Morgunblaðið - 20.12.1945, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 20. des. 1945.
Beykjavíkurbær stuðlar ú útgerð nýtísku skipa-
ekki ú útgerð kommiinista-kiáfa frá 1
„Mjer er alveg sama“.
LÖNGU eftir að bæjarstjórn
Reykjavíkur hafði samþykt að
gera það sem í hennar valdi
stæði ttt þess að tryggja, að
hingað til bæjarms kæmu 20
af þeim 30 togurum, sem rík-
isstjórnin hafði fest kaup á,
þrammaði Steinþór Guðmunds-
son, aðalfrömuður kommúnista
í útvegsmálum, fram á sjónar-
sviðið í bæiarstjórn Reykjavík-
ur og flut'ti tillögu um, að bær-
inn keypti 10 togara. — Þegar
Steinþór var spurður að því,
hvort hann meinti 10 af þeim
30 togurum, sem ríkisstjórnin
hafði þegar fest kaup á, eða 10
10 togara auk þeirra, svaraði
Steinþór: „Mjer'er alveg sama“.
Þótt bærinn hefði tekið ábyrgð
á kaupum 20 af 30 togurum
„stóð á sama“ hvort 10 togurum
væri bætt þar við eða 10 dregn
ir frá. Hvort gerðir væru út
frá bænum 10 togarar eða 30
spilaði enga rullu.
Það, sem máli skifti var það,
að finna tilefni til þess að birta
enn einu sinni rnynd af Stein-
þóri í Þjóðviljanum að skýra
frá því, að hann og Kommún-
istaflokkurinn gætu ekki fengið
10 togara í bæinn vegna mót-
stöðu „íhaldsins". „Það stóð á
sama“, þótt bæjarstjórnin hefði
krafist 20 togara og fylgdi þeirri
kröfu fast eftir.
Bæjarstjórnin krefst, að 20 tog-
urum sje úfhlutað hingað og
ábyrgist kaupin.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hef-
ir gert þá kröfu til Nýbygging-
arráðs, að 30 af þeim 30 tog-
urum, sem samið hefir verið um
smíði á í Englandi af hálfu rík-
isstjórnarinnar, verði úthlutað
til útgerðarfyrirtækja hjer í
bænum.
En þar sem talið er víst, að
nú sem stendur muni ekki ber-
ast umsóknir um fleiri en 6—
10 togara frá útgerðarfyrirtækj
um í bænum, þá hefir bæjar-
stjórnin sent Nýbyggingarráði
umsókn um svo marga togara
til viðbótar umsóknum útgerð-
arfyrirtækjanna, að alls fáist
hingað 20 togarar, þar á meðal
annar dieselvjelar togarinn, er
samið hefir verið um kaup á
Nýbyggingarráð og ríkis-
stjórnin úrskurða umsóknirnar.
Ef þau taka kröfur og umsókn
bæjarstjórnar að fullu til
greina, svo sem vænta má, þá
festir Reykjavíkurbær sjálfur
kaup á 10—14 togurum.
Sjálfstæðismenr. í Bæjar-
stjórn hafa haft forgöngu í því,
að bæjarstjórnin gerði kröfu
um það, að % hiutum af ný-
byggingum togaranna yrði út-
hlutað hingað og bærinn gerð-
ist sjálfur kaupaodi, ef ekki
fengist næg þátttaka af hálfu
útgerðarfyrrtækia í bænum. —
Var fyrsta samþykt bæjar-
stjórnarinnar í þessu efni gerð
í byrjun júlímánaðar s.l. og
samþyktin síðan endurnýjuð í
september og látin ná til þeirra
togara, sem þá var samið um
að kaupa og loks enn send um-
sókn um kaupin í s.l. mánuði
samkvæmt auglýsingu Nýbygg-
ingarráðs.
Kommúnistar leituðu uppi elstu og úreltustu fleyturnar á
Islandi og Færeyjum til þess að gera þær út.
Bæjarstjórn Reykjavíkur reynir að tryggja, að 20 nýtísku tog-
arar sjeu gerðir út frá bænum.
Krafan miðuð við togarafjöld-
ann milli styrjaldanna.
Á árunum 1919—1939 nam
meðaleign togarafyrirtækja bú-
settra í bænum 64,33% af heild
artölu togara í landinu og sje
miðað við smálestatölu togar-
anna nam hlutdeild bæjarins
enn meiru. Það er þetta hlutfall
sem bæjarstjórnin gerir kröfu
til þess að fá hingað og það því
fremur sem gengið var á rjett
bæjarins, er úthlutað var styrkj
um til bygginga vjelbáta á ár-
unum 1938—1939 og ennfrem-
ur vegna þess, að Áki Jakobs-
son atvinnumálaráðherra ljet
bæinn ekki fá nema helming
þeirra vjelháta, sem um var
sótt, við fyrri úthlutun Sví-
þjóðarbátanna.
Hvorttveggja var þetta var-
ið með því, að Reykjavík ætti
að sitja fyrir togara-kaupun-
um, þegar að þeim kæmi.
Svipuð aðferð og við kaup Sví-
þjóðarbátanna.
Eins og fram hefir komið af
samþyktum bæjai stjórnar æsk-
ir bærinn kaupanna fyrst og
fremst til þess að tryggja, að
20 nýir togarar verði gerðir út
hjeðan frá bænum.
Sennilegt er, að bærinn hafi
samskonar aðferð við togara-
kaupin og við kaup þeirra 10
vjelbáta, sem hann hefir keypt
frá Svíþjóð. Bærinn auglýsti á
sínum tíma eftir kaupendum
að sænsku bátunum og seldi þá
með kostnaðarverði útgerðar-
fyrirtækjum útgerðarmanna og
sjómanna búsettum í bænum.
Kaupendurnir hafa skuldbund-
ið sig til þess að gera bátana
út hjeðan. Bærinn Ijet gera
teikningar að sænsku bátunum,
sem taldir voru til fyrirmynd-
ar, svo að allir nema tveir (Sam
vinnufjel. ísfirðinga og Harald
ur Guðmundsson, ísafirði), sem
áttu þess kost að smíða eftir
þeim, kusu það heldur en að
fara eftir teikningum þeim, er
fyrverandi ríkisstjórn hafði lát
ið gera. Bærinn samdi um kaup
in fyrir milligöngu ríkisstjórn-
arinnar og veitti margvíslega
fyrirgrelðslu og aðstoð við
kaupin t. d. tók bærinn ábyrgð
á annars veðrjettar láni á bát-
unum, að upphaeð kr. 100.000.-
á hvern bát Af þeim 10 bát-
um, sem bærinn festi kaup á, er
2—3 ennþá óráðstafað, enda
koma þeir bátar, sem óráðstaf-
að er, ekki til landsins fyrr en
í árslok 1946.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
munu því aðeins láta bæinn
sjálran hefja úfgerð á þeim
skipum, sem hann hefir fest
kaup á, að ekki fáist tryggir
kaupendur að þeim, þrátt fyrir
aðstoð bæjarins, er vilji skuld-
binda sig til þess að gera skipin
út hjeðan.
Utgerðin undirstaða atvinnu-
rekstrar í bænum.
Sjálfstæðismönnum hefir ætíð
verið það Ijóst, að útgerðin og
þá fyrst og fremst togaraútgerð
in er og þarf að vera undir-
staða heilbrigðs atvinnurekstr-
ar í bænum. Þess vegna hafa
þéir beitt sjer fyrir kaupum
sænsku bátanna og togarakaup
unum til bæjarins og stækkun'
hafnarmannvirkjanna nú síð-
ast m. a. með hinni miklu upp-
fyllingu við Grandagarðinn og
byggingu nýrra bryggja og
mannvirkja þar.
Jafnaðarmenn og Framsókn
hindruðu vöxt útgerðarinnar.
Á valdatímum Framsóknar
og Jafnaðarmanna kom ríkis-
valdið í veg fyrir, að nokkur
aukning yrði á togaraflotanum
og einnig að mestu leyti á vjel-
bátaflotanum. Aukning togara-
flotans var skoðuð sem mál
Reykjavíkurbæjar, sem yrði að
hindra á svipaðan hátt eins og
hitaveituna og virkjun Sogsins.
Jafnaðarmenn voru að vísu
öðru hvoru með tyllitillögur
um kaup á 10, 4 eða 2 togur-
um, sem aldrei varð neitt úr,
að keyptir yrðu. Kendu þeir
1 Eramsókn um, að svo fór, en
ljeðu henni samt fylgi sitt tií
þess að vera áfram við völd
í landinu um langt árabil.
