Morgunblaðið - 09.12.1945, Side 12

Morgunblaðið - 09.12.1945, Side 12
VEÐURUTLIT til hádegis í dag. V-átt, allhvast með köfl- um. Snjójel. ÆGILEG HUNGURSNEYÐ yfirvofandi á Java. — Sjá bls. 1. — Sunnudagur 9. desember. 1945. Fjárlatjaumræður á Aiþingi: Fjármálaráðherrann vill ekki hækka skattana UMRÆÐUR um fjárlaga- flumvarpið hafa nú staðið í 2 daga á Alþingi. Form. fjárveit- inganefndar, Gísli Jónsson, hafði framsögu af hálfu nefnd- arinnar. Hann gerði grein fyr- ir breytingartillögum nefndar- innar. Þessar breytingar eru þrenns konar. 1. Hækkun á tekjuáætl- uninni. 2. Viðleitni til lækkun- ar á rekstrarútgjöldunum. 3. Hækkun á framlagi til verk- leg’ra framkvæmda. Eins og að vanda lætur hafa margar breytingartill. komið frá einstökum þingmönnum, aðallega um skiftingu vega- fjárins. Fjármálaráðherra vill ekki aukna skatta. Fjármálaráðherrann Pjetur Magnússon gerði í gær grein fyrir afstöðu sinni til breyting- artillagna fjárveitinganefndar. Viðvíkjandi ágreiningnum um skiftingu vegafjárins sagði ráðherrann, að sjer fyndist það vera röng stefna að hafa þá að- ferð við skiftinguna, sem nú væri höfð. Menn ættu að gera það upp við sig, hvaða vegi nauðsynlegast væri að ljúka og einbeita sjer að því. Það myndi spara ríkissjóði stórfje. Sú aðferð, sem nú er höfð, væri úrelt og tefði fyrir því, að land ið fengi vegakerfi. Varðandi hækkunina á tekju- áætluninni kvaðst ráðherrann geta á hana fallist, nema kann ske á hækkunina á verðtollin- um (úr 33 milj. í 35 milj. kr.). Hún væri haepin. Mikil farm- gjaldalækkun hefði orðið á vör um frá Ameríku og farmgjöld- in frá Evrópu væru þó mun lægri. Einnig væri hætta- á minkuðum innflutningi á vefn- aðarvöru, en hún er, eins og kunnugt er, mjög hátt tolluð. Hjer væri því mjög tæpt á tæp asta vaðið. Um lækkunina á rekstrarút- gjöldunum gat ráðherrann þess, að hjer væri við margskonar erfiðleika að etja. Með aukinni kenslu og ment un kæmi altaf aukin stijrf. Það liefði aukinn kostnað í för með sjer. En aðalerfiðleikarnir væru fólgnir í hinu algjörlega óvið- unandi húsnæði, sem ríkið ætti við að búa. Skrifstofurnar væru dreifðar um allan bæ og engri hagsýni hægt að koma við. Ráð herrann kvaðst óttast, að þess- ar till. bæru ekki árangur. En þetta væri aukin hvatning fyr- ir stjórnina að reyna þetta. Næst ræddi ráðherrann um aukninguna á verklegum fram kvæmdum, sem till. fara fram á. Fleira þyrfti en fje til fram- kvæmdanna. Vinnuafl þyrfti líka. Kvaðst ráðh. efast um, að nægilegt vinnuafl væri fyrir hendi til svo aukinna fram- kvæmda. Um afkomu þessa árs tók ráð herrann það fram, að hún hefði verið mjög góð. Að lokum sagði ráðh., að ef ekki yrði sjeð fyrir nýjum tekjustofnum, myndu fjárlögin verða afgreidd með nokkrum tekjuhalla. Ráðherrann kvaðst vera ófús að beita sjer fyrir nýjum skattaálögum, og mundi ekki gera það. Stjórnin yrði heldur að fá lántökuheimild. ★ Annarri umr. fjárl. var lokið í gærkvöldi, en atkvæðagr. frestað. Hún hefst kl. 1 á morg- un. Annað kvöld hefjast svo eldhúsumræður. ur ! er höfundur „Uppstigningar" ÞAÐ upplýstist í gærdag hver væri höfundur leikritsins Upp- stigning en hann hefir hingað til aðeins verið nefndur H. H. -—■ Það er prófessor Sigurður Norð dal. — í gær hafði hann boð inni á heimili sínu, fyrir leik- endur og stjórn Leikfjelags Reykjavíkur. — Við þetta tæki- færi tiikynti prófessorinn, að hann væri höfundur