Morgunblaðið - 28.12.1945, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐTÐ
Föstudagur 28. des. 1945
«
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri; ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Eru bjartari tímar
framundan ?
HINN NÝI fjármálasamningur Breta og Bandaríkja-
manna mun marka tímamót í viðskiftum þjóðanna. Þessi
mikli samningur spratt upp úr Láns- og leigusamning-
unum, sem gerðir voru í stríðsbyrjun, en stjórn Banda-
ríkjanna sagði upp að stríðinu loknu. Uppsögn þessara
samninga var mikið áfall fyrir Breta og gerði útlitið á
viðskiftasviðinu ískyggilegt. En eftir hinum nýja fjár-
málasamning er talið, að aftur hafi rofað til í þessum
málum.
. ★
- Samkvæmt hinum nýja fjármálasamningi lána Banda-
ríkin Bretlandi 3750 milj. dollara með vægum vaxta-
kjörum.
Með samkomulagi því, sem þessi tvö stórveldi hafa gert
í sambandi við þessa lántöku, verður stuðlað að því, að
bæja frá hættunni, sem viðskiftum þjóðanna stafar frá
skiftingu heimsins í fjármálasvæði, Stefnt er að því, að
auka framleiðslumöguleika þjóðanna og koma á föstum
reglum um alþjóðaverslun og samvinnu. í samkomulag-
inu segir svo m. a.:
„Stjórnir Bandaríkjanna og Breta hafa komið sjer sam-
an um aðferðir til þess að koma á alþjóðaviðræðum um
þessi mál. í þeim tilgangi hafa stjórnir þessara ríkja tek-
ið að sjer að hefja viðræður sín í milli og við stjórmr ann-
ara landa, með það fyrir augum, að koma öruggum grund-
velli undir þessar tillögur, þar á meðal ráðstafanir til að
afnema verslunarhöft — hverju nafni sem þau nefnast.
Þessar viðræður munu fjalla um afnám verndartolla, for-
rjettindi, hafta á vörumagni, ríkisrekstrar, verslunar-
hringa og annara verslunarhafta".
★
Engum vafa er það undirorpuð, að sú fjármála- og við-
skiftastefna, sem hjer er lagður grundvöllur að, mun hafa
mikla þýðingu fyrir okkur íslendinga, sem aðrar þjóðir.
í samkomulaginu er gert ráð fyrir, að Bretar taki upp
samninga við þær þjóðir, sem tilheyra sterlingssvæðinu
og eiga sterlingspunda inneignir í Bretlandi. Virðast opn-
aðir möguleikar fyrir því, að þessi lönd geti fengið dollara
fyrir hluta af innstæðunni. Vitanlega m'yndi þetta stór-
lega greiða fyrir viðskiftum þjóða á milli. Alveg sjerstak-
lega myndi þetta greiða fyrir viðskiftum okkar íslend-
inga, því að dollara höfum við mjög af skornum skamti,
en.þurfum ýmislegt að kaupa í Ameríku.
★
Samkomulagið, sem stjórnir Bandaríkjanna og Breta
gerðu í Washington, spá góðu um framtíðina. Enn er að
vísu eftir að sjá, hvernig framkvæmd þessara mála verð-
ur. A henni veltur að sjálfsögðu alt. En það virðist vera
íastur ásetningur þessara tveggja stórvelda, að stuðla að
frjálsu verslunarfyrirkomulagi í heiminum í framtíðinni.
Þá á ekki framar að skifta löndunum í ríkjasambönd, þar
fem viðskiftin eru bundin dollara eða sterlingspundi. —
Þessir múrar, sem voru óyfirstíganlegir á árunum fyrir
stríð, eiga að hverfa.
Einnig á að ráðast á hina þrengri múra, sem gætt hefir
í ýmsum löndum. Viðskiftahöft, hverju nafni sem nefn-
ast, eiga að hverfa með öllu. Það á að vinna að afnámi
verðtolla, forrjettinda, ríkisverslana, verslunarhringa og
sjerhvers annars, sem torveldar hina frjálsu verslun.
★
Vissulega fögnum við íslendingar þessum tíðindum. —
Við hö-fum fengið svo dýrkeypta reynslu af verslunar-
einokun og margskonar höftum á viðskiftum. að við ósk-
um einskis fremur en að frjáls verslun megi blómgast í
heiminum.
Sú þróun málanna, sem lagður var grundvöllur að í
samkomulagi stjórna Bandaríkjanna og Breta í Washing-
ton, gefur vonir um bjartari framtíð.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hátíðahald.
ÞÁ ERU sjálfir jóladagarnir
liðnir að þessu sinni. — Hver
og einn hefir haldið jólih hátíð
leg á sinn hátt, eftir því hvern
ig ástæður og skapið leyfði. —
Flestir munu hafa borðað of
mikið, drukkið of mikið og vak
að of lengi. Aðrir hafa verið
skynsamari og notað hátíðina
til hvíldar, eða til að iðka lest-
ur góðra bóka og tímarita. Af
nógu var að taka til að lesa um
jólin. Blöðin voru risastór flest
með skemmtilegu efni og þá
hefir. ekki vantað bækurnar á
íslensk heimili á þessum jól-
um.