Kommúnistar hefja útgerð með
aðstoð Siglufjarðarbæjar. —
Gömul hró með nýjum nöfnum.
Á þessu ári hafa menn sjeð
sýnishorn af útgerð kommún-
ista á „Falkur11 og „Arthur11,
en skipum þessum hafa þeir
gefið ný nöfn eins og flokki
sínum og nefna þau „Siglunes11
og „Milly“. „Falkur11 er gam-
all færeyskur hvalveiðakláfur
bygður árið 1912. „Arthur11, er
bygður árið 1883. Stórskemd-
ist hann af bruna í fyrra. Eft-
ir það ljet þáverandi eigandi
skipsins, Óskar Halldórsson,
það liggja umhirðulítið og mun
hafa ætlað hið sviðna skipshró
til niðurrifs. Ekki varð úr því,
að „Arthur11 yrði rifinn, því að
kommúnistar á Siglufirði
keyptu flaldð.
Báðar þessar fleytur hafa
kommúnistar látið gera við með
ærnum kostnaði og notið til
þess aðstoðar m. a frá Siglu-
fjarðarbæ.
„Falkur11 átti að gefa Þjóðvilj-
ann út.
Lán- og styrkbeiðnir til þess-
ara fyrirtækja hafa verið sóttar
af miklu kappi, enda mikið í
húfi, því að haft er eftir einum
af foringjum Sameiningar-
flokks Alþýðu — Socialista-
flokksins — (áður Kommún-
istaflokkur íslands), að útgerð
Siglunessins (áður „Falkur11),
væri ætlað að standa undir út-
gáfu Þjóðviljans.
Dritað í hroiðrið
Margt fer öðru vísi en ætlað
er.
„Falkur11 hefir ekki orpið
neínum gulleggjum fyrir Kom-
Framh. á 12. síðu.
Arbók Ferðafjelagslns 1945 um Heklu
og Hekluhraun
AÐALFUNDUR Ferðafjelags
Islands var haldinn fyrir
nokkru. Forseti fjelagsins, Geir
G. Zoega, setti fundinn og gaf
skýrslu yfir starfsemi fjelags-
ins s. 1. starfsár.
Alls voru farnar 31 skemti-
ferð, þar af 8 sumarleyfisferðir.
1228 manns tók þátt í ferðun-
um. Átta skemmtifundir vpru
haldnir fyrir almenning, altaf
fyrir húsfylli. Eru þeir fundir
orðnir mjög vinsælir. Verða
þeir haldnir mánaðarlega í vet-
ur. Skrifstofa fjelagsins hefir og
veitt fjölda manns leiðbeining-
ar um ferðalög, þar á meðal
amerískum og enskum setuliðs-
mönnum. Skrifstofan er hjá
Kristján Ó. Skagfjörð, Tún-
götu 5.
Fjelagatalan hefir aukist á ár
inu um 664, og eru fjelagar nú
als 5764.
Á árinu keypti fjelagið her-
mannaskála í Brunnum, miðja
vegu milli Þingvalla og Húsa-
fells. Verður hann notaður sem
sæluhús. Þá er í ráði að á næsta
sumri verði hafist handa um
að reisa skála, sennilega í
C-fjörefni gegn
ofnæm! fyrir
sulfalyfjum
New York: Frjettaþjónusta A.P.
HJER í Bandaríkúunum er
nú farið að nota C-fjörefni til
þess að lækna fólk, sem veik-
ist af Sulfalyfjum, en allmikið
hefir borið á ofnæmi fyrir
þeim. Ef sjúklingarnir fá C-
fjörefnið, geta þeir tekið Sulfa
lyfin án þess að verða meint af,
en það kom oft fyrir, að fólk
væri svo næmt fyrir þessum
lyfjum, að það þyldi ekki svo
stóran skamt, sem þurfti. til
þess að bjarga lífi þess í vissum
sjúkdómum.
Dr. Harry N. Holmes, yfir-
maður efnafræðideildarinnar
við Oberlin háskólann, hefir
rannsakað þetta, og telur sig
hafa komist að þeirri niður-
stöðu, að orsökin til þess, að,
menn þoli ekki sulfalyf sje sú,
að þá skorti C-fjörefnið. — Ef
mikið er gefið af því, meðan
sulfalyfin eru tekin, hafa þau
venjuleg lækningaáhrif og eng
in ill eftirköst.