leikritsins. Hin nýja tryggingar- löggjöf lögð fyrir Alþingi „Gengið lang! í þá átl að tryggja fjelags- legl öryggi landsmanna' sn Veil ekki um neina lánbeiðni TRUMAN Bandaríkjaforseti var spurður að því á blaða- mannafundi í gær, hvort ekki væri satt, það sem frjest hefði, að Rússar myndu bráðlega fá stórlán hjá Bandaríkjamönn- um. — Hafði "fregn um þetta borist út í Bandaríkjunum rjett eftir að samningar Breta og Bandaríkjamanna um fjárhags- mál voru undirritaðir. Truman forseti svaraði þessu á þá leið, að hann vissi ekki til þess, að Sovjetríkin vantaði neitt lán, eða hefðu farið fram á slíkt. — Reuter. Barnauppeldissjóður Tvor- valdsensfjelagsins. Á morgun verður útsala á Thorvaldsens- basarnum á ýmsum munum barnauppeldissjóðs Thorvald- sensfjelagsins — mest barnaföt Eftirmiðdagskjólar téknir frani daglega til jóla. cJ~!ítuí í qÍu Leía H'ramriHin af *l •uði skipa og eigna á þeim tíma, er lánið er tekið, að öðrum kosti skal miðað við virðingarverð. Lánin mega nema alt áð % ! verðs nýrra skipa og 3/5 ann- ara eigna. Sje um bakábyrgð bæjar- pða sveitarfjelaga að I ræða, færast þessi mörk upp í % og %. Þó fá þeir lántak- endur, er eiga fje í nýbygging- arsjóðnum, lán, er miðast við j verð skipsins að frádregnum nýbyggingarsjóði Tængsti láns- . tíminn er 20 ár fyrir ný skip, en annars 15 ár. Þó er gert ráð fyrir hlutfallslega hærri af- borgunum en þessi lánstími seg ir til um, bæði með því, að af- borganir af lánum sjeu hærri fyrstu árin, og einnig með því, að gert er ráð fyrir, að lántak- anda, er nýtur skatthlunninda vegna framlags í varasjóð, verði skylt að verja 50% af varasjóðs tillaginu til aukalegra afborg- ana. Gert. er ráð fyrir, að sjóð- urinn veiti bráðabirgðalán, meðan stendur á byggingu skipa eða mannvirkja, t. d. 80% af hinu væntanlega end- anlega láni, en nánari ákvæði um upphæð bráðabirgðalánsins eftir tegund mannvirkja o. s. frv. verði sett með reglugerð. Utlánsvextir sjóðsins eru á- kveðnir hæst 2.5%, enda er það ljóst af áætlun þeirri um starf- semi sjóðsins, er íylgir þessari greinargerð, að útlánsvextir þurfa ekki að vera hærri til þess að standa straum af sam- anlögðum vaxtaútgjöldum sjóðs ins. í tveimur greinum frum- varpsins (23. og 24. gr.) eru ákvæði, þar sem þeim, sem lán hafa fengið úr fiskveiðasjóði á árinu 1945 og gefin hafa verið vilyrði fyrir styrktarlánum, er gefinn kostur á að njóta vilyrða þessara laga. Þau ákvæði laganna, sem hjer hefir ekki verið sjerstaklega minst á, eru. að mestu ‘ leyti samhljóða ákvæðum laga nr. 34 2. apríl 1943, um fiskveiða- sjóð íslands, og þykir því ekki ástæða til að minnast sjerstak- lega á þau. ^la^ana am nei^ma Kjólabúðin Bergþórugötu 2. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Bjarna Jónssyni dómprófasti ungfrú Jónína Ingibjörg Jónsdóttir, Krossi, Ölfusi og Guðmundur Olafsson bifreiðarstjóri, Hvera- gerði. Heimili þeirra verður að .jGeiriándi, Hveragerði. HEILBRIGÐIS- og fjelags- málanefnd Ed. flytur að beiðni fjelagsmálaráðherra ’frv. um almannatryggingar. Samið af milliþinganefnd. Frumvarp þetta er mikill laga bálkur og er samið af milliþinga nefnd, sem þáverandi fjelags- 1 málaráðherra, Jóhann Sæ- mundsson, skipaði í marsmán- uði 1943. í milliþinganefndina voru upphaflega þessir skipað- ir: Haraldur Guðmundsson, alþm.. og var hann formaður, Brynjólfur Bjarnason alþm., Kristinn Björnsson, læknir, Brynjólfur Stefánsson, forstjóri, Eggert P. Briem forstjóri og Jens Hólmgeirsson, forstjóri. Eggert P. Briem baðst strax undan störfum í nefndinni. — Brátt hætti einnig Kristinn Björnsson störfum þar. — Kom þá Jakob Möller-inn í nefndina. Eftir að Brynjólfur Bjarnason varð ráðherra tók Haukur Þor- leifsson bankabókari, sæti hans og Garðar Þorsteinsson alþm., tók sæti Jakobs Möllers, eftir að hann varð sendiherra. Málefnasamningar stjórnar- innar. Svo sem kunnugt er, var það eitt atriðið í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar, að kom ið skyldi á fót svo fullkomnu kerfi almannatrygginga, sem nái til allra þjóðarinnar, án til- lits til stjetta eða efnahags, að Island verði á því sviði í fremstu röð nágrannaþjqðanna. Núverandi fjelagsmálaráð- herra, Finnur Jónsson hafði fal ið þeim Birni Blöndal hagfræð- ing og Jóhanni Sæmundssyni tryggingayfirlækni að starfa að undirbúningi þessara mála. Fól ráðherra milliþinganefndinni að athuga og vinna úr tillögum þessara manna. En skýrslur þeirra og tilllögur hafa verið gefnar út í sjerstakri bók, ,,A1- mannatryggingar á íslandi“. Er þ^ð mikil bók. Þessi tryggingamál eru svo margþætt og flókin, að ekki er viðlit að gera þeim skil í stuttri blaðagrein, svo nokkurt gagn verði að. Hinsvegar hefir blað- ið beðið Brynjólf Stefánsson for stjóra að skýra mál þessi fyrir almenningi og væntir þess, að geta bráðlega birt greinar frá honum. Kostnaður. En hvað kosta þessar trygg- ingar? mun vafalaust margur spyrja. I greinargerð með frum varpinu er birt kostnaðaráætl- un nefndarinnar. Allur kostnað ur samkvæmt frv. er þar áætl- aður 72 milj. króna. Þar fellur inn í kostnaður sá, sem nú er af þessum málum, en hann er 38.5 milj. kr. Aukinn kostnað- ur samkv. þessari nýju trygg- ingalöggjöf nemur því 33.5 milj. kr. Þessi kostnaður skiftist þann- ig: Hinir trygðu kr. 20.9 milj. eða 29% Atvinnurekendur kr. 11.8 milj. eða 16.5% Sveitarfjelög kr.15.3 milj. eða 21% Ríkissjóður kr. 24.0 milj. eða 33.5% Alls kr. 72.0 milj. eða 100% Fjelagslegt öryggi. í niðurlagi greinargerðar milliþinganefndarinnar segir svo: „Nefndarmenn eru sammála um, að með frumvarpi þessu sje gengið langt í þá átt að tryggja fjelagslegt öryggi landsmanna og mun lengra en áður hefir verið farið hjer á landi. Hins vegar hafa tryggingarnar líka skv. frv. mjög mikinn aukinn kostnað í för með sjer, eða hækkun, sem nemur ca. 80% frá því, sem nú er, en eins og málið hefir verið lagt fyrir nefndina, telur hún það utan síns verkahrings að benda á tekjuöflunarleiðir fyrir ríki og sveitarfjelög til þess að mæta þeim kostnaði. Þá vill nefndin enn minna á það, að frv. þetta éitt út af fyr- ir sig nægir ekki til að tryggja fullkomið fjelagslegt öryggi, þar sem það tekur ekki til at- vinnulausra nje til öryrkja und ir 75%, að öðru leyti en því, að ákveðið stofnfje og árlegt framlag er ætlað í þessii skyni. Er nefndinni Ijóst, að það fram- lag hrekkur skamt, ef til veru- legs atvinnuleysis kemur. Er frv. því samið með það fyrjþ’ augum, að gerðar verði sjerstak ar ráðstafanir varðandi þessi mál“. HASKOLAFYRIRLESTUR sá, er Sigurjón Jónsson læknir flytur kl. 2 í dag, er um kynja- lyf og kynjatæki, er notuð vorú til lækninga hjer á landi um 50 —60 ára skeið, fyrir, um og eft- ir síðustu aldamót. 15 dagar til jóla. Gerið innkaup tímanlega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.