Það vantaði sjálft jólaveðrið
að þessu sinrii. Það voru auð
jól, að minnsta kosti hjá okkur
hjer á Suðurlandi. Eftir því
ættu að verða hvítir páskar.
Ekki þykir skíðafólkinu verra
að eiga von á því.
•
„Gleðilega rest“.
MIKIÐ vilja menn náunga sín
um vel kringum jólin. Hvar sem
menn hittast kveða við árnað-
aróskirnar: „Gleðileg jól“ og
„gleðileg hátíð“. Það er sjálfsagt.
En svo lenda menn í vandræð
um með að orða árnaðaróskirn
ar þegar komið er fram á ann-
an jóladag og þá grípa menn
að láni setningu frá gömlu sam
bandsþóðinni og segja „Gleði-
leg Rest“. — Sumir kunna
ekki við dönskuna. Þeir segja
sem vafalaust er rjett; við er-
um sjálfstætt fólk og þurfum
ekki að fá neitt að láni hjá
neinum. Við getum borið fram
okkar árnaðaróskir á eigin
tungu. Þeir segja því „gleði-
legan afgang“, sem gerir alveg
sama gagn og hitt.
Fáum dettur í hug að halda
áfram að segja bara gleðileg
jól, þó að það sje gamall og
góður siður, að halda jól þar
til á þrettándanum.
•
Á jólafrumsýningu.
EINN mesti viðburður jól-
anna her í Reykjavík er frum-
sýning Leikfjelags Reykjavík-
ur á annan í jólum. I kirkjur
fara menn bara í sunnudagaföt-
unum sínum, jafnvel á jólun-
um, en flestir fara í sín fínustu
samkvæmisföt til þess að sjá
frumsýninguna 1 leikhúsinu.
Nú er kunnara en frá þurfi
að segja að það -er ekki alveg
áhættulaust að fara í góðum föt
um í það hús. En mikið skal til
mikils vinna. Eftirværitingin er
mikil. Margir koma of seint. —
Það þarf. ekki að vera þeim að
kenna. Þeir, sem síðastir setj-
ast í salnum hafa ætlað sjer
nægan tíma, ef um venjulegt
hús væri að ræðá, en Iðnó ^er
hreint ekkert venjulegt hús og
troðningurinn óskaplegur.
Ekki líður á löngu þar til hit
inn verður alveg óþolandi í hús
inu. Vasaklútarnir, sem teknir
voru með til vonar og vara, ef
leikararnir skyldu geta komið
tárakirtlunum af stað með list
sinni, koma að góðum notum.
En það sem áhorfendur verða
að þola er „þyngra en tárum
taki“.
•
Loftvarnaflautan í
leikhúsinu.
ÞANNIG gengur nokkrar sýn
ingar. Engum dettur í hug að
opna svo mikið sem hurð á milli
þátta og hitinn og hið þunga
loft ætlar menn alveg að kæfa.
Þá kveður alt í einu við ámát
legt væl. Frumsýningargestir
hrökkva flestir í kút. Hvað er
að tarna. Er ekki stríðið búið.
Hversvegna er verið að gefa
loftvarnarmerki? Eða var þetta
kanske flugvjel að hrapa í
Tjörnina. Vælið verður að stöð
ugu suði. Þeir hafa fengið sjer
, Stuart í trilluna“ dettur kanske
einhverjum í hug, eða „Tuxham
vjel og tilheyrandi“ til þess að
vera fljótari að,skifta um leik-
tjöld“.
En þegar svalur andblær
svífur yfir höfðum frumsýning
argesta, skilja menn hvers kyns
er. Vælið boðar blessun. Svalan
blæ, sem er eins og uppspretta
í eyðimörkinni. En í leikhúsinu
getur maður altaf búist við
einhverjum smá blekkingum,
eða hillingum og svo fer um
svalan góða. Um leið og tjald-
ið er dregið frá fyrir næstu
sýningu andvarpar Thuxham-
inn í loftinu og alt verður kyrt
á ný — og aftur óbærilega
heitt.
Menn hljóta að bíða með.ó-
þreyju eftir langa hl'jeinu eftir
8. sýninguna. En ekki tekur þá
betra við. Troðningur, hrinding
ar og pústrur. Það væri gaman
að sjá þetta prúðbúna mann-
haf, eins og síld í tunnu, á kvik
mynd. Það væri sannkölluð
menningarkvikmynd.
•
Smaatriði
EINKENNILEGT hve smáat-
riði geta haft áhrif á menn í
leikhúsi. Það er t. d. broslegt
að sjá Daða Halldórsson eftir
að hann hefir sundriðið Hvítá.
Buxurnar hans og jakkinn eru
forug eftir reiðina sem von er.
En stígvjelin eru gljáandi, eins
og á liðsforingjum Austurríkis
keisara í skrautsal í Vínarborg
um aldamótin síðustu."
