Morgunblaðið - 20.12.1945, Blaðsíða 7
FinxnLtudagur 20. des. 1945.
MORGUNBLAÐIÐ
7,
mma—
Til
= 9
Glæsilegustu og merkustu bækurnar:
Samkvæmis-
kjólar
Töskur, Blóm. =
Náttkjólar, Undirföt
frá Sviss.
Leður-
Töskur, Hanskar.
Franskir
klútar, alveg nýtt.
Broderuð
= Sportvesti með húfum. =
Kaupið
jólagjafirnar í
„TÍSKUNNI“.
Þið fáið þeim smekklega
pakkað um Ieið.
Óddðahraun I—III
fVekur nú hvarvetna mikla athygli
Jóhann Frímann ritstjóri segir í ritdómi m. a.: ,,. . . Mjer var að vísu kunnugt
um það fyrir löngu, að Ólafur Jónsson er gáfaður maður og fjölhæfur-----og
merkur fræðimaður á sínu sviði. En ekki hafði jeg grun um það fyrr en jeg
las Ódáðahraun hans, að hann er óvenjulega andríkur og listfengur rithöfundur,
sem hefir hina torveldu íþrótt orðsins á valdi sínu langtum betur en alment
gerist, og kann manna best þann hvítagaldur, að blása lífsanda orðlistar sinnar
og frásagnargleði í nasir hvers þess efnis, sem hann fjallar um. . . Hið stór-
brotna rit hans, Ódáðahraun, er skemtilestur frá upphafi til enda. Og að þeim
lestri loknum munu flestir lesendanna fúslega fallast á þau ályktunarorð höf-
undar ... að Ódáðahraunlandið, sem liggur utan og ofan við lög og rjett, austan
við sól og sunnan við mána, sje þó í reyndinni ennþá stærra ævintýri en í
dularheimi þjóðsagnanna og vaxi að töfrum því meir sem við kynnumst því
betur ...“.
Bragi Sigurjónsson ritstjóri segir m. a. í ritdómi um Ódáðahraun: ,,... Óvenju
glæsileg og nýstárleg bók . . . afburða fögur prentun og smekkvís frágangur
... geysimikill fróðleikur um Ódáðahraun og ýmislegt í sambandi við það —
og loks hinn skemtilegasti og líf- og litríkasti frásagnarháttur höfundar ...“.
Ódáðahraun setur mestan svip á bókaeign allra íslend-
inga. Upplag bókarinnar er mjög takmarkað, en salan
ör um land alt. Dragið því ekki að eignast hana meðan
tækifærið gefst.
Símon í Norðurhlíð
eftir Elinborgu Lárusdóttur, sem nýtur nú sívaxandi vinsælda hjá
þjóðinni. Saga þessi er örlagarík, listræn og eftirminnileg, enda talin
snjallasta og besta skáldsagan í ár eftir íslenskan höfund.
Barna- og
unglingabækur
Tveir hjúkrunarnemar
og
Beverly Gray
1. og 2. bindi
eru bækurnar, sem ungu
stúlkurnar dá mest.
Hugrakkir drengir
og
Trygg ertu Toppa
eru heillandi drengja-
bækur.
Sniðug steípa
er sniðug saga um litla
stúlku, sem öllum þykir
vænt um, er henni kynn-
ast.
Gleymið svo ekki að
Blómakarfan
er yndisleg saga, sem
hlotið hefir óhemju vin-
' sældir og óll börn ættu
að eignast.
Margrjet Smiðsdóttir.
Þeir áttu skilið að vera
frjálsir.
Parcival síðasti musteris-
riddarinn, I.—II.
Á jeg að segja þjer sögu.
Þessar bækur eru hver
annari betri og við allra
hæfi — til jólagjafa.
Hjá sumum bóksölum
fást enn nokkur eintök
af hinum ’únsælu og sí-
gildu ágætisverkum:
Jón Sigurðsson í ræðu
og riti,
Söguþættir landpóst-
anna, I.—II.
Tískan
\x
aucjavecýL
i 17 II
Þeystu — þegar í nótt
Sagan Þeystu — þegar í nótt er þrungin djúpri alvöru, en inn í hana
er fljettuð mikil og vörm gleði, góðlátleg kímni og glæsileg fyrirheit.
Hún tekur mann föstum tökum — og maður gleymir henni aldrei.
Fylgisl með þeysireið kyndilberanna um svaria nótt. Lesið þessa dásamlegu f
sögu og sál ykkar verður belri og fegurri — og hugur ykkar heiðari
Á hreindýraslóðum
kemur í bókaverslanir seinni hluta föstudags
eða snemma á laugardag
Bók þessi segir frá hreindýrunum á öræfum íslands, veiðisögum og
svaðilförum. Hrífandi fögur bók með fjölda mynda og eru margar
þeirra litprentaðar.
| Sími 2725. §
jiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuiiiniiiimnciimun