. tvö ár,
að núverandi forsætisráðherra
tókst fyrir framúrskarandi þol
inmæði, dugnað og hugkvæmni
að koma á núverandi ríkis-
stjórn, og þar með ljetta af Al-
þingi þeirri vanvirðu að búa við
það ástand, sem áður ríkti.
Óska menn eftir því, að sams
konar ástand verði einnig hjer
í Reykjavík? Menn skulu ekki
halda, að það sje tilviljun ein,
að þetta ástand varð ríkjandi
á Alþingi við sigur kommúnista.
Það voru að vísu fleiri öfl þar
að verki og þá einkum Fram-
sóknarflokkurinn, sem áttu sinn
ríka þátt í, að ekki tókst að
mynda þingræðisstjórn. En ein
kennandi er, að hvar sem komm
únistum vex fiskur um hrygg,
þar fylgir þetta sama stjórn-
leysi, sami glundroðinn í kjöl-
far fylgisaukningar þeirra.
Ástandið þar, scm komm-
únistar vinna á.
í kosningum þeim, sem átt
hafa sjer stað víðsvegar urn
Evrópu í sumar, hefir fylgi
kommúnista að vísu orðið
miklu minna en menn bjugg-
ust við. Margir töldu, og þá
ekki síst kommúnistar sjálfir,
að sökum neyðar þeirrar og ör-
væntingar, sem ríkir víðsvegar
um Evrópu, og þar sem Rúss-
land er nú orðið lang sterkasta
ríkið á meginlandinu, mundi af
þessu leiða mjög aukið fylgi
kommúnista.
Reynslan hefir orðið öll önn
ur. Sumstaðar hafa kommún-
istar lítið sem ekkert unnið á,
en hvarvetna miklu minna en
menn höfðu búist við. En al-
staðar þar, sem kommúnist-
ar hafa einhverju við sig
bætt, svo sem t. d. í Danmörku
og Frakklandi, þar er reynslan
hin sama eins og menn þekkja
hjeðan. Erfitt eða ómögulegt
reynist að koma reglulegum
þingræðisstjórnum á, og grípa
verður til óvenjulegra og var-
hugaverðra úrræða, til þess að
alger upplausn taki ekki við í
þessum löndum.
Ummæli de Gaulles.
Ástæðurnar til þess, að svona
fer, liggja í eðli kommúnista-
flokksins. Að öðru jöfnu og ef
ekki stendur sjerstaklega á,
þá eru kommúnistar andvígir
þingræðisskipulagi og þingræ^
isstjórn. Þess vegna reyna þeir
að grafa undan henni og koma
glundroða á, svo að þeir eigi
hægara með að koma villukenn
ingUm sínum að heldur en efi
skaplegt stjórnarfar ríkti.
Við þetta bætist svo það, sem
hinn mikli foringi Frakka, da
Gaulle, nýlega hefir sagt, að
til beggja vona getur brugðist,
hvort kommúnistar sjeu þjóð-
legur flokkur. Þeir bregða að
vísu yfir sig hjúp þjóðernisins
öðru hvoru, þegar þeim hent-
ar vel, og þykjast þá vilja berj
ast með því örugglegar en
nokkur annar. En á næstu
stundu, og þá stund ákveða þeir
ekki einu sinni sjálfir, heldur
valdhafar í alt öðru landi, þá
ér þjóðernistilfinningin úr sög-
unni. Þá lúta þeir boði og banni
erlendra stjórnarvalda og eru
jafn fúsir að fordæma þjóð-
ernið eins og þeir hófu það til
skýjanna áður.
I
Hvernig færi, ef þrenn-
ingin illá ætti að ráða?
Það er því miður alveg víst,
að ef svo illa færi, að Sjálfstæð
ismenn mistu meirihluta sinn
hjer í Reykjavík, þá mundi1
samskonar glundroði taka við
í bæjarmálefnum Reykjavíkur
eins og nú hefir verið lýst.
Eða hvernig halda menn að
færi um sameiginlega stjórn og
afstöðu kommúnista, Alþýðu-
flokks og Framsóknar? Finst
mönnum svo friðvænlega blása
í skrifum þessara kumpána sín
Framh. á bls. 8.