Eða þegar leikararnir eru að
dásama blessað sumarið í bisk-
upsstofunni í Skálholti — en
gleymst hefir að þurka frostrós
irnar af gluggarúðunum frá
vetrinum harða í atriðinu þar
á undan. Og hörkukarlar hafa
þeir verið prestarnir sem færðu
Brynjólfi biskup fregnina um
fæðingu dóttursonar hans, eftir
reiðfötunum þeirra að dæma, er
þeir koma frá Bræðratungu vet
urinn harða.
Áttavilt hefir Helga í Bræðra
tungu verið eftir því hvar hún
leitar að Heklu er hún stendur
í túninu í Skálholti með jómfrú
Ragnheiði.
En þessi smáatriði koma ef til
vill enn skýrara fram vegna
bansetts hitans og þrengslanna
í Iðnó. Menn verða að hafa sjer
eitthvað til afþreyingar á með-
an þeir bíða eftir langa hljeinu
síðan eftir endirnum.
I A INNLENDUM VETTVANGI
■
5 mmmmmmmmmmmmm••• *'*'
v r r p » e u * * 11
HANA-NÚ. Nú er Örvar-Odd
ur Þjóðviljans búinn að upp-
götva það, að Sjálfstáeðisflokk-
urinn sje að mynda breiðfylk-
ingu með stjórnarandstöðunni.
Og auðvitað er það hann Bjarni
borgarstjóri, sem stjórnar þess
um þokkalegu vinnubrögðum
kommúnistunum til bölvunar.
Og þeir eru meira að segja log-
andi hræddir um það kommún-
istarnir, að Bjarni muni ryðjast
til Moskva og afnema „aust-
ræna lýðræðið." Nei, ætli hann
láti sjer ekki nægja Reykjavík.
En það er ekki ein báran stök
fyrir kommúnistunum okkar
um kosningaúrslitin. Nú hafa
þeir líka komið auga á það, að
„Gunnurnar” eru úti á baro-
metrinu og það veit á illt, segja
þeir. Já, útlitið er hábölvað fyr
ir ykkur, sjera Sigfús. Vonandi
dettur þó ekki sultardropinn af
nefinu.
Þá er það herjans karlinn
hann Polli. Kommúnistar óttast
hann eins og sjálfan skrattann
og sjá hann á mörgum stöðum
í einu. Það var honum að kenna
að allur þingheimur hló, þegar
Brynjólfur fjelagi fór mestu
»«•« ,mn jiu«i
sneipuförina á Alþingi, og
Bjarni borgarstjóri gerði hann
mest hlægilegan og „austræna
lýðræðið“ hans. Og þeir eru jafn
vel logandi hræddir um það,
kommúnistarnir, að Polli muni
fá sjerleyfi til að byggja smá-
skúr við húsið sitt, svona næst-
um eins og sumarhús Óðins-
mannanna.
Já, „mörg er heimsmæða og
mannraunin sár“, mega aum-
ingja kommúnistarnir segja. Ótt
inn hefir helgripið þá svo mjög,
að nú eru þeir farnir að telja
atkvæðin hjá íhaldinu, þessi úr
prófkosningunni. Og auðvitað
er það hann Bjarni borgarstjóri,
Polli og Óðinsmennirnir, sem
mestum ógnunum valda. -— En
þeir gleyma þó heldur ekki
„Gunnunum", 'og ónýta hol-
steininum frá honum Eyjólfi. —
Það svarrar svo sem brimið við
bölklett rauðu sosialfasistanna.
„Bæj arstjórnarkosningarnar
eru tapaðar“, segja kommúnist-
arnir. í vonleysi sínu skrifar
foringjaklíkan sellufjelögunum
brjéf, og skammar þá fyrir á-
hugaleysi. Kommúnistarnir vita
það, að eitt til tvö þúsund af
þeim kjósendum, sem greiddu
þeim atkvæði síðast, kjósa nú
Sjálfstæðisflokkinn. Margir
verkamenn og sjómenn, sem
voru flokksbundnir, hafa nú
sagt sig úr kommúnistaflokkn-
um. Þeim líkar ekki „austræna
lýðræðið“.
Og þegar flokksmennirnir
■fóru að ympra á því á síðasta
fundinum, að nauðsynlegt væri
að skipta um nöfn á listanum,
láta Steinþór og iðju-Björn
fara, það ætti að viðhafa sömu
lýðræðislegu aðferðirnar og
Sjálfstæðisflokkurinn, þá ætl-
aði foringjaklíkan að ærast.
„Ykkur varðar ekkert um
hvernig listinn verður skipað-
ur, þið eigið að hlýða“. „Það er-
um við sem ráðum því hverjir
verða í framboði“ æptu foringj
arnir og slitu fundinum.
Þá gengur það ekki vel með
sníkjurnar í kosningasjóð kom
múnistanna. Það eru aðeins
sauðtryggustu fjelagarnir og
foringjaklíkan, sem eitthvað
leggja af mörkum, og það út úr
neyð, því auðvitað hefir það ver-
ið venjan að láta almenningi
Framh. á bls. 8.