985 hjónavígslur
árið 1944
í NÝÚTKOMNUM Hagtíðind
um er skýrt frá því, að tala
hjónavígsla á öllu landinu árið
1944 hafi verið 985. Á því ári
hafa því komið 7.8 hjónavígslur
á hvert þúsund landsmanna, og
er það svipað hlutfall og árið
á undan, en töluvert lægra en
tvö næstu ár þar á undan. Þó
er það miklu hærra en á árun-
um fyrir ctríð.
Á árunum 1936—’40 voru að
meðaltali 694 hjónavígslur á
ári, eða 5.9% af landsmönnum,
sem gengu í hjónaband. 1940
voru það 6.6%, 1941 8.4%, 1942
8.7%, 1943 7.9%, og 1944
7.8%. —
Fljótadrögum, á Snæfellsjökli
og inn á Þórsmörk.
Fjelagsdeildir úr ferðafjelag-
inu eru á Akureyri, Húsavík,
Vestmannaeyjum og svo Fjalla-
menn í Reykjavík.
Síðasta árbók Ferðafjelags-
ins var um Fljótsdalshjerað, rit
uð af Gunnari Gunnarssyni, rit
hqfundi. Árbókin í ár mun
fjalla um Heklu og Hekluhraun
Guðmundur Kjartansson, jarð-
fræðingur ritar hana. Enn er
til nokkuð af síðari árbókum
f jelagsins, en allar, eldri bæk-
urnar eru uppseldar.
Hagur fjelagsins er allgóð-
ur. Hafa sjóðseignir aukist
nokkuð á árinu. í fjelagssjóði
ásamt bifreiðasjóði og sæluhúsa
sjóði eru nú rúml. 70 þús. kr.
Stjórn Ferðafélagsins skipa:
Geir G. Zoega, forseti, Steinþór
Sigurðsson, varaforseti og með-
stjórnendur: Gísli Gestsson,
Guðm. Einarsson, Helgi Jónas-
son, Jón Eyþórsson, Kristján O.
Skagfjörð, sem jafnframt er
framkvæmdastjóri og gjaldkeri,
Lárus Ottesen, Pálmi Hannes-
son, Þorsteinn Jósefsson og
Jóhannes Kolbeinsson.
Jólin eru hálíð
barnanna
Jólin eru hátíð barnanna. —•
Eigum við því ekki á þeirri há-
tíð að muna eftir munaðarleys
ingjunum á barnaheimilum
þessa bæjar — muna eftir þeim,
sem ekki geta notið móður og
föður umhyggju á sinni eigin
hátíð.
Undanfarna daga hafa dag-
blöðin birt skýrslur yfir, að
aldrei hafi verið eins mikið af
föðurlausum börnum á íslandi
og einmitt nú. Við höfum safn-
að offjár til handa börnum ann
arra þjóða. Því þá ekki að líta
nær sjer og safna fje til mun-
aðarleysingja í okkar eigin
landi.
Börnin eru framtíðin. — Þess
. vegna er það þjóðfjelagsleg
skylda okkar að láta þau njófa
þess, sem við getum veitt þeim.
' Uppeldi þeirra varðar hvern
einstakling og er vandamál okk
ar allra. Munum því öll eftir
barnaheimilunum okkar nú um
jólin, svo börnin, sem þar
dvelja, geti glaðst og notið þess
arar miklu hátíðar sinnar. —«
Barnavinur.
Jólablað Fálkans, er komið
út, fjölbeytt að efni. Það hefst
á jólahugleiðingu eftir sr. Árna
Sigurðsson: Eins og börnin. Þá
er eftir Johan Falkberget: Iver
Jolien, grein um Friðþjóf Nan-
sen, eftir Skúla Skúlason, Jóla
kvöld í finnskri fjallabyggð, eft
ir Edv. Welle-Strand, Skáld iðr
unarinnar, eftir John B. Rian,
Það lagast alt, eftir Ellen Kirk,
Menntaból Norðurlands, eftir
Skúla Skúlason, Bakkusarjól á
Norðurvegum, eftir Peter Freuc
hen. í helgidóminum, eftir
Selmu Lagerlöf, barnasögur,
skrítlur, jólakrossgáta o. fl. —■
Blaðið er prýtt mörgum mynd-
um.
Ef Loftur getur það ekki
— þá hver?